Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 • Skíöalandsmót íslands fór fram í Bláfjöllum um páskana. Framkvæmd mótsins var meö ágætum. En veöurguöirnir hefðu mátt vera mildari. Skipting verölauna á mótinu varö þannig að liö Akureyrar hlaut sex gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun. ísfiröingar hlutu fern gullverðlaun, sex silfurverölaun og tvenn bronsverðlaun. Reykvíkingar hlutu fern gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og ein bronsverölaun. Siglfirðingar hlutu þrenn gullverölaun, fern silfur- og bronsverðlaun. Á myndinni hér að ofan má sjá íslandsmeistarann í stórsvígi karla, Árna Þór Árnason frá Reykjavík. Árni keyrði hinsvegar út úr brautinni í síðari ferðinni í svigkeppni og var þar með úr leik. Á bls. 23, 24 og 25 eru fréttir frá landsmótinu. — þr. Glæsilegur árangur Bjarna Góðir sigrar íslenska landsliðið í badmint- on hefur staðið vel fyrir sínu á Kvrópumeistaramótinu í Yestur Þýskalandi síðustu daganna, en Mbl. hefur borist úrslit í þretnur fyrstu landsleikjum ís- lands. Fyrst voru ftalir layðir að velli, 5-0 og síðan voru Frakkar teknir í bakaríið, 4-1. Síðan sigraði ísiand Sviss 3-2 í hörkuleik. í gærdag sigraði svo lið ís- lands lið Júgóslava og var því i efsta sæti i 5 riðli Evrópu- keppninnar. í gærkvöldi var svo leikið við lið Finna en þeir urðu neðstir í 4 riðli og þá vann ísland 4—3 eftir harða keppni. Liverpool með 5 stiga forystu Liverpool vann sinn áttunda sigur í röð í I. deild í gærkvöldi er þeir sigruðu Stoke ('ity 2—0. Álan Kennedy og Craig John- ston skoruðu mörkin. Liverpool hefur nú fimm stiga forskot í 1. deild og stefnir hraðbyri að Unglandsmeistaratitlinum. Swansea sigraði Southampton. 1—0. Alan Curtis skoraði mark Swansca með skoti af 25 metra færi á 25. mínútu. Coventry vann Everton, 1—0, í gær- kvöldi. Ipswich sigraði West Ham, 3—2, i hörkuleik. Alan Brasil, John Wark, og Kussell Osman skoruðu fyrir Ipswirh. Leeds og Middlesbrough gerðu jafntcfli, 1 — 1. David Sherer skoraði á 13. mínútu fyrir Middlesbrough, en Leeds tókst að jafna metin á 84. mínútu er Derek Parlane skoraði með skalla. Úrslit í 2. deild urðu þessi: Charlton—Cardiff 2—2. Leichester—Oldham 2—1. BJARNI Friðriksson hinn snjalli júdómaður úr Armanni vann glæsi- legan sigur i 95 kg. flokki á Norður- landameistaramótinu í júdó sem fram fór hér á landi um páskana. Það sem meira var að Bjarni lagði alla kcppinauta sína í flokknum á „lppon“ sem er fullnaðarsigur. I»á varð Bjarni í öðru sæti í opna flokknum á mótinu. I>ar var gífur- lega hörð barátta um Norðurlanda- meistaratitilinn á milli Bjarna og Svíans Per Kjellin. Þegar glímu þeirra lauk voru þeir jafnir að stig- um. Þá kom í híut dómaranna að skera úr um hvor væri sigurvegari. Sviinn var úrskurðaður sigurvegari, Bjarni í öðru sæti og þriðja sætið hlaut Finninn Harri Ahdesmáki. í sveitakeppninni varð ísland í öðru sæti og stóðu íslensku júdó- mennirnir þar sig mjög vel. Urslit í Norðurlandamótinu urðu þessi: -r 60 kg. 1. Keino Fagerlund F 2. Giert Clausen N 3. T. Kirvesniemi S Janne Berg S -r 65 kg. 1. Rune Johansen D Aukaleikur hjá Harlem Körfuknattleikssýningarliðið fræga, Harlem Globetrotters, mun lcika aukaleik hér á landi, en sem kunnugt er stóð til að liðið léki hér aðeins tvo leiki. Þriðji leikurinn fer einnig fram í Laugardalshöllinni og veröur 20. apríl klukkan 16.20. For- sala fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 15. apríl, einnig fóstudaginn 16.apríl og hefst báða dagana klukkan 17.30. 