Morgunblaðið - 20.04.1982, Side 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982
Hljóm-
EU
otur
Árni Johnsen
Hljómsveitin Bad Manners er
skipuð 9 ungum og hressum
hljómlistamönnum frá Norður
London. Þeir leika tónlist sem
dregur dám af æði mörgum stíl-
gosh rri...
BABSMffiaS
Fjörfuglarnir Bad Manners:
Með undirtón
í textunum
um og stefnum í rokkinu og út-
koman er lífleg og leikandi tón-
list með hefðbundnum takti sem
allur almenningur hefur í brjósti
sínu. Þeir hafa breidd í
hljóðfæraskipan með bassa,
trommur, gítar og hljómborð
sem undiröldu, en að auki hafa
þeir við hendina ýmis blást-
urshljóðfæri og má helzt telja
saxofóna, trompeta, flautur og
munnhörpu, en þeir eru átta sem
skipta verkum með hljóðfærin
og sá níundi er söngvarinn, hinn
þrekvaxni og nauðasköllótti
Buster Bloodvessel. Óneitanlega
vekur hann mesta athygli þeirra
félaga á sviði, enda ekki algengt
að sjá slík liðlega tvítug fyrir-
brigði í sviðsljósinu á brautum
dægurtónlistarinnar, en styrkur
söngraddar hans er í fullu sam-
ræmi við víðfeðmi líkama hans.
Bad Manners eru fjörfuglar
hinir mestu eins og tíðkast
reyndar yfirleitt hjá brezkum
hljómsveitum, en þegar hlustað
er á texta þeirra kemur í Ijós að
þetta er ekki allt giens og gam-
an, alvaran er inni í myndinni og
þessir ungu menn hafa sitthvað
til málanna að leggja og segja
það á sinn hátt í textum sem
allir byggja á ákveðinni mejn-
ingu, sögum, atburðum eða yfir-
veguðum tilfinningum.
Sú plata sem hér kom á mark-
að fyrir skömmu frá Spor, Gosh
it’s, er þriðja stóra plata þeirra
félaga, en alls hafa þeir gefið út
sjö litlar plötur í Bretlandi sem,
eins og þeirra stærri plötur hafa
náð góðum vinsældum.
Lagið Can Can flaug snarlega
upp á vinsældalista þeirra
brezku og einnig lagið Walking
in the Sunshine. Þá má nefna
fjörugt og skemmtilegt lag,
Don’t Be Angry, sem er dúndur
gott rokklag hljóðritað fyrir
fullu húsi áheyrenda.
Gosh it’s er fyrsta Magnet
platan sem er framleidd hér á
landi og lofar það góðu.
Yfirlitssýning á verkum
Brynjólfs Þórðarsonar
Myndlist
Valtýr Pétursson
Fyrir nokkrum árum, eða
nánar tiltekið árið 1971, var
haldin yfirlitssýning á verkum
Brynjólfs Þórðarsonar í Lista-
safni Alþýðu, en þá bjó það
safn við afar þröngan húsakost
við Laugaveg og því var sú sýn-
ing mjög takmörkuð, en vakti
verðskuldaða athygli og varð til
þess að margir kynntust verk-
um Brynjólfs, sem ekki höfðu
haft nokkra hugmynd um að
þessi merkilegi málari hefði
verið til. Þannig vill það oft
verða, að jafn ágætir málarar
og Brynjólfur lenda í skugga
sumra annarra samtíðar-
manna. En tíminn er óhlut-
drægur dómari í listum, og það,
sem gott er gert á því sviði,
kemur ætíð fram í dagsljósið
fyrr eða síðar. í þessum efnum
gildir sama og um sannleikann,
það eina rétta er stundum lengi
að komast til skila en komst þó
samt.
í grein, sem ég reit um sýn-
ingu á verkúm Brynjólfs Þórð-
arsonar í ASÍ-safninu, komst
ég einhvernveginn þannig að
orði, að vonandi yrði bráðlega
haldin yfirgripsmeiri sýning á
verkum Brynjólfs en sú sýning,
sem ASÍ gekkst fyrir. Nú er sú
ósk orðin að veruleika, og nú
geta menn gert sér miklu nán-
ari grein fyrir vinnubrögðum
og árangri þessa málara, sem
raunverulega fáir þekkja enn
þann dag í dag. Það er því mik-
ill fengur að fá jafn vandaða
sýningu og nú stendur í Lista-
safni íslands. Þarna gefur að
líta miklu víðtækari mynd af
verkum listamannsins en áður
hefur verið til sýnis og ég er
ekki í nokkrum vafa um, að
augu margra myndu opnast
fyrir, hve þarna er vandaður,
menntaður og næmur listamað-
ur á ferð. Brynjólfur var ekki
flíkandi verkum sínum í tíma
og ótíma, meðan hans naut við.
