Morgunblaðið - 20.06.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 20.06.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 „Sinfóníuhljóm- sveitin stenst hvaða samanburð sem er“ Rætt við Franz Mixa, einn af frumkvöðhmum í íslensku tónlistarlífi „Ég þekkti hann aldrei nema sem kcnnara, okkur fannst hann oft strangur, en hann bjó yfir skemmtiiegum húmor og við kunn- um betur að meta þá kennslu sem við fengum eftir því sem árin liðu,“ sagði einn gamall nemandi Franz Mixa, en hann var einn af fyrstu kennurunum við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Mixa, eða doktor Mixa, eins og flestir nema nánustu vinir og kunningjar nefndu hann, kom fyrst hingað til lands í október 1929, en hann hafði verið ráðinn til að stjórna tónlistarflutningi á 1000 ára af- mælishátíð Alþingis. Aö lokinni há- tíðinni var Mixa beðinn um að vera hér áfram. Hann kom síðan aftur til landsins 1931 og bjó hér þar til hann fluttist út 1938 ásamt þáverandi konu sinni, Katrínu Ólafsdóttur, og gerðist skólastjóri Tónlistarskólans í Graz í Austur- ríki. Franz Mixa var fyrir skömmu staddur hér á landi í tilefni átt- ræðisafmælis síns og við hittum hann og son hans, Ólaf Mixa, eina dagstund í húsnæði Tónlist- arfélagsins í Garðarsstræti. Hann var spurður hvernig það hefði atvikast að hann hefði ráð- ið sig hingað til lands og hvort það hefðu ekki verið viðbrigði að fara frá Austurríki þar sem allt tónlistarlíf stóð í miklum blóma, hingað þar sem allt var á frum- stigi. „Ég hafði nýlokið tónlistar- námi við Háskólann í Vín er ég frétti það hjá vini mínum að Sig- fús Einarsson væri þar staddur og væri að ieita að Austurrík- ismanni til að taka að sér stjórn tónlistarflutnings á 1000 ára há- tíð alþingis Islendinga. I Vínar- borg var nægilegt framboð af tónlistarmönnum, í flestum leið- andi stöðum voru menn ráðnir lífstíðarráðningu, ég var ungur, 27 ára gamall, og langaði til að byggja eitthvað upp eða gera eitthvað spennandi. Ég lagði því inn umsókn um þetta starf ásamt fleirum og var ráðinn. Hér á landi var þá ákveðinn hópur sem hafði mikinn skilning á mikilvægi þess að efla tónlist- arlíf í landinu, hér var jafnvel á þeim tíma fólk sem hlustaði á tónverk sem ég þekkti ekki og átti jafnvel sama verkið í þrem útgáfum og bar þær saman. — Er eitthvað þér sérstaklega minnisstætt frá þessum árum hér á íslandi? „Aður en ég kom hingað var starfandi hér tékkneskur stjórn- andi, Velden að nafni. Hann hafði sagt mér að íslendingar væru með eindæmum óstundvís- ir. Sem dæmi nefndi hann að ef hljómsveitaræfingar áttu að byrja klukkan átta, mætti þakka fyrir ef allir væru mættir klukk- an hálfníu. Ég fór strax að bolla- leggja hvað ég ætti að gera til að ráða bót á þessu, og boðaði fyrstu æfinguna klukkan 8 stundvíslega. Sjálfur mætti ég fimmtán mínútur í átta og klukkan átta voru 6—7 menn mættir og ég byrjaði æfinguna. Flestir voru furðu lostnir, en fimm mínútum síðar kom sá fyrsti af þeim sem var of seinn. Ég stöðvaði þá æfinguna og allir biðu þegjandi meðan sá sem hafði komið of seint kom sér fyrir á sínum stað, tók fram hljóðfærið sitt og þegar hann var tilbúinn byrjuðum við