Morgunblaðið - 14.04.1982, Page 18

Morgunblaðið - 14.04.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1982 Núllgrunnsáætlanagerð Námskeið um núllgrunnsáætlana- gerð verður haldið í fyrirlestrarsal félagsins aö Síðumúla 23, dagana 19.—21. apríl kl. 15—19. Leiöbeinendur: Tilgangur námskeiðsins er að kynna grundvöll þann sem núll- grunnsáætlanagerð er byggö á og lýsa vinnuaðferðum sem notaöar eru við framkvæmd áætlanagerö- arinnar. Björn Friðfinnsson, lögfræðingur. Fjallað verður um að hvaða leyti núllgrunnsáætlanagerð er frá- brugðin hefðbundinni áætlana- gerð. Ennfremur verður gerð grein fyrir hverjum þætti við gerð núll- grunnsáætlana, og þátttakendur þjálfaðir í framkvæmd þeirra. Námskeið þetta á erindi til þeirra starfsmanna sem vinna að gerö fjárhagsáætlana hjá ríkisfyrirtækjum, sveitarfélögum og stærri einkafyrirtækjum. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL SKRIFSTOFU STJÓRNUNARFÉLAGSINS í SÍMA 82930. Þóröur Sverrísson, viðskiptafræðingur. STIÓRNUNARFÉLAG (StANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Einhugur með Aröbum vegna morða I mosku „fsraelar munu ekki ráðast inn í Líbanon" segir Begin Jenísalem, Manama. Tel Aviv, 13. apríl. AP. ALAN Harry Goodman, Gyðingur af bandarískum ættum, scm sakaður er um að hafa drepið tvo Araba og sært aðra 30 í mosku í Jerúsalem á páskadag, kom fyrir rétt í dag. Khaled, konungur í Saudi-Arabíu, hefur hvatt til þess, að öllum fjar- skiptum við umheiminn verði hætt í sólarhring i mótmælaskyni við morð- in í Jerúsalem. Ríkisstjórnir í níu Arabaríkjum hafa þegar ákveðið að verða við tilmælum Khaleds og þykir þessi samstaða tíðindum sæta í þessum heimshluta. Þessi ríki eru Iran, Pakistan, Marokkó, Líbanon, Kuwait, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain, Qatar og Saudi-Arabar sjálfir. Auk fjar- skiptabannsins mun öll flugum- ferð verða lögð niður í sumum ríkjanna. Walter J. Stoessel, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, t*r nú á leið til Miðausturlanda til að reyna að koma í veg fyrir ný átök milli ísraela og Palestínu- manna í Suður-Líbanon en að undanförnu hefur verið þrálátur orðrómur um að innrás Israela væri yfirvofandi. Einnig mun hann ræða við ráðamenn í Israel og Egyptalandi um brottflutning þeirra fyrrnefndu frá Sinaí, en þaðan eiga þeir að vera farnir 25. Bikarslagur í Hafnarfirði FH-Valur í íþróttahúsinu í kvöld kl. 20.00 Hvetjum Val til sigurs í bikarkeppninni apríl nk. Haft var eftir Menachem Begin, forsætisráðherra Israels, i dag, að hann hefði tjáð Bandaríkjastjórn, að Israelar myndu ekki ráðast inn í Líbanon en hins vegar myndu palestínskir skæruliðar „ekki komast undan réttlætinu". Bretar fá vistir á Norðurpólinn l/4>ndon, 13. apríl. AP. í GÆR, mánudag, tókst að koma vistum til tveggja Breta á Norður- pólnum en þangað náðu þeir á sunnudag. Þeir eru fyrstu mennirn- ir, sem fara yfir bæði heimskautin, og lögðu upp frá Englandi 2. sept- ember 1979. Bretarnir tveir, Sir Ranulph Foennes og dr. Charles Burton, einsettu sér að verða fyrstir