Morgunblaðið - 20.04.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.04.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 35 8. Af aðgangseyri vínveitingahúsa er 35,77% bein skattheimta rík- issjóðs. Miðað við núgildandi miðaverð kr. 20,-, verða tekjur ríkissjóðs í ár kr. 8.585.000,-. Til viðbótar upptalninu þessari greiðir veitingarekstur að sjálf- sögðu öll almenn atvinnurekstr- argjöld.2 Kvöldsamkomur undantekning Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Höskuld Jónsson, ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytis, og spurði hann, hvers vegna dreg- ist hefði að semja notkunarreglur um fundarsalinn i Borgartúni 6. Sagði hann það meðal annars stafa af því, að Þorsteinn Geirs- son, sem væri formaður hús- stjórnar, hefði verið afar önnum kafinn að undanförnu, við kjara- samninga. Drög að reglunum væru þó til, og ætlast til að farið væri eftir þeim. Varðandi samkomu þá er Sam- band veitinga- og gistihúsa nefndi, afmælishátíð jubilantastúdenta úr MR., sagði Höskuldur að þess væri að geta að margir þeirra er þar hefðu verið væru starfsmenn Stjórnarráðsins, og einnig hefði það verið svo snemma, „að varla var búið að sópa sag af gólfum" salarins, sagði Höskuldur, og því varla rétt að telja það til hinnar eiginlegu starfsemi sem í salnum hefur farið fram. Síðar í gær barst svo blaða- manni Morgunblaðsins eftirfar- andi orðsending frá fjármálaráðu- neytinu, ásamt drögum að notkun- arreglum salarins umdeilda: „Nokkrir fréttamenn hafa leitað til ráðuneytisins í framhaldi af blaðamannafundi er Samband veitinga- og gistihúsaeigenda efndi til í dag um „nýjan veit- ingastað". Fundarsalir Borgartúns 6 hafa verið í notkun frá árinu 1979 þótt aðalsalur hússins hafi fyrst verið tekinn í notkun á þessu ári. Sam- kvæmt dagbók sem haldin er um starfsemi í fundarsölum Borgar- túns 6 telst það til undantekninga að um kvöldsamkomur þar sé að ræða. Drög að reglum um notkun fundarsala í Borgartúni 6 voru samin 17. mars sl. og hefur þeim verið fylgt síðan. Frávik skv. 2. tl. reglanna eru tvö: Að eindregnum tilmælum skólastjóra Vélskóla ís- lands fór hluti af dagskrá „skrúfu- dags“ skólans fram í stærsta sal hússins. í öðru lagi hefur verið fallist á að tilmælum mennta- málaráðuneytisins að Bandalag ís- lenskra listamanna fái salarkynni til afnota 1. maí nk. í tilefni 80 ára afmælis Halldórs Laxness. Fjármálaráðuneytið mun stað- festa reglur um fundarsali Borg- artúns 6 þegar stjórn þess húss hefur fjallað um reglugerðardrög- in. Reglur Um notkun fundarsala í Borg- artúni 6 (drög). 1. Fasteignir ríkisins sjá um vörslu, útleigu og annan rekst- ur sem tendur er fundarsölun- um. 2. Fundarsalirnir skulu aðeins leigðir stofnunum ríkisins eða félögum ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðuneytið getur heimilað frávik frá þessari reglu. 3. Greiða skal leigu fyrir notkun sala samkvæmt gjaldskrá er fjármálaráðuneytið staðfestir. 4. Leigutakar afla sjálfir allra til- skildra leyfa til funda og sam- komuhalds og greiða alla skatta er tengjast kunna mannamót- um. 5. Leigutaki skal, er hann fær sal á leigu, tilgreina hvenær afnot hefjist og hve lengi hann leigi salinn. Leigutaka ber að sjá um að samkomugestir rými sali á umsömdum tíma og hafi yfir- gefið húsið innan hálfrar stundar frá því samkomu lauk. Leigutaka ber ætíð að tilgreina einn mann sérstaklega er sjái um að þessari reglu sé fylgt. Fjármálaráðuneytið, mars 1982.“ _ AH Fertug brezk tveggja barna hús- móðir óskar eftir bréfasambandi við konur 35 ára og eldri: Eilenn Lindsay, 13 Osborn Gardens, Mill Hill, London N.W. 7, ENGLAND Fimmtán ára japönsk skólastúlka með mikinn tónlistaráhuga: Yuko Maruyama, 7—22 Megurohoncho 1 chome, Meguro-ku, Tokyo, 152 JAPAN Japönsk stúlka, sem ekki getur um aldur, en slettir íslenzku í bréfi sínu, vill komast í samband við fólk með tungumálaáhuga: Shuzo Kojima, 3—KU, Katayamazu, Kaga-shi, Ishikawa-ken, 922—04 JAPAN Nítján ára finnsk stúlka, skrifar á ensku, óskar eftir pennavinum á aldrinum 18—25 ára. Hefur áhuga á tónlist, ljósmyndun o.fl. Segir einu gilda hver áhugamál vænt- anlegra pennavina séu: Virpi Saarinen, Virtasalmentie 34, 35800 Mantta, FINLAND Fjórtán ára piltur í Ghana með áhuga á íþróttum og póstkorta- söfnun: Robert Cleur Box 916, Cape Coast, GHANA Þrettán ára piltur í Ghana með íþróttaáhuga: Edwin Kunarset Cleur, Box 916, Cape Coast, GHANA Fimmtán ára piltur í Ghana með minjagripasöfnun að áhugamáli: Bob Carlton Cleur, Box 916, Cape Coast, GHANA Fimmtán ára piltur í Ghana, sem safnar minjagripum: Aluta Ray, Box 1137, Cape Coast, GHANA Tvítug dönsk stúlka, íþróttaskóla- nemi, með áhuga á íþróttum og útiveru, dýrum, tónlist og bók- menntum. Skrifar á ensku, þýzku eða dönsku: Grete Busk Sörensen, Horshojvej 2 Hejring, 9500 Hobro, DANMARK Átján ára vestur-þýzk stúlka með áhuga á íþróttum, teiknun og gít- arleik, skrifar á ensku, þýzku og örlítilli frönsku. Óskar eftir bréfa- sambandi við 16—20 ára stúlkur: Marianne Briem, Goethestrasse 67, 7505 Ettlingen, W-GERMANY Átján ára piltur á Sri Lanka (Ceylon) með áhuga á krikket, hjólreiðum og fjallaklifri: M.A. Sisira Kumara, Udapitiya, Adurapotha, Dewalegama, SRI LANKA í tilefni 10 ára afmœlis Bláskóga verður sérstök afmœlissýning þessa viku. Stórgott úrval af Eilersens-sófasettum,og Lubke boröstofusettum, hvort tveggja heimsþekkt merki, sem allir þekkja. Höfum stækkaö búöina, sem þýðir betri aðstaða fyrir viöskiptavininn. Bahia Stratos gæði — gott verð ILJI Bláskógar ÁRMÚLI 8 SÍML' 86080

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.