Morgunblaðið - 14.04.1982, Síða 42

Morgunblaðið - 14.04.1982, Síða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 Óskar varpaði kúlunni 19,85 OKKAR Jakobsson frjálsíþróttamað- ur úr ÍK sigraði tvöfalt í háskóla- kvppni í San Angolo i Texas um helgina, varpaði kúlu 19,85 metra og kastaði kringlu 56,50 metra. A mót- inu varð Kinar V ilhjálmsson UMSB annar í spjótkasti með rúma 66 metra. Kinar kenndi meins í olnboga og hætti eftir þrjár tilraunir, en þá var hann með örugga forystu. f síðustu umferðinni náði einn keppinautur hans góðu kasti, upp á 70 metra, og skaust fram úr. Kinar verður að hvíla sig frá æfingum í eina til tvær vikur til að fá sig góðan. Óskari gekk illa í kringlukastinu, þótt hann sigraði, gerði aðeins eina tilraun af sex gilda, en trúlega er hér aðeins við tímabundið vandamál að stríða, því hann hefur kastað miklu lengra í vor. Á frjálsíþróttamóti í Knoxville í Tennessee kastaði Vésteinn Haf- steinsson kringlu rúma 55 metra, en nákvæm úrslit vantar. Vann Vé- steinn fyrst opinn flokk á mótinu og var boðin þátttaka í flokki sérstak- lega boðinna kastara strax á eftir, en náði ekki að bæta sig og hafnaði þar i fimmta sæti eftir að hafa kastað nær stanzlaust í tvær stundir rúmar. Þorvaldur hljóp á 14,2 í 110 in grind „l>AÐ VAR aðeins of mikill með- vindur í hlaupinu, en það hjálpar ekkert, þarf þá alltaf að bremsa niður til þess að hlaupa ekki inn i grindurnar. I*á var úrhelli, brautirn- ar blautar og hálar. Ég verð því bara að vona að þessi tími náist brátt við betri aðstæður," sagði I>orva)dur l'órsson frjálsiþróttamaður úr ÍR i samtali við Mbl. í gær. Þorvaldur keppti á frjálsiþróttamóti í Kalif- orniu um helgina og hljóp 110 metra grindahlaup á 14,2 sekúndum, sem er betra en íslandsmetið, en það á hann sjálfur og er 14,4 sekúndur. „Það hefur verið Ieiðinlegt veð- ur hér að undanförnu og æfingar gengið erfiðlega af þeim sökum, en vonandi batnar þetta fljótlega. Eg varð fjórði í hlaupinu, bandaríski háskólameistarinn frá í fyrra, Larry Cowling, vann. Hann hljóp á svipuðum tíma og hann hefur verið að hlaupa á í vor, 13,5 sek- úndum, ekki hjálpaði vindurinn honum frekar." Á sama móti keppti Þorsteinn bróðir Þorvaldar í spjótkasti, sigr- aði og skaut sér betri mönnum ref fyrir rass. Kastaði Þorsteinn 59,38 metra, sem er hans næst bezti ár- angur. Þorvaldur Þórsson sem nú keppir fyrir San Jose hefur náð góðum árangri í 110 og 400 metra grindahlaupum á árinu og er greinilega í mikilli framfór. Bikarkeppni HSÍ: FH eða Valur í úrslit? STORLKIKIJR fer fram í íþróttahúsi llafnarfjarðar i kvöld, en þá eigast við Kll og Valur i undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Leikurinn hefst klukkan 20.00, en annað kvöld klukkan 20.30 á sama stað mætast svo llaukar og KR í hinum leik und- anúrslitanna. Leikurinn i kvöld verður ugglaust hörkuspennandi, annars vegar KH sem varð í 2. sæti á íslandsmótinu og hins vegar Valur, sem sló bikarmeistara Þróttar út i síðustu umferð með geysilegum yfir- burðum. Handknattlelkur v > Sigurvegarar í norrænum greinum á Skiðalandsmóti íslands með verðlaun sin. Efri röð frá vinstri: Magnús Eiríksson Siglufirði, eiginkona hans Guðrún Ó. Pálsdóttir, Árni Stefánsson, Ingólfur Jónsson, Jón Konráðsson, Haukur Hilmarsson. Fremri röð frá vinstri: Stella Hjaltadóttir, Einar Ólafsson, Finnur V. Gunnarsson, Þorvaldur Jónsson og Haukur Sigurðsson. Bayern í kröppum dansi í Sofíu Gautaborg á mikla möguleika gegn Kaiserslautern EVRÓPUKEPPNIN í knattspyrnu var á dagskrá á miðvikudaginn i síð- usu viku, en komið er að undanúr- slitum á þeim vígstöðvum. í Evrópu- keppni meistaraliða lenti Bayern Munchen í kröppum dansi á útivelli gegn (JSKA frá Búlgaríu. Eftir að- eins 14 minútur var staðan orðin 3—0 fyrir (JSKA, Dimitrov skoraði með skalla á 5. mínútu, Yonchew bætti öðru marki við á 12. minútu beint úr aukaspyrnu, ódýrt mark, og Zdravkov skoraði síðan þriðja mark- ið úr miklu gjafavíti. Bayern stillti upp varnarliði, fjölgaði á miðjunni og Rummenigge einn frammi. Fyrir vikið var Ásgeir Sigurvinsson í byrj- unarliðinu, en þegar staðan var orð- in 3—0 var Ijóst að Bayern var að sækja. Ásgeir var þá tekinn út af og Dieter Höness kom inn á. Skiptingin gerbreytti leiknum þó svo að Ásgeir hafi ekki átt neina sök á ófiirunum, Durnberger og Höness skoruðu fyrir hlé. Yonchew skoraði fjórða markið rétt eftir leikhlé, en Paul Breitner átti síðasta orðið. í hinum leik und- anúrslitanna sigraði Aston Villa lið Anderlecht naumlega. 