Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 22

Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Aðalfundur Samvinnubankans: Innlánsaukning í fyrra 7 Aðalfundur Samvinnubankans var haldinn að Hótei Sögu laug- ardaginn 27. mars sl. Fundarstjóri var kjörinn Hörð- ur Zóphaniasson, skólastjóri, en fundarritari Margeir Daníelsson, hagfræðingur. Formaður bankaráðs, Erlendur Einarsson, forstjóri, og Kristleif- ur Jónsson, bankastjóri, fluttu greinargóðar skýrsiur um starf- semi bankans á liðnu ári. Kom þar meðal annars fram að 19. starfsár bankans hefði einkennst af vax- andi umsvifum á flestum sviðum. Aukning innlána var góð og útlán jukust sömuleiðis mjög mikið. Rékstrarafkoman var hagstæð eftir atvikum og heildarveltan jókst um 70,9%. Einnig voru fjárfestingar og framkvæmdir á vegum bankans allverulegar. Framkvæmdir Á árinu hófust framkvæmdir við byggingu húsnæðis fyrir úti- búið á Akranesi. Starfsemi úti- búsins þar hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin, svo að húsnæðis- þrengsli eru farin að standa starfseminni fyrir þrifum. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka húsnæðið í notkun fyrir lok þessa árs. Á Egilsstöðum fóru fram gagn- gerar endurbætur á innréttingum útibúsins, sem þóttu orðið óhent- ugar enda komnar til ára sinna. Sömuleiðis var gengið frá loka- hönnun að nýju húsnæði fyrir úti- búið í Vík í Mýrdal. Nýtt útibú Bankinn opnaði í nóvember- mánuði á síðasta ári nýtt útibú á Selfossi. Er það tii húsa í hinni stóru og glæsilegu verslunar- miðstöð Kaupféiags Árnesinga við Austurveg, sem hóf rekstur sama dag og útibúið. 2,6% Þar með starfrækir bankinn 18 afgreiðslustaði, þar af 15 utan Reykjavíkur. Þá hefur bankinn nýlega fengið leyfi yfirvalda til starfrækslu nýs útibús í Reykja- vík. Starfsmenn við bankastörf voru 157 í árslok þar af 26 í hálfsdags- starfi. Nýtt lánakerfi Samvinnubankinn tók í júní- mánuði sl. fyrstur ísienskra banka upp ákveðna nýjung í lánastarf- semi hér á landi. Þessi nýjung nefnist launavelta og felst í því, að fastir viðskipta- vinir bankans geta fengið lán eftir ákveðnum reglum, án þess að þurfa að eiga viðtal við banka- stjóra fyrst. Tölvuvæðing Nýtt tölvukerfi fyrir aðalbók- hald banka og sparisjóði var tekið í notkun i byrjun desember sl., byggt á samræmdum reiknings- lykli fyrir innlánsstofnanir. Mark- ar tilkoma þess viss þáttaskil í allri skýrslugerð og bókhalds- vinnu banka og sparisjóða. Allar bókhaldslegar upplýsingar um stöðu helstu efnahagsliða, tekna og gjalda og þróun þeirra eru nú fyrirliggjandi fyrir hvert útibú og bankann í heild strax að morgni næsta dags. Stórt spor var stigið á sl. hausti til að hraða bókun tékka og ann- arra færslna milli innlánsstofn- ana er tekin voru upp „Skjalalaus greiðsluskipti". í því hugtaki felst að afgreiðslustaður, sem innir af hendi eða tekur við greiðslu vegna annars banka eða sparisjóðs, sendir Reiknistofu bankanna sím- leiðis færslu til bókunar, en varð- veitir fylgiskjalið sjálfur. Innlárt Heildarinnlán í Samvinnubank- anum námu 496,6 millj. kr. í árs- lok 1981 og höfðu aukist um 72,6% samanborið við 68,5% árið áður. Þar sem innlánaaukning bank- ans var yfir meðaltalsaukningu viðskiptabankanna í heild, hækk- aði