Morgunblaðið - 14.04.1982, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.04.1982, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 Mikið annríki í innanlandsfluginu Flugleiðir hafa flutt 12.000 farþega frá síðustu mánaðamótum MIKII) annríki var í farþegaflugi innanlands um páskana og hefur aldrei verið meira hjá Flugleiðum og Arnarflugi. Flutti Arnarflug 1.500 Innbrot í bifreiðir færast í vöxt SÍFELLT færist í vöxt, að brotist sé inn í bifreiðar og hljómburðartækj- um stolið úr þeim. Um hátíðirnar var brotist inn í nokkrar bifreiðar. Hljómburðartækjum var stolið úr bíl við Furugrund. Brotist var inn í bíl við Jórufell og útvarps- tæki stolið úr honum. Þá var brot- ist inn í nokkra bíla við Borgartún 19 og einnig var brotist inn í bíl við Armúla. farþega á þessu timabili og Flugleið- ir um 11.000. Að sögn forráðamanna Flug- leiða hefur gengið vel að anna far- þegaflutningum um páskana og hafa 12.000 farþegar alls verið fluttir innanlands frá síðustu mánaðaðmótum og þar af um 11.000 um páskana. Um síðustu páska voru um 8.000 farþegar fluttir á áætlunarleiðum Flug- leiða. Flestir farþegar voru á leið- inni milli Akureyrar og Reykja- víkur, en margir fóru einnig til ísafjarðar og Egilsstaða. Á annan dag páska voru á milli 30 og 40 brottfarir og fluttir um 1.900 far- þegar. Leiguþota Flugleiða var í ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Arnarflug flutti um 1.500 far- þega á áætlunarleiðum sínum svo og í leiguflugi fyrir erlenda ferða- m^nn. Var mikið annríki hjá fé- laginu og hefur aldrei verið meira um páskana. Saga þurfti dyrastaf bifreiðarinnar í sundur til þess aö ná slösuðum farþega út. Sex manns fluttir á slysadeild SEX MANNS voru fluttir í slysa- deild eftir harðan árekstur á gatnamótum Elliðavogs og Sunda- garða klukkan 15 á laugardag. Volkswagen Passat-bifreið var ek- ið í veg fyrir FIAT-bifreið, sem ek- ið var vestur Elliðavog. Báðar bif- reiðirnar eru ónýtar eftir árekstur- inn og saga þurfti dyrastaf Passat- bifreiðarinnar í sundur til þess að ná alvarlega slösuðum farþega út. Hann var i aftursæti bifreiðarinn- ar, hryggbrotnaði og hlaut innvort- is meiðsli. Fimm ungmenni voru í Passat- bifreiðinni. Þau voru á leið suður Sundagarða, yfir Elliðavog en óku þá í veg fyrir FIAT-bifreiðina. Öll voru þau flutt í slysadeild og auk þess farþegi í FIAT-bifreiðinni. Nýjung á íslandi: Hagtala h.f. kynnir hugbúnaðarþjónustu, þá fyrstu sinnar tegundar. Boðiö er upp á þrautreynd kerfi á sviði stjórnunar, bókhalds, áætlunargerðar og rekstrareftirlits í fyrirtækjum. Við leggjum áherslu á efftirfarandi: • Aö vera óháðir einstökum tölvumerkjum. • Að hugbúnaður sé valinn á undan tölvubúnaði. • Aó skilgreining á þörfum og kröfum til tölvulausnarinnar liggi fyrir strax í upphafi. • Að tölvukerfi sé valið með framtíðarmöguleika í huga. • Að veita fyrirtækjum alhliða ráðgjöf varðandi endanlega tölvulausn. • Að nýta sérþekkingu rekstrarráðgjafa Hagvangs h.f. Kerfin hafa nú þegar verið aðlöguð aö eftirtöldum tölvutegundum: Radio Schack TRS 80, Model II North Star Horizon Commodore 8032 Lítið inn og aflið ykkur upplýsinga, við erum sannfæröir um að ferðin mun borga sig. HAGTALA H/F GRENSÁSVEGI 13 — 108 REYKJAVÍK — SÍMAR 81706 & 83666 