1—0 urðu lokatölurnar og skoraði Tony Mor- ley eina markið. Möguleikar Ander- lecht því miklir. í Evrópukeppni bikarhafa skildu Tottenham og Barcelona jöfn á White Hart Lane í mjög grófum og hörðum leik þar sem Spánverjarnir þóttu leika af meira kappi en forsjá. „Ef við leik- um á Spáni eins og leikmenn Barcelona léku á White Hart Lane má búast við borgarastyrjöld," hafði AP eftir Keith Burkinshaw, stjóra Tottenham. Barcelona var nær sigri, Estella var rekinn út af á 57. mínútu, en Antonio Olmo skoraði fjórum mínútum síðar. Graham Roberts jafnaði 6 mínút- um fyrir leikslok. I hinum leiknum sigraði Standard Liege lið Dinamo Tblisi 1—0 á útivelli. Dardenne skoraði sigurmarkið. I UEFÁ-keppninni voru úrslit merkileg. Gautaborg herjaði út jafntefli á útivelli gegn hinu sterka þýska liði Kaiserslautern. Hofdietz náði forystunni fyrir Kaiserslautern eftir ljót varnar- mistök hjá Sviunum, en Coreliu- son jafnaði metin. Sænska liðið lék síðan á als oddi og fékk næg tækifæri til að vinna leikinn, en Þjóðverjarnir sluppu með skrekk- inn. í hinum leiknum sigraði júgóslavneska smáliðið Radnicki Nis lið Hamburger SV 2—1. Ekk- ert var skorað í fyrri hálfleik, en Beganovic náði forystunni í upp- hafi síðari hálfleiks. Von Heesen jafnaði fljótlega og stefndi allt í jafntefli, en á síðustu mínútunni tók varnarmaðurinn og fyrirliðinn Obradovic sig til og einlék upp all- an völl, lék á hvern Þjóðverjann af öðrum og skoraði glæsilega sigur- markið. A-sveit KFR sigraói LAUGARDAGINN 10. apríl var haldin sveitakeppni allra karatefé- laga á Reykjavíkursvæðinu í íþrótta- húsinu Ásgarði í Garðabæ. Á mótið voru mættir keppendur frá fjórum félögum; þrjár fimm manna sveitir frá Karatefélagi Reykjavíkur (KFR), tvær frá Shotokan Karatefélaginu í Reykjavík (SKF), ein frá Gerplu í Kópavogi og önnur frá Stjörnunni í Garðabæ. Keppt var í Kunite sem er frjáls bardagi. Úrslit urðu: vinn. stig SKF b-sveit — Stjarnan 2xk — 2xk\ — 1 xk SKF a-sveit —* KFR c-sveit 5—0 4—0 KFR b-sveit — Gerpla Axk — lk 4lk—1 KFR a-sveit — Stjarnan 4—1 Axk — 1 SKF a-sveit — KFR b-sveit 2xk— 2Víe3—3 Á milli þessara tveggja sveita varð jafntefli svo það þurfti auka- keppni á milli sveitanna og urðu þeir Gísli Klemenzson, SKF, og Ásgeir Ólafsson, KFR, fyrir val- inu, þá keppni vann Gísli 1 — Vfe svo SKF komst í úrslit gegn a-sveit KFR. Úrslit: KFRa-SKFa, i'/i-'/z 5'A-l 1. sæti A-KFR a. Atli Erlendsson 2. dan, b. Árni Einarsson 2. dan, c. Stefán Alfreðsson 1. dan, d. Ómar Ivarsson l.dan, e. Helgi Þórhallsson 1. dan. 2. sæti A-SKF a. Ólafur Wallevik 1. dan, b. Karl Gauti Hjaltason 1. kyu, c. Karl Sigurjónsson 1. kyu, d. Þórður Antonsson 2. kyu, e. Gísli Klemenzson 1. kyu. 3. sæti B-KFR a. Hjalti Árnason 2. kyu, b. Hákon Möller 1. dan, c. Ásgeir Ólafsson 1. kyu, d. Bjarni Jónsson 1. kyu, e. Kristjón Þorkelsson 2 kyu. Aðaldómari var Sensei Steve Cattle 5. dan sem er núverandi Bretlandsmeistari í Karate. Að- stoðardómari var Steinar Einars- son 1. dan. Um páskana hefur Sensei Steve Cattle haldið fjöl- mennt karatenámskeið, og hafa um 120 manns tekið þátt í því frá öllum félögunum. Stadler vann eftir bráðabana BANDARÍSKI kylfingurinn Craig Stadler gerði sér lítið fyrir og sigraði á Masters-golfmótinu sem fram fór i Augusta í Georgíu um hátíðirnar. Mikil spenna var allt til síðustu hol- unnar og Stadler tryggði sér ekki sigur fyrr en eftir bráðabana gegn llan Pohl, en báðir léku á samtals 284 höggum. Allir sterkustu kylfingar ver- aldar voru þarna mættir til leiks og einn þeirra, Spánverjinn Sevri- ano Ballesteros varð í þriðja sæt- inu á 285 höggum. Stadler reið spikfeitum hesti frá móti þessu, því sigurlaunin námu 64.000 Bandaríkjadölum. Pohl fékk 39.000 dali og þeir Ballesteros og Jerry Pate, sem varð í fjórða sæti, hrepptu 21.000 dali hvor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.