Morgunblaðið - 20.06.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982
27
Ljósmynd-
ir Ken
Reynolds
Eitt framlag Norræna húss-
ins er sýning á 65 ljósmyndum
eftir Englendinginn Ken Reyn-
olds (f. 1938).
Á unga aldri fékk Reynolds
mikinn áhuga á nútíma tónlist.
Á því sviði mun hann hafa unn-
ið brautryðjendastarf og kom
slíkri tónlist á framfæri með
skipulagningu tónleika sam-
fara annarri kynningu. Það var
ekki fyrr en árið 1980 að ferill
Reynolds hófst fyrir alvöru á
sviði ljósmyndunar og munu
sýningar hans á Nýja Sjálandi,
Finnlandi og í Edinborg vakið
umtalsverða athygli.
Svo sem sjá má er hér komið
enn eitt dæmi um það, að áhugi
á einni listgrein verður til þess
að skerpa sýn til annarra
listgreinar er svo tekur gerand-
ann algerlega fanginn.
Ken Reynolds fæddist í
Wales en fluttist á unglingsár-
um sinum til London. Síðan
hefur hann dvalið í Glasgow,
Manchester, Theran, Aberdeen
en býr nú í Edinborg. Þá hefur
hann ferðast um Norðurlönd,
Júgóslavíu og víðar með
myndavélina í malnum.
Það má einmitt sjá það
greinilega á myndum gerand-
ans, að hann er maður víðförull
og einn þeirra er hefur næmt
auga fyrir smáatriðunum allt í
kring. Uppistaðan á sýningunni
í Norræna húsinu er nefnilega
undantekningarlaust upplifun
smáatriða hvunndagsins, en í
þeim eru faldir miklir töfrar
fyrir þá er skilja margbreyti-
leikann í hinu smáa ekki síður
en í hinu hrikalega. Hið smáa
er nefnilega jafnlítið smátt og
hið stóra er stórt. Á sama hátt
og það er einnig til fegurð í
„glissando" í tónlist ekki síður
en í hinum hæstu tónum. Þann-
ig hafa menn ekki til nein al-
gild sannindi um hvað fegurð í
rauninni er og það gerir lífið
einmitt svo spennandi. Það sem
undirrituðum þótti strax mest
sláandi, er hann kom inn á sýn-
inguna, var einfaldleiki og tær-
leiki myndanna ásamt því hve
miklum áhrifum gerandinn
nær úr knöppu myndefni. Gott
dæmi um þetta eru myndirnar
er blasa við hægri hönd skoð-
andans er inn í salinn er geng-
ið, sem eru hverri annarri betri
(nr. 58—65). Mætti benda á ótal
myndir á sýningunni eru tóku
mig fanginn við fyrstu yfirferð,
en ég læt mér nægja að bæta
við fyrri upptalningu myndum
líkt og nr. 1, 25, 28, 30, 33 og 47.
Tel ég að í þeim öllum komi
fram bestu eiginleikar gerand-
ans, næmni hans fyrir smá-
atriðum og tærleika.
Á köflum líkjast sumar
myndirnar frekar hreinni
myndlist en ljósmyndum og er
það vegna hárnákvæmrar
myndbyggingar og skörpu auga
fyrir samræmi og andstæðum á
myndfleti. Við þetta bætist
ljósnæmt minni filmunnar og
ljóðrænn veruleiki, höndlaður
úr brotabroti sekúndunnar og
ögurstund veruleikans.
— Þetta er sýning sem
margir hafa áreiðanlega nautn
af að skoða.
£
Keramik: Kolbrún Björgólfsdóttir.
Fatahönnun: Sigrún Guðmundsdóttir.
Silfur: Jón Snorri Sigurósson.
Hönnun’82
Myndlíst
Valtýr Pétursson
Ein af þremur sýningum, sem
Kjarvalsstaðir leggja til Lista-
hátíðar 1982, er sýning listmuna,
er nefnist HÖNNUN 82. Þar
leiða saman hesta sína framleið-
endur og listamenn á mörgum
sviðum. Ekki man ég til þess, að
slíkur atburður hafi átt sér stað
áður í sögu Kjarvalsstaða, en
listiðnaðarsýningar hafa verið
þar á ferð áður. Þessu má sann-
arlega fagna, því að list og fram-
leiðsla á samleið, sem ekki verð-
ur rofin. Listin á að verða eðli-
legur þáttur í daglegu lífi fólks.
