Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 37 Reykjavíkur- og Islandsmeistarar í bridge 1982, sveit Sævars Þorbjörnsson- ar. Talið frá vinstri: Valur Sigurðsson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson. t.jósm. Arnór. Skemmtileg keppni í íslandsmótinu í bridge: Sveit Sævars Þorbjörnssonar íslandsmeistari Sveit Sævars Þorbjörnssonar sigr- aði í úrslitakeppni íslandsmótsins í bridge sem lauk á páskadag. Mikil spenna var í lokaumferð mótsins þar sem þrjár sveitir áttu mörguleika á að sigra. Sveitir Þórarins Sigþórssonar og Arnar Arnþórssonar voru í efstu sætunum fyrir siðustu um- ferðina og spiluðu saman í síðustu umferðinni. Lauk þeirri viðureign með sigri Þórarins, 15—5. Sveit Sævars spilaði gegn sveit Stein- bergs Ríkarðssonar og vann sinn leik 19—1, en úrslitin í leik efstu sveitanna voru Sævari afar hag- stæð, þannig að hann stóð upp sem sigurvegari mótsins. I sveit Sævars Þorbjörnssonar eru ungir spilarar. Með Sævari í sveitinni eru Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson og Valur Sig- urðsson. Þeir félagar hafa unnið öll sterkustu mót sem haldin hafa verið í vetur, ef undan er talið stórmót Flugleiða. Nánar verður sagt frá mótinu í bridgeþætti blaðsins síðar. Tvær nýjar myndir í Bíóhöllinni BÍOHÖLLIN frumsýndi nú um páskana tvær myndir, Lögreglu- stöðina í Bronx, sem á frummál- inu heitir „Fort Apache, The Bronx" og Lifvörðinn, „My Bodyguard", en báðar eru mynd- irnar bandariskar. Kvikmyndin Lögreglustöðin í Bronx er að sögn bíósins í algjörum sérflokki og fjallar um lögreglulið í áðurnefndu hverfi New York-borgar. Aðal- hlutverk leikur hinn vinsæli kvikmyndaleikari Paul New- man og segir í leikskrá að þetta sé kvikmynd, sem enginn að- dáandi hans megi láta fram hjá sér fara. Sýningartími er 123 mínútur. Myndin Bodyguard eða Líf- vörðurinn eins og hún nefnist á íslenzku er sögð fyndin og hugljúf mynd, sem gæti gerzt hvar sem er. Sagan fjallar um ungt fólk, en aðalhlutverk leika Chris Makepeace, Adam Bald- win, Matt Dillon o.fl. \t (.I.VSIM,ASIMINN Klt: 22480 iflovjjunblníHb Purrkurinn kveður landann að sinni. 5 flokkar troða upp á Borginni „Ný tónlist fyrir annan takt“, er yfirskrift tónleika sem haldnir verða á Hótel Borg í kvöld. Koma þar fram fimm hljómsveitir, þar af fjórar, sem getið hafa sér gott orð. Fyrsta ber að telja Purrk Pill- nikk, sem kveður landann að sinni, áður en haldið verður á vit Engil- saxa. Plata hljómsveitarinnar, Googooplex, er væntanleg fljótlega. Auk Purrksins troða Q4U, Bodies og Jonee Jonee upp. Ennfremur verður boðið upp á „hljómsveitina" Pakk, sem ekki hefur heyrst til áð- ur. Tónleikarnir á Hótel Borg hefj- ast stundvíslega klukkan 22 í kvöld með framlagi Pakksins. Nýtt — nýtt — bílaleiga íslenskt fyrirtæki í Danmörku, býöur uppá nýja 1. flokks þjónustu. Getum skaffaö flestar geröir af bíl- um til leigu. Einnig Mini-bus, meö íslenskum bílstjóra. Tökum á móti fólki á Kastrup-flugvelli, ef óskaö er. Getum veitt mikinn afslátt og gerum föst verðtilboð. Allt nýir og góðir bílar. Hafiö samband viö Baldur Heiödal, hringiö eöa skrif- iö. Kær kveðja. ísland-center Kongensgate 6B. 3000 Helsingör. Dk. Sími 90—452—215382. BYGGIST Á ÞESSU Þiö fáiö steypustál járnbindivír mótavír gluggagiröi þakbita þakjárn pípur í hitalögn og vatnslögn í birgöastöö okkar Borgartúni 31 sími27222 Allt úrvals efni á hagkvæmu veröi. Traust og ending hvers mannvirkis byggist á góöu hrá- efni og vandaöri smíöi. ÞAÐ SINDRA STALHR ad kaupa nýjan Skoda einu sinni að brjóta baukinn sinn oglání írá66.950 Honni litli þarf ekki einu sinni að brjóta bautónn sinn ogjána þér, því verðið er aðeins kr. I Ow>B*—Igántng 2ö 3 1882 og greiðslustólmálamir eins góðir og hugsast getur. Enda selst hann grimmt þessa dagana nýi Skódinn og því betra að tryggja sér bíl strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.