Morgunblaðið - 20.06.1982, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982
41
fyrir að gera ekkert til að hreinsa
upp í Teamster-félaginu, að um-
gangast svikahrappa og loka aug-
unum fyrir því.
„Þeir eru furðulegir þessir
Kennedyjar," sagði Gibbons.
„Bobby reyndi að eyðileggja
mannorð mitt í yfirheyrslunum en
svo þegar hann vildi stuðning
minn í forsetakosningunum 1968,
hringdi hann í mig og sagði „Har-
old“, eins og við hefðum alltaf ver-
ið mestu mátar. Teddy gerði
reyndar hið sama þegar hann vildi
komast eitthvað áfram í þinginu.
En þegar Bobby hringdi, sam-
þykkti ég að hitta Steve Smith,
mág hans, sem stjórnaði framboð-
inu. Strákurinn var drepinn áður
en ég fékk taekifæri til að hitta
hann.“
Stuðningur verkalýðsfélaga er
mikilvægur hvaða frambjóðanda
sem er í Bandaríkjunum. Kunnir
leiðtogar eins og Gibbons geta
einnig gert mikið gagn. „Hoffa
studdi aldrei neinn frambjóðanda,
en hann kallaði sig alltaf repú-
blikana. Af hverju veit ég ekki.
Fitzimmons var forseti félagsins
1972 þegar Nixon var í endurkjöri.
Hann vildi að við í stjórninni
styddum hann einróma. Þeir hinir
voru tilbúnir til þess að ergja ekki
Fitzimmons. En ég gat það ekki og
sagði þeim það. Við það missti ég
allar skyldur í félaginu, en lét
Fitzimmons ekki komast upp með
að segja mér fyrir verkum."
Það er auðheyrt að Gibbons
fyrirleit Fitzimmons sem lést í
fyrra og Roy Williams tók við af.
„Hoffa notaði Fitzimmons eins og
borðtusku," sagði Gibbons. „Fit-
zimmons var hræddur við að taka
ákvarðanir og var í vasanum á
stórbokkunum í Mafíunni. Hoffa
skipaði hann eftirmann sinn af
því að hann hélt að hann gæti
þannig fengið embættið strax aft-
ur þegar hann kæmi úr tukthús-
inu. En Mafíuforingjarnir vildu
ekki fá Hoffa aftur í forsetastól-
inn, hann hafði alltaf í tullu tré
við þá, þótt hann dansaði með. Svo
þeir sáu um Hoffa þegar hann
byrjaði að vinna að endurkjöri."
Gibbons gekk lengi með forseta-
embættið í Teamster-félaginu í
maganum, en lét aldrei til skarar
skríða. Hann er hreykinn af félag-
inu þótt það hafi „marbletti og
graftakýli" eins og hann segir. „Ég
hef bara hitt eina manneskju í
hópi mótmælaseggja innan félags-
ins með vit í koltinum," segir
hann. „Þetta er eina verkalýðsfé-
lagið sem hefur náð einum undir-
stöðusamningi sem nær yfir öH
Bandaríkin. Það má margt ljótt
um okkur segja, en við höfum gert
vel fyrir okkar fólk.“
ab
Stykkishólmur:
Vargurinn
gerir usla í
æðarvarpi
Stykkishólmi, 16. júní.
Það má segja að vorið hafi
ekki verið upp á það besta hjá
okkur og sumarið það sem af
er. Mjög seint var hægt að
setja niður í kartöflugarða og
sumir voru ekki búnir að setja
niður fyrr en 3. júní. Um-
hleypingasöm hefir tíðin ver-
ið. Rigningar voru um daginn
og varð þá mjög blautt í eyj-
um og mörg hreiður æðarkoll-
unnar sem fóru þá á flot.
Talsvert er um að vargur,
bæði hrafn og svartbakur,
ráðist að hreiðrum og geri
usla. Minkurinn hefir verið
talsverður eins og áður. Munu
hafa verið á sl. ári unnir yfir
200 minkar á Skógarströnd,
eyjum og í nágrenni og virðist
lítil þurrð á þessum vágesti.
Grásleppuveiði hefir glæðst
hér undanfarið.
KrétUriUri
Spjallað við útgefanda og aðalritstjóra
Alþjóðlegu Árbókarinnar
sem kemur nú út í sautjánda sinn á Islandi
„Þaö er hefð fyrir því að
íslendingar eru ákaflega
góðir lesendur og hvað Ar-
bókina varðar hafa þeir svo
sannarlega ekki brugðist.