Siglufjörður: Bæjarstjórn stefnt fyrir Félagsdóm DEILUR eru nú á milli Starfs- mannafélags Siglufjarðar og bæjar- stjórnar um félagsréttindi nokkurra launþega kaupstaðarins og stofnana hans. Deilt er um heimild fólks til þess að vera félagar í SMS og að félagið annist samningagerð fyrir hönd fólksins, en ekki Verkalýðsfé- Karatemynd í Nýja Bíói NÝJA BÍÓ sýnir nú karatemyndina Keddararnir. Ekki gat orðið af því að Óskarsverölaunamyndin Eld- vagninn yrði páskamynd bíósins, en hún verður tekin til sýninga fljót- lega. Reddararnir fjallar um starfs- hóp leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem hefur það verkefni að ná til fyrrverandi starfsmanns leyni- þjónustunnar, en sá hefur í hyggju að gefa út bók um þá starfsreynslu sína. Einn reddaranna snýst þó gegn vinnuveitanda sínum og gengur í lið með bókarhöfundinum og syst- ur hans. Og til lokaátakanna kem- ur, þegar bókin er um það bil að koma á markaðinn. Fjölmargir fundir hjá sáttasemjara SAMNINGANEFNDIR starfs- manna í ríkisverksmiðjunum og rikisvaldsins komu saman til samn- ingafundar hjá sáttasemjara ríkisins í gærdag og stóð fundurinn fram eft- ir degi, án þess að sjáanlegur árang- ur hafi náðst. Fulltrúar ASÍ og Vinnumála-' sambands Samvinnufélaga koma saman til fundar hjá sáttasemjara klukkan 13.30 í dag og skömmu síðar hittu fulltrúar ASÍ fulltrúa Vinnuveitendasambands Islands hjá sáttasemjara. Samband bygg- ingamanna mun einnig hitta við- semjendur sína hjá sáttasemjara í dag. lagið Vaka sem hefur farið með samningagerð þessa fólks, sem áður var í Vöku en hefur nú sagt sig úr félaginu og gengið í SMS. BSRB samþykkti á fundi þann 1. apríl að annast stefnu fyrir Fé- lagsdómi á hendur bæjarstjorn vegna þessa máls. Meirihluti bæj- arstjórnar (Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn) er andvígur því, að SMS annist samningagerð- ina, að því er segir í landsmála- blaðinu Siglfirðingi. Guðmundur Yngvi Sigurðsson, lögfræðingur, var fenginn til þess, að semja álitsgerð um kröfu starfsmann- anna. Áður hafði SMS sent BSRB ályktun vegna seinagangs og er hún svohljóðandi: „Fundur stjórn- ar Starfsmannafélags Siglufjarð- arfhaldinn fimmtudaginn 4.3. 1982, mótmælir harðlega frekari seinkun af hálfu BSRB á því að stefna Bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir Félagsdóm, eins og SMS fór fram á með bréfi dags 24.11 1981, enda sér stjórn SMS engin rök fyrir frekari drætti málsins eftir að hið afdráttarlausa álit Guð- mundar Yngva Sigurðssonar, lögfræðings, liggur fyrir. Hafi BSRB ekki stefnt málinu fyrir Félagsdóm þann 31.3 nk. lít- ur stjórn SMS svo á, að bandalag- ið hafi neitað erindi SMS frá 24.11 sl. og þar með afsalað sér frekari rétti til afskipta af stefnunni og mun SMS annast málareksturinn sjálft eftir það.“ Funda um tölvuendur- skoðun FELAG áhugamanna um tölvuend- urskoðun og félag löggiltra endur- skoðenda gangast fyrir sameiginleg- um fundi í kvöld klukkan 20.30 í stofu 201 i Arnagarði. Þar mun Jón Þór Þórhallsson ræða um almennar öryggisaðgerð- ir í tölvumiðstöðvum. Fundurinn er sérstaklega ætlaður sem kynn- ing á tölvuendurskoðun fyrir lög- gilta endurskoðendur, en er einnig opin öðrum þeim er hafa áhuga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.