Morgunblaðið - 14.04.1982, Síða 27

Morgunblaðið - 14.04.1982, Síða 27
Reidar G. Albertsson kennari — Minning MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 Fæddur 10. júli 1928 Iláinn 2. apríl 1982 1‘egtr a vhþrautin dvín, þí'gar lokast augun mín, þ<‘gar ég viA sælli sól sé þinn dóm.s- og vcldi.sstól: Bjargió alda, borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín. (M. Joch. þýddi.) Alltaf erum við mannanna börn jafn óviðbúin því að heyra andlát ættingja, vinar eða kunningja. Því var þannig varið með mig er ég frétti andlát Reidars G. Alberts- sonar. Mig setti hljóða. Gat þetta verið satt? Jú, það var blákaldur raunveruleikinn. Reidar var dá- inn. Öll vissum við þó að hann gekk ekki heill til skógar, en að kallið kæmi svona fljótt datt trú- lega engum í hug. I þessum fáu minningarorðum ætla ég ekki að fara að tíunda ævi hans hér, heldur aðeins færa hon- um nokkur þakkarorð fyrir góða og trygga vinsemd. Kynni okkar hófust fyrir meira en 20 árum er vinkona mín giftist bróður hans og tengdist þannig inn í fjölskyldu hans. Reidar var prúður maður, hæg- ur og hógvær. Bar aldrei mikið á honum, þó að hæfileikar hans hefðu getað komið því í kring. Það marga kosti hafði hann til að bera. Hann var kennari að mennt og naut sín mjög vel í því starfi, því góðvinur barnanna var hann og innrætti hann þeim fagurt líferni og góða siði. Því miður þurfti Reidar að hætta kennslu vegna veikinda og var það honum þung raun. I einkalífi sínu var Reidar ham- ingjubarn. Hann átti góða for- eldra, ágæt systkini og elskulega eiginkonu. Einnig átti hann sterka trú á Drottin sinn og frelsara. Mikill bænamaður var hann og eru þeir ófáir, sem nutu fyrirbæna hans. Það fékk ég að reyna þegar sorg og erfiðleikar kvöddu dyra á heimili mínu, þá kom fram kær- ieikur hans til mín og minna. Hann tók upp símtólið, talaði til mín huggunarorð og gaf mér þannig styrk og kraft. Hann benti mér á Hann, sem vakir yfir okkur, varðveitir og veitir huggun. Þann- ig var Reidar. Hann átti stórt hjarta og var fundvís á þá, sem áttu eitthvað erfitt, hvort sem það var líkamlegt eða andlegt. Þegar minnst var á Reidar var hans góða kona oftast nefnd um leið. Oddrún kom hingað til lands frá Noregi ung að árum, gekk í hjónaband með honum og hefur ávallt reynst hinn besti lífsföru- nautur. Tryggð hennar, ást og um- hyggja hefur áreiðanlega yljað honum um hjartarætur, því oft var hann ekki nema hálfur maður vegna veikinda sinna. Einn vin átti Reidar öðrum fremur. Það var móðir hans. Til hennar gat hann ávallt leitað. Hann þekkti best blíðu hennar, viðkvæmni og kærleika. Hann kunni að meta móður sína að verð- leikum og sýndi henni umhyggju og kærleika alla tíð og var henni góður sonur. Reidar var góðum gáfum gædd- ur, vel minnugur og kom það vel fram í frásagnarhæfileikum hans. Sérlega fallega rithönd hafði hann einnig. Eitt áhugamál hafði Reidar framar öðru. Það var að heim- sækja sjúka og hrjáða, gefa við- komandi huggunarorð, styrkja þann veikbyggða og leiða hann inn á heillabraut. Reidar og Oddrún hlutu ekki þann fjársjóð að eignast börn sjálf, en barngóð voru þau með af- •rigðum. Kærleikur þeirra fór til íargra barna, þó sér í lagi til oróðurbarna hans. Reidar var mörgum kær og finnst okkur að fráfall hans hafi komið alltof fljótt. Þó vitum við að ef einhver hefur verið viðbúinn því kalli, sem við öll verðum að hlýða fyrr eða síðar, þá var hann við því búinn. Sá Drottinn, sem hann tignaði svo mjög, veitir honum nú hlutdeild