Hún kemur nú út í 6 þús-
und eintökum hér á landi,
svo aö við megum vel við
una,“ sagði Gerd Braun,
forstjóri Weltrundschau
Verlag, svissneska forlag-
inu, sem gefur út Alþjóð-
legu Árbókina, í spjalli sem
blm. átti við hann og Erich
Gysling, aðalritstóra Árbók-
arinnar, er þeir voru hér
staddir á dögunum.
Útgáfa Árbókarinnar hef-
ur verið árviss viðburður á
íslandi sl. sautján ár, frá
því að „Áríð 1965“ kom út,
en ástæðurnar fyrir ís-
landsheimsókn þeirra Gysl-
ings og Braun voru fleiri en
sú að fylgja íslensku útgáf-
unni úr hlaði.
Þeir eru báðir vel kunnugir
landinu og hafa dvalið hér áð-
ur, en Erich Gysling ritstýrir
jafnframt Árbókinni hinu
þekkta svissneska vikuriti
„Weltwoche". Weltwoche fjall-
Gert Braun og Erich Gysling
helzt líka að finna eitthvað nýtt
í málinu, því vinnslu Árbókar-
innar má flokka undir blaða-
mennsku og við erum mjög
opinir fyrir ábendingum. Dreif-
ingin er nú um 100.000 eintök.
Mest er hún í Sviss, um 40.000
eintök, en hún er einnig mjög
vinsæl á Norðurlöndum eins og
útbreiðsla hennar hér á landi
sýnir. Við vonum að íslend-
ingar haldi áfram að vera
svona góðir lesendur og að
okkur haldist á því ágæta fólki
sem við höfum haft á að skipa í
störfum við Árbókina hér á
landi, en Björn Jóhannesson
hefur verið ritstjóri íslenska
kaflans frá upphafi. Það er afar
mikilvægt að hafa gott sam-
band milli landanna í útgáfu-
starfsemi sem þessari, en salan
byggist að mestu leyti á sölu-
mönnum. Við vorum dálítið
óheppnir fyrir nokkrum árum,“
segja þeir Gysling og Braun og
kíma. „En þá rugluðust setjar-
arnir á hollensku og sænsku út-
gáfunni, fannst þetta vera al-
veg sama tóbakið, og það varð
að innkalla báðar útgáfurnar,
enda var hvorug beint læsileg.
En útgáfa er annars vegar af-
skaplega skemmtilegt starf,“
bætir Braun við, sem áður
starfaði hjá Nestlee-fyrirtæk-
inu. „Maður hittir mikið af
áhugaverðu fólki og er alltaf að
læra.“
„Að sýna sem
flesta fleti á hverju máli“
ar um alþjóðamál og svipar
nokkur til „Observer".
„Ég hef safnað hér töluverðu
af efni, sem ég hef áhuga á að
skrifa um í „Weltwoche“,“ segir
Gysling. „Hér er margt áhuga-
vert að gerast, bæði í efnahags-
og menningarlífi og ég er búinn
að taka viðtöl við forseta ís-
Iands, forsætisráðherrann og
nóbelsskáldið, auk margra ann-
arra. Af einstökum málum, sem
ég hef áhuga á að taka fyrir,
get ég nefnt deilurnar um Alu-
suisse. Það er afar áhugavert
mál, fyrir fleiri en íslendinga
og þarf mikla gagnasöfnun til
að geta kynnt málstað beggja
deiluaðila svo að vel sé. Þá birti
ég væntanlega fleiri greinar,
almenns eðilis, um land og
þjóð.“ Gysling talar reyndar ís-
lensku í nokkrum mæli, en
kvartar undan því að erfitt sé
að halda henni við, nema þegar
hann kemur hingað.
Yfir íslenskt
„tungllandslag“
á svifdreka
„Ég hóf að læra íslensku í
Vínarborg á námsárum mín-
um,“ svarar Gysling spurningu
blaðamanns og það kemur í ljós
að hann hefur komið víða við;
verið blaðamaður og frétta-
stjóri svissneska sjónvarpsins
og skrifað margar bækur, m.a.
um málefni A-Evrópu, en á
þeim slóðum dvaldi hann lengi,
uns hann gerðist ritstjóri Ál-
þjóðaútgáfu Árbókarinnar um
1970. Svifdrekaflug er eitt af
mörgum áhugamálum Gyslings
og hann er nýkominn ofan af
Sandskeiði þennan dag. „Veð-
urskilyrði voru nú ekki sem
hagstæðust og ég komst ekki
mjög langt, en það var mjög
gaman að svífa yfir þetta sér-
kennilega tungllandslag, sem
gefur að líta þarna uppfrá. í
Sviss flýg ég oft til Austurríkis,
en þangað er um 100 km leið
þaðan sem ég bý. Það þykir nú
reyndar ekki merkileg vega-
lengd að fara í svifflugu," bætir
hann við. „Þeir færustu fara oft
800 km í einni lotu.“
Næsta alþjóðlega
útgáfan e.t.v.
helguð íslandi
Svo við víkjum talinu að Ár-
bókinni. Hvernig kom útgáfa
hennar til í upphafi og hverjir
eru helstu erfiðleikarnir sam-
fara því að gefa út rit, sem lesið
er á átta tungumálum í enn
fleiri löndum?
