Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 Gauti Hannesson kennari - Minning f Fæddur 7. ágúst 1909 Dáinn 4. apríl 1982 Þegar vorvindar blása, þegar sólin hækkar sinn gang, þegar sumarið boðar komu sína með bjarta daga og ný áform verða til, þá skyggja ský fyrir sólu, harma- fregn er sögð. Gauti Hannesson kennari er dáinn. Hann er ekki lengur á meðal vor. Hann hefur verið kvaddur til bjartari strand- ar, þar sem nótt er engin lengur til, þar sem Ijósið ber ekki skugga. Eg hafði nýverið komið til hans þar sem hann lá sjúkur og beið eftir að losna við sjúkrabeðinn og komast út í vorið til starfs og at- hafna við hin fjölþættu verkefni, sem hugur hans var fanginn af. Gauti Hannesson var mikill náttúruunnandi og hafði unun af að skoða landið, litadýrð þess og margbreytileik á björtum sumar- degi, og á ég margar góðar endur- minningar frá okkar sumarferð- um og ótal samverustundum. Um lífsstarf hans sem kennara og æskulýðsfræðara um langt ára- bil munu aðrir fjalla, sem þar bet- ur þekkja til. En þó er ég þess fuilviss, að margt ungmennið, sem hefur verið aðnjótandi leiðsagnar hans og umhyggju á fyrstu skref- um námsbrautarinnar minnist hans með þakklæti fyrir Ijúfa til- sögn og óþreytandi elju við undir- búning og aðstoð í erfiðum verk- efnum. Einn var sá eðlisþáttur þessa hugljúfa manns, sem mun halda nafni hans á lofti um langa tíð en það var starf hans um áratuga- skeið í dýraverndunarmálum Is- lands. Hann unni dýravernd og helgaði þeim málum á margvísleg- an hátt krafta sína og var ritstjóri Dýraverndarans um árabil og í stjórn þeirra samtaka og traustur liðsmaður þeirra hugsjóna til hinstu stundar. Gauti Hannesson átti fagurt heimili og naut umhyggju góðrar og gáfaðrar eiginkonu, sem bar uppi þörf hans og stóð við hlið honum traustur lífsförunautur í önn við hin fjölþættu áhugamál er hann bar í brjósti og markaði lífshlaup þeirra beggja. Kæra frú Anne, ég flyt þér mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, ég veit þú hefir misst mikið, en hand- an við hafið sem „skilur mikil lönd" þá bíður þín vinur á strönd nýs sumars þar engin framar skilja lönd. Á meðan geymir þú í minning mynd hans, sem bar til þín sól í augum sínum og yl vorsins í við- mótinu. Við kveðjum góðan vin og þökk- um samverustundirnar sem við áttum með honum og blessum minningu hans. Arinbjörn Arnason Kveðja frá Melaskóla I dag, miðvikudaginn 14. apríl, verður Gauti Hannesson, kennari, jarðsunginn frá Neskirkju. Hann lést í Landspítalanum að morgni pálmasunnudags 4. apríl eftir rúmlega tveggja mánaða sjúkra- hússlegu. Gauti var fæddur 7. ágúst 1909 að Hleiðargarði í Eyjafirði. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri og hélt síðan í Kennaraskólann. Þaðan braut- skráðist hann vorið 1936 og hóf þegar um haustið kennslustörf. Fyrsta árið var hann farkennari í Barðastrandarskólahverfi. Næstu ár á eftir kenndi hann í Grímsey og á Seyðisfirði. Veturinn 1941 —1942 var hann við nám í Handíðaskólanum og haustið 1942 var hann ráðinn kennari að Miðb- æjarskólanum í Reykjavík, fyrst sem stundakennari en var skipað- ur í stöðu árið 1945. Gauti kenndi óslitið við Miðbæjarskólann til vorsins 1969 en þá var skólinn lagður niður sem barna- og ungl- ingaskóli og húsnæðið leigt til menntaskólahalds. Sama ár um haustið kom Gauti að Melaskólan- um og hér var starfsvettvangur hans eftir það. Hann lét af störf- um sem fastur kennari við skól- ann er hann varð sjötugur svo sem lög mæla fyrir en þrjú síðustu ár- in kenndi hann stundakennslu, nokkra tíma á viku auk þess sem hann leiðbeindi á föndurnám- skeiöum sem haldin hafa verið í skólanum fyrir nemendur og for- eldra sameiginlega undanfarin ár. Þetta er í stuttu máli kennslu- ferill Gauta Hannessonar. Á sumrin stundaði hann ýmiss kon- ar vinnu sem til féll svo sem títt var meðal kennara, í það minnsta á árum áður. En Gauti átti sér margvísleg áhugamál önnur en kennsluna og lagði mörgum góðum málefnum liðsinni sitt. Var hann meðal ann- ars ritstjóri Dýraverndarans um 10 ára skeið. í júní 1946 kvæntist Gauti Elínu Guðjónsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: Nína, lista- kona, sem