Morgunblaðið - 03.03.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 03.03.1982, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 40 ára kaupstaðarréttindi 44 Akraneskaupstaður átti nýlega 40 ára afmæli. Síðan þá hefur íbúum fjölgað úr um 2000 í 5200, og hefur vöxtur bæjarins verið mjög ör síðustu árin, enda er hér blómlegt atvinnulíf sem dugmiklir athafnamenn lögðu grundvöll að. Skólakerfi er fjölbreytt og gott, og í heilbrigðismálum ber hæst hið ágæta Sjúkrahús Akraness. A dvalarheimilinu Höfða er öldruð- um sýnd umhyggja og í æsku- lýðsheimilinu Arnardal unir yngri kynslóðin við holl tómstundastörf. Menningarstarfsemi er fjöl- þætt, hér er gott bókasafn í nýlegu bókhlöðuhúsinu, byggðasafnið varðveitir minjar liðinna tíma, möpg félög og klúbbar starfa líf- lega. Stórt og velbúið íþróttahús og veglegt íþróttasvæði styrkja al- menna iðkun íþrótta og afreksfólk í íþróttum hefur jafnan aukið hróður Akraness. Á afmælisdaginn. 26. janúar, hélt bæjarstjórn Akraness hátíð- arfund í bókhlöðunni á Akranesi. Þar flutti Valdimar Indriðason, forseti bæjarstjórnar, eftirfarandi ræðu: Þann 26. janúar 1942, eða fyrir réttum 40 árum, hélt bæjarstjórn Akraness sinn fyrsta fund. Lög um kaupstaðarréttindi fyrir Akra- nes tóku gildi 1. janúar 1942 og þröngt túlkað, mætti líta á þann dag sem fyrsta afmælisdag bæjar- ins, en öllu eðlilegra er að miða við þann dag sem fyrsta löglega bæj- arstjórnin tekur til starfa og um þetta eru allir að ég best veit sam- mála. Ástæðurnar fyrir því að Akra- nes sækir um bæjarréttindi og þar um leið að rjúfa gott samband við sýslunefnd Borarfjarðarsýslu hafa vafalaust verið margar. Ætla má að þyngst hafi vegið að hér á Akranesi voru orðin vaxandi um- svif á vegum hreppsfélagsins. Hér var orðinn allstór þéttbýliskjarni með hátt í 2000 íbúa, og við blasti að gera þyrfti átök á svið upp- byggingar til aukinnar þjónustu við íbúana og atvinnuuppbygg- ingu. I því sambandi má nefna dýrar hafnarframkvæmdir, sem hófust á fjórða áratugnum, undir- búningur að vatnsveitufram- kvæmdum. Þátttaka í atvinnuupp- byggingu eins og t.d. síldarverk- smiðjunni. Þannig mætti áfram telja, en allar slíkar framkvæmd- ir, sem þyrfti lánsfé til, varð að sækja undir sýslunefnd og fá hennar samþykktir og jafnvel ábyrgð fyrir. Stjórnendum hreppsins hefur áreiðanlega þótt frekar miður að þurfa að standa í slíku, þó rétt sé að taka fram að ekki er annað að sjá, en að sam- starfið við sýslunefnd hafi verið gott. Erindi barst inn í hreppsnefnd 7. febrúar 1941, þar sem skorað er á hreppsnefnd að beita sér fyrir þvi að Akranes fá bæjarréttindi. Hreppsnefndin tók málaleitan þessari vel og var kosin þriggja manna nefnd til þess að skoða málið nánar. Þessi nefnd skilaði svo áliti á hreppsnefndarfundi 17. mars 1941 og þar var samþykkt að le8KÍa það fyrir borgarafund hvort Akraneskauptún skyldi sækja um það til Alþingis að fá hér bæjarréttindi. Almennur borgarafundur var svo haldinn í Báruhúsinu (sem var aðalsam- komuhúsið hér á þessum árum) hinn 20. mars. Þeir sem töluðu þar voru fylgjandi því að sótt yrði um bæjarréttindi. Var svo gerð fund- arsamþykkt á þessum fundi að efnt skyldi til almennrar atkvæða- greiðslu er færi fram „næsta land- legudag eftir næstu helgi", eins og segir í fundargerð frá þessum fundi. Þessi atkvæðagreiðsla fór svo fram 30. mars. Atkvæði greiddu 262. 