Morgunblaðið - 20.06.1982, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982
Hann vinur okkar Kalli prins sr nú skki ains slasmur sins og margir vilja vera láta. Hann er hér é
myndinni að ofan að r»öa við meðlimi rokksveitarinnar Status Quo eftir tónleika þeirra í NEC-höll-
inni í Birmingham. Þar voru 11.000 trylltir aödéendur flokksins saman komnir og fögnuöu ékaflega er
Kalli prins gekk í salinn. Hrópuöu „Charlie, Charliel" Ekki ber é öðru en vel fari é meö þeim
drengjum, Kalla prins og Status Quo.
Tvennt stórviðburða
framundan í poppinu
Járnsíðan hefur sannfregnað, aö
tveir meirihéttar viðburðir í popp-
lífi mörlandans eigi sér stað innan
skamms. Sé fyrri er nokkuð „myst-
ískur“ og fer fram é Jónsmessu,
24. júní, í Félagsstofnun stúdenta.
Hefur ekkert frekar verið létið upp-
skétt hvaö þar muni verða é
dagskré, utan hvað samkoman
mun bera yfirskriftina Draumur að
veruleika.
Þá hafa borist þau gleöitíöindi, aö
breska hljómsveitin Comsat Angels
muni sækja landann heim í júlíbyrj-
un og halda hór tvenna tónleika,
dagana 8. og 9. júlí. Standa vonir til
aó þeir geti farið fram í Gamla Biói
og Félagsstofnun stúdenta. Comsat
Angels er vel þekkt nafn í Bretlandi,
þótt lítiö hafi fariö fyrir því hérlendis.
Um leiö og frekari fregnir berast
mun Járnsíðan aö sjálfsögöu greina
frá öllum málavöxtum.
Diana Ross
lét eins
og hross
Tónlistargagnrýnendur
hökkuðu söngstjörnuna Diönu
Ross í spaö vegna framkomu
hennar é fyrstu tónleikum
hennar í nýhafinni Evrópuferð
í Wembley Arena. Diana étti í
stökustu vandræöum með
„sándiö" é tónleikunum, en þó
keyrði um þverbak þegar hún
hætti í miöju lagi, öskraði é
tæknimennina og þrusaði ein-
um „monitornum" niður.
Á blaöamannafundi, sem
söngkonan boöaöi til daginn
eftir tónleikana, baöst hún
opinberlega afsökunar. „Ég
missti einfaldlega stjórn á mér.
Ég vildi hafa allt fullkomiö, en
þegar hljómurinn fór úr bönd-
unum varð ég æst. Þegar óg
hætti svo aö heyra í sjálfri mór
missti ég stjórn á skapinu eitt
andartak. Ég vonaði aö enginn
tæki eftir þessu atviki, en svo
viröist ekki hafa veriö. Ég hef
ekkert á móti því aö fá heiöar-
lega gagnrýni, en einhverjir
virðast hafa misskilið þetta allt
saman.“
NÝ PLATA FRÁ
KING CRIMSON
Nýrrar plötu er aö vænta fré King
Crimson í þessum mánuði. Ber hún
nafnið Beat. Mikill hluti plötunnar er
byggður aö einhverju leyti é ritverk-
um Jack Kerouac og verður bók
hans “On the Road“ dreift með plöt-
unni til kynningar.
Sólóplata
Steina
er senn
tilbúin
Sólóplata Þorsteins
Magnússonar, sem vió
greíndum frá, aö vaari á döf-
inni á sínum tíma, hefur nú
verið fullunnin. Eftir heim-
ildum, sem Járnsíöan telur
ekki ástæðu til aö rengja,
höfum viö fregnaö aö „þem-
aö“ á plötunni sé manns-
ævin. Fara tvö fyrstu lögin í
vangaveltur í móöurkviói og
lokalag plötunnar er hug-
leiöing um líf eftir dauöann.
Mun Þorsteinn hafa farið í
hljómver meö textana sína
og unnið lögin aö miklu leyti
þar. Notar hann mikiö hljóö-
gervla á plötunni og mun lítiö
vera um „straight“ hljóma á
henni. Veröur þetta hraö-
geng 12 tommu plata meö 5
eöa 6 lögum.
CHEAP TRICK/ One on one:
Bastarður, sem í raun er
hvorki fugl né fiskur
Rick Nielsert höfuðpaur Cheap Trick.
Japansmarkaður hefur reynst
mörgum hljómsveitum ómetanleg
lyftistöng, jafnvel komið undir þær
fótunum, eins og dæmið sannar
með Cheap Trick. Hljómsveitin var
nánast óþekkt í „heimalandi" sínu,
Bandaríkjunum, er fregnir bérust af
óhemju velgengni þeirra fjórmenn-
inganna í Japan. Við nénari athug-
un reyndist hér vera é ferðinni lið-
tækasta hljómsveit í þess orös víð-
tækustu merkingu.
Cheap Trick hefur sent frá sér
nokkrar breiöskifur, nokkuö misjafn-
ar að gæöum eins og gengur og ger-
ist. Líkast til stendur hljómleikaplata
flokksins, tekin upp í Budokhan-
tónleikahöllinni í Tokyo (en ekki
hvar?) hæst. Fagnaöaröskur jap-
önsku smápíanna eru meö ólíkind-
um á þeirri plötu.
