Morgunblaðið - 20.06.1982, Síða 39

Morgunblaðið - 20.06.1982, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 39 Löður í gær, Mark Twain í dag ... Bókabann í tísku í Bandaríkjunum Tilraunum til að banna sígild rit- i- verk, þ.á m. eftir Mark Twain og Ernest Hemingway, í bókasöfnum og skólum fjölgar nú jafnt og þétt í ( Bandaríkjunum. Skólastjórn í Virg- iníu vildi banna Stikkilsberja-Finn, einkum vegna orðsins „nigger“ sem þar kemur oft fyrir. Skólanefnd I Arizone felldi nýlega úr gildi lesefn- islista með bókum eftir Hemingway, Conrad, Homer, Poe, Twain og Steinbeck. Á Long Island hefur fyrrverandi lögreglumaður frá New York um all- langt skeið barist fyrir því að skáld- sagan „The Fixer“ eftir Bernard Malamud verði fjarlægð úr skóla- bókasafni. Sagan, sem hlaut Pul- itzer-verðlaunin á sínum tíma, fjallar um ofsóknir á hendur gyðingi nokkr- um í Rússlandi á tímum keisaranna. Þessi nýja bylgja af bóka- bönnum er talin eiga rætur sínar að rekja til starfsemi Moral Maj- ority-samtakanna og forsprakka þeirra, séra Jerry Falwell. Hann hefur m.a. farið fyrir í baráttu gegn námsbókum um kynlíf og hefur sú barátta farið fram með bréfasendingum til almennings. Samband bókasafna í Banda- ríkjunum segir að fjöldi bóka, sem verða fyrir einhvers konar að- kasti, hafi stóraukist árið 1981. Ýmsir álíta, að kjör Reagans hafi haft þessi áhrif á annars aðgerð- arlítil íhaldsöfl í ýmsum sveitum og bæjum. Fyrrnefndur skóli í Virginíu mælti með því, að áeggjan nefndar sem var skipuð fólki af ýmsum kynþáttum, að Stikkilsberja- Finnur yrði tekinn af lesefnislista, þar eð í bókinni væri gert gys að þeldökku fólki. Þessi ákvörðun orsakaði hávær mótmæli frá menntamönnum og blöðum. Washington Post benti til dæmis á að einhver jákvæðasta persóna sögunnar væri strokuþrællinn Jim, sem sigldi með Finni á fleka niður eftir Mississippi-fljótinu. Herferðin gegn „The Fixer" í New York er hin fyrsta sinnar teg- undar til að fara fyrir hæstarétt, en brottnám bókarinnar úr skóla- bókasafninu á Long Island hefur verið kært sem brot á stjórnar- skrárákvæðinu um málfrelsi. Lögreglumaðurinn fyrrverandi, Mark Twain sem er frumkvöðull herferðarinn- ar, mun fyrst og fremst amast við sögunni, þar sem í henni er lýst fangavörðum sem hrópa klúryrði. Þegar bókin var fjarlægð úr skólabókasafninu árið 1975 til- kynnti skólanefndin að hún myndi taka hana ásamt nokkrum öðrum bókum úr hillum safnsins þar sem verk þessi væru „and-amerísk, and-kristin, and-gyðingleg og bara viðbjóðsleg yfirleitt". Verkin sem hér um ræðir voru meðal annarra: Slaughterhouse Five eftir Kurt Vonnegut, The Naked Ape eftir Desmond Morris og Soul on Ice eftir Eldridge Cleaver. Andstæðingar herferðarinnar segja að bannið varði við stjórn- arskrána og sé af stjórnmála- legum toga, en einn hæstaréttar- dómari hefur látið hafa eftir sér að þrátt fyrir allt sé ekki um að ræða beint brot á ákvæði stjórn- arskrárinnar. Mál þetta fer væntanlega fyrir rétt í júlí næstkomandi og mun úrskurður hæstaréttar hafa mikla þýðingu á hvorn veginn sem dóm- ur felíur, því með honum verður skapað lagalegt fordæmi. (Þýtt og endursagt úr Observer.) „Það er allt í lagi að það er engin „hetja" í verkinu, en það er hins vegar vandamál, að allar persónurnar eru svo frá- hrindandi að maður missir brátt allan verulegan áhuga á því að vita hvernig þeim farn- ast. Við vitum að Vita Ander- sen getur gert umfjöllunarefni sitt áhrifamikið í ljóði og lausu máli, en í þessu tilfelli skapast engin dramatík. Það er vegna þess að það er engin saga, persónurnar þróast ekk- ert á sviðinu. Við erum á til- finninga-útsölu. Allir eiga svo andskoti bágt. Allir ásaka alla fyrir að vera andskotans sama. Því fer ekki hjá því að manni verði það líka, sem áhorfanda." Palle Schmidt skrifar í B.T.: „Vita Andersen er ekki mik- ið leikskáld, en þó vel nothæft. Á köflum er hið nýja leikrit prýðilegt, en hún hefur færst of mikið í fang. ... Hvað sem öðru líður varð „Kannibal- erne“ aðeins smáskammtur af kynslóðabili, smáskammtur af félagslegum umræðum, smá- skammtur af hjásofelsi og smáskammtur af leikhúsi. Samanlagt aðeins hálf Vita.“ Robert Naur segir í Politiken: „„Kannibalerne" er um til- finningalegt mannát. Vita Andersen getur numið hjart- slátt sinnar kynslóðar. Hún getur skrifað það mál sem sú kynslóð talar og hún hefur nú búið til nokkrar skissur sem undir góðri leikstjórn Geir Sveass hafa orðið mannlegum verum ... Verkið er dapurleg lýsing kynslóðar, sem hélt að ástarsæla væri það sama og frjálst kynlíf og að hún kost- aði ekkert og að henni fylgdu engar skuldbindingar. Og það var lygi, því allir vilja fá og enginn vill gefa, allir vilja eta hina, án þess að gefa nokkuð af sjálfum sér í hina miklu mannátsveislu tilfinn- inganna." Stórir - litlir - breiðir - mjóir - kantaðir flatir - rúnnaðir......... 4Ö HUSASMIÐJAN HF. Súðavogi 3—5,104 Reykjavík, sími: 84599

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.