Morgunblaðið - 16.04.1982, Side 18

Morgunblaðið - 16.04.1982, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Þórðar Benediktsson- ar minnzt á Alþingi Jón Helgason, forseti Samein- ads Alþingis, flutti í upphafi þingfundar í gær minningarorö um l>órð Benediktsson, fyrrum alþingismann. Fara þau hér á eftir: „Áður en gengið verður til dagskrár vil ég minnast Þórðar Benediktssonar fyrrverandi al- þingismanns, sem andaðist í gærmorgun, 14. apríl, 84 ára að aldri. Þórður Benediktsson var fædd- ur 10. mars 1898 á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Benedikt prófastur þar Kristjánsson og Ásta Þórarins- dóttir seinni kona hans. Hann lauk verslunarskólaprófi í Reykja- vík vorið 1919. Á árunun 1919—1920 vann hann verslun- arstörf í Reykjavík, en dvaldist síðan erlendis 1920—1923. í febrú- ar 1924 settist hann að í Vest- 'mannaeyjum, hafði þar á hendi verkstjórn og starfaði auk þess við fiskmat og verslun fram til ársins 1942. Upp frá því átti hann heimili í Reykjavík, vann hjá Sambandi íslenskra berklasjúklinga 1943—1974 og var framkvæmda- Ríkisborgararéttur: Krumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar, sem væntanlega gengur frá efri til neðri deildar Al- þingis fyrir helgina, nær til 54 ein- staklinga, sem lagt er til að öðlist íslenzkan ríkisborgararétt. Þeir eru: 1. Adal, Peggy Annadale, kennari á Laugarvatni, f. 27. júli 1956 í Guyana. 2. Anderiman, Dísa, nemi í Reykjavík, f. 18. maí 1962 í Tyrklandi. 3. Axel Ásmundsson, barn í Reykjavík, f. 27. september 1981 í Indónesíu. 4. Ágúst Smári Henrýsson, barn í Reykjavík, f. 26. ágúst 1976 á Islandi. 5. Bach, Rita Norgaard, húsmóðir í Borgarnesi, f. 20. febrúar 1943 í Danmörku. 6. Bentína Björgólfsdóttir, snyrtifræðingur í Reykjavík, f. 22. júlí 1957 í Banda- ríkjunum. 7. Christiansen, Judith, hús- móðir í Reykjavík, f. 21. október 1944 í Færeyjum. 8. Cilia, María Dís, barn í Reykjavík, f. 29. ágúst 1968 á íslandi. 9. Cubero, Andrew Markus, barn í Reykjavík, f. 20. des. 1968 í Bandaríkj- unum. 10. Cubero, Erika Erna, barn í Reykjavík, f. 8. júní 1972 í Banda- ríkjunum. 11. Einar Magnússon, full- trúi í Reykjavík, f. 29. september 1928 á Islandi. 12. Evans, Trausti, barn á Ak- ureyri, f. 27. ágúst 1976 á íslandi. 13. Eymar Geir Eymarsson, barn á Akra- nesi, f. 27. maí í Guatemala. 14. Favre, Gabriel Christian, kennari í Reykjavík, f. 28. febrúar 1944 í Frakklandi. 15. Guðrún Elíasdóttir, skrifstofustúlka í Keflavík, f. 9. september 1919 á íslandi. 16. Gunnhildur Viðarsdóttir, nemi í Reykjavík, f. 1. nóvember 1963 í Dan- mörku. 17. Gúngör, Tamzok, verkamað- ur á Eskifirði, f. 27. desember 1954 í Tyrklandi. 18. Gökken, Gören, barn í Mosfellshreppi, f. 24. janúar 1979 í Tyrklandi. 19. Halldór Jóhann Ragn- arsson, barn í Kópavogi, f. 13. sept. 1981 í Indónesíu. 20. Helga Guðríður Ottósdóttir, barn á Kjalarnesi, f. 22. sept. 1981 í Indónesíu. 21. Helgi Már Hannesson, barn í Keflavík, f. 22. janú- ar 1980 í Guatemala. 22. Henoque, Matthieu Charles Florimond, sjómaður í Reykjavík. f. 17. júní 1949 í Frakk- landi. Fær réttinn 27. sept. 1982. 23. Þórður Benediktsson stjóri Vörhappdrættis SÍBS frá stofnun þess 1949 til 1967. Hann var varaformaður stjórnar Sam- bands íslenskra berklasjúklinga 1946—1954 og formaður þess 1955-1974. Þórður Benediktsson varð Higazim, Fawz Kamal Abdel Fattah, verkamaður í Reykjavík, f. 13. mars 1953 í Jerúsalem. 24. Jones, Alan, sjó- maður á Raufarhöfn, f. 7. janúar 1948 í Englandi. 