Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.04.1982, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1982 Skartgripaþjófnaður í Gulli & Silfri: Maður i gæzluvarð- haldi vegna þjófnaðarins TÆI’IÆGA tvítugur maður var á mánudagskvöldið úrskuröaður í gæzluvarðhald vegna rannsóknar KLK á stórfelldum skartgripaþjófn- aði. Aðfaranótt skírdags var brotizt inn í skartgripaverzlunina Gull & Silfur á Laugavegi 35 og þaðan var skartgripum að andvirði liðlega 800 þúsund króna stolið. Helzt er talið að þjófnaðurinn hafi verið framinn á milli kl. 5 og 6 um morguninn, en RLR barst tilkynning um þjófnaðinn kl. 6.30. Þjófarnir brutu rúðu á hurð verzl- unarinnar og komust þannig inn. „Um 400 hlutir voru teknir úr verzluninni og voru aðeins gull og demantar teknir; silfur var ósnert. Þeir tóku aðeins dýrustu hlutina og virðist þjófnaðurinn hafa verið vel skipulagður," sagði Magnús Steinþórsson, einn eigenda verzl- unarinnar, en Gull & Silfur er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjón- anna Steinþórs Sæmundssonar og Sólborgar Sigurðardóttur og sona þeirra, Magnúsar og Sigurðar. Gull & Silfur hefur heitið góð- um verðlaunum þeim, sem geta gefið upplýsingar, sem leiða til handtöku þjófanna; glæsilegan demantshring. Fyrir skömmu var brotizt inn í skartgripaverzlun Kornelíusar og skartgripum stolið að andvirði um 150 þúsund króna. Hveragerði: Flöskukastari handtekinn Iheraj'erói l.'l. apríl. SÁ ATBI:RÐI R gerðist hér í Hvera- gerði rétt fjrir páskahátíðina að maður fleygði áfengisflösku i glugga íbúðarhúss með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði og dreifðust glerbrot- in yfir svefnherbergi hjónanna. Varð af mikill hávaði og aðkoman órógur. Ilúseigendum brá illa i brún, því sjö mánaða gamall sonur þeirra svaf eft- irmiðdagsblundinn í rúmi sinu í einu horni herbergisins. Barnið hrökk upp með gráti en reyndist ómeitt, því þykk gluggatjöld höfðu komið í veg fyrir að glerbrotin lentu í rúmi þess, en sterk sól var þennan dag. Lög- reglan náði manninum, sem var drukkinn og játaði hann gáleysi sitt. Ætla mætti að flöskukast væri þjóðaríþrótt íslendinga, því segja má að hvergi sé hægt að þverfóta fyrir öl- og vínflöskum, jafnt í byggð og óbyggðum í okkar fagra landi. Getur slíkt talist sæmandi menningarþjóð? Sigrún. Áburöur hækk- ar um 60% Aburðarverksmiðju rikisins hefur verið heimilað að hækkka fram- leiðslu sina um 60%, að sögn Sveinbjörns Dagfinnssonar, ráðu- neytisstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu. Verksmiðjan hafði farið fram á 67% hækkun í ár, en áburðarverð er ákveðið einu sinni á ári. pi ‘mm | , - 'W. ~ | wL^;x^:.mí v'" >■* r ■ 9 Æ Wj* 1 W 1 Guðjón sýnir félögum sínum boltann í gærmorgun hróðugur á svip. I.jósm. Mbl.: Hclyi Bjarna.son. GUÐJÓN BÚINN AÐ FÁ BOLTANN SINN GIIDJÓN í Borgarnesi fékk bolt- ann sinn í gærmorgun, en sem kunnugt er fannst boltinn á eyju við Norður-Noreg fyrir nokkrum mánuðum, eftir að hafa rekið frá Borgarnesi, en þar missti Guðjón boltann í sjóinn á sínum tima. „Ég kannast strax við boltann," sagði Guðjón þegar honum var af- hentur boltinn og var hann harla glaður yfir að hafa fengið boltann. „Hvernig ég týndi boltanum? Jú, ég var í fótbolta í kirkjugarðinum og vinur minn, sem var með mér. sparkaði boltanum í sjóinn, út í Borgarvog og þaðan rak boltann á haf út. Ég vil nota tækifærið og þakka stráknum í Noregi, sem fann boltann minn.