aftur. Eftir stutta stund kom annar, og allt fór á sömu leið, þar til hann var tilbúinn og æfingin gat hald- ið áfram. Þannig tíndust hljómsveitarmennirnir inn smátt og smátt og þar sem það var óþægilegast fyrir þá sjálfa að koma ekki á réttum tíma, þá mætti enginn sem hafði lent í þessu einu sinni of seint aftur." — Finnst þér ekki hafa orðið miklar breytingar hér síðan þú komst hingað til lands í fyrsta sinn? Jú, það hafa orðið miklar breytingar. Sinfóníuhljómsveit- in í dag þolir t.d. hvaða saman- burð sem er. Það hafa líka orðið talsverðar breytingar á borginni sjálfri. Fyrstu ár mín hér var lítið um gróður í borginni, en mér fannst einkennandi þegar ég kom hingað núna hvað mikið er um gróður alls staðar, tré og túnbreiður eru víða og grænn lit- ur farinn að setja svip sinn á borgina. Á fyrstu árum mínum hérna bjó ég á tímabili við Fjólu- götuna og í garðinum við húsið var eitt tré sem flestum fannst mikið til um. Reykjavík er í dag í mínum augum gróðursæl stórborg. — Þú varst nýlega staddur á sýningu á Meyjaskemmunni i Þjóðleikhúsinu, en þú stóðst ein- mitt að uppsetningu þessa söng- leiks 1934. Hvað geturðu sagt okkur frá þeirri uppfærslu? „Það má segja að þessi upp- færsla söngleiksins 1934 hafi verið einn liður í því að miðla tónlistinni meira til almennings. Meyjaskemman hafði verið mjög vinsæl í Austurríki og ætlunin var að kynna tónlist Schuberts með því að setja þennan söngleik upp hérna. Fólk fengi þá ef til vill áhuga á að kynnast tónlist- inni betur, færi jafnvel að kaupa sinfóníur Schuberts. Þetta hlaut góðar undirtektir og síðar voru sýndir hér söngleikirnir „Bláa kápan“ og „Systurnar frá Prag“.“ — Nú varst þú eini kennarinn við Tónlistarskólann fyrstu árin. Eru einhverjir nemendur þér sér- staklega minnisstæðir frá þessum tíma? „Það voru margir ágætis nem- endur, ég fann núna hér í hús- næði Tónlistarfélagsins úr- klippubók frá þessum tíma, við héldum marga tónleika, eins og sjá má hér,“ og Mixa flettir gegnum bókina. Hér hefur Katr- ín Dalhoff Bjarnadóttir t.d. ver- ið að spila, hún var mjög góð og það voru þær reyndar fleiri, svo sem Margrét Eiríksdóttir sem nú kennir við Tónlistarskólann, Guðríður Guðmundsdóttir, Helga Laxness, Karl Ó. Run- ólfsson, Árni Björnsson og fleiri. Árni Kristjánsson tók síðan við píanókennslunni 1934 en hjá honum lærðu m.a. Rögnvaldur Sigurjónsson og Jórunn Viðar svo einhverjir séu nefndir. — Síðustu árin hefur þú aðal- lega fengist við tónsmíöar. Hefur vera þín hér á landi haft áhrif á verk þín? „Erlendir gagnrýnendur hafa oft nefnt að þeir hafi orðið varir við íslensk áhrif í verkum mín- um, og sjálfum finnst mér ég hafa orðið fyrir talsverðum áhrifum af þessu landi.“ — Ein af þrem óperum sem þú hefur samið hefurðu tileinkað ís- len.sk u þjóðinni, en það er óperan um Fjalla-Eyvind. Þessi ópera hef- ur aldrei verið sett upp. Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar í tónlistarlífi okkar íslendinga, og við höfum m.a. eignast okkar eigin óperu. Heldurðu að það væri möguleiki á að setja þessa óperu upp hérna? „Þetta er fremur erfið ópera í flutningi og ég veit ekki hvort aðstæður hérna leyfðu uppsetn- ingu á þessu verki. En það væri ánægjulegt ef það reyndist mögulegt." — Er eitthvað sem þig langaði að taka fram að lokum? „Ekki nema það að þó borgin hafi breytt um svip og tónlistar- lífið aukist til mikilla muna, þá eru vinirnir enn hinir sömu og það skiptir mestu máli. Það hafa verið töluverð tengsl milli Aust- urríkis og íslands, það eru t.d. margir nemendur mínir úr Tón- listarskólanum í Graz sem hafa flust hingað, svo sem þeir Páll P. Pálsson, Herbert Hriberscheck, Hans Ploder og fleiri! Og við þökkum þessum snagg- aralega Austurríkismanni, ein- um af frumkvöðlum í íslensku tónlistarlífi, spjallið. — VJ Bretland: Vinstrisinnar óánægðir með upphefð Gormleys London, 14. júní. Al*. JOE Gormley, fyrrverandi forystu- maður breskra námamanna, sem áttu mestan þátt í því árið 1974 að velta úr sessi með verkföllum ríkis- stjórn fhaldsflokksins, var aðlaður sl. laugardag og ber nú lávarðstign. Vinstrisinnar i Bretlandi brugðust margir ókvæða við þegar þeir fréttu af þessari vegtyllu Gormleys og hafa krafist þess, að nafnbótakerfinu breska verði umsvifalaust kastað fyrir róða. „Hvernig getur nokkur leiðtogi námamanna tekið við vegtyllum frá ríkisstjórn íhaldsmanna," sagði Ken Gili, vinstrisinnaður verkalýðsleiðtogi, og annar for- dæmdi það, sem hann kallaði „ölmusu" úr hendi íhaldsins. Gormley, sem þykir hófsamur af verkalýðsleiðtogum að vera, hafði forystu fyrir verkfalli náma- manna veturinn 1973—’74 en það átti mikinn þátt í að steypa af stóli Edward Heath, þáverandi forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans. I janúar sl. vann hann sér það hins vegar til óhelgis hjá Arthur Scargill, núverandi leið- toga námamanna, og öðrum mjög vinstrisinnuðum verkalýðsleiðtog- um að fá námamenn til að sam- þykkja 9,5% kauphækkun í stað þess að fara út í verkföll eins og vinstrisinnarnir vildu. Talið er, að sú ákvörðun Gorml- eys að taka við lávarðartitlinum hafi komið Michael Foot, leiðtoga Verkamannaflokksins, mjög í opna skjöldu enda er það opinber stefna flokksins að afnema lávarðadeildina bresku. Myndlist afskipt á Listahátíðinni — segir í frétt frá Hagsmunafélagi myndlistarmanna NÝVERIÐ var haldinn aðalfundur í Hagsmunafélagi myndlistarmanna. Stjórn sú sem kosin var á framhalds- aðalfundi félagsins í febrúar var endurkjörin, í henni sitja: Þór Elís Pálsson, formaður, Gylfi Gíslason, ritari, G. Erla Geirsdóttir, gjaldkeri, Steinunn Þórarinsdóttir, meðstjórn, Richard Valtingojer, meðstjórn. Á fundi þessum var tekin ákvörö- un um sýningu á vegum félagsins og er hún fyrirhuguð snemma næsta vor. Er tilgangur þeirrar sýningar að kynna myndlist þá sem félagsmenn vinna að. Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni á þeim áfanga sem nú virðist vera á næsta leiti, að stofnað verði samband myndlistarmanna, sem öll félög myndlistar eiga aðild að. Einnig lýsti fundurinn furðu sinni á því sinnuleysi sem myndlist er sýnt á yfirstandandi Listahátíð. Kemur það gleggst fram í fjárhags- áætlun hátíðarinnar, en samkvæmt skjali því er hlutur myndlistar 1% af heildarkostnaði. (FrétUlilkynniiii;)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.