Morgunblaðið - 20.04.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 20.04.1982, Síða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Andrea Lee í Moskvuháskóla og svipmyndir frá höfuðborginni. ikuli í sumarfrí, langar það auðvit- að í nýjar gallabuxur eða galla- jakka til að spóka sig í. Maður fær hæsta verð fyrir eitthvað smart eins og þetta. Og þetta er Wrangl- er — það bezta." Þegar ég stóð þarna við hliðina á henni, andaði að mér arpége- ilmvatninu hennar og fylgdist með ég síkvikum höndum hennar, fann ég til undarlega blendinna tilfinn- inga; leiða yfir því að hafa látið koma mér út í þetta, til stolts og sektarkenndar, leið yfir því að vera svona rfk, og fann þó samt til inniiegrar andstyggðar á þeirri sjúklegu efnishyggju, sem lýsti sér í fari Olgu. Heldur er það nú kaldhæðnislegt, hugsaði ég, að sovétkerfið skuli ala af sér hinar hreinustu kapítalísku ófreskjur. Snemma í morgun hittum við kunningja okkar, Zjenja og Svetlönu rétt hjá Sandún- ovskíj-böðunum. Ég hafði þrábeð- ið um að fá að koma í þessi böð, heilluð af öllum sögunum um glæsiieika þeirra fyrir byltinguna. Zjenja og Svetlana virtist í senn bæði skemmt yfir ósk minni og fannst hún víst um leið ekki ýkja spennandi; þau eru efnuð ung hjón og bentu mér á, að þau gætu sem bezt þvegið sér heima hjá sér. Ég hef rekist á þessa afstöðu áður. I augum margra þeirra, sem teljast til rússneska menntafólksins er banja aðeins leifar frá tímum rússneskra bændasiða, sem það vildi helzt gleyma sem fyrst. Við gengum fyrir horn og feng- um í hendur hrísvendi. I þessu stutta stræti sat heil röð af göml- um körlum, sem voru að selj< knippi af litlum grænum birki- teinungum og eikargreinum, sem var hrúgað upp í smákassa rétt hjá þeim. Böðin eru lágreistar byggingar með gulpússuöum veggjum, sem gefa svo mörgum 19. aldar hverfum Moskvuborgar ein- hvern einkennilegan suðrænan svip. Það voru þegar teknar að myndast biðraðir á götunni fyrir framan böðin — karlar og konur með rólegan alvörusvip, og allir héldu fast utan um lúfa (aflanga jurtasvampa) og handklæði. Sam- kvæmt rússneskri venju helguðum við okkur stað í biðröðinni með því að standa þar í um það bil fimm mínútur; því næst fórum við til þess að hitta Júríj og Igor, tvo kunningja okkar meðal stúdenta, fyrir utan öibúð eina. Við keyptum okkur öl og héldum inn á auða lóð þarna rétt við, settumst á tóma kassa og drukkum. Ég fór í kvennabaðið ásamt Svetlönu. Þegar við höfðum borg- að aðgangseyrinn, gengum við inn í búningssalinn. Ég varð steini lostin. Ég hafði búist við einhverj- um leifum af fínum innréttingum, en ekki við neinu eins og þessu — djúpir stólar og sófar í stíl alda- mótanna með áklæði í mildum lit- um, útskurður í tré og lampar með knipplingaskermum. (Ef til vill fannst mér mest til um lampana. Nýtízku sovézkur glæsileiki í hús- búnaði nær ekki til Ijósabúnaðar; þannig eru flest hin betri veitinga- hús í Moskvu lýst upp með loft- Ijósum, sem gefa frá sér skerandi birtu.) Ég var steinhissa eins og ég hafði oft orðið áður yfir hinum glæsilegu skreytingum opinberra bygginga í Sovétríkjunum — eins og leikhúsa, kirkna og metro- stöðva. Mikið af þessum opinberu skreytingum er frá því fyrir bylt- inguna, en sumar eru þó nýrri af nálinni, og allar eru í stórkostlegri mótsögn við þann fábreytileika, sem ríkir í húsbúnaði þeirra heim- ila, sem ég hef séð. Búningssalurinn var fullur af nöktum konum. Eitt andartak fannst mér þetta sambland af nekt og mildu lampaskini minna einna mest á einhvern syndsam- legan stað — á kvennabúr eða á viktorískt vændishús. En þá skýrðist sýnin fyrir augum mér; ég sá hérna þessa sérstöku heil- brigði, sem er svo einkennandi f.vrir Rússa. Þessar nöktu konur hérna voru einmitt konurnar, sem ég hafði fyrir stundu séð með inn- kaupanetin sín í neðanjarðar- brautinni. Þegar þær höfðu af- klæðzt ódýru rósóttu kjólunum sínum og farið úr lélegu skónum, voru þær — eins og ég hefði átt að geta ímyndað mér — oftast þrek- vaxnar, sumar óskaplega