búsett er utanlands, Brynjólfur, hann lést af slysförum um tvítugsaldur, og Skúli, skrif- stofumaður hér i borg. Gauti og Elín slitu samvistum. Árið 1972 gekk Gauti að eiga eftirlifandi konu sína, Anne Gitzl- er Kristinsson, danskættaða, mikilhæfa konu. Með Gauta er genginn góður drengur í orðsins fyllstu merkingu. Hann var góður vinnu- félagi, ljúfur og hlýr í allri um- gengni, ætíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Kennsluna leysti hann af hendi á þann veg að ekki var á betra kosið. Hann naut trausts og virðingar nemenda. Hann var flestum þeim kostum búinn sem góður kennari þarf á að halda. Hann hafði bætandi áhrif á umhverfi sitt. Að leiðarlokum eru honum færðar alúðar þakkir fyrir vel unnin störf í Melaskóla. Starfsfólk skólans sendir eftirlifandi eigin- konu Gauta og öllum ástvinum hans dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ingi Kristinsson Þegar góður maður vill vera vinur þinn og gefur þér af gnótt gæsku sinnar og mannkærleika, eignast þú ríkidæmi sem aldrei verður frá þér tekið. Þetta ríkidæmi er mitt og allra annarra sem þekktu Gauta Hann- esson og nutu fölskvalausrar vin- áttu hans. Leiðir okkar lágu saman í gegn- um störf að dýraverndunarmál- um. Dýravernd var hans stóra áhugamál og þreyttist hann aldrei í baráttunni fyrir þeim málstað. Minning: Þorbergur Guðmunds- son skipstjóri Fæddur 18. september 1888 Dáinn 2. april 1982 í dag verður til moldar borinn Þorbergur Guðmundsson, skip- stjóri og útgerðarmaður frá Jaðri í Garði. Bergur á Jaðri, eins og hann var oft nefndur, var fæddur að Valdastöðum í Kjós hinn 18. september 1888. Ólst hann þar upp í stórum systkinahópi hjá foreldr- um sínum, Guðmundi Sveinbjarn- arsyni og Katrínu Jakobsdóttur. Snemma hóf hann störf, fyrst við búskapinn heima á Valdastöðum og síðan við sjóróðra í ýmsum verstöðvum sunnanlands. Árið 1910 gekk hann að eiga Ingibjörgu Katrínu Guðmundsdóttur frá Meðalfelli í Kjós og fluttust þau nýgift suður í Garð og settust þar að. Þar bjuggu þau í hálfa öld. Ekki er hægt í stuttri minn- ingargrein að greina frá löngu og farsælu ævistarfi og reyndar óþarfi, enda tala verkin sínu máli. Þó getum við barnabörnin ekki látið hjá líða að stikla á stóru. Eft- ir skamma dvöl í Garðinum festu þau kaup á íbúðarhúsinu Jaðri. Þar ólust upp börnin Geirmundur, Atli, Hulda, Kristinn og tvíbur- arnir Bryndís og Bergþóra. Einnig bættist í hópinn fóstursonurinn Þorsteinn. Afi stundaði sjóróðra samhliða fiskverkun og búskap. Árið 1922 varð hann formaður og síðar útgerðarmaður og fara margar sögur af farsæld hans og fengsæld til sjós. Heima er hans minnst sem sérstaks heimilisföður og með ömmu sér við hlið tókust þau á við verkefnin, enda sam- heldni þeirra og kærleikur ein- stök. Við eldri barnabörnin kynnt- umst fyrst framangreindum kost- um afa og ömmu eftir að þau voru flutt að Bræðraborg í Garði, en þar bjuggu þau til ársins 1961. Ár- unum þar gleymum við aldrei. Dvöldum við þar oft, ýmist lengri eða skemmri tíma í góðu yfirlæti við ýmsa iðju. Hvort sem um var að ræða leiki, störf eða alvöru- stundir, alltaf gátum við leitað til afa og ömmu í Bræðraborg því al- veg var sama hvað af framantöldu bar uppá, alltaf voru þau tilbúin til að vera með, bæði í gleði og sorg. Árið 1961 fluttu afi og amma til Reykjavíkur og bjuggu þar til dauðadags ásamt Bryndísi (Binnu) frænku okkar, sem annað- ist þau af sérstakri fórnfýsi og al- úð. Eftir að ömmu naut ekki leng- ur við, en hún lést 23. janúar 1973, varð Binna enn frekar afa stoð og stytta og hennar þáttur er slíkur, að okkur skortir í raun orð. Um leið og við kveðjum afa, vilj- um við þakka honum og ömmu fyrir allar þær samverustundir, sem við fengum að njóta með þeim og biðjum þeim Guðs blessunar. Barnahörn Hann var í mörg ár í stjórn Dýra- vérndunarfélags Reykjavíkur og í stjórn Sambands dýraverndunar- félaga íslands frá 1972 til dauða- dags. I varastjórn var hann í nokkur ár áður. Ritstjóri Dýraverndarans var hann frá árslokum 1972. Það bar til með dálítið sérstökum hætti. Enginn ritstjóri fékkst til blaðsins því engir peningar voru til að greiða þau laun er upp voru sett af þeim er sýndu