25. Jóhannes Birgir Pálma- son, barn í Reykjavík, f. 3. desember 1981 í Líbanon. 26. Július Þór Sigur- jónsson, barn í Keflavík, f. 18. febrúar 1981 í Indónesíu. 27. Kelley, Donald Thor, verkamaður á Akureyri, f. 6. júlí 1964 í Bandaríkjunum. 28. Kettler, Ernst Rudolf, kvikmyndatökumaður í Reykjavík, f. 23. febrúar 1942 í Austur- ríki. 29. Keyser, William Gísli, nemi í Reykjavík, f. á íslandi 8. júní 1957. 30. Lassen, Helle, húsmóðir í Breiðdals- hreppi, f. 2. janúar 1952 í Danmörku. 31. Lindgren, Milda Elvíra, húsmóðir í Reykjavík, f. 5. október 1912 í Finn- landi. 32. Lundgren, Per Bjarni Haum- ann, verkamaður í Reykjavík, f. 10. ág- úst 1957 á íslandi. 33. Marlies, Michael Willard, lektor í Reykjavík, f. 26. mars 1943 í Bandaríkjunum. 34. Marlowe, Christopher George, tölvufræðingur á ísafirði, f. 30. júlí 1951 i Bandaríkjun- um. 35. Marlowe, Halldóra Patricia, barn á ísafirði, f. 21. nóvember 1975 í Bandaríkjunum. 36. Marlowe, María Berglind, barn á ísafirði, f. 26. janúar 1980 á íslandi. 37. Merbt, Petra Maren, húsmóðir i Glæsibæjarhreppi, f. 22. júlí 1943 í Þýskalandi. Fær réttinn 29. júlí 1982. 38. Mikkelsen, Ann, röntgentækn- ir í Reykjavík, f. 19. júní 1950 í Dan- mörku. 39. MUnoz, Simeona, ljósmóðir á Akureyri, f. 18. febrúar 1951 á Fil- ippseyjum. 40. Nielsen, Jens Grome Schirmer, sjómaður í Neskaupstað, f. 6. júní 1947 í Danmörku. 41. Olsen, Jo- hannes Martin, sjómaður í'Reykjavík, f. 1. mars 1927 í Færeyjum. 42. Olivvar- es, Juana Dominga Cardenas, starfs- stúlka í Kópavogi, f. 4. ágúst 1950 í Nicaragua. 43. Olafur Geir Ottósson, barn á Kjalarnesi, f. 4. ágúst 1980 i Indónesíu. 44. Ólafur Pálsson, barn í Reykjavík, f. 31. október 1981 í Líban- on. 45. Rakel Rós María Njálsdóttir, barn á Seltjarnarnesi, f. 2. janúar 1981 í Guatemala. 46. Schneider, Sebastian, barn í Glæsibæjarhreppi, f. 5. mars 1967 í Þýskalandi. 47. Singh, Manjit Singh Nand Singh Santa, þjónn í landskjörinn alþingismaður í haustkosningunum 1942. Kom hann til þingsetningar 14. nóv- ember, en varð að þingsetningar- degi liðnum að hverfa frá störfum vegna veikinda. Átti hann ekki afturkvæmt til þings vegna heilsuleysis fyrr en 1. febrúar 1946, en sat þá á þingi þrjá mán- uði í lok kjörtímabilsins. Þingsaga Þórðar Benediktsson- ar varð því ekki löng. Á öðrum vettvangi varð hann þjóðkunnur. Hann átti við berklaveiki að stríða og þekkti af eigin raun örðugleika berklasjúklinga í lífsbaráttunni. Á sjúkdómsárum hans stofnuðu berklasjúklingar og stuðnings- menn þeirra samtök til að bæta hlut berklasjúklinga, einkum þeirra sem áttu afturkvæmt úr sjúkrahúsum. Þar var hann einn forustumanna sem unnu af eld- móði að því að gera hugsjónir að veruleika. Boðskapur þeirra fékk hljómgrunn hjá alþjóð, og vitni um árangur þeirra samtaka má meðal annars sjá á vinnuheimil- inu á Reykjalundi, sem hefur vak- ið verðskuldaða athygli víða um lönd, og á vinnustöðum öryrkja á öðrum stöðum. Þar sér stað far- sæls ævistarfs Þórðar Benedikts- sonar og samstarfsmanna hans. Ég vil biðja háttvirta alþing- ismenn að minnast Þórðar Bene- diktssonar með því að rísa úr sæt- um.“ Reykjavík, f. 7. október 1949 í Kenya. 48. Stapelfeldt, Dörte Maria Elli, hús- móðir í Bandaríkjunum, f. 29. janúar 1941 í Þýskalandi. 49. Steen-Johan Steingrímsson, öryrki í Reykjavík, f. 8. ágúst 1954 á íslandi. 50. Takefusa, Björgólfur Hideaki, barn í Reykjavík, f. 11. maí 1980 á íslandi. 