Nýverið kom á markaö síðasta
plata (þ.e. sú nýjasta) Cheap Trick.
Eitthvaö haföi verið látiö aö því
liggja aö hér væri á feröinni tíma-
mótaplata á einhvern hátt, ef ekki
hjá Cheap Trick, þá í hinum almenna
poppheimi. Hvorugt get ég heyrt á
þessari plötu, One on One.
Tónlist Cheap Trick er í litlu frá-
brugðin því sem hún hefur veriö um
langt skeiö, enda færi hljómsveitin
tæpast aö hætta á þaö aö styggja
Heimavarnarliðiö/ Hvað tefur þig bróðir?
Samansafn áhrifaríkra texta
og Ijómandi fallegra laga...
Sérstakur herstöóva-
andstæðingur hefi ég aldrei
talist þó svo auövitaö væri
best að hafa engan her hér í
landi, né annars staðar. Ég
átti sannast sagna ekki von
á neinum ósköpum á plötu
Heimavarnarliðsins, Hvaó
tefur þig bróðir? en hún
kom mér skemmtilega á
óvart. Þarna er aó finna tíu
lög, hvert öóru betra og fjöl-
breyttara. Ekki aöeins eru
lagasmíöarnar í betri kant-
inum heldur eru textarnir
sennilega þaö sterkasta,
sem út hefur komiö á einni
og sömu „poppplötunni“
hér á landi.
Perla þessarar plötu er lagiö
Klukkurnar í Nagasakí. Þaö er
eign Guömundar Hermannsson-
ar, fyrrum söngvara Amon Ra, og
hann syngur þaö einnig viö gull-
fallegan og áhrifaríkan texta
Hjartar Pálssonar. Ég leyfi mór
aö fullyröa að boöskapur sem
þessi hefur margfalt gildi á viö
mótmælasamkomur herstööva-
andstæöinga. Ég tek mér þaö
bessaleyfi aö vitna í texta Hjart-
En þremur dögum éður hafði um ógn
og (kelfing frézt
é ððrum itað — og Iðng og tvíeýn glíma
er ennþé héð við dauðann þar tem blik
þeta bélt var meat
tem brenndi tér í andlit Hírðeima.
Flest laganna eru mjög áheyri-
leg og ekki spilla textarnir fyrir.
Þeir eru margir hverjir eftir þjóö-
kunna menn og standa vel einir
sér. Lagasmíöarnar eru einnig
flestar í betri kantinum, svo og
flutningur allur. Þó finnst mér
einna mest koma til söngs þeirra
Sverris Guöjónssonar og Guö-
mundar Hermannssonar.
Þaö er Ríma, útgáfufyrirtæki
Siguröar Jónssonar/ Didda
Fiðlu, sem gefur þessa plötu út.
Áöur haföi Heimavarnarliöiö gef-
iö út plötuna Eitt ég þarf aö segja
þér. Á nýju plötunni kveöur
nokkuö viö annan tón en á hinni
fyrri. Ekki er veriö aö andskotast
út í Vesturveldin einvöröungu
heldur fær „björninn" í austri sín-
ar kveöjur, svo og allir þeir, sem
taka þátt í vígbúnaðarkapp-
hlaupinu. Má því fremur segja aö
plata þessi sé innlegg í baráttu
friöarsinna hér á landi heldur en
aö henni sé eingöngu beint gegn
hernum á Miönesheiöi. En ofar
öllu er plata þessi aöstandendum
sínum til sóma á allan hátt.
— SSv.
japönsku smápíurnar. Til þess er
markaðurinn of stór. Þetta sýnir hins
vegar í hnotskurn hugsanagang yfir-
gnæfandi meirihluta hljómsveita.
Tónlistin er númer tvö, hagnaöurinn
situr sem fastast í efsta sætinu. í
sjálfu sér ofur skiljanleg staðreynd ef
út í þá sálma er farið.
Frumleikanum er ekki fyrir aö fara
hjá Cheap Trick. Hljómsveitin reynir
ýmist að troöa slóðir þungarokkar-
anna, sem nú njóta vinsælda, aö
ekki sé nú minnst á bárujárnið, eöa
róa sig niður úr öllu valdi. Utkoman
verður hálfgeröur bastaröur, sem er
hvorki fugl né fiskur.
Platan hefst á tveimur kröftugum,
en þaö sem Bretinn myndi kalla
„untidy”, lögum. Á eftir fylgir ein
dæmigerö ballaöa og síöan tvö ör-
þreytt lög. Síöari hliöin er mun
áheyrilegri. Fyrstu tvö lögin þar eru
OK, og síöan kemur nokkuð sniöugt
lag. Svei mér ef ekki vottar fyrir
áhrifum frá Gary Numan þar. Per-
sónulega finnst mér þetta vera besta
lagiö. Á eftir fylgir ágætis rokkari og
þá lag sem rennur inn um annaö og
út um hitt. Endapunkturinn er hins
vegar slappur.
Ég verö aö hryggja vin minn og
Startarann Pétur Kristjánsson meö
því aö segja, aö mér lítist ekkert allt
of vel á þennan grip. Ef viö notuðum
stjörnugjöf hér á Járnsíöunni fengi
þessi i hæsta lagi 2 stjörnur. Líkast
til mínus i kaupbæti aftanviö.
— SSv.