starfinu áhuga. Við ræddum þessi vandræði á stjórn- arfundi og þá var það auðvitað Gauti sem bauðst til að taka að sér starfið. I höndum hans stækkaði blaðið og varð fjölbreyttara og fallegra en nokkru sinni fyrr. En það var sama á hvaða vett- vangi dýraverndarstarfið var. Gauti var alls staðar sá sem lagði hönd á plóginn. Ef hann t.d. komst yfir nánast ónýta stólgarma urðu þeir í dverghögum höndum hans fallegri og sterkari en nýir og gáfu drjúgar tekjur á flóamarkaði sam- bandsins. Og svona má lengi telja. Það var gaman að heyra Gauta segja frá. Hann var ekki marg- máll eða fjálglegur en alltaf ein- lægur. Bar aldrei ósannindi eða óhróður um nokkurn mann. Sannfæringu sinni var hann trúr jafnt í meðbyr sem mótbyr. I sorg okkar yfir dauða hans skulum við þakka fyrir að leiðir okkar lágu með hans um lengri eða skemmri tíma. Látum minn- inguna um góðan mann lifa í hjörtum okkar. Eg votta börnum hans, Nínu og Skúla, eftirlifandi konu hans Anne Kristinsson, innilega samúð. Jórunn Sörensen Foreldrar Gauta voru hjónin Jónína Jóhannsdóttir og Hannes Jónsson, bóndi í Hleiðargarði í Eyjafirði. Þótt skammt væri milli æskuheimila okkar Gauta, lágu leiðir okkar ekki saman fyrr en hann hóf kennslu í Miðbæjarskól- anum haustið 1942. Gauti lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1932, kennaraprófi 1936 og prófi úr Handíðaskólanum 1942. Eftir að Gauti lauk kennara- prófi var hann kennari úti á landi í fimm ár, á Barðaströnd, í Gríms- ey og á Seyðisfirði. Sagðist hann hafa haft áhuga á að kynnast landi og mannlífi á ólíkum stöð- um. Á þessum árum aflaði Gauti sér fjölbreyttrar reynslu sem kennari. Skólarnir, sem hann starfaði í, voru farskóli, þorpsskóli og kaupstaðarskóli. Frá þvi Mið- bæjarskólinn var lagður niður 1969 kenndi hann í Melaskólanum þar til heilsan bilaði fyrir nokkr- um vikum. Eftir að Gauti kom til Reykja- víkur kenndi hann eingöngu handavinnu. Hann var alla tíð mjög farsæll kennari. Vinsemd og traust ríkti milli hans og nemend- anna, þar voru engir árekstrar. Gauti var gæddur fjölhæfum gáfum, listfengur og vel ritfær. Oft flutti hann skemmtiatriði á samkomum nemenda. Gauti átti mörg áhugamál auk kennslu- starfsins. Eitt þeirra var dýra- verndun. Kom þar fram ríkur þáttur í fari hans að vilja verja lítilmagnann og hjálpa honum. Hann var mörg ár ritstjóri Dýra- verndarans. Gauti var gerður að heiðursfélaga Sambands dýra- verndarfélaga íslands fyrir mikil og óeigingjörn störf í þágu dýra- verndar. Gauti var sístarfandi og greið- vikinn við aðra svo af bar. Á ég og fjölmargir aðrir honum margan greiða að þakka. Það sem gerir Gauta Hannesson sérstaklega eftirminnilegan í mín- um huga var dagleg framkoma hans við alla sem hann umgekkst, hún einkenndist af hæglátri Ijúf- mennsku sem aldrei brást. Velvild og hlýleiki í annarra garð var hon- um eðlislæg. Aldrei heyrði ég hann hallmæla öðrum. Þessum fáu orðum mínum lýk ég með hjartans þökk til Gauta Hannessonar fyrir langa og góða samfylgd sem aldrei bar skugga á. Góðum samferðamönnum á lifs- leiðinni er aldrei ofþakkað. Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjónin Anne, konu Gauta, börnum hans frá fyrra hjóna- bandi, Nínu og Skúla, og öðrum vandamönnum. l’álmi Jósefsson Forðabúriö, sérversl- un með fiskrétti Nýlega opnaði verslunin Forðabúrið að Borgartúni 29. Að sögn Rúnars Marvinssonar framkvæmdastjóra verslunarinnar verður verslað með allar venjulegar nýlenduvörur, en sérstök áhersla verður lögð á ávexti, grænmeti, heilsufæði ýmiskonar og sem flestar fisktegundir. Auk þess verða seldir tilbúnir fiskréttir ýmist til steikingar eða suðu. Akranes: Handfærabátar verða vel varir í Bugtinni Akranosi, 13. apríl. FISKISKIFAFLOTINN lét úr höfn síðastliðna nótt eftir veiðibannið um páska. Margir bátanna fóru suður fyrir land með netin, en aðrir lögðu í Faxaflóa, þótt veiðivon sé ekki talin eins góð þar. Togarinn Krossvík landar í dag 130 lestum af blönduðum fiski, sem fer til vinnslu í frystihúsun- um. Handfærabátar eru nú byrj- aðir róðra og hafa menn orðið vel varir. Smábátum hefur fjölgað mikið hér að undanförnu. Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.