Morgunblaðið - 14.04.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.04.1982, Qupperneq 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 79. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982_______________________________Prentsmiðja Morfiunblaðsins, Haig gefiir Reagan skýrslu um hugmyndir um að afstýra stríði l>ondon, 13. apríl. \l\ ALKXANDER HAIG, utanríkisrádherra Bandaríkjanna, hætti sex daga frirt arferð sinni í dag og flaug til Washington að gefa Ronald Reagan forseta skýrslu um ótilteknar „nýjar hugmyndir" til að afstýra styrjöld milli Bret- lands og Argentínu út af Falklandseyjum. Argentínskt herskip á sveimi í sundinu milli tveggja stærstu eyjanna í Falklandseyjaklasanum. Myndin var tekin daginn áður en hafnbann Breta tók gildi. Þögul mótmæli gegn herlögum í Póllandi Varsjá, 13. apríl. Al\ PÓLVERJAR kveiktu á kertum og slökktu Ijós í húsum sínum í kvöld til að mótmæla herlögum á þögulan hátt og kirkjan sendi frá sér meiriháttar stefnuskrá sem á að græða sár þjóðarinnar og binda endi á „núverandi En sjálfhelda virðist hafa skap- azt í deilunni um eignarréttinn, viku áður en floti Breta er væntan- legur, og Haig sagði að ástandið væri hættulegt og hættan færi vax- andi. „Þess vegna er mjög áríðandi að finna pólitíska lausn,“ sagði hann. Haig hafði ætlað að fara til Bu- enos Aires í kvöld eftir viðræður í allan dag við Margaret Thatcher forsætisráðherra, en viðurkenndi að komið hefðu upp erfiðleikar, sem urðu til þess að breyta varð þeirri fyrirætlun. Hann kvaðst hvorki bjartsýnn né svartsýnn. Hann fer til Buenos Aires eftir fundinn með Reagan. Alexander Haig Brezka fréttastofan Press Associ- ation sagði að Bretar „hefðu ekki hvikað einn þumlung" frá þeirri af- stöðu, að semja ekki við Argentínu beint fyrr en argentínskt herlið hörfaði frá eyjaklasanum. Bandarískir embættismenn sögðu í kvöld að Rússar útveguðu Argentínumönnum upplýsingar um siglingu brezka flotans til Falk- landseyja, m. a. frá gervihnöttum og með fjarskipta hlerunum. Fimm sovézk herskip eru á Suður- Atlantshafi, en langt frá Falk- landseyjum. BBC hafði í kvöld eftir heimild í brezku stjórninni að mikið bæri á milli deiluaðila á stjórnmálasvið- inu, en ágreiningurinn á hernað- arsviðinu minnkaði með hverri klukkustund sem liði. En argentínska fréttastofan Dyn hermdi að Argentínustjórn vísaði eindregið og kröftuglega á bug til- lógu Bandaríkjanna um sameigin- lega stjórn Bandaríkjamanna, Arg- entínumanna og Breta á eyjunum. Argentínufloti kvaðst tilbúinn að láta úr höfn með stuttum fyrirvara. Brezki flotinn lagði hald á fimm skip í viðbót í dag: eitt flutninga- skip og fjóra togara, sem verða not- aðir sem tundurduflaslæðarar. Flotinn hefur þegar lagt hald á tvö farþegaskip, gámaskip og nokkur olíuflutningaskip. Brezkir þingmenn sneru heim úr páskaleyfi í dag og fimm tíma um- ræður fara fram á morgun að kröfu Michael Foots leiðtoga Verka- mannaflokksins, um Falklandseyja- deiluna, sem getur gert út um póli- tíska framtíð frú Thatcher forsæt- isráðherra. Ókyrrt var enn í kauphöllinni í London í dag og mikið selt af hluta- bréfum, sem lækkuðu um 1,13 millj- arða punda í verði. Á Falklandseyjum voru allt að 6.000 argentínskir hermenn sagðir hreiðra um sig vegna yfirvofandi árásar Breta. Sendiherra Argentínu í Perú sagði að tugir sjálfboðaliða skráðu sig á hverjum degi í ræð- ismannsskrifstofunni í Lima og sömu fréttir bárust frá öðrum sendiráðum Argentínu. Enn er ekki vitað um afdrif 29 brezkra landgönguliða, sem voru teknir til fanga í árásinni á Falk- iandseyjar og Suður-Georgíu, að sögn brezka varnarmálaráðuneytis- ins. En BBC hafði eftir argentínsk- um heimildum að sjö þeirra hefðu verið fluttir til argentínsku hafnar- borgarinnar Commodoro Rivadavia og yrðu seinna sendir til Buenos Aires. Um 77 voru framseldir Bret- um þremur dögum eftir innrásina. í bréfi, sem dreift var í Öryggis- ráðinu í kvöld, bauðst Argentína til að kalla heim herlið sitt ef Bretar kölluðu heim flota sinn. Bretar tóku þessu fálega og sögðu að Argentína yrði að virða samþykkt Öryggis- ráðsins um brottflutning argent- ínska herliðsins. Bréfið gefur til kynna að Argentína ætli að halda Falklandseyjum. Samtök