Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 16

Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Scandinavia Today: „Aldrei fengið jafii- mikið fyrir jaftilítið“ Spjallað við Tómas Karlsson og Kristin Hallsson o.fl. STANIHNAVIA Today, menningarkynningin mikla, verður opnuð af Vigdisi Finnbogadóttur forseta íslands í byrjun september á þessu ári vestur í Kandaríkjunum. Á þessari menningarkynningu Norðuríandanna verða sex meginlistsýningar þar sem Norðurlöndin fimm, ísland, Dan- mörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland, sýna verk í sameiningu, en auk þess verða sýningar undir hatti menningarkynningarinna, Scandinavia Today, sem hver þjóð Norðurlandanna verður með, sem eigið framlag til viðbótar, og þá munu löndin ráða hvers eðlis þær sýningar verða og fjármagna þær. Sem dæmi um slíka sýningu er handritasýning íslend- inga í Pierpoint Morgan-safninu í New York. Tómas Karlsson, til vinstri, og Kristinn Hallsson eiga sæti I sameiginlegri nefnd Norðurlandanna, sem á þátt I að skipuleggja menningarkynninguna miklu. Menningarkynningunni er stjórnað af The Amerikan-Scand- inavian Foundation og leggja Bandaríkjamenn tvo þriðju kostn- aðar til kynningarinnar en Norður- löndin einn þriðja. Hlutur íslend- inga í fjármögnun sýningarinnar er lítill, ekki nema 0,25 prósent af heildarkostnaði, sem er um fjórar milljónir Bandaríkjadala. Þessar upplýsingar fengust hjá þeim Tóm- asi Karlssyni og Kristni Hailssyni, en þeir eiga sæti í sameiginlegri nefnd Norðurlandanna fimm, sem fjallar um kynninguna. Blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti þá að máli einn daginn og bað þá að rekja í fyrstu upphaf og tilurð Scandinav- ia Today. Þeir sögðu að í upphafi hafi kom- ið fyrirspurn frá Bandaríkjunum á fund menntamálaráðherra Norður- landanna í Osló um hvort Norður- löndin vildu vera þátttakendur í „prógrammi", sem kallað er „To- day“ í Bandaríkjunum og hefur verið í gangi í nokkur ár þar vestra. Það er kynning á menningu ýmissa landa og var ákveðið að þessi nor- ræna kynning yrði síðust af sex samskonar kynningum. Áður hafði verið kynnt Japan Today og Belgía, Kanada, Mexíkó og Egyptaland og nú síðast Norðurlöndin. Þegar samþykkt hafði verið að Norðurlöndin tækju þátt í menn- ingarkynningunni Scandinavia To- day, var boðið kynnt listasam- tökum í hverju landi fyrir sig, og þau beðin um að velja sér tengiliði sem svo hefðu samband við þá aðila sem skipuleggja eða velja verk á hinar ýmsu sýningar. Lokaval er síðan í höndum listfræðinga, sem bandarísk söfn samþykkja og eru þeir einnig samþykktir af The Am- erican-Scandinavian Foundation. Þau sem valin voru tengiliðir hér á landi eru fyrir málverkasýninguna dr. Selma Jónsdóttir, fyrir grafík- sýninguna Edda Jónsdóttir, ný- listasýninguna Magnús Pálsson, Ijósmyndasýninguna Leifur Þor- steinsson, textilsýninguna eða vefnaðarsýninguna Sigríður Jó- hannsdóttir og fyrir listiðnaðar- sýninguna Stefán Snæbjörnsson. Fyrir utan þessar listsýningar er m.a. kynning á norrænni leikritun. Eitt verk íslenskt hefur verið valið til kynningar og er það „Stundar- friður“, eftir Guðmund Steinsson. Þá verður mikið um tónlistarflutn- ing. Frumflutt verða í Bandaríkj- unum að minnsta kosti þrjú íslensk tónverk eftir þá Þorkel Sigur- björnsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Nordal. Þá mun karlakórinn Fóstbræður fara í tónleikaferð á þessum tíma og flytja mikið af ís- lenskri tónlist og norrænni. Þeir munu syngja við opnunarhátíðir Scandinavia Today í Washington og Minneapolis. Þá verða margs konar fyrirlestr- ar fluttir við ýmsar stofnanir og háskóla víða um Bandaríkin. Munu fyrirlestrarnir fjalla um ýmis mál- efni svo sem listir, stjórnmál, sögu, arkitektúr, barnabókmenntir, leik- rit og skáldsögur, ljóð og kvik- myndir, samfélagsgerð og margt fleira. Tilgangur iestranna er að auka vitund Bandaríkjamanna á