228 sögðu já, en 33 nei. Einn seðill var auður. Þátttaka í þessum kosningum var lítil eða 25%, því á kjörskrá voru 1049. Strax daginn eftir heldur hreppsnefndin fund vegna þessa máls og þar er samþykkt að fela þingmanni Borgarfjarðarsýslu, Pétri Ottesen, að flytja þetta mál á Alþingi og leggja á það áherslu og það nái fram að ganga á þingi því er þá stóð yfir. Pétur Ottesen brá skjótt við og málið er komið inn í Alþingi strax í apríl og fær þar sína löglegu meðferð án mikilla umræðna. Lög um bæjarréttindi fyrir Akranes eru svo samþykkt á Alþingi 14. maí 1941. Þau eru síðan staðfest af ríkisstjóra 27. júní sama ár. Lög þessi skyldu taka gildi 1. janúar 1942. Sunnudaginn 25. janúar 1942 fara svo fram sveitarstjórnar- kosningar í landinu. Þá kjósa Ak- urnesingar sína fyrstu bæjar- fulltrúa. Kosnir voru 9 aðalmenn, en 7 höfðu verið í hreppsnefnd- inni. Kosningu hlutu: Guðmundur Guðjónsson, skip- stjóri, Guðmundur Kr. Ólafsson, fulltrúi, Hálfdán Sveinsson, kenn- ari, Haraldur Böðvarsson, útgerð- armaður, Jón Árnason, verslunar- stjóri, Jón Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri, Ólafur B. Björns- son, útgerðarmaður, Sveinbjörn Oddsson, kaupmaður, Þórhallur Sæmundsson, bæjarfógeti. Valdimar Indriðason, forseti bæjar stjórnar, flytur ávarp sitt. í dag eru 2 þessara heiðurs- manna á lífi, þeir Guðmundur Guðjónsson og Þórhallur Sæ- mundsson. Strax daginn eftir, mánudaginn 26. janúar, hélt nýkjörin bæjar- stjórn sinn fyrsta fund kl. 21.00 í gamla barnaskólanum. Forseti var kjörinn Ólafur B. Björnsson. Sam- þykkt var á þessum fyrsta fundi að auglýsa eftir bæjarstjóra, en jafnframt var forseta falið að gegna bæjarstjórastarfinu þar til bæjarstjóri yrði ráðinn. Arnljótur Guðmundsson, lögfræðingur í Reykjavík, hlaut starfið og sat hann fyrsta fund bæjarstjórnar 8. apríl 1942. Bæjarstjórnarfundir voru 24 fyrsta árið og mörgum merki- legum málum hreyft. Bæjar- stjórnarfundir voru haldnir á ýmsum stöðum fyrstu árin. I gamla barnaskólanum eins og áð- ur er sagt, í Báruhúsinu og að Óðinsgötu 4, sem nú er Kirkju- braut 4, en þar var allgóður salur á neðstu hæð, en flestir voru fund- irnir haldnir að Vesturgötu 61, en þar voru fyrstu skrifstofur bæjar- ins en hreppsnefndin hafði haft neðri hæð þess húsnæðis á leigu í nokkur ár. Hinn 16. nóvember 1942 er sam- þykkt í bæjarstjórn að kaupa nú- verandi bæjarhús fyrir 80 þús. kr. Eg hef hér drepið á nokkur at- riði er varða undirbúning að að- draganda að stofnun fyrstu bæj- arstjórnar á Akranesi og fylgst með henni fyrstu sporin. Freist- andi væri að taka fyrir ýmsa málaflokka og vandamál sem þessir frumherjar höfðu við að glíma fyrir 40 árum, en það verður látið ógert nú. En aðeins má minna á, að á fimmta áratugnum var mörgum og merkilegum mál- um hrint í framkvæmd hér í bæn- um. Bjartsýni hefur ríkt meðal ráðamanna bæjarfélagsins og þeirra manna sem að atvinn- uuppbyggingu stóðu. Á þessum fyrstu árum var sú stefna mörkuð sem við búum að í dag og það skal forvígismönnum nú þakkað. Við þessi tímamót í sögu bæjar- ins vil ég fyrir hönd bæjarstjórnar þakka öllum starfsmönnum bæj- arins, ungum sem öldnum, vel unnin störf. En að lokum vil ég leyfa mér að gera orð Ólafs heitins Björnsson- ar, fyrsta forseta