„Segja má að Norðurlönd séu
fæðingarstaður Árbókarinnar,"
segir Gert Braun. „Því hug-
myndina átti Dani, Sven Han-
sen, og bókin kom út í fyrsta
sinn árið 1946 í Danmörku. Eft-
ir stríð jókst áhugi fólks á
freftum og myndum mikið og í
byrjun var Árbókin fyrst og
fremst myndabók, sem lagði
aðaláherslu á stjórnmál og
íþróttir.
í dag er þetta alþjóðlegasta
árbókin sem gefin er út og við
leggjum áherslu á að finna sí-
fellt fleiri málaflokka til að
fjalla um og að sýna sem fiesta
fleti á hverju máli.
Nú er t.d. lögð mikil áhersla á
vísindi og tækni, menningu og
hagfræði, svo eitthvað sé nefnt.
Reynt er að taka mið af þeim
menningarstraumum sem eru
efst á baugi hverju sinni og
gera þeim skil. Svo er auðvitað
sérkafli helgaður hverju landi
fyrir sig, en auk þess erum við
að hugsa um að taka upp þann
hátt að kynna eitt land sér-
staklega í alþjóðlega kaflanum.
Við erum að velta því fyrir
okkur að hafa það ísland á
næsta eða þarnæsta ári og
kynna þá aðallega menningu
landsins. En í sérköflunum
leggjum við líka áherslu á að
kynna mál sem þykja áhuga:
verð í viðkomandi landi. í
Frakklandi er t.d. mikill áhugi
fyrir læknavísindum og því er
þeim málum sérstaklega sinnt í
frönsku útgáfunni.
Fariö bil beggja
í Falklands-
eyjastríðinu
Alþjóðlega Árbókin kemur
nú út á þýsku, ítölsku, spænsku,
sænsku, finnsku, íslensku,
frönsku og ensku. Stundum
koma auðvitað upp mál sem er
ógertlegt að fjalla um á aðeins
einn veg, eins og nýafstaðið
stríð Breta og Argentínumanna
um Falklandseyjar. í því máli
förum við sennilega þá leið að
segja frá málstað beggja, þ.e.
fjalla um stríðið frá báðum
sjónarhornum, og reyna svo
yÞrjóskan í
Islendingum“
Er hér er komið sögu eru þeir
Árbókarmenn farnir að horfa
löngunaraugum út um glugg-
ana í Grillinu, enda veður hið
besta og þeir miklir útivistar-
menn, þótt þeir yrðu að hætta
við að fara Kaldadalinn, í þetta
skiptið, að þeir tjá blm. Braun
er hér á landi í þriðja skiptið en
Gysling hefur komið mun oftar
og að sjálfsögðu komast þeir
ekki undan spurningunni sí-
gildu: „Hvað finnst ykkur at-
hyglisverðast í íslensku þjóð-
lífi?“ „Mér finnst nú alltaf jafn
athyglisvert hve margir hér
tala góða þýsku," segir Braun.
„Og það á jafnt við um Halldór
Laxness og fólk, sem maður
hittir á förnum vegi,“ bætir
Gysling við, en hann talar
reyndar sjálfur sjö tungumál.
„Annars erum við hissa á því
hve góð lífskjör íslendingum
hefur tekist að búa sér í svona
harðbýlu landi og það er að-
dáunarvert að bilið milli ríkra
og fátækra skuli ekki vera
meira þratt fyrir verðbólguna.
Ospillt náttúra er líka það sem
gerir landið hvað eftirsóknar-
verðast í okkar augum,“ segja
þeir Gysling og Braun. „Við
vorum einir hjá Gullfossi í gær,
það hefði varla gerst annars
staðar í heiminum. En mikil-
vægast fyrir ykkur íslendinga
er sennilega af hve mik'illi
þrjósku þið verjið menningu
ykkar. Sú „þrjóska" er alveg
einstök.“ — HHs.