Morgunblaðið - 20.06.1982, Qupperneq 1
80 SÍÐUR
133. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 20. JUNI 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Bardagar í Beirút
þrátt fyrir vopnahlé
Beirút, 19. júní. AP.
SKOTBARDAGAR urðu á víð og
dreif í útjaðri vesturhluta Beirút,
þrátt fyrir að tveggja sólarhringa
vopnahlé væri í gildi. Yfirmenn
ísraelshers sögðu skæruliða hafa
orðið fyrri til að skjóta, og hefði
verið svarað í sömu mynt.
Formælendur hersins vísuðu á
bug fullyrðingum útvarpsins í
Líbanon um að ísraelar hefðu
flutt hersveitir til Dahr A1
Kadib-fjallasvæðisins í norður-
hluta Líbanon.
Skæruliðar PLO fullyrtu í
morgun, að ísraelar hefðu orðið
fyrri til að skjóta og hefðu aðgerð-
ir þeirra beinst að búðum palest-
ínskra flóttamanna við flugvöllinn
í Beirút.
Heimildir í Líbanon herma að
Elias Sarkis forseti reyni nú ákaft
að mynda stjórn með Saeb Salam
sem forsætisráðherra. Salam er 8Z
ára múhameðstrúarmaður. Búist
er við að hann fyrirskipi her
landsins, sem kristnir menn
stjórna, að taka vesturhluta Beir-
út úr höndum skæruliða PLO og
sveitum vinstri sinnaðra Líbana.
Salam hefur verið í stöðugu
sambandi við Habib, sendimann
Bandaríkjamanna, sem reyna að
miðla málum í Líbanondeilunni.
Sarkis er sagður setja traust sitt á
Salam, scm nýtur virðingar íbú-
anna i vesturhluta Beirút og á
vingott við valdamenn í Saudi-
Arabiu. Salam er talinn líklegast-
ur til að geta samið við Arafat um
uppgjöf skæruliða og framtíð Pal-
estínumanna í Líbanon.
Tilraunir Bandaríkjamanna til
að koma á friði í Líbanon miða að
myndun þjóðstjórnar og uppgjöf
skæruliða PLO svo forða megi
árás ísraela á vesturhluta Beirút.
Skæruliðar hétu því á ný í dag að
berjast til síðasta manns, og að
uppgjöf kæmi ekki til greina.
Bretar vona að nýir
valdhafar ljúki ófriði
London, 19. júní. AP.
BREZKIR embættismenn kváðust
í dag vongóðir um að nýir valdhaf-
ar í Argentinu féllust á að Ijúka
ófriðnum á Suður-Atlantshafi
formlega á næstu dögum, og sögðu
neitun Argentínumanna í gær í
raun vera síðustu dauðateygjur
herstjórnar Galtieris, sem fór
formlega frá í gærkvöldi. Rúmlega
5.000 stríðsfangar eru nú á leiðinni
frá Stanley til hafnar í Argentínu.
„Ný stjórn er að taka við og ekki
öll kurl komin til grafar enn,“
sagði embættismaður. Brezk blöð
kölluðu yfirlýsingu Argentínu-
Refsiaðgerðir gegn
Rússum hertar enn
Washington, 19. júní. AP.
RONALI) Reagan, Bandaríkjaforseti, neitaði i gær, fóstudag, að draga úr
banni við því að Rússum sé seldur tækjabúnaður til olíu- og gasvinnslu.
Þess í stað herti hann á því og nær það nú einnig til dótturfyrirtækja
bandariskra fyrirtækja erlendis og þeirra, sem framleiða eftir bandarísk-
um einkaleyfum.
í tilkynningu, sem gefin var út
eftir fund í Þjóðaröryggisráðinu,
segir Reagan, að Rússar hafi ekki
gefið neina ástæðu til að dregið sé
úr þeim efnahagslegu refsiaðgerð-
um, sem ákveðnar voru eftir að
herinn tók öll völd i Póllandi.
Bandarískir embættismenn segja,
að þessi ákvörðun muni koma sér
ilia fyrir sovéskt efnahagslíf og
einkum bitna á lagningu gasleiðsl-
unnar miklu frá Síberíu til Vest-
ur-Evrópu. Kostnaður við hana
mun aukast og lagningin dragast
um þrjú ár að þeirra mati.
Mörg bandarísk stórfyrirtæki
hafa að undanförnu lagt hart að
stjórninni að draga úr banninu
enda miklir hagsmunir í húfi fyrir
þau. Þar hafa verið fremst í flokki
General Electric og Caterpillar.
Nú hefur hins vegar verið ákveðið
í fyrsta sinn, að þau megi ekki
krækja fyrir kelduna með því að
láta dótturfyrirtæki sín og einka-
leyfisþega erlendis selja þessa
vöru til Sovétríkjanna.
