Morgunblaðið - 20.06.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982
7
í Efesusbréfinu segir Páll
postuli, að við eigum „aðgang
til föðurins". Hann á að sjálf-
sögðu við hið nána samband,
sem á að vera milli Guðs og
hins kristna manns. í huga
mínum vekur þessi setning
litla mynd. Ég sé barn sitja í
stofu. í næsta herbergi er faðir
þess. Hann vill vera þar í næði
og dyrnar eru lokaðar. Barnið
getur því hvorki heyrt föður-
inn né séð. En þá opnast dyrn-
ar. Faðirinn kemur og lítur til
barnsins, talar við það og fer
svo aftur inn í herbergið. En
dyrnar standa opnar. Barnið
veit nú, að það getur farið til
hans. Hann er ekki lengur ein-
angraður inni í sínu herbergi.
Hann er aðgengilegur í tví-
þættri merkingu, aðgengilegur
og skilningsríkur.
Ég veit enga betri líkingu
um hlutverk Krists gagnvart
mönnunum en þá, að hann hafi
opnað dyrnar milli Guðs og
mannanna, gert hinum síðar-
nefndu fært að nálgast Guð og
þekkja hann og þar með breytt
guðshugmyndinni, — breytt
óttanum í elsku. Guð er þannig
kominn til móts við mennina
með sérstökum hætti í Kristi.
Hnn vildi, að þeir gætu fundið,
að hann er alltaf nálægur.
Þess vegna var Jesús sendur til
hinna þá fyrirlitnu tollheimtu-
manna til að deila með þeim
kjörum. Þess vegna var hann
sendur til þeirra, sem sjúkir
voru og hann læknaði þá bæði
á sál og líkama. Þess vegna var
hann jafnvel sendur til að
forða hórsekum frá dauðarefs-
ingu, af því að allir áttu að
geta fundið, að Guð var þeim
nálægur, að líf þeirra var þrátt
fyrir allt einhvers virði, af því
að Guð elskaði þá og bar um-
hyggju fyrir þeim. Þeir voru
svo margir þá, sem voru í þörf
fyrir þessa vissu, Farísearnir
og fræðimennirnir sögðu, að
Guð væri þeim fjarri, þeir
væru honum glataðir. En Jes-
ús kom og opnaði dyrnar og
sýndi bæði í orði og verki, að
Guð fer ekki í manngreinar-
álit.
Við vitum, að Jesús uppfyllti
óskir og þrár mjög margra.
Við vitum einnig, að þessar
sömu óskir og þrár eru enn
fyrir hendi. Og svar hans
hljómar enn frá penna Páls:
Vér eigum aðgang til föðurins.
Það er auðvelt að segja
þetta. Það er auðvelt að lesa
falleg orð, finna þau tala til sín
og endurtaka þau fyrir öðrum.
En kannski er málið ekki jafn-
auðvelt þeim. Ég sé fyrir mér
konu, sem hefur á síðustu
tveimur árum séð á eftir
tveimur barna sinna í gröfina
og situr nú yfir dauðvona eig-
inmanni. Finnur hún, að Guð
sé henni nálægur? Ég hugsa
einnig til unga mannsins, sem
hefur verið að lesa um kyn-
þáttamisréttið í S-Afríku,
hvernig kristnir menn mis-
muna þar bræðrum sínum,
svipta þá sjálfsögðum mann-
réttindum til þess eins að auka
sín eigin. Skyldi hann eiga gott
með að skynja nálægð Guðs?
Er yfirleitt auðvelt að hugsa
sér Guð nálægan í slíkum að-
stæðum? Það fer að sjálfsögðu
Opnar
dyr
eftir því, hvernig við lítum á
málin.
Ef konan, sem ég nefndi,
horfir ekki á neitt annað en
það, sem hún missir, þá er Guð
ekki nærri. Komist hitt hins
vegar að í huga hennar, að ein-
mitt Guð veldur því, að hún
hefur engan ástvin misst, að
það er hann, sem tekur þá til
sín og leyfir henni þar endur-
fundi og samfélag við þá síðar
meir, breytist þá ekki myndin
æði mikið? Sé Guð að baki
henni og gefi henni styrkinn,
sem hún þarf, til að standast
allt, sem á hana hefur verið
lagt, gegnir þá ekki öðru máli?
Eins er gagnvart unga
manninum. Hver er það, sem
vekur réttlætiskenndina í sál
hans? Hvaðan hefur hann
samanburðinn, sem segir hon-
um, að kynþáttamisréttið sé
óréttlæti? Skyldi sá saman-
burður ekki vera frá Guði
kominn, frá því réttlæti, sem
Kristur hefur boðað? Og ein-
mitt sú hugsun vekur okkur til
umhugsunar um aðra stað-
reynd, þá, að einmitt vegna
þess að Guð er, vegna þess að
hann er okkur ekki fjarri,
heldur aðgengilegur, þess
vegna verður aldrei í lífinu sam-
inn friður vtð þau öfl, sem mis-
réttið skapa.