51. Than, Samuel Neak, verkamaður í Reykjavík, f. 28. sept. 1937 í Kambódíu. 52. Tryggvi Ottósson, verkamaður í Reykjavík, f. 2. mars 1%1 á íslandi. 53. Winkel, Jón Ólafur, nemi í Reykjavík, f. 4. maí 1%7 í Danmörku. 54. Winkel, Poul Eigil, nemi í Reykjavík, f. 10. júlí 1973 í Dan- mörku. Fjármagn skort- ir til fiski- kortagerðar Með þingsályktun frá i marz 1977 fól Alþingi viðkomandi fram- kvæmdavaldi að sjá um útgáfu fiski- korta. Ég spyr nú sjávarútvegsráð- herra, sagði Sverrir Hermannsson (S) á Alþingi, sem með framkvæmd- ina átti að fara, hvað þessari útgáfu líður, en slík fiskikort hafa margs konar gildi fyrir fiskimenn og fleiri aðila. • Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra, sagði 3 svæðis- kort hafa verið gefin út 1980, 5 1981 og unnið væri að 8 til viðbótar hjá Sjómælingum ríkisins. Sala á þessum kortum hefði verið dræm framan af en hefði síðan glæðzt. Þetta verk vinnst hægt fyrst og fremst vegna tregðu fjárveitinga- valdsins til að leggja fram nægi- legt fjármagn til vinnslu og út- gáfu, sagði ráðherra. • Sverrir Hermannsson (S) sagði óviðunandi að framkvæmdaaðilar, sem Alþingi fæli að framkvæma viss verk, fengju ekki til þess nægi- legt fjármagn. Ráðherra þarf hér að ýta betur á eftir. Fiskikort, sem þessi, eru mjög gagnsöm, og eftir- spurn eftir þeim fer vaxandi. Og fyrirmæli Alþingis eru nú orðin fimm ára og tímabært að þeim verði framfylgt að fullu — og slík kortagerð þarf að vera í sífelldri endurskoðun, ef hún á að þjóna til- gangi. Tillaga um 54 nýja Islendinga Frumvarp um jöfnun hitunarkostnaöar: ... í STUTTU MÁLI Þrír stjórnarliðar stinga saman nefjum: Ólafur Ragnar Grímsson, Egg- ert Haukdal og Stefán Guðmundsson. Blönduvirkjun vísað til þingnefndar Virkjunarf ramkvæmdir Stjórnartillögu um virkjunar- framkvæmdir og orkunýtingu, þ.á m. Blönduvirkjun, var í gær vísað til atvinnumálanefndar Sameinaðs þings. Áður hafði ríkisstjórnin lagt til að málinu yrði vísað til fjárveitinganefnd- ar. Karvel Pálmason (A) hafði hinsvegar lagt til að málinu yrði vísað til atvinnumálanefndar. í gær tók ríkisstjórnin tillögu sína um nefnd til baka af einhverjum ástæðum og var málinu síðan vísað, sem fyrr segir, samhljóða til atvinnumálanefndar. Stefnumörkun í flugmálum Árni Gunnarsson (A) mæiti fyrir tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun í flugmálum. Var hann mjög harðorður í garð samgönguráðherra vegna stefnuleysis í flugmálum, sem og vegna afskipta ráðherra af kaupum Arnarflugs á eignum ís- cargo, og flugrekstrarleyfum í því sambandi. Ráðherra vísaði öllum ásökunum á bug. Norræn vinnumarkaðsmál Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, mælti fyrir tillögu um heimild til að staðfesta Norður- landasamninga um vinnumark- aðsmál. Svavar Gestsson, félags- málaráðherra, taldi fyrirvara í þá átt, að víkja mætti frá ákvæð- um samnorræns samnings um vinnumarkað, ef íslenzkum at- vinnuhagsmunum væri stefnt í voða, næga, svo allur ótti í þá veru væri ástæðulaus. Sinfóníuhljómsveit Jóhann Kinvarðsson (F), Árni Gunnarsson (A), Garðar Sigurðs- son (Abl.) og Jósef H. Þorgeirsson (S) hafa flutt breytingartillögur við frumvarp um Sinfóníu- hljómsveit íslands: „Sinfóníuhljómsveitin skal kappkosta að afla sjálfstæðra tekna af tónleikahaldi og stefna að því að eigi minna en 12% af útgjöldum hljómsveitarinnar fá- ist greidd af slikum tekjum." (Tillaga um orðalag 3. gr. 5. mgr.) „Stjórnin ræður hljóðfæra- leikara, að