Vestur-Evrópuríkin eru á önd-
verðum meiði við Bandaríkja-
stjórn í þessu máli og hafa hvatt
þau til að aflétta banninu við sölu
fullkomins tækjabúnaðar. Banda-
ríkjamenn hafa hins vegar verið
andvígir lagningu gasleiðslunnar
frá upphafi og telja að með henni
séu þjóðir Vestur-Evrópu að ger-
ast bónbjargarmenn Sovétmanna,
sem kynni að koma þeim í koll á
örlagastundu.
manna um, að ófriðnum lyki ekki
fyrr en Bretar afléttu loft- og
hafnbanni á Falklandseyjar og
hyrfu á brott með heri sína, vera
innihaldslausa ógnun. Bretar
hyggjast ekki svara þessum kröf-
um, en Argentínumenn sögðu ein-
vörðungu mögulegt að semja um
lausn Falklandseyjadeilunnar
innan ramma samþykktar Örygg-
isráðsins. Margaret Thatcher for-
sætisráðherra Breta sagði i þing-
inu í vikunni að ekki kæmi til
greina fyrst um sinn að freista
samninga við Argentínumenn.
Að sögn BBC er það ríkjandi
skoðun í Buenos Aires, að nánast
engar líkur séu á því að Argent-
ínumenn reyni að gripa til vopna á
ný vegna Falklandseyja. Hins veg-
ar væri herstjórnin að reyna að
skapa sér velvilja almennings með
yfirlýsingum um að aðgerðir
myndu halda áfram.
Alfredo Saint Jean hershöfðingi
og innanríkisráðherra hefur tekið
við embætti forseta af Galtieri til
bráðabirgða. Búist er við að senn
verði valinn eftirmaður Galtieris.
MorRunblaöið/Kristján.
Um 200 manns farast
með járnbrautarlest
Nairobi, 19. júni. Al’.
ÓTTAST er að allt að 200 manns
hafi farizt, þegar járnbrautarlest fór
út af teinunum, í Uganda, eftir
sprengingu í fremstu vögnum lestar-
innar, að sögn blaðs i Kampala.
Slysið varð við bæinn Sigulu í
Iganga-héraði, á þriðjudag, í um
130 kílómetra fjarlægð frá höfuð-
borginni Kampala.
Haft er eftir farþega, sem komst
lífs af, að skelfing hafi gripið um
sig meðal farþega þegar sprenging
varð í einum af fremstu vögnum
lestarinnar. Lestin hafi nær sam-
stundis endasenst ofan í djúpt gil
og orðið að miklu báli. Ókleift
reyndist að bera kennsl á lík
flestra hinna látnu vegna bruna-
sára.
Af hálfu opinberra aðila hefur
engin tilkynning verið birt um slys-
ið, en lögreglan í Kampala staðfesti
við blað í Nairóbí í dag, að óhappið
hefði átt sér stað.
Er hvatinn, sem stjórnar
krabbameininu, fundinn?
San Krancisco, 19. júní. AP.
BANDARÍSKIR vísindamenn hafa
komist að raun um hvernig háttað
er innri gerð og byggingu öflugs
hvata eða hormóns í mannslíkam-
anum, sem m.a. ýtir undir óeðli-
legan æxlisvöxt. Talið er, að þessi
uppgötvun geti valdið byltingu í
greiningu krabbameins á frumstigi
og i lækningu þess. „Ég tel, að
þessi hvati stjórni í raun krabba-
meinsfrumunni og valdi vexti henn-
ar,“ segir dr. George J. Todaro,
einn vísindamannanna við Banda-
risku krabbameinsstofnunina.
Hvatar verða til í helstu kirtl-
um líkamans þaðan sem þeir ber-
ast og stýra eða hafa áhrif á
flesta þætti mannlegrar hegðun-
ar.
Sem dæmi um það má nefna,
að hvatinn testosterone veldur
því að fóstur verður drengur en
ekki stúlka og gefur karlmönnum
þau einkenni, sem greina þá frá
konum. í heilbrigðum líkama
hafa hvatarnir engin áhrif á þær
frumur, sem framleiða þá, en
þessu er þó öfugt farið með hvat-
ann, sem Todaro hefur einangrað.
Hann hefur áhrif á sjálfar móð-
urfrumurnar þannig að þær lifa í
raun á sjálfum sér.
„Af þessum sökum eru krabba-
meinsfrumurnar miklu sjálf-
stæðari og þurfa litla næringu
frá öðrum hlutum líkamans,"
segir dr. Todaro. Hann sagði, að
hvatinn fyndist í þvagi krabba-
meinssjúklinga og að svo virtist
sem sömu ástæður yllu æxlisvexti
í öllum tegundum krabbameins
nema hvítblæði, sem virðist haga
sér öðruvísi.
Dr. Todaro sagði, að komið
hefði í ljós við tilraunir, að þegar
illkynja frumur voru sviptar
hvatanum hefðu þær farið að
haga sér sem heilbrigðar væru og
þegar heilbrigðum frumum var
gefinn hvatinn hefðu þær gerst
illkynja. „Þegar við hættum hins
vegar að gefa þe'm hvatann
stöðvaðist æxlisvöxturinn," sagði
dr. Todaro.