Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 45 Hin „bitastæðu' bókmenntaverk Þröstur J. Karlsson skrifar: Enn ein úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda hefur lokið sér af. Rithöfundarnir 45, sem skrifuðu undir mótmælaskjalið forðum daga, höfðu gert sér vonir um, að þeir sem annaðhvort væru í eða utan á Alþýðubandalaginu fengju ekki bróðurpartinn af starfslaunum rithöfunda, en raun- in varð önnur. Svo virðist mér, að þeir rithöf- undar, sem úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda þykir mik- ið til koma, hafi ákveðinn sam- nefnara (að fáeinum undanskild- um þó): Þeir eru harðir herstöðvaand- stæðingar, vasast í mótmælum allskonar gegn NATO og hernum hér, eru mikið í Þjóðviljanum, annaðhvort með skrif þar, eða þá í einhverju vinstra félagastússi sem er í sjálfu sér allt gott og blessað, en eru þeir sem hafa þennan ákveðna samnefnara betri rithöf- undar en aðrir sem eru án hans? Ég held ekki. Uppistaða margrar samtíðar- bókarinnar er af sama toga spunnin. Vandamál, persónuleg, félagsleg ádeila á auðvaldið, burt með herinn og ríkjandi þjóðskipu- lag. Uppistöðuþræðirnir eru gagn- rýni. Ivaf furðulega margra bóka er kryddað eftirminnilega með úr- gangsefnum mannslíkamans. Sögumynstrið er sem sé ákaflega þröngt og afmarkað. Útkoman verður kínverskur hversdags- klæðnaður. A þetta einnig við um þýðingar og er farið að síast inn í barnabókmenntirnar. Þeir sem út- hluta starfslaunum og fjalla um bækur eru flestir orðnir sam- dauna þessum viðhorfum og hafa lokast inni í sínum eigin sjón- deildarhring. Bókaþjóðin er að sökkva í einkennilegt bókmennta- síki og síkið er rautt. Það leitar aðeins til sjálfs sín að hinum svonefndu „bitastæðu" verkum." Prýðum Reykjavík Sighvatur Finnsson skrifar: „Velvakandi. Meiri trjágróður vantar í borgina okkar til prýði og ynd- isauka. Margir staðir hafa orðið útundan hjá garðyrkju- mönnum borgarinnar. Fyrst vil ég nefna hversu mikil óprýði er að girðingunni á Hringbrautinni, frá Þjóð- minjasafni að Miklatorgi. Hún er að vísu nauðsynleg, en það væri hægt að fela hana með trjágróðri einhvers konar, t.d. furu og einstöku öðrum trjá- tegundum, svo sem hlyn og álmi. Svo er það geirinn við Snorrabrautina; þar eru nokk- ur grenitré, sem hafa þrifist ágætlega, en mættu vera miklu fleiri, sérstaklega með- fram götunni í beinni röð. Þá er komið að Austur- stræti. Herfilega ljótt er að sjá þessa graseyju eins og hún er, vægast sagt ömurleg. Þarna mætti setja tvö til þrjú stór tré, hlyn, álm eða furu, og í kringum þau blóm, gjarnan fjölær eða þá sumarblóm, og svo járnrimlagirðingu, til þess að þetta fái að vera í friði. Ef bærinn á ennþá girðinguna, sem var í kringum Austurvöll, mætti nota hana eða eitthvað álíka. A mörgum öðrum stöðum í borginni þyrfti að gróðursetja tré. Þau fegra umhverfið og gera það hlýlegt. Svo er t.d. um svæðin kringum Sjómanna skólann, Háteigskirkju, kirkju Óháða safnaðarins, Kennara- háskólans og umhverfis hita- veitugeymana á Öskjuhlíð, sem klæða mætti af með háum grenitrjám. Borgin þyrfti að eignast sér- stakan bíl til að taka upp og flytja stór tré. Þessir bílar, sem búnir eru tilheyrandi tækjum, eru algengir erlendis og nauðsynlegir hverri borg, sem vill prýða umhverfi sitt. Mér hefur oft blöskrað að sjá hvernig tré og runnar hafa verið klippt af vinnuflokkum borgarinnar. Það hefur verið gert af algjöru kunnáttuleysi og að því er virðist bara vegna ánægjunnar við að klippa. Má t.d. nefna í því sambandi trjábeðin framan við Iðn- skólann og limgerðið í Hljóm- skálagarðinum sem var eyði- lagt. Það kann að vera að ekki sé völ á nógu mörgum lærðum mönnum til garðyrkjustarfa í borginni, en geta þeir ekki, sem þessum störfum stjórna, sagt og sýnt flokksstjórum vinnuflokkanna, hvernig á að vinna þetta verk? Það ætti ekki að taka langan tíma.“ SIGGA V/öGPk t \tLVtmi Sof, rós mín S.G. hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Geturðu nokkuð haft upp á ljóði fyrir mig sem ég lærði ung en man aðeins slitur af nú orðið og ekki man ég heldur hver höf- undurinn er. Ljóðið fjallar um fagra rós, sem bliknar fyrir nöpru frostinu og deyr. Meira man ég nú eiginlega ekki, en langar til að endurnýja kynni mín við ljóð og höfund. - • - Með aðstoð upplýsingaþjón- ustu Borgarbókasafns tókst að hafa upp á hvoru tveggja, sem S.G. spyr um. Ljóðið heitir Rósin og er eftir Guðmund Guðmundsson. Það er m.a. að finna í síðara bindi Ljóðasafns, ísafold 1954. RÓSIN Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín, því frostiö var napurt. Hún hneigöi til foldar in blíðu blöðin sín við banastríð dapurt. En guð hana í dauðanum hneÍRÖi sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta Sof, rós mín, í ró, djúpri ró. Bílstjórinn lét sem hann sæi þetta ekki Kona í Hraunbæ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég varð nýlega fyrir því óhappi að detta í strætisvagni sem var á ferð. Meiddi ég mig lítilshátt- ar og óhreinkaði fötin mín. Þetta gerðist þegar vagninn tók krappa beygju og ferðin svo mikil á honum, að ég hent- ist fram úr sæti mínu. Ég sat rétt hjá bílstjóranum, en hann lét sem hann sæti þetta ekki. Finnst forrrðamönnum SVR viðeigandi að bílstjórar bregð- ist við á þennan hátt, þegar óhöpp verða? OÐAL Opið frá 18—01 með hækkandi Við kynnum í kvöld hina stór- góðu plötu Nolans-systra „Portrait“, sem slær örugglega í gegn ef aö líkum lætur. Hafið þið heyrt brandarann um hafnfírsku rœkj- una? Hann veröur í blaðinu é morgun, ha ha. Allir í ÓSAL Flugáhugafólk Vorið er rótti tíminn tii að hefja flugnámið. Góöar vélar. — Góö kennsla. Allar nánari uppl. í síma 28970. FLUGKLÚBBURINN H.F. SííSSZJ'n*-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.