Svo eðlilegur, að hún verði vart
greind frá notagildi hlutanna í
daglegri návist okkar. Líf án
listar er dapurlegt og snautt öllu
því, er örvar og auðgar tilveru
vora.
Ég verð að játa að er ég gekk í
salinn, þar sem Hönnun 82 er til
húsa, að sýningin kom mér mik-
ið á óvart. Heildarsvipur þessar-
ar sýningar er óvenjulegur.
Hressilegur og ferskur blær leik-
ur þar um hlutina og hvert og
eitt einasta verk fær að njóta sín
svo rækilega að unun er að. All-
ur frágangur þessarar sýningar
er á þann veg, að sómi er að.
Þarna eru farnar nokkuð ný-
stárlegar leiðir, og það er afar
vel valið til sýningarinnar og
skapaður heildarblær, sem er í
sjálfu sér listaverk. Þarna er
einnig mikið af sérlega vel hönn-
uðum hlutum á flestum sviðum:
Leirmunir, fatahönnun, leður-
vinna, tauþrykk, vefnaður, silf-
urmunir, lampar og húsgögn.
Margt er þarna til sýnis og
það vekur nokkurn fögnuð að
sjá, hvar við erum á vegi stödd,
hvað hönnun viðvíkur. Það er
ekki ofsögum sagt, að frágangur
þessarar sýningar eigi sinn þátt
í því að augu manns opnist fyrir
því sem hér er á ferð. Sá, er
mestan heiður á af þessu fyrir-
tæki, er ungur arkitekt, sem
heitir Guðni Pálsson og fullyrði
ég, að hönnuðir og framleiðend-
ur eiga honum mikið upp að
inna. En sýnendur á þessari sýn-
ingu eru nær 50 talsins, og virð-
ist valinn maður í hverju plássi.
Þetta framlag Kjarvalsstaða er
til sóma fyrir alla þá, er hlut
eiga að máíi.
Með þeim fáu línum, sem hér
eru settar á blað, vonast ég til að
örva fólk til að veita þessu fyrir-
tæki eftirtekt og láta ekki slíka
sýningu óseða. Til hamingju með
þetta framtak.
<-í* ■ -v*- ■ ' -.
Jóna Guðvarðardóttir
um, að það eru frumlegir og
ferskir hlutir á þessari sýningu,
og þetta fólk hefur fengið
menntun sína víðar en á Norður-
löndum.
Ég ætla mér ekki að tíunda
hvern og einn í þessum línum, en
það eru ellefu meðlimir í „Leir-
listarfélaginu". Þar að auki er
einn gestur á þessari sýningu,
Daninn Peter Tybjerg, og sýnir
hann merkilega hluti. Kolbrún
Björgólfsdóttir sýnir einnig á
Hönnun ’82, en hér er hún með
allt annan svip en á þeirri sýn-
ingu. Ég nefni ekki fleiri nöfn að
sinni, þar sem ítarleg úttekt var
gerð á hverjum listamanni í út-
varpi fyrir skömmu. En ég vil
segja af heilum hug, að ég gleðst
yfir því hver árangur hefur orðið
í listsköpun þessa hóps og hver
Leirlistarfélagið
í Listmunahúsinu við Lækj-
argötu stendur nú yfir sýning
„Leirlistarfélagsins", en þetta er
í fyrsta sinn, sem þetta unga fé-
lag heldur sýningu hér á landi.