Aður en Kristur kom, færðu
menn brennifórnir til að
blíðka guðina, friðþægjast við
fjarlæg, duttlungafull drott-
invöld. En vegna þess að hann
kom, breyttist þetta. Hann
færði sjálfur þá miklu kær-
leiksfórn, sem allar fórnir
hljóta síðan að taka mið af,
þar sem fórnað er eigin hags-
munum, sjálfshyggju og sjálf-
umgleði öðrum til góðs og Guði
til dýrðar. En fyrst og fremst
opnaði Kristur dyrnar og kom
til móts við okkur sem Imm-
anúel, sem Guð með oss. Þess
vegna sjáum við Guð í honum,
sjáum vilja Guðs í öllu því,
sem hann sagði og gerði. Eins
og Kristur kom fram við sam-
tíð sína, eins megum við vita,
að Guð vill koma fram við
okkur. Hann er okkur ekki
fjarri. Hann er reiðubúinn
með hjálp sína. Þegar við
skynjum það, þá er hún fyrir
hendi, ef við viljum þiggja
hana. Og kannski spyr þá ein-
hver: Hvar eru dyrnar? Svarið
kemur frá Kristi: Ég er dyrn-
ar. Ég er sú skuggsjá, sem þú
átt að sjá föðurinn í. Eins og
ég elska mennina og legg allt í
sölurnar fyrir þá, eins er elska
föðurins til þín, hver sem þú
ert, hvort sem þú ert hátt eða
lágt settur í metorðastiganum,
hvort sem þú ert hraustur eða
hrjáður, hryggur eða glaður.
Það er enginn neitt af sjálf-
um sér. Það er enginn neitt,
nema honum sé það gefið af
föðurnum. Og hans útrétta
hönd til þín, lesandi minn, er
Jesús Kristur, barnið í jötunni,
maðurinn á krossinum og hinn
upprisni, lifandi Drottinn, sem
er þér alltaf nálægur, færandi
þér umhyggju skapara þíns.
Komdu því til hans með allar
þínar áhyggjur, en ekki síður
gleði þína og gæfu. Samfélagið
við hann mun gera þig styrk-
an. Það mun gera lífsbyggingu
þína sterka og hamingju þína
varanlega. Það er eins og Páll
postuli ritar í Efesusbréfinu:
Fyrir hann eigum vér aðgang
til föðurins.
Metsölubkið á hverjum degi!
73íéamatkadutinn
í'l
Datsun 260 C 1978
Grænn, 6 cyl., ekinn 118 þús.
km, sjálfskiptur, aflstýri, útvarp.
Verö 90 þús. Ath.: Skipti á ódýr-
ari.
^3-ia.ttLspötu 12-18
Honda Quinted 1981
Blágrár, ekinn 15 þús. km, út-
varp. Með topplúgu. Verö 125
þús.
Mazda 626 1980
Kristalgrár, ekinn 37 þús. km, út-
varp. Verö 105 þús. Ath.: Skipti á
mjög ódýrum.
Fiat 127 CL 900 2 dyra
1980, hvítur, útvarp, ekinn 30
þús. km. Verð 65 þús.
Mazda 929 Station 1981
Brúnn, ekinn 12 þús. km, sjálf-
skiptur, aflstýri. Verö 150 þús.
Ath.: Skipti á ódýrari.
Subaru 1800 árg. 1981
Drapplitur, ekinn 20 þús. km.
Verö 135 þús. Ath.: Skipti á
ódýrari.
Citroén G.S.A. 1982
% Ljósdrapplitur, ekinn 6 þús. km.
Verö 125 þús.
Chevrolet Citation 1980
Blár, ekinn 7 þús. km, segul-
band, snjó- og sumardekk. Verö
180 þús.
Mazda 323 1980
Hvítur, ekinn 14 þús. km, útvarp,
snjó- og sumardekk. Verö 85
þús.
FRÆBI
POPFÞÉTTAR MELÓDÍUR
í ROKKRÉTTU SAMHENCI
J^’unnur er
/
k-.f
yy
FbygJis.
Præböbl
(Þlgjast
\)V' j
Jl ur .skaldskapnum
reynt her. ____
I ögin á plötunm eru mörg mjö^^,.-
Hctt er að nefna lagið Fnöur á iörö’’r
'-'fi rneðan Fræbbblarrur geta’
gert svo góða hiub vonar maöur að
þeir haldi áfram. Ég truði því einfald-
legaekkiaðþeirættuþetta til.
I heUd má segja að Fræbbblarnir
hafa mikið brey*-’" - „ó halda þeir
fast í gömu’ r •j.-m. L*
því að Fr- _,,
betri hljór
g.itxl
r* I ~ '
FALKINN
Suöurlandsbraut 8, Laugavegi 24, Austurveri.
Heildsöludreifing sími 84670.