“ Góður markaður er nú fyrir niðursoðna rækju Rækjukvótinn aukinn tvisvar aö beiðni lagmetisframleiðenda MJ(K1 góður markaður er nú fyrir niðursoðna rækju á Evrópumörkuð- um, en þó fyrst og fremst í V-Þýzka- landi. Er eftirspurn það mikil að framleiðendur innanlands hafa átt erfitt með að útvega nægilega mikið hráefni í niðursuðuna. Meðal annars vegna þessa hefur sjávarútvegsráðu- neytið aukið rækjukvótann í ísa- fjarðardjúpi tvisvar sinnum á yfir- standandi vertíð, í hvort sinn um 300 lestir. Lpphaflega var rækjukvótinn þar 2400 lestir, en með viðbótunum er kvótinn orðinn 3000 lestir. Heimir Hannesson hjá Sölu- stofnun lagmetis sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að mark- aður fyrir niðursoðna rækju hefði tekið mikið við sér í Evrópu að undanförnu, en þó sérstaklega í Þýzkalandi. Þar væri eftirspurn mjög mikil og framleitt í sífellu fyrir þann markað. „Miðað við síðari ár hefur eftir- spurnin eftir niðursoðinni rækju aukizt mikið og það, sem nú stend- ur helzt á, er skortur á hráefni. Samkvæmt beiðni okkar hefur kvótinn verið aukinn tvívegis, um 300 lestir í hvort sinn, og fram- leiðendur niðursoðinnar rækju eru tilbúnir að borga útflutningsverð fyrir rækjuna. Rækjan verður mun verðmætari afurð, þegar búið er að sjóða hana niður, heldur en ef hún væri flutt út frosin. Það fylgir því veruleg verðmætasköp- un þessari framleiðslu innan- lands," sagði Heimir. Tæring fannst í DC-8 TÆRING, sem fannst undir flugstjórnarklefa DC-8-þotu Flugleiða, TF-FLB, hefur taf- ið vélina úr viðamikilli skoð- un í Luxemborg, en vélin átti að komast í gagnið fyrir páska. Er vélin væntanleg inn á Atlantshafslciðina í dag að sögn Leifs IMagnússonar framkvæmdastjóra flug- rekstrarsviðs Flugleiða. Að sögn Leifs er ekki vit- að hvað olli tæringunni, hugsanlega hefði eitthvað lekið á málminn og valdið skemmdum, en nú væri bú- ið að gera við þetta. Að sögn Sveins Sæ- mundssonar blaðafulltrúa Flugleiða raskaði þessi töf nokkuð áætlun Flugleiða, en þó ekki þannig að nein vandamál sköpuðust. 400 þúsund % hækkun sekta vegna eggja- og ungaþjófnaða SEKT vegna stuldar á eggjum villtra fugla og ungum getur orðið allt að 1 milljón króna samkvæmt frumvarpi dómsmálaráóhcrra um breytingar á 50 lagastöfum varóandi sektarákvæði í ýmsum sérlögum þar sem m.a. er fjallaö um sektarákvæói varðandi brot á fuglafriðunarlögunum. Miðaö við lágmarkssekt fyrir stuld á eggjum er hér um 400 þúsund % hækkun að ræða miöað við þau lög sem nú eru í gildi, en þar er lágmarkssekt 2 kr. og 50 aurar, en hámarkssckt 100 kr. Gildandi sektarákvæði fyrir fugla- stuld er 5 kr. til 150 kr., en hækkar einnig í allt að 1 millj. kr. Samkvæmt upplýsingum Baldurs Möllers ráðuneytis- stjóra er vonazt til að umrætt frumvarp taki gildi á yfirstand- andi þingi, en hann kvað gert ráð fyrir því að síðan yrði um að ræða samspil milli dómstóla og saksóknara um samræmingu á sektardómum. Baldur kvað frumvarpið ná til 50 lagastafa af um 300 alls varðandi sérlög sam- kvæmt almennum hegningarlög- um og hefði verið ákveðið að taka ekki fleiri fyrir nú til þess að frekar ynnist tími til að koma brýnum þáttum í gegn um af- greiðslu Alþingis. Dr. Ævar Petersen fuglafræð- ingur og formaður Fuglafriðun- arnefndar sagði í samtali við Mbl. í gær að það væri augljóst öllum að núgildandi ákvæði væru beinlínis hlægileg, því gild- andi sektarákvæði skiptu engu máli fyrir þá sem á annað borð ætluðu að brjóta lögin. Kvaðst Ævar vona að með hækkun sekt- arákvæða samkvæmt frumvarp- inu yrði breyting til batnaðar og aukið aðhald, en hann benti á að 1 milljónar króna hámarkssekt sem miðað er við var sett á blað þegar tillögurnar voru samdar árið 1977 og kvað Ævar augljóst hvað sú upphæð hefði rýrnað síðan. Ævar kvað helztu refs- ingu útlendinga fyrir brot á fuglafriðunarlögunum hafa ver- ið brottvísun úr landi í 5 ár og einnig frá öðrum Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.