til að fara umhverfis jörðina með því að fara yfir bæði heimskautin og hafa nú þegar lagt að baki 56.000 km langa leið. Þeir byrjuðu ferð- ina með því að fara suður Evrópu, síðan yfir Sahara-eyðimörkina á Land-Rover-jeppa og sigldu svo til Suðurskautslandsins. Á Suðurpól- inn komu þeir 15. desember 1980. Þegar þeir sneru stöfnum í norður héldu þeir fyrst til Ástra- líu, þaðan yfir Kyrrahaf til Los Angeles í Bandaríkjunum, sigldu í gegnum Berings-sund og upp Yukon-fljót í Alaska þar til þeir náðu Ellesmere-eyju, en þaðan var lagt upp á Norðurpólinn 12. febrú- ar sl. Talsmaður leiðangursins í London sagði í gær, að þeir félag- arnir væru að bíða birtu til að geta lagt upp í síðasta áfangann á pólnum, 965 km, en þá mun taka við þeim vistaskip, sem flytur þá til Englands. Limited“ er nú liðin tíð 99 l/ondon, 13. apríl. AP. VEGNA sérstakra ákvæða í lögum Efnahagsbandalags Evrópu verða næstum öll virtustu og stærstu fyrir- tæki í Bretlandi að sjá á bak þcirri sérbresku skammstöfun „Ltd.“ sem stendur fyrir „limited" eða hlutafé- lag, og taka upp skammstöfunina „P('L“, sem að vísu er sömu merk- ingar en útleggst „public limited company". Ætla mætti að með þessari breytingu séu Bretar bara að verða einni gamalli hefð fátækari en hér er þó um meira mál að ræða, því að fyrir fyrirtækin þýðir þetta umtals- verða erfiðleika og mikil fjárútlát, nokkrar milljónir punda. Til dæmis segir í skýrslu Barclays Bank Ltd., sem varð PCL eftir 15. febrúar, að það muni kosta 500.000 ensk pund að skipta um nafnplötur bæði úti og inni í öllum 3000 atseturstöðum bankans. Ýmis dótturfyrirtæki bankans munu þó áfram auðkenna sig með Ltd., því að ella hefði orðið að innkalla 240 milljónir ferða- tékka. í Bretlandi hafa verið skráð 17.000 almenningshlutafélög en vegna þess, að EBE skilgreinir þetta félagaform á annan veg, hafa þau nú verið skorin niður um helm- ing. Sagt er, að í Wales séu engin almenningshlutafélög skráð en í lögunum er þó gert ráð fyrir slíku og þá skal tákna þau þannig: Cwmni Cyfyngedig Cyhoeddus, eða með skammstöfuninni CCC. Iþróttamót íþrótta- deildar Fáks veröur haldið að Víðivöllum, dagana 17. og 18. apríl. Skráningu lýkur í dag, á skrifstofu Fáks. Stjórn iþróttadeildar Fáks. Skrifstofustarf Heildverslun, staðsett í miðbænum, óskar að ráða starfskraft til skrifstofustarfa sem felur í sér vinnu viö: 1. Bókhald. 2. Enskar bréfaskriftir. 3. Frágang á innflutningsskjölum. 4. Almenn skrifstofustörf. Nánari uppl. gefur Kristjana á skrifstofu okkar. Magnús Hreggviðsson, Síðumúla 33, símar 86888 — 86868. éJt________________ #j\r» LAUGABAKKI ^ 270 VARMA TlLtF ICELAMD Erum aö hefja ný reiðnámskeið fyrir byrjendur miö- vikudaginn 14. apríl. Hestar á staönum. Framhaldsnámskeið hefjast fimmtudaginn 15. apríl. Meðal annars veröa námskeiö haldin í gangtegund- um, hlýðniæfingum o.fl. Nemendur komi með hesta. Kennari Aöalsteinn Aðalsteinsson. Upplýsingar í síma 66567 milli kl. 1—2 og 7—8. Ath.: Höfum einnig reiöhesta til sölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.