hlutdeild hans í heildarinn- stæðum þeirra úr 9,0% í 9,1%. Innlán í árslok 1981 skiptust þannig, að spariinnlán námu 399,0 millj. kr. eða 80,4% af heildarinn- lánum. Hækkuðu þau um 69,3%. Veltiinnlán eða innstæður á tékkareikningum reyndust 97,6 millj. kr. og nam aukning þeirra 86,0%. Útlán Heildarútlán bankans i árslok 1981 voru 383,5 millj. kr., sem er ársaukning að upphæð 176,7 millj. kr. eða 85,4%. Ástæðan fyrir þess- ari miklu útlánaaukningu er að hluta til yfirtaka útibúanna á Akranesi og í Grundarfirði á af* urðalánum frá Útvegsbankanum. Skipting útlána eftir útlána- formum var sem hér segir í árslok 1981: Víxillán 8,1%, yfirdráttarlán 7,1%, alm. verðbréfalán 41,3%, vísitölubundin lán 22,4% og af- urðalán 21,1%. Staðan gagnvart Seðlabanka í upphafi árs 1981 var innstæða bankans á viðskiptareikningi við Seðlabankann 20,8 millj. kr. en í lok þess 13,4 millj. kr. Lausa- fjárstaðan versnaði því um 7,4 millj. kr. á árinu 1981. Inneign á bundnum reikningi vegna bindiskyldu hækkaði um 60,2 millj. kr. og nam 130,0 millj. kr. Afurðalán og önnur lán endur- seld Seðlabankanum voru í lok ársins 68,7 millj. kr. Inneign Samvinnubankans hjá Seðlabankanum umfram endur- seld lán nam því samkvæmt fram- angreindu 74,7 millj. kr. í árslok 1981. Rekstur og hagur bankans Afkoma bankans á árinu 1981 verður að teljast góð miðað við að- stæður. Að meðtöldum hagnaði Stofnlánadeildar nam tekjuaf- gangur til ráðstöfunar 6,8 millj. kr., en þá höfðu 0,8 millj. kr. verið færðar til afskriftar. Árið áður var hagnaðurinn 4,7 millj. kr. Hlutafé bankans var í árslok 7,5 millj. kr., en varasjóðir og aðrir eiginfjárreikningar 28,6 millj. kr. Samtals nam eigið fé í árslok 36,1 millj. kr. og hafði hækkað um 12,6 millj. kr. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 5% arð á allt innborgað hlutafé og jöfnunarhlutabréf. IJtgáfa jöfnunarhlutabréfa Samþykkt var tillaga frá banka- ráði þess efnis að gefin verði út jöfnunarhlutabréf að upphæð 4,7 millj. kr., sem er 50% aukning hlutafjáreignar hluthafa. En þess ber að geta að í ársbyrjun 1982 voru gefin út jöfnunarhlutabréf að upphæð 1,9 millj. kr. Stjórnarkjör Endurkjörnir voru í bankaráð þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, Hjörtur Hjartar, framkvstj. og Vilhjálmur Jónsson, framkvstj. Til vara voru kjörnir Hallgrímur Sigurðsson, framkvstj., Hjalti Pálsson, framkvstj. og Ingólfur Ólafsson, kfstj. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Geir Geirsson lögg. endurskoðandi og Magnús Kristjánsson, fyrrv. kfstj., en Ás- geir G. Jóhannesson er skipaður af ráðherra. (Úr fréttatilkynningu.) Fundur Samtaka her- stöðvaandstæðinga í blaði yðar birtist þann 3. apríl grein eftir Jón Baldvin Hanni- balsson, sem upphaflega var prentuð í Alþýðublaðinu þann 30. mars sl. Grein þessi ber svo sér- stæðri sannleiksást vitni, að mér þótti ástæða til að gera meðfylgj- andi athugasemdir við hana og kom þeim á framfæri við Alþýðu- blaðið 2. apríl. Þar eð yður þykir ástæða til að til að endurprenta grein Jóns Baldvins Hannibals- sonar í blaði yðar, svo hún megi ná til fleiri lesenda, tel ég víst, að þér gerið athugasemdum mínum jafn hátt undir höfði og þakka því fyrirfram birtinguna. 