í dýrð sinni. Ég og fjölskylda mín vottum eiginkonu hans, móður og öðrum ástvinum innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu hans. Guðlaug Ragnarsdóttir Reidar Albertsson kennari er kvaddur hinstu kveðju í dag. Hann dó um aldur fram. Það eru næstum tveir áratugir síðan við kynntumst Reidari. Er við hófum kennslu við Lang- holtsskólann í Reykjavík, var hann meðal hinna ágætu, ungu manna er kenndu þar. Við fundum strax að þar fór sér- stæður maður. Góðvild hans, hlýtt þel og lífsgleði bókstaflega lýstu upp samverustundirnar á kenn- arastofunni. Hann átti ríka kímnigáfu og óteljandi oft eyddu frásagnir hans gráum þrúgandi hversdagsleikan- um og léttu lund starfsfélaganna svo smávægilegar áhyggjur þok- uðu fyrir hlátri og gleði sem Reid- ari var svo lagið að vekja í vitund þeirra er hann umgekkst. Þessir eiginieikar eru gæfa hvers manns — hvers kennara, enda var kennsla Reidars eftir því. Árin liðu. Reidar hvarf frá kennslu sökum heilsubrests. Hans var einlæglega saknað af sam- starfsfólki og nemendum. Lang- holtsskóli varð fátækari af. Nú að leiðarlokum eru það minningarnar sem staðfesta hve ágætur samferðamaður er hér kvaddur. Dýrmætur hreinleiki þeirra ber birtu til baka og fram um veg. Vinir drúpa höfði og þakka samfylgdina. Við sendum eiginkonu, aldraðri móður, systkinum hans tveim og bróðurbörnum einlægar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Reidars og styrki ástvini hans. Jenna og Hreiðar Reidar G. Albertsson kennari er horfinn úr hópnum. Hann fékk kallið að koma heim snemma og óvænt, að okkur félögum hans fannst. Hann var fæddur á Hesteyri við Jökulfirði (N-ísafjarðarsýslu) og átti þar heima til 17 ára aldurs, en þá fluttist hann til Reykjavíkur og lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla Islands 1950. Lengst af var hann kennari við Langholtsskólann, en hann kenndi einnig við Árbæjarskóla um hríð. Áður en Reidar kvæntist (1961) bjó hann hjá foreldrum sínum á Langholtsveg þar sem þau ráku verslun og var hann stoð þeirra og stytta, en eftir að faðir hans dó fyrir allmörgum árum, lagði hann sig enn frekar fram við það að hjálpa móður sinni og má segja að hann hafi verið einstaklega rækt- arsamur sonur. Það kom ekki síst fram nú síðustu árin þegar móðir hans, komin á efri ár, naut um- hyggju hans og hlýju er hann hvern dag hafði samband við hana. Það er því sár söknuðurinn við missi elskulegs sonar. Meðan Langholtshverfið var í sem örastri uppbyggingu og barnafjöldinn sem mestur stóð Reidar með Birgi bróður sínum fyrir barnasamkomum í Félags- heimilinu (nú KFUM og KFUK) við Holtaveginn. Það mun hafa verið fyrir áeggjan Ólafs Ólafs- sonar kristniboða að þeir bræður gengu inn í það starf. Börnin sóttu vel þessar sunnudagasamkomur því þau voru oftast milli 300 til 400 og fleiri þegar flest var. Þessa tíma minntist Reidar með mikilli gleði. Þar var hinu góða sæði sáð í frjóan jarðveg. Það er sælt að fá að segja börnum frá Jesú og kærleika hans og að syngja með þeim og biðja. Þá hef- ur hann einnig sagt þeim frá heið- ingjunum sem bíða eftir því að fá að heyra og bíða eftir því að þeim sé hjálpað til líkama og sálar. Því mér er það vel kunnugt að Reidar var mikill kristniboðsvinur, sem ekki aðeins studdi það starf með fjárframlögum heldur líka með fyrirbæn í kærleika. Allt frá unglingsárum höfum við 24 félagar haldið hópinn og komið saman mánaðarlega á heimili hvers annars, nema sumarmánuðina, og er nú Reidar annar, er kveður þennan vinahóp og fer