fengnum tillögum framkvæmdastjóra, allt að 65 stöðugildi. Aðra hljóðfæraleik- ara ræður stjórnin eftir því sem viðfangsefni krefjast, að fengn- um tillögum framkvæmdastjóra og innan þeirra marka sem fjár- lög heimila, enda hafi viðfangs- efnið verið samþykkt á fjár- hagsáætlun." (Tillaga um 6. gr. 2. mgr.) Níu ára skólaskyldu enn frestað? Ríkisstjórnin hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um frestun á gildistöku níu ára skólaskyldu um eitt ár, þ.e. til haustsins 1983. I lögum um grunnskóla, nr. 63/1974, var gert ráð fyrir að þetta ákvæði kæmi til fram- kvæmda haustið 1980. Alþingi frestaði með lögum 1980 að láta 9 ára skólaskyldu koma til fram- kvæmda og var sá frestur fram- lengdur 1981. Með þessu frum- varpi er enn lagt til að fresta henni um eitt ár í viðbót. Fræðsla um neyzlu áfengis Nigurlaug Bjarnadóttir (S), Helgi Seljan (Abl.), Davíð Aðal- steinsson (F), Salome Þorkels- dóttir (S) og Eiður Guðnason (A) flytja frumvarp til breytinga á lögum um grunnskóla, þess efn- is, að að inn í þau verði tekin ákvæði um fræðslu um áhrif af neyzlu áfengis og annarra ávana- og fíkniefna. Tollur af vélum og tækjum til landbúnaðar Egill Jónsson (S) flytur frum- varp til breytinga á lögum um tollskrá o.fl., sem felur í sér, ef samþykkt verður, að tollar af ýmsum vélum og tækjum til landbúnaðar verða felldir niður. Hitaveita Reykjavíkur Pétur Sigurðsson (S) hefur lagt fram fyrirspurnir til iðnaðar- ráðherra: 1) Hve mikið telur borgarstjórn Reykjavíkur að heitaveitutaxtar þurfi að hækka svo tekjur standi undir eðlileg- um rannsóknum, nýborunum og dreifingu um veitukerfi sitt? 2) Hver yrði upphitunarkostnaður á rúmmetra húsnæðis í Reykja- vík þegar slík hækkun gjald- skrár hefur náð fram? Olíuhitun ekki hærri en sem nemur 2,5-földu meðalverði frá hitaveitu Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um jöfnun hitunarkostnaöar. Samkvæmt frumvarpinu skal rikissjóður leggja orkusjóði til óafturkræft framlag, sem varið skal til að greiða niður verð á orkugjöfum til upphitunar húsa í land- inu. Til þess að mæta þessum kostnaði skal ríkissjóður verja fjármagni af andvirði orkujöfnunargjalds, sbr. lög nr. 12/1980. Verð á olíu skal greiða niður, skv. frumvarpinu, svo nægi til þess, að olíukostnaður við kyndingu húsa verði eigi hærri en sem nemur 2,5-földu vegnu meðal- verði hjá hitaveitum landsins, sem hafa jarðvarma sem orkugjafa. Það meðtal skal reiknað út fjórum sinn- um á ári. Iðnaðarráðherra setji reglugerð um framkvæmdina. I greinargerð kemur fram að 172 þúsund manns (af 229 þúsundum) njóti nú húshitunar frá hitaveitum. Ennfremur að „meðalorkuverð hitvaveitna nemi 22,7% af hitunar- kostnaði með olíu, en hitunarkostn- aður með ódýrri raforku um 38,4% af olíukostnaði . . .“ Þá segir í grein- argerð að skv. frumvarpinu verði hæsta verð á olíukyndingu húsa 13,1x2,5 eða 32,8 aurar á kílówatt- stund, en óniðurgreiddur kostnaður við olíukyndingu sé hinsvegar 57,9 aurar. Niðurgreiðsla á olíu skv. frumvarpinu nemi því 25,1 eyri á kwst. Frumvarpið gerir og ráð fyrir því að að verð olíu, sem hitaveitur nota til framleiðslu rafmagns til upphit- unar húsa, skuli greitt niður sem nemi þeirri fjárhæð að hitunar- kostnaður verði sambærilegur og gert er ráð fyrir í 2. gr. frumvarps- ins, en þar er talað um hitunar- kostnað sem verði ekki hærri en sem nemur 2,5-földu meðalverði orku frá hitaveitum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.