3. apríl 1982, Guðmundur Georgsson. Til ritstjóra Alþýðu- blaðsins Hr. ritstóri. í grein, sem þér skrifið í blað yðar þriðjudaginn 30. mars 1982 og virðist m.a. eiga að fjalla um fund Samtaka herstöðvaandstæð- inga í Háskólabíói þann 27. mars sl., gætir verulegs misskilnings og væri mér þökk á, að þér birtuð þetta bréf í blaði yðar. Það skal játað, að mér fannst greinin skemmtileg og greinilegt, að pennanum stýrir lipur stílisti. Hins vegar hefur farið svo, eins og oft vill verða, þegar menn gefa stílsnilldinni lausan tauminn, að staðreyndir hafa orðið hornreka. Við lestur greinarinnar hélt ég í fyrstu, að þér hefðuð ekki verið á fundinum, en það er alkunna, að stílsnillingar af yðar tagi ná sér best á strik, þegar þeir lýsa at- burðum, sem þeir hafa ekki verið viðstaddir, enda eru staðreyndir þá lítt til trafala. En mér er tjáð, að þér hafið verið á fundinum eins og þér raunar haldið fram í grein- inni. Þér hljótið að hafa verið ein- hvers staðar í salnum, þar sem hljómburður er slæmur, eða þeir um það bil 1200 herstöðvaand- stæðingar, sem troðfylltu salinn, hafa truflað yður að nema það sem sagt var. Tæpast kemur til greina að þér ljúgið vísvitandi. Fyrst, smávægileg missögn. Þér segir Ragnar Kjartansson hafa verið kynni. Það er rangt. Kynnir á fundinum var Kjartan Ragn- arsson leikari og rithöfundur. Þér ruglið honum e.t.v. saman við Ragnar Kjartanson myndlistár- mann. Slíkan rugling er unnt að fyrirgefa yður, enda þess tæpast að vænta, að maður, sem er jafn önnum kafinn og þér við að verja vestræna menningu, hafi tíma til að njóta hennar og vita deili á ágætum fulltrúum hennar hér- lendum. Tiltölulega fátt er ranghermt í þeim fáu línum, sem fjalla um ræðu Jóhanns Geirdals, en það keyrir um þverbak, þegar kemur að frásögn yðar af ávarpi Péturs Reimarssonar. Það er með ólíkind- um, hvað yður hefur tekist að koma mörgum rangfærslum að í fáum línum. í ávarpi sínu fjallaði Pétur almennt um vígbúnaðar- kapphlaupið og þá ógn sem vofði yfir mannkyni og skellti ekki skuldinni á eina þjóð annarri fremur. Hann dró sem sagt ekki upp „svart-hvíta" mynd. Hann minntist hvorki á „bandarískt auðvald" né „leppa bandaríska sjóhersins" og „sósíalismi" eða „landráðabirgsl" komu ekki við sögu í máli hans. Hvað varðar túlkun á málflutn- ingi og skoðunum hins erlenda gests, Eldward P. Thompson, þá eru rangfærslur svo mýmargar, að of langt yrði upp að telja. Lítill hetjuskapur finnst mér felast í því, að beita slíkum málflutningi gagnvart manni, sem farinn er af landi brott og hefur ekki tök á að leiðrétta það sem ranghermt er. Einhvern grun hef ég um að slík vinnubrögð brjóti í bága við siða- reglur blaðamanna. Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér skoðanir Edward P. Thompson skal m.a. bent á ágæta og heiðarlega frétt af fundi, sem hann átti með blaðamönnum og birtist í þessu blaði þann 27. mars sl. Einnig vil ég benda á greinina „Frelsið og sprengjan" sem birtist í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti þessa árs. Það er sennilega til lítils að benda yður, hr. rit- stjóri, á lesningu, því að sé tekið mið af ívitnunum yðar í ofan- nefnda grein, virðist ljóst, að ekki aðeins heyrnin sé farin að bila hjá yður, heldur einnig sjónin. Með þökk fyrir birtinguna og kveðju til stofnanda deildar her- stöðvaandstæðinga á ísafirði og fyrrverandi „íslensks þjóðernis- sinna„ og „þjóðrembusósíalista" frá núverandi „íslenskum þjóðern- issinna" og „þjóðrembumanni" (ég rís vart undir heitinu sósíalisti). 