Til þess var hann of vandaður
málari og til þess var hann of
menntaður málari. Það má
nefnilega lesa út úr þessari
sýningu, hvernig Brynjólfur
hefur leitað fanga til mynd-
gerðar sinnar og hvernig hann
hefur jafnt og þétt aukið við
myndgerð sína á þennan hátt,
að vinnubrögð öll eru miðuð við
þann þroska, er listamaðurinn
tekur í námi sínu og við kynni
af því, sem var að gerast í hans
tíð, bæði hér heima og ekki síð-
ur erlendis.
Starfsdagur Brynjólfs sem
málara varð ekki langur, hann
átti löngum við afar erfiðan
sjúkdóm að etja, sem að end-
ingu lagði hann að velli aðeins
42 ára að aldri. Og ekki má
gleyma því, að hann er alinn
upp í þeirri einangrun, sem hér
ríkti upp úr aldamótum fram
undir fjórða áratuginn. Þá voru
ekki þoturnar til að skreppa í
millum landa. Það tók vikur og
jafnvel mánuði að komast á
meginlandið. Þá voru ekki fjór-
ar til fimm sýningar í gangi í
Reykjavík og þannig mætti
lengi telja. Þá þróun, sem átti
ser stað í málaralist hér á
landi, þegar enginn átti um-
fram daglegt uppihald, má því
telja til kraftaverka. En ein-
mitt þetta vill oft á tíðum
gleymast, og yngri kynslóðir
gera sér enga grein fyrir,
hvernig lífið var hér á landi
fyrir nokkrum áratugum. En
svo urðu íslendingar ríkir og
hættu að hafa atvinnuleysi. Þá
fór að skjóta upp hræringum til
niðurrifs á því, er brautryðj-
endurnir höfðu áorkað og fyrir-
litningin fékk forsætið fyrir
virðingu og aðdáun á mönnum
eins og Brynjólfi Þórðarsyni.
Hér nefni ég aðeins eina
ástæðu fyrir því, hve nauðsyn-
leg sýning sem þessi er.
Það má gjarnan hafa það
hugfast, þegar sýningin er
skoðuð að Brynjólfur Þórðar-
son var hvorki efnaður á nú-
tíma mælikvarða né uppalinn í
stórborg. Það var kyrrð yfir
sveitum lands á hans uppvaxt-
arárum. Þá var stór-Reykjavík
ekki einu sinni til í draumum
manna.
Það væri ekkert annað en
Hljóörærin og búningarnir voru mikilfengleg. Frá vinstri: Roscoe Mitchell, Don Moye, Lester Bowie, Malachi
1 avors. íl.jósm. William Keyser.)
Einkar athyglisvert
Jazz
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Tónleikar Art Ensemble of
Chicago í Broadway á dögunum
fóru hægt af stað á ýmsan hátt. í
fyrsta lagi hófust þeir ekki fyrr
en klukkan tíu og hafði undir-
ritaður þá beðið nokkuð þolin-
móður í tvo tíma eftir sveitinni,
þar eð Jazzvakning aftók með
öllu að halda eins og einu sæti til
haga fyrir fulltrúa fjölmiðla og
var þeim aðeins bent á að mæta
snemma ef þeir vildu sjá eitt-
hvað. Það var huggulegt.
Tónleikarnir sjálfir hófust svo
sem sagt klukkustund síðar en
auglýst hafði verið, á því, að inn
á troðfullt svið af hljóðfærum af
öllum mögulegum og ómögu-
legum gerðum, gengu fimm
menn í ýmsum búningum og_
sumir málaðir í framan, allir
hinir skrautlegustu. Allir voru
þeir alvarlegir í bragði og hófu
leik sinn á því að standa allir
þegjandi á sviðinu um stund og
snúa í suður, eða þar um bil.
Verulega framsækið og sætt at-
riði. Síðan byrjuðu fimmmenn-
ingarnir að spila á hljóðfærin og
var það allt mjög torvelt og
menningarlegt og umfram allt,
alvarlegt. Roscoe Mitchell, saxó-
fónleikari númer eitt, var áber-
andi fýldastur og virtist mér fýl-
an drjúpa af honum í tónlistinni
líka. Hann blés eins og hann
væri með óskaplegt harðlífi.