bæjarstjórnar Akraness, að mínum, en í ávarpi er hann flutti á fyrsta fundi bæj- arstjórnar sagði hann m.a.: „Enda þótt margt hafi veríð gert hér á síðustu árum, er oss öllum Ijóst að margt er ógert og mikil verkefni bíða vor. Eg vona . ad vér tökum á verkefnum með karlmannlegri festu og einbeitni, en þó fyrst og fremst með skiln- ingi og velvilja. “ Þessi orð voru sögð fyrir 40 ár- um. í dag halda þau fullu gildi og er okkur hollt að minnast þeirra. „Þorskastríð“ Ármanns Kr. hlýtur góða dóma í Danmörku NÝLEGA hafa borist danskar um- sagnir um bók Ármanns Kr. Einars- sonar, Þorskastríðið, en hún kom út hjá BHB's Icelandic World Litera- ture, í nóvember síðastliðnum. Sigvald Hansen í Fredriksborg Amts Avis segir m.a. 10. nóv. sl.: Humlebæk-forlagið BHB’s Ice- landic World Literature, sendir frá sér í dag barnabókina Þorska- stríðið eftir íslenska rithöfundinn Ármann Kr. Einarsson í ágætri þýðingu rithöfundarins og bókaút- gefandans, Þorsteins Stefánsson- ar. Hið svonefnda Þorskastríð, bar- átta Islendinga um landhelgina við stórveldið England, var að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál, þar sem aðalatvinnuvegur þjóðarinn- ar er fiskveiðar. Það var prýðileg hugmynd hjá höfundi að rekja í góðri barnabók gang þessa máls, sem vakti athygli margra á öllum Norðurlöndunum. Og honum tekst það svo vel, að allir sem vilja, geta skilið það. Mál þetta var nefnilega ekki tengt íslandi einu, það varð samnorrænt mál. Humlebæk-forlagið á skilið sér- staka viðurkenningu fyrir það að hafa gefið út þessa áhugaverðu bók. Við fáum nána innsýn í at- burðina, og persónurnar eru einkar lifandi. Það gefur sögunni vissulega mikið gildi. í Lektörudtalelse fra Indbind- ingscentralen segir lektor Johs. Herskind m.a.: „Ármann Kr. Einarsson: Torskekrigen. Bókin er gefin út með styrk frá Norræna þýðingar- sjóðnum og segir frá lífinu á ís- lenska varðskipinu Tý, sem tók þátt í þorskastríðinu milli íslands og Englands vorið 1976. Við fylgj- umst með Magna, sem er 16 ára messadrengur á Tý og er því þátt- takandi í átökum skipsins við breska togara og herskip. í einum þessara árekstra fellur ungur, enskur háseti fyrir borð, en Magna tekst með snarræði að bjarga honum frá drukknun. Þetta afrek leiðir til þess, að drengirnir kynnast, og þeim kemur saman um að reyna að vinna eindregið að því, að þessi hættulega deila leys- ist með samningum. Og þessi draumur drengjanna rættist nokkru síðar. Bókin er skemmtileg og spenn- andi með ágætum myndum sem gefa góða innsýn í þá áhrifamiklu og átakanlegu atburði, sem urðu við íslandsstrendur þetta vor. Ég mæli með henni sem lestrar- og samræðuefni í 7.—10. bekk.“ í Lektörudtalelse fra Indbind- ingscentralen segir lektor Margot Andreasen m.a.: „Magni (aðalpersóna sögunnar) er í fyrstu sjóferð sinni með varðskipinu Tý í þorskastríðinu milli íslands og Englands. Lýsingarnar í sögunni eru áhrifaríkar, einkum þegar her- skipin, sem gæta enska fiskveiði- flotans gerast virk í átökunum, t.d. er bresk freigáta siglir á Tý og skemmir hann stórlega. Ármann Kr. Einarsson hefur hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar. Margar af bókum hans hafa verið þýddar á dönsku." EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ 1 MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.