til fundar við Drottin sinn og Frelsara. Reidar var manna glaðastur í glöðum hóp, en samt hinn mesti 35 alvörumaður. Það var honum al- veg jafn eðlilegt að segja frá ein- hverju spaugilegu eins og það að tala um mestu alvöru lífsins. Hann hafði alltaf frá einhverju að segja, var víðlesinn og sagði frá eða las fyrir okkur það sem honum þótti athyglisverðast úr bókum eða greinum erlendra blaða, en hafði líka margt að segja frá sinni eigin lífsreynslu. Hann varð þeirr- ar náðar aðnjótandi að finna og vita að hann var undir handleiðslu Drottins síns og Frelsara og vildi reynast trúr allt til enda. Sérstaka umhyggju bar hann fyrir þeim, sem sjúkir voru eða einmana í líf- inu og hafði einstakt lag á að upp- örva og hughreysta þá. Hann var maður sem notfærði sér bænina og þá voru ekki efst í huga hans eigin þarfir heldur fyrirbænir fyrir þeim, sem á hjálp Drottins þurftu að halda á sérstakan hátt. Hann taldi ekki eftir sér sporin, þegar hann vissi af einhverjum, sem vildu finna hann. Trúin á Drottin Jesú var hans líf. Ekkert mótaði meir hans dag- far en það barnslega traust, sem hann bar til Frelsarans. Trúarlífið gaf honum lífsfyll- ingu, en hann var líka mikill unn- andi fósturjarðar sinnar og reyndi eftir því sem heilsa hans leyfði að fara um fótgangandi, helst þar sem náttúran var nær ósnortin. Hann tók mikla tryggð við æskustöðvarnar, Hesteyri, Jökul- firðina og hið ægifagra landslag Hornstranda. Þangað fór hann í sumarleyfum og gekk þar um langa vegu, tók myndir og svo leyfði hann okkur félögum sínum á samverustundum okkar að sjá litskyggnur þaðan og sagði frá öllu því markverðasta. Móðir Reidars er norsk. Hann unni líka föðurlandi móður sinnar. Þangað fór hann oft og hitti þar kæra frændur og vini, Þangað sótti hann líka eiginkonu sína, Oddrúnu, sem nú tregar mann sinn. Þau hjónin tóku svo innilega á móti okkur félögunum á heimili sínu. Þar áttum við indælar stund- ir þar sem svo auðvelt var að finna umhyggju og hlýju á fallegu heim- ili þeirra. Með góðum minningum situr nú eftir þakklæti og söknuð- ur. Um leið og ég lýk þessum kveðjuorðum flyt ég mínar og okkar félaganna 22, sem eftir er- um úr vinahópnum, innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að veita þér, Oddrún, og öll- um ástvinunum styrk og náð. Hann huggi ykkur og blessi. Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. Sigursteinn Hersveinsson WELEDA fyrir alla fjölskylduna: afa, ömmu, pabba, mömmu og börnin. Weleda hreinar snyrtivörur, unnar á lífrænan hátt úr jurtum og blómum. Engin gerviefni, litar- eöa geymsluvarnarefni. Jurtasnyrtivörur meö lífgandi og græöandi eiginieika, unnar á vísindalegan hátt í Weleda lyfjaverksmiöjunum. Nætur- og dagkrem, hreinsimjólk og hreinsikrem. Sólkrem í aérflokki. Gigtarolíur, baðolíur, sápur, hárvötn og hárolíur, tannkrem, munnskol, krem eftir rakstur og barnasnyrtivörur, ásamt margskonar teum. Einu sinni Weleda, alltaf Weleda. Weleda kynning á Broadway 20. apríl nk. Leifsgötu 32. Póstsendum. Sími 12136. neiiusoiuDirgoir. Þumalína Kostaboð Af sérstökum ástæöum getum viö boöiö fáeina, Ford Econline, sendibíla aö árgerö 1981 á sérstaklega góöu veröi og greiðslukjörum. Möguleikar, eru einnig til aö taka aöra bíla í skiptum uppí hluta kaupverös. Hafiö samband við sölumenn okkar strax, því aö svona tækifæri til aö eignast nýjan amerískan sendibíl, bjóö- ast ekki á hverjum degi. > Sveinn Egi/sson hf. Skeifan17. Sími 85100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.