Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1982 Guðrún Guðnadóttir — Minningarorð Á dánarbeði við kveðjum og þökkum með trega ömmu Guð- rúnu. Gæska hennar, fórnarlund og mildi fylgdi okkur ferðina til þessa. Hún las fyrir okkur sögurn- ar furðulegu og aldrei var henni vant tíma að sinna okkur. Hugur- inn okkar smái skynjar nú aðeins fjarvist hennar. Algóður Guð, sem gaf okkur tíma samvistanna, mun um síðir ákveða okkur stefnumót, þá munum við í gleði okkur taka til við æfintýrin á nýjan leik. Algóður Guð blessi ömmu okkar. Kveðja frá barnabörnum. Þegar gróandinn er að vakna af vetrarlöngum dvala og páskasólin boðar okkur vissuna um að allt, sem lífsneista hefur, býr sig undir að taka þátt í hringiðu lífs og dauða, barst mér helfregnin. Guð- rún Guðnadóttir var látin. Á slík- um stundum, þegar dauðinn hefur skilið leiðir hérna megin, koma fram í hugann herskarar minn- inga og knýja á. Tónar og stef lið- inna áratuga skiljast nú betur á kveðjustund, þegar kistan hvíta hylur horfna mágkonu. Guðrún Guðnadóttir var til moldar borin frá Keflavíkur- kirkju, laugardaginn 10. apríl. Kirkjan var þétt setin af aðstand- endum og fjölda vina, sem vottuðu látinni heiðurskonu virðingu og eftirlifandi eiginmanni, börnum og aðstandendum samúð og hlý- hug. Guðrún andaðist í Landspít- alnum 2. apríl. Þar hafði hún gengist undir erfiða aðgerð, sem virtist hafa tekist vel. Bjartsýni ríkti um bata og von var um heim- komu fyrir páska. Aðeins þremur dögum fyrir andlát hennar heim- sótti ég hana á sjúkrahúsið. Hún var hress og umræðuefnið var meðal annars fyrirhuguð sigling á komandi sumri í tilefni fimmtugs- afmælis þeirra hjóna, sem mjög eru jafnaldra. Aðfaranótt næsta dags fékk hún heilablóðfall, sem varð henni að aldurtila. Guðrúnu var önnur sigling búin. Frá því kalli kaupir sér enginn frí. venst eins og hvað annað." Þessi orð lýsa æðruleysi, mannslund og styrk, sem öllum er ekki gefið. Nú, þegar það hjarta er hætt að slá, sem þrungið var af móðurást og mildi, leita á hugann minn- ingar 30 ára kynna. Eftir óteljandi samvistir á heimili þeirra hjóna, gnæfa í huganum vörður, sem vísa munu veginn við þær verður ylur og skjól, þar til moldin glymur í fyrsta, annað og þriðja sinn. Þessi minn fátæklegi sálmur fylgi henni yfir móðuna miklu til þess staðar, sem okkur öllum er búinn, hann tjáir hug minn allan, þó orð megni ekki að tjá sem skyldi. Megi minningin um góða konu og móður verða bróður mínum, Birgi og fjölskyldu hans huggun harmi gegn. Páll Axelsson Minningarnar sækja á hugann, þegar Guðrún mágkona mín er öll. Það eru nú um þrjátíu ár síðan við kynntumst, við urðum strax góðar vinkonur, og bar aldrei skugga þá vináttu. Við áttum margt sameig- inlegt, vorum jafn gamlar og börnin okkar á líkum aldri, enda ávallt mikil tilhlökkun, þegar fara átti í bíltúr til Gunnu frænku og Bigga í Keflavík. Síðastliðin ár var hún oft meira og minna sjúk og dvaldi langdvölum á sjúkrahús- um, en lét aldrei bugast og kvart- aði aldrei. Sjálfsvorkunn átti hún ekki til og umhyggja hennar fyrir öðrum var ávallt í öndvegi. Hún var að ná sér eftir mikinn upp- skurð og var farin að hlakka til heimkomunnar, þegar sú sorgar- frétt barst að henni væri ekki hug- að líf. Svo segja má að kallið hafi komið óvænt þrátt fyrir allt. Gunna var ákaflega dul og bar ekki tilfinningar sínar á torg, samt var hún mjög skaplétt og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Ég ætla ekki að rekja hér ætt né æviferil Gunnu mágkonu minnar, hún var fyrst og fremst eiginkona og móðir, sem helgaði manni sínum og börnum alla sína krafta. Hún átti því láni að fagna að eignast góðan eiginmann og yndisleg börn og barnabörnin litlu veittu henni mikla gleði. Og ekki má gleyma tengdadótturinni, sem var henni sem önnur dóttir og hennar besta vinkona. En einn er sá sem öllu ræður og Guðs vegir eru stundum torskildir eða hvernig getum við sætt okkur við að kona á góðum aldri er kvödd á brott frá eiginmanni og fjöl- skyldu? En hvort sem við hugsum leng- ur eð skemur um leyndardóma lifsins fáum við ekki ráðið gátuna miklu og lífið heldur áfram. Það er mikið áfall þegar náin og kær vinkona kveður, missir Birgis og barnanna er mikill, en það er þeim huggun harmi gegn að eiga ljúfar minningar um góða konu og móð- ur. Guð veri með Gunnu mágkonu minni, vermi hana og leiði á hinni ókunnu strönd. Ég og fjölskylda mín sendum Birgi, þörnunum og öðrum ætt- ingjum hugheilar samúðarkveðj- ur. Steinunn Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar vcrða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. OPEL-frumkvööull í betri akstri 1 Innreftlng í Kadett 2 Mœlaborð í Kadett 3. 