menningu Norðurlandanna, svara spurningum sem upp kunna að koma og auka menningartengsl milli Bandaríkjanna og Norður- landanna, sem vafalaust munu vara löngu eftir 1982. Er það og markmið menningar- kynningar Scandinavia Today eins og segir í kynningarbréfi hennar. Menningarkynningin stendur til ársloka 1983 en undirbúningur hennar hefur staðið í tvö og hálft ár. Grafíksýningin Grafíksýningin verður sýnd í fimm söfnum víðs vegar um Bandarikin. Eric Krustkopf for- stöðumaður Norrænu menningar- miðstöðvarinnar í Helsinki Finn- landi er umsjónarmaður grafíksýn- ingarinnar tilnefndur af Americ- an-Scandinavian Foundation. Hann velur verkin á sýninguna. Það eru fimm íslenskir listamenn sem taka þátt í þessari sýningu, Björg Þorsteinsdóttir með þrjú verk, Jóhanna Bogadóttir með fimm verk, Jón Reykdal með fjögur verk, Ragnheiður Jónsdóttir með fjögur verk og fjögur verk verða á sýningunni eftir Þórð Hall. Grafík-sýningar verða i: National Academy of Sciences í Washington — 8. sept, 1982, Minneapolis Institute of Árts — 11. sept. 1982, National Academy of Design í New York — 13. sept. 1982, Seattle Center — 20. nóvember 1982, Craft & Folk Art Museum í Los Angeles — júni 1983. Megininntak grafíksýningarinn- ar á að vera lýsing á því hvernig listform eins og grafíkin getur haft bein áhrif á almenningsálitið hvað varðar mál sem eru í deiglunni, segir í kynningarbréfi grafíksýn- ingarinnar. Á Norðurlöndunum hefur grafíkin orð á sér fyrir að vera list almennings án nokkurra átaka og nýtur þar mikils almenn- ingshyllis, segir og í bréfinu. í allt taka þátt í grafíksýningunni 34 listamenn, 9 frá Danmörku, 7 frá Finnlandi, 5 frá íslandi, eins og áð- ur sagði, 8 frá Noregi og 6 frá Sví- þjóð. Textilsýningin Beate Sydhoff, forstöðumaður þjóðlistasafns í Stokkhólmi, hefur yfirumsjón með textilsýningunni. Hún valdi héðan 22 verk eftir 4 listamenn. 5 verk eftir Ásgerði Búadóttur, 4 eftir Guðrúnu Þor- kelsdóttur, 7 eftir Rögnu Ró- bertsdóttur og 6 verk eftir Sigur- laugu Jóhannesdóttur. Sýningin verður opnuð í Fashion Institute of Technology í New York 15. sept- ember. Þar á eftir verður hún sýnd á eftirtöldum söfnum: Textile Museum í Washington — 15. júní 1983, Chicago Public Libr- ary í Chicago — 15. mars 1983, Craft & Folk Art Museum í Los Angeles — 15. sept. 1983, Science Museum of Minnesota — 15. des. 1982. Það eru fjórir listamenn frá hverju Norðurlandanna sem eiga verk á sýningunni en til samans, segir í kynningarbréfi sýningar- innar, gefa verkin góða mynd af stöðu vefjarlistar á Norðurlöndun- um í dag. Verkin hafa verið vand- lega valin til að sýna hlutverk, fjöl- breytni og styrk listarinnar á Norðurlöndunum. Þó getur val verka fyrir svona sýningu aldrei verið dæmigert þegar um er að ræða lýsingu á listgrein hvers lands fyrir sig. Á sýningu þessari verða alls 90 verk á 500 fermetra gólffleti. Nýlistasýningin Pontus Húlten er umsjónarmað- ur nýlistasýningarinnar, sem hald- in verður í Guggenheim Museum í New York 13. september 1982 og í Municipal Gallery í Los Angeles í júní 1983. Húlten er Svíi og stjórn- andi nýlistadeildar Pompidou- safnsins í París og er núna að taka við Borgarlistasafni Los Angeles. Húlten valdi tvo listamenn frá hverju Norðurlandanna fimm og heimsótti hann af j>ví tilefni öll Norðurlöndin nema Island. I Amst- erdam í Hollandi eru búsettir tveir nýlistamenn, Sigurður Guðmunds- son og Hreinn Friðfinnsson, en þeir áttu verk á Pompidousafninu þegar nýlistadeildin þar var formlega opnuð. Munu þeir verða fulltrúar nýlistarinnar á íslandi á nýlista- sýningu kynningarinnar Scandina- via Today. Ljósmyndasýningin Martin Friedman forstöðumað- Grafíkverk eftir Ragnheiði Jónsdóttur, gert 1975, sem verður á menningarkynningunni. Grafíkverk eftir Björg Þorsteinsdóttur, sem hún kallar „tJr ríki náttúrunnar 11“ og verður i kynningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.