2. Kenneth Olsson S 3. Petter Lind N 4. Karl Erlingsson í - 71 kg. 1. Kari Kattainen F 2. Anders Öhrnell S 3. Ralf Jansson S Hans Bonde D + 78 kg. 1. Torben Ellegárd D 2. Ove Blomgren S 3. Inge J. Clausen N Fridtjof Thoen N -r 86 kg. 1. Alex Tolstoy D 2. Michel Grant S 3. Juha Vainio F Anders Jeppson S -H 95 kg. 1. Bjarni Friðriksson í 2. Johan Lopez S 3. Kai Otto Nilsen N Kersten Jensen D Halldór Guðbjörnsson Omar Sigurðsson Gísli Þorsteinsson Sigurður Hauksson Bjarni Friðriksson + 90 kg. 1. Harri Ahdesmáki F 2. John L. Petersen N 3. Hákon Halldórsson I Sveitakeppni 1. Svíþjóð 2. ísland 3. Danmörk 4. Finnland 5. Noregur Islensku sveitina skipuðu: Gunnar Jóhannesson Karl Erlingsson Aðalfundur Júdósambands Norðurlanda (Nordisk Judo Un- ion) var haldinn sl. laugardag. Færeyingar hafa nú stofnað eigið júdósamband og gekk það í Norð- urlandasambandið á þessum fundi. Norðurlandamótin eru haldin annað hvert ár til skiptis á Norð- urlöndunum. Næsta Norðurlanda- meistaramót karla verður í Danmörku 1984. — ÞR. Bjarni Friðriksson stóð sig lang best íslensku keppendanna á NM í júdó. Hér hefur hann skellt andstæðingi sínum, en Bjarni var einmitt sérstaklega harður í gólfglímunum. Möguleikar Þróttar nú litlir ÞRÓTTUR á ekki mikla mögu- leika á þvi að komast í úrslit Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik eftir 17—21 tap i Laugardalshöllinni gegn tékk- neska liðinu Dukla Prag. Til þess að slá Dukla út þarf Þróttur að vinna með minnst fimm marka mun, eða fjórum mörkum ef markaskorunin fer fram yfir 17—21. Þarf meira en stórátak ef það á að heppnast gegn hinu sterka tékkneska liði. Þróttur lék annars prýðilega í fyrri hálfleik, einkum í sóknarleiknum, sem var yfir- vegaður og vel út færður. Hefði staða Þróttar i hálfleik verið sterk ef betri barátta hefði náðst í varnarleiknum, en hann var oft gloppóttur. Markvarsla Sigurðar Ragn- arssonar raunar furðu góð miðað við hve vörnin opnaðist oft og mikið. Þróttarar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleikn- um, urðu fyrri til að skora, en jafnt var þó á flestum tölum. Þróttur hafði eins marks for- ystu í hálfleik, 11—10, og fyrsta mark síðari hálfleiksins skoraði Þróttur einnig, 12—10. En síðan fór að syrta í álinn. Þó héldu Þróttarar í við Dukla fyrst um sinn og var jafnt upp í 14—14. En þá skildu leiðir, Dukla skoraði fjögur í röð og hélst 4 marka munurinn til leiksloka. Mörk Þróttar skoruðu: Sig- urður Sveinsson 7, 2 víti, Páll Ólafsson 4, Jens Jensson 3, Gunnar Gunr.arsson 2 og Magnús Margeirsson eitt mark. —KE-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.