hvap- holda, en svo blátt áfram og eðli- legar í framkomu, að þær buðu af sér mikinn þokka. Margar þeirra voru með stórkostlega fallegar fléttur. Jafnt eldri sem yngri kon- ur röbbuðu saman, reikuðu leti- lega um, förðuðu sig eða drukku öl. I gufuböðunum og þvottasölun- um lágu akfeitar mæður uppi á marmarabekkjum á meðan litlu dætur þeirra voru að skrúbba og nudda hvern þumlung á líkama þeirra. í heitasta hluta gufubað- anna sátu babúsjkur, sem skýldu visnuðum brjóstum sínum með höndunum, en við hliðina á þeim sátu fullorðnar stúlkur, sem voru að leita að bólum eða fituhnúðum á mjöðmum sínum í fullkominni eigin-væntumþykju, börðu við og við hörund sitt til þess að örva blóðrásina. Sundlaugin sjálf var mjög glæsileg, skreytt marglitum fléttuborðum úr mósaík. I þessu glæsilega nýklassíska umhverfi tóku hinir hvapholda, nöktu lík- amar og heimatilbúnu sundhettur þessarra gusugjörnu kvenna sig eilítið ankannalega út. Það lá hrein töfrandi frjálsræðis-tilfinn ing i loftinu; óskorað frelsi kvem á stað, þar sem karlar eru útilok aðir. Ég hef stundum orðið vör við þessa æsilegu tilfinningu um al- gjört frjálsræði við svipaðar kringumstæður heima í Banda- • ríkjunum, en þessi tilfinning hlýt- ur að vera ennþá sterkari og ákaf- ari hjá rússneskum konum. Ég býst við að mjög margir geri sér grein fyrir því, að flestar rússn- eskar konur, sem eiga fjölskyldur, hafa tvö störf með höndum: eitt opinbert, oft líkamlega lýjandi starf og síðan hið óendanlega erf- iði við að halda fjölskyldunni snyrtilegri og vel til fara og hafa eitthvað ofan í fólkið að borða — en það er verkefni sem fæstir rússneskir eiginmenn rétta hjálp- arhönd við. Litlu seinna sátum við Svetlana á sundlaugarbarminum og létum fæturna dingla niður í vatnið. Hópur af heldur þreknum ungl- ingsstúlkum stökk út í laugina og tók að troða marvaðann með mesta bægslagangi rétt við aldr- aða konu, sem var að svamla í ró- legheitum fram og aftur og brosti hæglátlega. í einu horni laugar- innar voru þrjár fullorðnar konur önnum kafnar við að dýfa þeirri fjórðu niður, en hún spýtti vatni og æpti. Eftir nokkrar mínútur klifraði ein af þeim upp úr laug- inni, stór brjóst hennar hristust, þegar hún var að laga sundhett- una á höfði sér. Hún flissaöi og kallaði til vinkvenna sinna, „Mý húlígani!" — við erum æringjar! Bros hennar var fullt af ánægju og stelpulegt. Ég sá hana aftur inni í búningssalnum, þar sm hún var að fara í rósóttan bómullarkjól, setti þykka hárfléttuna upp í hnakkan- um, stak lúfa-svampinum og sáp- unni í netpoka: virðuleg eiginkona í Moskvu. Skömmu síðar fór hún með lítið barn í eftirdragi kringluleitt andlit hennar viu ennþá rjótt af hita gufubaðsins. Hún var eins og hver önnur venju- leg kona, sem ég kynni að rekast á á götunni. Það hafði verið svo ánægjulegt að sjá hana sleppa svolítið fram af sér tauminum í hinum örlitla, innilokaða heimi banja- baðsins. Sinjaja ptítsa er vinsæll næt- urskemmtistaður í Mosvku um þessar mundir, sérstak- lega hjá þeim rússnesku ung- mennum, sem vilja fylgjast með í skemmtanalífinu. Þetta er veit- ingahús og dansstaður í Púskín- stræti. Ef maður kemur þangað eftir kl. 7 á kvöldin, sama hvaða dag vikunnar sem er, þá stendur þar heil biðröð af unglingum í bláum gallajökkum, flestir svona upp undir tvítugt og rétt þar yfir. Fólkið bíður þarna fyrir utan lok- aðar dyrnar og hefur ekki allt of mikla von um að komast inn. Við fórum á þennan stað um fimm- leytið síðdegis hérna um daginn, og innandyra bauð forstjórinn okkur velkomin. Hann var grá- hærður herramaður í nýtízku- legum fötum með vesturlanda- sniði. Við borguðum þrjár rúblur í sætisgjald og okkur var fengið sæti við borð hjá öðrum gljá- stroknum manni í frönskum jakkafötum. Þjónninn færði okkur einhvers konar kokkteila, sem voru daufir á bragðið og allt of sætir. En það gerði nú ekkert til, því að við vorum of önnum kafin við að glápa á þetta fyrirbrigði: næturklúbb í Moskvu, sem líktist raunverulegum næturklúbb. Lýs- ingin var