Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 t Systir okkar, ELÍN JÓNSOÓTTIR, Birkivöllum 2, Salfoaai, lést á páskadag, 11. apríl. Syatkinin. Móöir min. SIGRÍOUR GUOMUNDSDÓTTIR, Klapparstíg 12, Raykjavík, lést laugardaginn 10. apríl. Kamma N. Thordarson, Kristín Sigurjónsdóttir, Þórunn Sigurjónsdóttir, örn Svainsson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURDUR SIGURDSSON, málaramaistari, Tómasarhaga 27, lést í Landakotsspítala, 12. april. Ragnheióur Ásgrímsdóttir, Siguróur Sasvar Sigurðsson, Björg R. Siguróardóttir. t Faöir okkar og tengdafaöir, SÆMUNDUR ELÍAS ARNGRÍMSSON, Landakoti, Álftanesi, andaöist í Borgarspítalanum 13. apríl sl. Jarðarförín auglýst siöar. Börn og tengdabörn. t GUÐLAUGUR BJORGVINSSON, Vesturgötu 22, Raykjavfk, lést á heimili sinu 2. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. þ.m. kl. 3 e.h. Aöstandendur. t Útför eiginkonu minnar og móður, GUÐNYJAR JÓNSDÓTTUR, fyrrv. veitingakonu, Skipholti 40, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. apríl og hefst kl. 13.30. Inyimundur Bjarnason, Helga Ssemundsdóttir. t Bróðir minn, HARALDUR OTTO NIELSEN, sem lést i Elliheimilinu Grund 6. þ.m., veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 16. april, kl. 10.30. Jóhanna Pétursdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SVEINN JÓNSSON, bifreióastjóri, lést 31. mars, aö Elliheimilinu Grund. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö, Jón E. Sveinsson, Guóný Vigfúsdóttir, Sigfús Agnar Sveinsson, Helena Magnúsdóttir, Sverrír Sveinsson, Auður Björnsdóttir, Sverrir Sveinsson, Guðrún Maack, Eyþór Þorléksson, barnabörn og barnabarnabörn. Helgi Helgason In Memoriam Fæddur 26. september 1926 Dáinn 1. apríl 1982 Einn af mínum nánustu frænd- um og vinum, Helgi Helgason lögfræðingur, andaðist í Landspít- alanum hinn 1. þ.m., og langar mig að minnast hans með örfáum orðum. Helgi var fæddur að Stórólfs- hvoli í Rangárvallasýslu þann 26. september 1926. Foreldrar hans voru þau hjónin Helgi Jónsson, læknir og alþm., og Oddný Guðmundsdóttir, hjúkrun- arkona. Að honum stóðu góðar sunnlenskar ættir, er ég mun eigi rekja nánar hér. Foreldrar hans gerðu garðinn frægan á Stór- ólfshvoli um áratugaskeið og hygg ég óþarft að gera a.m.k. Rang- æingum frekari grein fyrir því. Við Helgi uxum úr grasi hlið við hlið og þau góðu bernskutengsl entust okkur alla tíð þótt fundum fækkaði hin síðari árin. Á frumbýlingsárum okkar Þór- unnar var Helgi tíður gestur á heimili okkar og börnum okkar smáum var enginn kærkomnari. Spil, glens og gaman komu með honum inn úr dyrunum og fóru þá fyrst er hann kvaddi. Helgi mun eigi hafa farið með öllu varhluta af mótgangi lífsins fremur en flest okkar hinna, en allt það bar hann með því æðru- leysi er greinir öðlinga frá öðrum. Fyrir allmörgum árum skipti hann um starf, lagði lögfræðina á hilluna og fór til sjós. Einnig þar var hann vel metinn af samstarfs- mönnum sínum. Hvort heldur var til sjós eða lands var hann óáleit- inn höfðingi er mun jafnan hafa hugsað minna um eigin hlut en annarra. Að vonum átti slíkur maður marga einlæga vini, er létu sig mál hans varða. Halla ég þó vart á neinn þótt ég nefni þar Dr. Gunn- laug Þórðarson fyrstan. Eg get ekki sagt á hefðbundinn hátt að mig hafi sett hljóðan er ég heyrði lát Helga, við áttum öll von á því að skammt væri sólarlags að bíða, ekki síst hann sjálfur, er gjörla vissi að hverju fór, en samt er það svo að söknuð setur að mér nú þegar hann er allur. Skal hann því nú kært kvaddur af mér og minni fjölskyldu með þökkum fyrir góð kynni, er aldrei bar á nokkurn skugga. Kaupmannahöfn, 6. apríl 1982, Kinar Ágústsson Svo blandast hvert minnsta bænarljóó í brimgný af tímans oldum, og verk öll leggja.st í lífsin.s ajód, undir lofLsalarins blikandi tjöldum. K.B. I dag er til moldar borinn vinur minn og samstarfsmaður um margra ára skeið. Samferðamenn okkar hér á jörð hljóta ávallt að verða okkur mis- minnisstæðir og kærir, eftir sam- skiptum okkar við þá. Helgi reyndist vera sá samferðamaður, sem skipa mun heiðurssess í huga mínum. Örlögin höguðu því svo til, að leiðir okkar Helga lágu fyrst sam- an í starfi á sjónum, og vorum við samskipa um margra ára skeið. Er mér ljúft að minnast allra þeirra samverustunda okkar, og mæli þar fyrir munn fjölmargra ann- arra skipsfélaga okkar. I erfiðu starfi sjómannsins stóð Helgi sig mjög vel, hann stóð með- an stætt var. Hann var helsjúkur, þegar loks hann gekk í land. Dauðastríð hans var strangt, því tók Helgi af mikilli karl- mennsku. Hann vissi strax að hverju stefndi og að biðin yrði ekki löng. Helgi var dulur maður, flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann lagði öllum gott til, ef til hans var leitað, og vert er þar að geta, hve mildur hann var öllum börnum og æskufólki. Það fólk átti góðan vin að, þar sem Helgi var. Helgi kvæntist ekki og eignaðist ekki börn sjálfur. Helgi Helgason var fæddur 26. sept. 1926, á Stórólfshvoli, Rang- árvallasýslu. Foreldrar hans voru þau heiðurshjón Oddný Guð- mundsdóttir hjúkrunarkona og Helgi Jónasson héraðslæknir og alþingismaður þar eystra. Þau eru bæði látin. Helgi, sem var næstelstur þeirra fjögurra bræðra, Jónasar, Hrafnkels og Sigurðar, ólst upp á miklu myndarheimili góðra for- eldra. Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands árið 1954. Helgi var skarpgreindur maður, vel mennt- aður og víðlesinn. Frístundum sín- um eyddi hann vel flestum til bókalesturs og valdi hann það ævinlega, er best þótti á markaði hverju sinni. Og nú, þegar Helgi er látinn, langt um aldur fram, er efst í huga þakklæti fyrir liðnar sam- verustundir, sem aldrei bar skugga á. Við Dóra þökkum vináttuna og biðjum honum blessunar Guðs á nýjum vegum. Fari hann vel, frændi og vinur. Sverrir Erlendsson Það ljómaði af honum karl- mennska og góðvild í senn, þessum hávaxna og glæsilega unga manni, sem ráðuneytisstjórinn í félags- máiaráðuneytinu vísaði inn í skrifstofuherbergi mitt í Arn- arhvoli í nóvemberbyrjun 1954. Maðurinn hét Helgi Helgason, ungur lögfræðingur, sem ráðist hafði til starfs í Stjórnarráðinu og með góðfúslegu samþykki mínu varð það afráðið að við skyldum deila skrifstofuherbergi mínu, a.m.k. fyrst um sinn, en sú skipan hélst allt til þess að hann lét af starfi sínu í árslok 1961. Ráðu- neytisstjórinn bætti við, að nú væri Helgi i minni góðu umsjá. „Þú átt að taka þéttar í hendi," hrökk upp úr mér um leið og við heilsuðumst, „í handtakinu leynist manngerðin." „Jæja, á strax að fara að ala mig upp,“ svaraði Helgi og hló við. „Það getur nú reynst þér erfitt, svona er mitt handtak, hvort sem í því er manngerð mín eða ekki.“ Ekki óraði mig fyrir því þá, hve þetta með handtakið væri vafa- söm trú eða að með okkur Helga Helgasyni ætti eftir að takast sú vinátta eins og hún gerist fegurst í skáldsögum. Helgi Helgason var fæddur á Stórólfshvoli 26. sept. 1926, sonur hjónanna Oddnýjar Guðmunds- dóttur hjúkrunarkonu, og Helga Jónassonar, læknis og alþm. Hann varð stúdent frá MR 1948, en stundaði hluta af menntaskóla- námi sínu í MA. Hann tók lög- fræðipróf 1954. Eftir emb.próf starfaði hann um skeið sem lög- Aðalsteinn Magnús son — Minning Fæddur 14. nóvember 1932 Dáinn 1. april 1982 Með hinu sviplega fráfalli Aðal- steins Magnússonar eigum við á bak að sjá einum af okkar dug- mestu trúnaðarmönnum. Aðal- steinn réðst til starfa hjá Lands- banka Islands fyrir tæpum sjö ár- um, fljótlega hóf hann afskipti af félagsmálum, var það óneitanlega mikill akkur fyrir starfsmannafé- lagið að fá slíkan atorkumann til starfa. Aðalsteinn var félags- byggjumaður af lífi og sál og aðal- driffjöður hvar sem hann lagði hönd á plóginn, var hann ætíð boðinn og búinn hvenær sem á þurfti að halda. Hann átti einkar gott með að tjá sig á mannamót- um og má segja að hann hafi ætíð verið hrókur alls fagnaðar. Ýttu þessir kostir honum fram í for- ustuliðið. Það er jafnan skarð fyrir skildi þegar slíkir menn falla frá fyrir aldur fram. En minningin lifir þótt maðurinn deyi, því orðstír deyr aldrei. Fyrir þau störf sem Aðalsteinn Magnússon vann í þágu okkar fé- lags, þakkar stjórn starfsmanna- félags LÍ heilshugar og sendir frú Erlu, ekkju hans, og börnum sam- úðarkveðjur. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Stjórn og trúnaðarmannaráð F'SLÍ Enn á ný hefur góður drengur í blóma lífsins verið kallaður á vit æðri verkefna og horfið yfir móð- una miklu. Aðalsteinn hóf störf í Lands- banka Islands fyrir tæpum sjö ár- um eftir að hafa starfað í fjölda ára við þungavinnuflutninga og stjórn þungavinnuvéla. Það hafa því verið mikil viðbrigði að koma úr slíkri vinnu og hefja banka- störf. Kynni okkar Aðalsteins hafa því ekki verið löng, en þó nógu löng til að sjá að þar fór góður drengur og hjálpsamur. Áðal- steinn var ávallt hrókur alls fagn- aðar og kímnigáfu hans fengum við oft að kynnast bæði í starfi og leik. Oft hefur verið sagt að slíkur maður sé ómissandi á hverjum vinnustað. Við sem störfuðum með Aðal- steini viljum með þessum fátæk- legu orðum þakka honum innilega fyrir samveruna og allar þær góðu stundir er við áttum saman. Erlu eiginkonu Aðalsteins og börnum þeirra hjóna vottum við okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Landshanka íslands, Laugavegi 77.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.