Flestir meðlimir hafa sýnt áður
erlendis, og margir hafa komið
hér fram að undanförnu. Sumir
þeirra eiga einnig verk á hinni
merkilegu sýningu, er nefnist
Hönnun ’82 og er á Kjarvalsstöð-
um. Þarna eru bæði eldri og
yngri listamenn í leirmunagerð,
og sýning þeirra er fjörug og
skemmtileg. Þarna má finna ým-
islegt, sem eingöngu hefur list-
rænt gildi og annað, sem einnig
hefur notagildi. Leirmunagerð
er forn list og hefur verið stund-
uð af flestum þjóðum, nema ef
vera skyldi Islendingum, en
meðal þeirra er hún nýjung. Að
vísu var Guðmundur heitinn í
Miðdal með leirmunagerð hér á
árunum, en ég held hann hafi
verið einn um þá listgrein.
Á undanförnum árum hefur
áhugi á leirmunagerð vaxið með
ólíkindum. Á þessari sýningu í
Listmunahúsinu sér hver og einn
þann árangur, sem þegar hefur
náðst, og hann er ekki lítill. Á
Norðurlöndum er þessi listgrein
með blóma, og er því ekki langt
að seilast eftir tilsögn og inn-
blæstri. Nú veit ég lítið sem ekk-
ert, hvað er að gerast á þessu
sviði í fyrrnefndum löndum, en
það hljóta að vera nokkur tengsl
á milli okkars fólks og frænda
okkar. Á hinn bóginn er ég viss
breidd er í þessum verkum.
Þarna eru leirlitir og efni haft í
fyrirrúmi, og gefur það eitt til-
efni til að grandskoða vinnu-
brögð þessa fólks. Formkennd er
misjöfn og prsónuleg, og það á
einnig við um hugmyndafræð-
ina. I fáum orðum sagt: Fjöl-
Sigrún Guðjónsdóttir
breytt og vönduð sýning, sem er
til mikils sóma fyrir þá, er þar
eiga verk. Það hefur svo sannar-
lega rofað til á þessu sviði sein-
ustu árin, og vonandi verður
framhald á því. En til þess þurfa
Islendingar að læra að virða og
elska þessa fornu og mannlegu
listgrein.
Gallerí Lækjartorg
Við Lækjartorg er nýtt og
mikið hús, eins og allir kannast
við. Á annarri hæð þessa húss er
Gallerí Lækjartorg, og þar hefur
hver sýning rekið aðra að undan-
förnu. Það er sannast mála, að
ekki hefur sérlega verið vandað
til þessara sýninga í hjarta
borgarinnar, og þar hafa margir
ungir menn komið fram með
heldur ótímabær verk að dómi
okkar eldri manna. Það er engu
líkara en þarna sé nokkurs kon-
ar leikvöllur fyrir þessa ungu
menn, og í flestum tilfellum
vantar það, er við á að éta.
Nú er þarna á ferð maður að
nafni Björn Skaptason og sýnir
hvorki meira né minna en 49
myndir. Ég held, að þær séu all-
ar unnar í þekjulitum eða
vatnslitum, en það er ekki gott
að átta sig á, hvernig hann túlk-
ar viðfangsefni sín, því vægast
sagt er engum venjulegum regl-
um haldið til streitu. Það er
heldur ekki gott að dæma um,
hverja hæfileika þessi piltur
hefur, því að hann virðist láta
kylfu ráða kasti í flestum þeim
myndum, sem hann sýnir. Ég er
allur af vilja gerður að leita uppi
hinar bjartari hliðar á þessum
verkum, en ég held að ég verði að
gefa það upp á bátinn. Þarna eru
sprotar, en hvergi rætur, ef svo
mætti að orði kveða. Málið er
ofur einfalt; þennan pilt vantar
alla reynslu og þekkingu til að
koma saman mynd og úr því
verður hann að bæta áður en
hann stofnar að nýju til sýn-
ingar á hugðarefnum snum.
Listin er enginn leikur, og því
ættu menn að gera sér grein
fyrir, ekki hvað síst þegar frá-
bært listafólk er hér í heimsókn
á Listahátíð. Fólk, sem hefur
lagt allt sitt undir, til að ná ár-
angri, og eytt til þess tugum ára.
Ekkert er gripið úr lausu lofti,
og allt verður að borga með
vinnu og aftur vinnu. Um þá
sýningu er nú stendur í Gallerí
Lækjartorgi, hef ég því miður
ekki meira að segja.