1. apríl 1982, Guðmundur Georgsson. Athugasemd ritstjóra Alþýðublaðsins Eins og fram kemur var grein þessi send Alþýðublaöinu og birt- ist þar 6. apríl sl. með eftirfarandi athugasemd ritstjóra blaðsins: Ég má til með að biðja þá feðga, Kjartan rithöfund og Ragnar myndlistarmann, velvirðingar á að víxla nöfnum þeirra. Það var svo sannarlega ekki gert af yfir- lögðu ráði né þeim til niðrunar. Enda eru þeir feðgar hvor öðrum betri verkamenn í víngarði vest- rænnar menningar, eins og Guð- mundur víkur að í bréfi sínu um leið og hann fyrirgefur mér pennaafglöpin fyrir sitt leyti. Álitamál kann að vera um túlk- un á ræðu Péturs Reimarssonar, þar sem hún hefur ekki sézt á prenti. Þess vegna bauð ég honum birtingu til þess að fá úr því skor- ið, hvort honum hefði verið gert rangt til. Því góða boði hafnaði hann: sagði ávarp sitt hafa verið fyrir stað og stund. Meginefni greinar minnar var um málflutning Thompsons. Ásökunum um að hann hafi verið aðfluttur vísa ég á bug. Þar var í Akureyri, 16. apríl. EYJOLFIIR Ágústsson, kunnur knattspyrnukappi á Akureyri, varð fyrir því á nýársdag, að vélsleði hans fór fram af fimm metra hárri hengju á Glerárdal og valt, en hann sjálfur rotaðist. Hann jafnaði sig þó fljótt eftir byltuna, en þegar frá leið kenndi hann lasleika og hafði ígerð- arvott í nefi. Hann fékk lyf við því, en það hreif ekki. Jafnframt var hann farinn að finna dularfulla vír- þráðarspotta ganga út úr nefinu. Hann var strax sendur í mynda- töku og þá kom í Ijós einhver að- skotahlutur í höfðinu, tæplega 10 sentimetra langur. Fyrsta apríl fjarlægði svo Eirikur Sveinsson, aðalatriðum stuðzt við prentaðar heimilir í Tímariti M & m og stafrétt farið með allar tilvitnan- ir. Lokaorð Guðmundar kemst ég ekki hjá að leiðrétta. Mér skilst að hann sé að gefa í skyn að ég hafi verið stofnandi deildar herstöðva- andstæðinga á ísafirði einhvern tíma í fyrndinni. Það hefur ein- hver logið að lækninum. Hins veg- ar kom ég þar á fund um herstöðv- armál árið 1957 ásamt fornvinum mínum, þeim Jónasi Árnasyni og Ragnari Arnalds, þá sautján vetra menntskælingur. Síðan er liðinn lengri tími en allt tímabilið milli tveggja heimsstyrjalda. Það hefur sem betur fer margur maðurinn lært ögn af reynslunni á skemmri tíma. Friðmælin við fasismann kostuðu yfir 50 milljónir manns- lífa á ýmsum tíma. Vonandi þurf- um við ekki að læra þá lexíu aftur. — JBH læknir, hlut þennan, sem reyndist vera endi af loftnetsstöng tal- stöðvar, sem hafði verið á vél- sleðanum. Loftnetsstöngin hafði stungizt inn um vinstri nös Eyjólfs, gengið inn í höfuðið, lítið eitt skáhaílt upp á við, og staðnæmzt hárs- breidd frá heiladinglinum. Þar sat brotið í þrjá mánuði, en olli furðu- lega litlum óþægindum. Eiríkur læknir hefur látið hafa eftir sér að hann viti engin dæmi slíks óhapps áður og mun hann hafa í hyggju að birta myndir og grein um atburðinn í erlendu læknatímariti. Sv.P Var með aðskotahlut í höfðinu í 3 mánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.