Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 20

Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Eiturefiiahernaður og afvopnunarmál CHINA ✓ Svæði þar sem eiturefnum hefur verið beift Heimild: Utanrikisráöuneyti Bandarikjanna 0 ★ Svæöi þar sem eiturefnum var beitt • i arasum Svæöi þar sem synishorn um eitur- efni voru tekin Höfuöstöövar Herdeiidar sem beitir eiturefnum Flóttamannabúöir Flugvöllur VIETNAM !★ \» Savannakhet Frásagnir af notkun banvænna eiturefna í hernaði byrjuðu aö berast frá Laos fyrir 7 árum. Áriö 1978 bárust svipaðar fregnir frá Kampucheu og síðan frá Afganistan ári seinna. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið hóf að safna gögnum um eiturefna- hernað sumarið 1979 og þá um veturinn þóttu nægar sannanir líggja fyrir til að ræða málið viö ríkisstjórnir Laos, Kamp- ucheu og Sovétríkjanna. Ríkisstjórnir landanna þriggja neituöu ákærum Bandaríkjastjórnar og sögðu að ótti viö eitur- efnahernað af þeirra hálfu væri ástæöulaus. Bandaríska utanríkis- ráðuneytiö hefur nú sent frá sér skýrslu sem það hefur unniö að undanfarin ár og gert grein fyrir sönn- unum sem það hefur fyrir notkun trichothecene, taugagass og annarra banvænna efna í hernaði í Suöaustur-Asíu. Efnin og þekkingin aö baki þeirra eru rakin til Sovétríkjanna. Áþreifanleg sönnunargögn fyrir notkun eiturefna í Afganistan liggja ekki fyrir, en frásagnir flóttamanna benda til að afganskar og sovéskar herdeildir beiti eiturefnum gegn frelsis- sveitum í landinu. Utanríkisráöuneytið byggir niðurstöður sínar í skýrslunni á vitnisburöi fórnardýra og lækna. starfsmanna í flótta- mannabúðum og blaða- manna sem hafa talað við og hitt fjölda fórnardýra sem hafa orðiö fyrir árás- um þar sem eiturefni voru notuð. Hermenn sem hafa tekið þátt í slíkum áásum eða fylgst með þeim hafa einnig borið vitni. Gróð- ursýnishorn frá Kamp- ucheu bera vott um notk- un eiturefna svo og skýrsl- ur sem ráðuneytið hefur komist yfir eftir opinberum og leynilegum leiðum. Ekkert nýtt kemur fram í skýrslunni. Ráðuneytið hefur greint frá niðurstöð- um sínum fyrr. í septem- ber var Ijóst að trichothe- cene var efnið í hinni svo- kölluöu „gulu rigningu“ sem flóttamenn hafa talað um og leiðir til kláða, svima, flökurleika, blóö- uppkasta og innvortis blæðinga. En í skýrslunni eru sönnunargögn Banda- ríkjastjórnar lögð fram á einum stað og henni er ætlað að vekja umheiminn til umhugsunar um það sem á sér stað í frumskóg- um Suðaustur-Asíu og Afganistan og afleið- inganna sem þaö kann aö hafa í för með sér í fram- tíðinni. Samþykkt um bann við eiturefnahernaði var gert eftir heimsstyrjöldina síð- ari og undirrituö í Genf 1925. Sameinuðu þjóðirn- ar hafa unniö að rannsókn á eiturefnahernaði síðan í desember. Ríkisstjórnir Laos, Kampucheu og Afg- anistan hafa neitað að vinna með rannsóknar- nefndinni og ekki hleypt henni inn í löndin. Ósamvinnuþýðni ríkis- stjórnanna þriggja og Sov- étríkjanna varðandi eitur- efnahernað er athyglisverð á tímum þegar viðræður um afvopnunarmál eru ofarlega á baugi. Eitt mik- ilvægasta atriðið í slíkum viðræðum er eftirlit með vopnum og vopnaupp- byggingu. Ef annar við- ræöandinn vill ekki kann- ast við vopn sem hann býr yfir og hefur reynt er erfitt að treysta orðum hans varðandi önnur vopn. Sov- étmenn hafa ávallt þver- tekiö fyrir eftirlit með þeirra vopnum, en Banda- ríkjamenn munu seint samþykkja samþykkt sem ekki felur í sér áreiöanlega og traustvekjandi klásúlu um eftirlit meö vopnaforða Sovétmanna. ab Merkilegar greinar Eftir Kristján Jóns- son, Snorrastöóum Einhver Helgi Hálfdanarson, sem ég ekki þekki, hefur skrifað mjög athyglisverðar greinar í Morgunblaðið um ofnotkun orða, og nú hinn 26. mars pistil sem hann nefnir „að að að að að að að“. Bendir hanr. þar fyrst á þá „hefð“ sem bindur ákveðnar forsetningar við tiltekin staðanöfn. Tekur hann til dæmis í Hafnarfirði og á Siglu- firði. Ekki sýnist ástæða til ann- ars en báðum nöfnunum fylgi sama forsetning. Þetta er bara málhefð. Sennilega er það fátítt að fólk tengi forsetningarnar í og á við nákvæmlega sama staðarheiti. Ég býst við að sagt sé í hiíð um fjallshlíðar þessa lands. Tvær undantekningar eru þó hér í Kol- beinsstaðahreppi. Jörð í Hnappa- dal heitir Hallkelsstaðahlíð, í daglegu tali nefnd Hlíð, og bónd- inn þar er sagður búa á Hlíð. Ókunnugir segja alltaf i Hlíð. .. þaö eru aðrar villur sem viö borö liggur að séu aö breyta málfarinu og vaöa uppi í ræöum og ritum í öllum þeim myndbrigðum málsins, þar sem mögulegt er að koma þeim viö. Eg vil leyfa mér aö benda á fjórar, og þó ég sé ógnar óviti í málfræði, er ég ekkert huklandi viö að nefna þær ...