Art Ensemble tókst ekki að
efla neinn seið í Broadway-
diskótekinu þetta mánudags-
kvöld, alla vega ekki fyrir hlé. Þó
átti Don Moye trommuleikari
stórbrotið sóló, kryddað ýmsum
skemmtilegum rokk-einingum.
Eftir nákvæmlega fjörutíu og
fimm mínútur var hlé í hálftíma.
Áheyrendur skiptust á skoðun-
um um fyrri hlutann og sýndist
_sjtt_h verj u m._Su m_i r sögðu Jætta
æðislega gott. Aðrir hugsuðu
með söknuði til George Adams
og félaga. Stemmningin var
hálfólánleg, manni leið dálítið
eins og maður væri á einhverju
ferðaskrifstofukvöldi í þessum
skrautlegu salarkynnum.
Það var greinilegt við upphaf
síðari hálfleiks, að Art En-
semble hugðist nú reyna til
þrautar, hvort ekki væri unnt að
skapa einhverja stemmningu á
þessum stað. Upphófst brátt
mikill trumbusláttur allra
hljómsveitarmeðlima. Honum
lauk skömmu síðar. Síðan var
farið yfir í ljúfari tóna og jafn-
vel hljóma, en síðan skipt á ný
yfir í trylltan dans og ljós slökkt
og púðurkellingar sprengdar
með miklum gauragangi og
dansi aðstoðarmanna sveitar-
innar. Það var endapunkturinn.
Vitaskuld var listeflið frá Chi-
cago klappað upp og þá léku fé-
lagarnir fyrst eitthvert stef af
„funk“-ætt, en því miður kafnaði
rafbassinn í trommuslætti svo
betta naut sín varla sem skyldi.
Joseph Jarman i ham með sópransaxafóninn. (LjóHm. wíiiiam Kejner.)
Þá brugðu tónlistarmennimir á
það gamla og góða ráð frammúr-
stefnujazzara til að gleðja
áheyrendur, að leika swing.
Loksins gátu allir hætt að remb-
ast við að vera alvarlegir og
menningarlegir í framan með
góðri samvisku.
Það má segja um hljómleika
Art Ensemble of Chicago, að
þeir voru einkar athyglisverðir.
Tónlist þeirra er mjög óhefð-
bundin, en ekki get ég sagt að
mér hafi þótt hún skemmtileg
eða sérlega frumleg. Ýmsir aðil-
ar innan spunahreyfingarinnar í
Evrópu og Bandaríkjunum hafa
verið að spila áþekka tónlist í
mörg ár, bara ekki í svona flott-
um búningum og á svona
skrautleg hljóðfæri og málaðir í
framan. Ásláttur og trommu-
leikur var allur mjög góður en
ekki mikið framsæknari í eðli
sínu en hver annar taktmælir.
Famoudou Don Moye er af-
skaplega flinkur jazztrommari
með nokkru rokkívafi, svo stund-
um minnti leikur hans á þel-
dökkt . J‘-3- „SÍÍéít litað _ _rokk.
hljómsveita á borð við Santana
og fleiri slíkra.
Malachi Favors Maghostus er
fjörmikill og fyndinn bassaleik-
ari og naut sín betur á kontra-
bassanum en rafmagnaða
frændann. Roscoe Mitchell mun
víðfrægur saxófónleikari, en
hann var sem fyrr segir í ein-
hverri fýlu þetta kvöld, að því er
mér virtist. Lester Bowie kreisti
marga háa tóna út úr trompet-
inu, stundum marga hvern á eft-
ir öðrum. Stundum ekki.
Joseph Jarman saxófón- og
slagverksleikari þótti mér kom-
ast mjög vel frá sínu í Broadway
þetta mánudagskvöld og líkt og
honum tækist stundum að blása
sig og áheyrendur burt úr þessu
húsi glaumsins örfá andartök.
Ég held að tónleikar Art En-
semble hefðu getað verið mun
meiri upplifun en raun varð á, ef
aðstæður hefðu verið meira við
hæfi tónlistar þeirra. Mér skilst
hins vegar að Jazzvakning hafi
komist frá þessu fyrirtæki með
nokkurn gróða upp á vasann og
er þaðjgott og.veitir_víst ekki. af._