Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982
29
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Óskum eftir að ráða
starfskraft til starfa viö kynningu á drykkjar-
vörum í verzlunum. Vinnutími er e.h. fimmtu-
daga og föstudaga. Góö framkoma æskileg
ásamt góöum talanda.
Umsóknir sem greini frá aldri og fyrri störfum
sendist augl.deild Mbl. fyrir fimmtudaginn
24. júní merkt: „Drykkur — 1982“.
Rafeindavirki
Óskum að ráða rafeindavirkja eöa mann með
sambærilega menntun á radiolager okkar.
Starfiö felst í umsjón varahlutalagers fyrir
ýmis konar rafeindatæki.
Umsækjendur hafi samband viö verkstjóra
radioverkstæðis.
heimilistæki hf
Afgreiðslumaður
Helzt eitthvað vanur afgreiöslumaöur óskast
strax.
Verzlunin
r WwKSBm
« >4I la rýiifiC
A1
Laugavegi 29, sími 24322.
Lausar stöður
heilsugæslulækna
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stööur
heilsugæslulækna sem hér segir:
1. Ólafsvík H2, önnur staöa læknis frá og
meö 1. september 1982.
2. ísafjörður H2, ein staða læknis frá og með
1. janúar 1983.
3. Þingeyri H1, staöa læknis frá og meö 1.
september 1982.
4. Ólafsfjöröur H1, staöa læknis frá og meö
1. september 1982.
5. Vopnafjörður H1, staöa læknis frá og meö
1. nóvember 1982.
6. Vík í Mýrdal H1, staöa læknis frá og með
1. nóvember 1982.
7. Hella H1, staöa læknis frá og meö 1. des-
ember 1982.
8. Vestmannaeyjar H2, ein staöa læknis frá
og með 1. október 1982.
9. Keflavík H2, staða læknis frá og meö 1.
september 1982.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun og læknisstörf sendist ráöu-
neytinu á þar til geröum eyöublööum sem
fást í ráðuneytinu og hjá landlækni fyrir 15.
júlí nk.
Heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytiö
16. júní 1982.
Sunnuhlíð
Hjúkrunarheimili aldraöra Kóp.
Deildarstjóri óskast sem fyrst, hjúkrunar-
fræðingar og sjúkraliöar óskast til sumaraf-
leysinga.
Uppl. í síma 45550.
Hjúkrunarforstjórinn.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Landspítalinn
FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast sem fyrst á öldr-
unarlækningadeild til afleysinga fram til 1.
október nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir öldr-
unarlækningadeildar í síma 29000.
L/EKNAFULLTRUI óskast til starfa við öldr-
unarlækningadeild Landspítalans viö Hátún.
Stúdentspróf eða hliöstæð menntun áskilin
ásamt góöri vélritunar- og íslenskukunnáttu.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir
12. júlí nk. Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri í síma 29000.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til afleys-
inga á dagspítala og göngudeild öldrunar-
lækningadeildar. Eingöngu dagvinna.
Einnig óskast HJÚKRUNARFRÆÐINGAR til
næturvakta á öldrunarlækningadeild. Upp-
lýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítal-
ans í síma 29000.
Kleppsspítalinn
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast sem
fyrst á nýja deild sem veriö er aö opna aö
Flókagötu 31.
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á
næturvakt.
Einnig óskast HJÚKRUNARFRÆÐINGAR til
sumarafleysinga á ýmsar deildir spítalans.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr-
unarforstjóri Kleppsspítalans í síma 38160.
Reykjavík, 20. júní 1982,
Ríkisspítalarnir.
Laus staða
Staöa framkvæmdastjóra Sambands nor-
rænu félaganna á Noröurlöndum er laus til
umsóknar. Sambandiö er samtök Norrænu
félaganna sjö. Ráðningartíminn hefst 1. nóv-
ember 1982.
Framkvæmdastjórinn stjórnar daglegum
störfum á skrifstofu sambandsins, sér um
framkvæmdir og sameiginleg verkefni, ber
ábyrgð á námskeiðum og ráðstefnum, ann-
ast alla sameiginlega útgáfustarfsemi og er
ritstjóri tímaritsins Vi i Norden (4 hefti á ári).
Skrifstofa sambandsins er nú í Helsinki. Ef
sérstök ástæöa þykir til er hugsanlegt aö
flytja skrifstofuna til annars lands innan
Norðurlanda.