“ Önnur hlíð — Vatnshlíð — er norðvestanvert við Hítarvatn, og ég hefi aldrei heyrt sagt annað en að fara inná Vatnshlíð. Helgi segir að sú breyting sé „að færa sig upp á skaftið", og sé gengið að því „með oddi og egg“, eins og hann kemst að orði, að út- rýma forsetningunum í og á, og setja að í beggja sæti. Ekki hefi ég nú tekið eftir þessu, en vafalaust er það rétt, enda nefnir hann glögg dæmi. Ekki veit ég hvað Helgi er gam- all maður, en ég er það við aldur, að ég tilheyri að svolitlu leyti 19. öldinni, og ég man ekki betur en þessi aðárátta flæddi yfir fyrir hálfri öld eða vel það. Þeir sem þóttust kunna forníslenskt mál öðrum betur boðuðu fund að þess- um eða hinum staðnum, og meira að segja ég sjálfur, sem oft var fundarritari, ef ég kom á fund á þessum árum, byrjaði fundargerð svo: Fundur var settur og haldinn að tilteknum stað og hélt auðvitað, að ég væri að fylgjast með í fornri málskreytingu, en ósköp er mér nú Ijúft að taka undir með Helga. Svo dó þessi árátta út, og hlýtur hún því að vera afturganga núna. Má maður ekki vona, að hún fái sama aldurtila nú? Annars held ég að þessar mál- farsvillur, sem Helgi hefir drepið á, festi aldrei fullar rætur. Þetta eru loftbólur sem springa fljótt, ekki síst ef duglega er á þær blásið eins og hann gerir. En það eru aðrar villur sem við borð liggur að séu að breyta málfarinu og vaða uppi í ræðum og ritum í öllum þeim myndbrigðum málsins, þar sem mögulegt er að koma þeim við. Ég vil leyfa mér að benda á fjórar, og þó ég sé ógnaróviti í málfræði, er ég ekkert huklandi við að nefna þær, því ágætir fræðimenn á því sviði, bæði þeir sem flutt hafa þáttinn um daglegt mál og orðabókarmenn, hafa margdæmt þær rangar. í fyrsta lagi er það ofan í-villan, að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Þessa villu heyrði ég fyrst fyrir 75 árum, ætla ég. Reykjavíkurstrákur í vegavinnu sagði að tappinn væri oní flösk- unni. En þrátt fyrir fjölmargar leiðbeiningar um að ofaní þýði að fara ofaní eitthvað, en niðri í, eða niðrí, eins og málvenjan er að segja, merki að vera niðrí ein- hverju. Það er því vitlaust að segj- ast vera oní hvers manns koppi, það er hægt að fara ofaní hann og vera niðri í honum, ef hann er nógu stór. Já, þrátt fyrir miklar leiðbeiningar er svo komið að rétt þrjóskustu gamalmenni fara hér rétt með. í öðru lagi er leiðinlega títt að segja og skrifa eitthvað í staðinn fyrir eitthvert. Ég hitti alltaf sitt- hvað fólk, sem gaman er að tala við gæti verið sagt, og ég hygg að það sé mörgum tamara en að segja eitthvert. I þriðja lagi er sú hremmilega villa að segja það á eftir í staðinn fyrir það er eftir. Dæmi: Lýst er húsbyggingu og sagt: Reistar hafa verið tvær hæðir, en það á eftir að byggja þá þriðju. Væri hér átt við barn sem lokið hefði byggingu tveggja hæða en ætti eftir þá þriðju, er allt í lagi, og skilst mér þá að orðið það sé fornafn eins og sagt væri hann eða hún. Hvaða orðflokki tilheyrir þetta orð í hinu tilvikinu? Fornafn er það ekki. Ég er ekki fimur að skipa orðum í flokka og læt það eftir þeim sem svona tala og rita. Ég tek það fram að ég hefi ekki heyrt fólk upp til sveita, í kringum mig, gera mikið að því að taka svona til orða, nema helst börn þriggja til fimm ára, og jafnvel lengur, ef þau eru ekki leiðrétt. Mér virðist þessi villa loða við þá hina fullorðnu, sem eitthvað hafa snuðrað að menntun, þó lygilegt sé. Ég sagði hér að ofan að sveita- fólkið gerði ekki mikið að því að segja það á eftir í staðinn fyrir er eftir. Þá vekst það upp fyrir mér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.