5dyraKadett Opel Kadett (Luxus) sannar að hann fullnœgir ströngustu kröíum. í Kadett er að íinna ótal fylgihluti, sem gera jaínvel vandfýsnasta ökumanni aksturinn öruggan, þœgilegan og hagkvœman. í Kadett erm.a.: Glœsilegrl áklœði á sœtum og góliteppi í viðeigandí lit. öryggisgler, vönduð hljóðeinangrun. hliðarspeglar. kvartsklukka. halogen aðalljós. atturrúðuþurka, sígarettukvelkjari, barnalœsingar á aíturhurðum, hituð afturrúða, bakkljós, styrkt fjöðrun o.m.fl. $ VÉLADEILD SAMBANDSINS Simi38900 (HALLAR- MÚLAMEGIN) Guðrún var fædd þann 7. sept- ember 1932 á Flankastöðum í Mið- neshreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Guðjónsdóttir og Guðni Jónsson frá Flankastöðum, en við þann stað var hann jafnan kenndur. Guðríður var önnur dætra hjónanna Guðjóns Jónsson- ar og Maríu Helgadóttur, sem bjuggu að Ökrum á Miðnesi. For- eldrar Guðna voru Jón Pálsson út- vegsbóndi og kona hans, Guðfinna Sigurðardóttir. Guðni Jónsson var þekktur sjósóknari og var í ára- tugi skipstjóri á eigin bátum og annarra. Móðir Guðrúnar, Guðríð- ur, lést þann 26. júní 1980, en Guðni andaðist þann 24. desember 1966. Guðrún ólst upp í stórum systkinahópi, því börn foreldra hennar voru 9. Elstur var Jón, sem lést af slysförum á fjórða ári, Guðjón flugþjónn, kvæntur Stein- unni Gunnlaugsdóttur, þriðja barn þeirra var Guðrún, þá Hulda, gift Jóhanni Walderhaug, tré- smíðameistara, Sigurður sjómað- ur ókvæntur, Hafsteinn skipstjóri, kvæntur Eydísi Eyjólfsdóttur, Karólína, gift Friðriki Óskarssyni stýrimanni, Guðfinna, gift Birki Baldvinssyni flugvirkja, og Aðal- steinn skipstjóri, kvæntur Sig- rúnu Valtýsdóttur. Eina hálfsyst- ur átti Guðrún, Maríu Grétu Sig- urðardóttur ekkju, sem búsett er í Bandaríkjunum. Guðrún ólst upp í foreldrahúsum, fyrst á Flanka- stöðum eða allt til ársins 1942, en þá fluttu foreldrar hennar í Breiðahlik í Sandgerði. Guðrún stundaði ýmis störf í Sandgerði, á Akranesi og síðar í Reykjavík. Á öndverðu ári 1951 lágu leiðir hennar og eftirlifandi eiginmanns hennar Birgis Axelssonar, saman. Birgir er sonur hjónanna Sesselju Magnúsdóttur og Axels Pálssonar, sem bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Axel lést 9. febrúar 1979, en Sesselja lifir mann sinn. Þau Guðrún og Birgir gengu í hjóna- band þann 6. febrúar 1954. Þau eignuðust fjögur börn, Axel, f. 4. janúar 1952, flugvirki, ókvæntur, Guðna, f. 16. ágúst 1956, húsa- smiður, kvæntur Elsu Skúladótt- ur, hann starfar nú með föður sín- um hjá Axel Pálsson hf., Sesselju, f. 24. janúar 1962, ógift í heima- húsum, og Ólaf, f. 5. nóvember 1963, hann stundar viðskiptanám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Heimili þeirra hjóna var fyrstu 10 árin í húsi tengdaforeldra Guð- rúnar að Vatnsnesvegi 13 hér í Keflavík, síðar eða 1961 keyptu þau íbúð í næsta húsi púmer 15 við Vatnsnesveg og bjuggu þar til árs- ins 1972, er þau fluttu í hús, sem þau reistu sér við Þverholt 21. Heimili þeirra bar vott um mynd- arskap og samhug húsráðenda og inn í þá mynd féllu börnin, sem tekið hafa í arf eiginleika foreldr- anna, öll elskulegt efnisfólk. Barnabörnin eru þrjú, elst al- nafnan Guðrún Guðnadóttir, þá Birgir Axelsson og Björgvin Guðnason. Guðrún var að eðlisfari dul og flíkað lítt tilfinningum sínum, eigi að síður gat hún glaðst á góðri stund. Hún var traustur vinur vina sinna og féll betur að vera veitandi en þiggjandi. Síðustu ár- in, sem hún lifði gekk hún ekki heil til skógar. Allan þann tíma kvartaði hún ekki. Ég minnist þess að hafa spurt hana um líðan hennar, og hún svaraði: „Þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.