Ameríkuríkja, OAS, samþykktu ályktun, þar sem þau buðu „vinsamlega samvinnu" til að leysa deiluna. I ályktuninni var ekki tekin afstaða með öðrum hvor- um deiluaðilanum, en hún var talin hliðholl Argentínu þar sem þar var ekki minnzt á ályktun Öryggisráðs- ins. Yfirmaður flughers Argentínu, Basilio Lami Dozo hershöfðingi, sagði í dag að „enn þyrfti að kanna nokkrar leiðir" til lausnar deilunni og varaði við því að ef lausn fyndist ekki „erum við reiðubúnir að horf- ast í augu við alla möguleika af öðru tagi“. sjálfheldu í stjórnmálunum“. Stefnuskrána er að finna í 10 blaðsíðna bréfi, undirrituði af Joz- ef Glemp erkibiskupi, sem var sent 27 biskupum Póllands og yfir- völdum. Þar eru ítrekaðar fyrri áskoranir um að verkalýðsleiðtog- um verði sleppt og Samstaða fái aftur að starfa, þar sem það sé forsenda samkomulags milli yfir- valda og fólksins. Yfirvöld þögðu jafnframt um leynilega útvarpsstöð, „Útvarp Samstöðu", sem skoraði á fólk að slökkva á ljósum í húsum sínum til marks um „samstöðu og mót- mæli“ á fjögurra mánaða afmæli herlaganna. Fjölmiðlar vildu greinilega ekki vekja athygli á stöðinni, sem útvarpaði truflun- arlaust á örbylgju í átta mínútur í gærkvöldi. I útsendingunni, sem var brot á herlögum og lögum um ríkiseinok- un fjölmiðla, var lagt til að ljós yrðu slökkt einu sinni í mánuði. Greinilega virðist hafa heyrzt í útvarpsstöðinni í nokkrum út- hverfum Varsjár, en alls ekki í öðrum. Flestir telja að útvarpað hafi verið einhvers staðar frá miðborg Varsjár. Samkvæmt sumum heimildum verður hljóð- ritunum af dagskránni dreift til annarra borga. Tilkynnt var að næstu dagskrá yrði útvarpað 30. april, þegar könnun hefði verið gerð á hlustun- arskilyrðum og langdrægni stöðv- arinnar. I sumum hverfum Var- sjár kvaðst fólk hafa séð íbúðaeig- endur blikka ljósum sínum til marks um að þeir heyrðu í stöð- inni, eins og farið var fram á. Vestrænir sérfræðingar telja að útsendingin hafi haft sálræna og táknræna þýðingu fyrir Pólverja og áreiðanlega vakið reiði yfir- valda. Öryggi var ekki hert að ráði á afmæli herlaganna í dag og það bendir til þess að yfirvöld óttist ekki ólæti. Kona Lech Walesa er væntanleg til Gdansk eftir fjögurra daga heimsókn hjá manni sínum. Hún fór með öll börn þeirra sjö í heim- sóknina. Walesa hefur ekki áður fengið alla fjölskylduna í heim- sókn. Flugslys í Tyrklandi Ankara, 13. april. Al\ BANDARÍSK herflutningaflugvél af gerðinni C-130 fórst í Austur-Tyrk- landi í dag og allir þeir sem í flug- vélinni voru, 27 Bandaríkjantenn, biðu bana. Tíu þeirra voru flugliðar, 17 farþegar. Talsmaður tyrkneska hersins sagði að sprenging hefði orðið í flugvélinni, eldur hefði komið upp í henni og hún hefði hrapað 86 km vestur af borginni Erzincan, ná- lægt þorpinu Gevencik. „Floti Argentínumanna ...' Sjá frétt á bls. 19. Agaleysi vandamál í sovézka hernum \\ ashinglon, 13. apríl. Al\ SOVÉZKI landherinn stendur frammi fyrir alvarlegum vandamálum af völdum agaskorts og þjóðarígs að sögn bandaríska þingmannsins Les Aspin í dag. „Ef sovézkir liðsforingjar geta ekki treyst því að verðir skjóti ekki á þá, ef herinn er klofinn í fjandsamlega þjóðahópa og eldri hermenn og, yngri hermenn ... þá virðumst við hafa minni ástæðu til að óttast Rússa en fjöldi þeirra segir til um,“ sagði Aspin, sem hefur lengi gagnrýnt herútgjöld og á sæti í hermálanefnd fulltrúadeildarinnar. Aspin byggði mat sitt á löng- um viðtölum við útlaga, sem hafa þjónað í sovézka hernum, og nefndi m. a. þessi dæmi: Vörður, sem sofnaði á verði við æfingastöð eldflaugasveit- anna, skaut úkraínskan liðsfor- ingja til bana, þegar foringinn kom að honum. Óánægður hermaður, sem hafði lokið tveggja ára her- skyldutíma, en ekki fengið lausn frá herþjónustu vegna ítrekaðra tafa, lét kúlum rigna úr vélb.vssu á tvo herflokka. Óeirðir brutust út milli rússn- eskra hermanna og Kazaka- hermanna frá Mið-Asíu í her- stöð í Austur-Asíu-héruðum So- vétríkjanna með þeim afleiðing- um að 15 Kazakanna særðust. Aspin sagði að sovézkir liðs- foringjar leggðu stundum þegj- andi blessun yfir ofbeldi í hern- um með því að neita að skerast í leikinn þegar gamlir hermenn lumbruðu á nýliðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.