dauf. Borðunum var rað- að upp kringum örlítið dansgólf, en beint á móti var raunverulega — hver hefði svo sem trúað á því- líkt undur — vínbar með háum barstólum. Músíkin, sem var af hljómplötum, var bæði hávær og vel valin. Mest var spilað af Abba og plötum með Boney M, en báðar þessar hljómsveitir eru æðislega vinsælar í Moskvu. Kunningi minn við háskólann hafði sagt mér, að Sinjaja ptítsa væri sá staður sem zolotaja molodjazj, hin gulltryggða æska Moskvuborgar sækti helzt. Þetta er algengasta heitið á hinum ofdekruðu afkvæmum forystuliðs kommúnistaflokksins. Ég leit í kringum mig og komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði rétt fyrir sér. Hinir ungu gestir þarna á veit- ingahúsinu virtust bæði vera fjáð- ari og miklu leiðari á lífinu heldur en nokkrir aðrir Rússar, sem ég hafði nokkurn tíma áður séð. Við hvert borð sat par eða þrennt saman, hallaði sér aftur í sætun- um og reyktu með næstum hlægi- legum þóttafullum tilburðum, sem virðist vera eitt af einkennum sov- ézkra uppskafninga. Ég sá Marl- boro og Gauloises liggja á borðun- um. Annar hver strákur og stelpa voru klædd í gallafatnað — stúlk- urnar í nýtízkulegum þröngum pilsum með hárri klauf á hliðun- um, strákarnir í amerískum galla- buxum og gallajökkum með greinilegu vörumerki. (Vöru- merkin eru mjög þýðingarmikill þáttur núna hjá hinum gallafata- sinnuðu Moskvubúum. Ég hef nokkrum sinnum lent í því að taka þátt í eldheitum umræðum um kosti Wrangler-merkisins fram yfir Levis.) Það heyrðust hróp og köll við borðin, þegar farið var að spila lag, sem hefur verið efst á vin- sældalistanum í Moskvu undan- farna mánuði. Það er söngurinn um Raspútin, sunginn af Boney M og veitir óformlegar upplýsingar um kynferðislega ofurgetu þessa dulhyggjumanns frá Síberíu: Ra! Ra! Raspútín, Rússlands mesti bósinn!... Allir fóru að dansa eftir þessu lagi, voru ennþá með leiða í svipn- um, gleðivana en sungu þó með. Þessir ofdekruðu Moskvuungl- ingar voru þarna stappandi í ít- ölsku leðurstígvélunum sínum, veifandi gallabuxnaklæddum stertunum og voru að skemmta sér með fjölþjóðlegri tízkuskrýtlu af þessu tagi: ófrægjandi vísu um Rússland, sungna á ensku af hópi blökkumanna í Vestur-Þýzka- landi. að var óttalegt í gær. Síð- astliðnar þrjár vikur hef ég verið með enskutíma fyrir hóp af gyðingum, sem ætla að flytjast til vesturlanda innan skamms. Ég tók þá að mér, þrátt fyrir aðvaranir rússneskra kunn- ingja, og núna eru einhverjir, sem greinilega eru KGB-útsendarar, byrjaðir að elta mig. „Skjóta- skelk-í-bringu“-aðferðin hjá þeim hefur náð hámarki, og ég er farin að halda að ég kunni að verða að hætta við kennsluna. Ég var greinilega elt alveg hingað heim í dag; það var hávaxinn náungi í gallajakka, sem var ekki ekta. Andlitið á honum — þvílíkt andlit! Ofur hversdagslegt, nema hinir stirðlegu andlitsdrættir — sjálft hörundið virtist hafa stífnað eins og hefði einhverju verið dælt und- ir húðina. Þegar ég kom heim, tók síminn að hringja. Ég tók tólið upp og ég heyrði andardrátt og því næst smell. Það hafði verið lagt á. Þetta gerðist sex sinnum á einum klukkutíma. í sjöunda skiptið tók ég upp tólið og sagði hægt og greinilega ljótasta rússneska klámyrðið, sem ég gat hugsað mér. Því næst lagði ég tólið aftur á. Mínútu síðar hringdi síminn aftur og kvenmannsrödd endurtók klámyrðið fyrir mig á ensku með illkvittnislegri rödd, sem hafði sterkan erlendan hreim. Ég sagði vinkonu minni Rímu frá þessu með símann. Henni fannst þetta ekki eins voðalegt eins og mér hafði fundist. „Þetta eru bara smábófar. Þeir vilja bara láta þig vita, að þeir viti, hvað þú ert að gera. Þeir munu aldrei dirfast að gera neitt meira.“ Símhringingarnar halda áfram — sumar þeirra eru meira en hlægilegar. í gærkvöldi tók ég upp símtólið og kunnugleg kvenrödd sagði á ensku og lagði móðgandi áherzlu á aðal- orðin: „Þú ert mjög gamall hrapp- ur!“ Ég hló. Ég býst við að ég sé búin að fá harðari skel. OBSERVER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.