Laun eru nú samkvæmt launaflokki B-4 hjá
finnska ríkinu, byrjunarlaun eru nú 7.621,-
mark, hæstu laun 9.220,- mörk.
Umsóknir ásamt meðmælum og upplýsing-
um um fyrri störf sendist Föreningarna
Nordens Förbund, Mannerheimvágen 18A,
SF-00100 Helsingfors 10. Fyrirspurnum svar-
ar Gustav af Hállström í síma 90-608724.
©^Matardeildin
Hafnarstræti
óskar aö ráða mann til útkeyrslu- og lager-
starfa.
Uppl. í Matardeildinni Hafnarstræti 5.
Sjúkraliðar
Sjúkrahúsiö á Húsavík óskar aö ráöa sjúkra-
liða nú þegar.
Allar upplýsingar í síma 96-41333.
I Janvangur hf.
RADNINGAR-
ÞJONUSTA
ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA:
Rannsóknarmann (125) til aö sjá um verk-
efni á sviöi krabbameinsrannsókna. Þaö er:
beinar rannsóknir, safna saman og tölvufæra
upplýsingar og tölfræöileg úrvinnsla gagna.
Nauösynlegt er: að viðkomandi hafi fengist
viö rannsóknarstörf, hafi innsýn í úrvinnslu
gagna með tölvu, og menntun aö sviöi líf-
fræði, meinatækni eöa læknisfræöi.
Verkstjóra (137) til starfa hjá stóru iðnfyrir-
tæki. Starfssvið: verkstjórn, ca. 25 manns,
starfsmannahald, stjórnun og framleiöslu-
skipulagning. Viö leitum aö: manni með
reynslu í verkstjórn, lipra framkomu og góöa
skipulagshæfileika.
Verzlunarstjóra (135) hjá ritfangaverzlun.
Starfssviö: innkaup, afgreiðsla og fleira sem
til fellur. Starfsreynsla og þekking á verslun-
arstörfum nauðsynleg. Vinnutími frá kl.
9—18 eöa hálft starf frá kl. 13—18.
Bókara (116) til starfa á skrifstofu Dalvíkur-
bæjar. Starfssvið: bókhald, merking fylgi-
skjala, afstemmingar, uppgjör o.fl. sem til
fellur á skrifstofu bæjarfélags. Við leitum aö:
manni meö verslunarmenntun og/ eöa
reynslu í bókhaldsstörfum. Aöstoö við útveg-
un húsnæðis, ef þörf krefur. Viökomandi þarf
aö geta hafið störf, sem fyrst.
Vinsamlegast sendiö umsóknir á eyðublöö-
um sem liggja frammi á skrifstofu okkar,
merktum númeri viðkomandi starfs.
Gagnkvæmur trúnaöur.
Hagvangur hf.
RADNINGARÞJÓNUSTA
GRENSÁSVEGI 13, R.
Haukur Haraldsson,
Þórir Þorvarðarson,
SIMAR 83472 & 83483
REKSTRAR- OG
TÆKNIÞJÓNUSTA,
MARKAÐS- OG
SÖLURÁÐGJÖF,
ÞJÓDHAGSFRÆDI-
ÞJÓNUSTA,
TÖLVUÞJÓNUSTA,
SKOÐANA- OG
MARKAÐSKANNANIR,
NAMSKEIÐAHALD
Framkvæmdastjóri: Ólafur Örn Haraldsson.
Kennarar —
Kennarar
Kennara vantar að grunnskólanum í Hamra-
borg, Beruneshreppi, S-Múlasýslu. Fagurt og
friösælt umhverfi. Tilvaliö fyrir einhleypan
mann. Gott húsnæöi og fæöi fyrir sanngjarnt
verð. Upplýsingar:
Skólastjóri: sími 97-8964.
Fræöslustjóri Austurlands:
sími 97-4211 og 4130.
Eskifjarðarbær
auglýsir lausa stöðu forstööumanns dag-
heimilis Eskifjarðar frá og meö 1. ágúst 1982
— 1. ágúst 1983.
Umsóknum skal skila á Bæjarskrifstofuna
fyrir 25. júní nk.
Bæjarstjóri.
Frá Strætisvögnum
Reykjavíkur
Óskum að ráöa starfskraft til afleysinga viö
matargerð og framreiðslu í mötuneyti SVR á
Kirkjusandi frá 1. júlí til 1. september.
Upplýsingar gefur Jan Jansen yfirverkstjóri í
síma 82533 mánudaginn 21. júní milli kl.
13—14 eða á staðnum.