Morgunblaðið - 10.07.1982, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 Þriggja ára drengur höfuð- kúpubrotinn ÞRIGGJA ára gamall drengur á hjóli varð fyrir bíl á Eikjuvogi laust eftir hádegi í gær og slasaðist hann talsvert, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá slysarannsókn- ardeild lögreglunnar í gær. Slysið varð með þeim hætti að drengurinn hjólaði á litlu reiðhjóli með hjálpardekkjum, út úr inn- keyrslu að húsi og lenti á vinstra afturhjóli bifreiðar, sem leið átti um götuna. Við rannsókn á slysa- deild kom í ljós að drengurinn var höfuðkúpubrotinn, en hann er ekki talinn í lífshættu, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. 47 rússneskir togarar að veiðum undan Reykjanesi SAMKVÆMT upplýsingum Land- helgisgæzlunnar eru rússneskir togarar enn að karfaveiðum djúpt undan Reykjanesi. Þegar vél Landhelgisgæzlunnar flaug síðast yfir veiðisvæðið, sem er um 60 mílur fyrir utan 200 mílna mörk- in, voru 47 rússneskir togarar að veiðum, auk birgðaskipa og ann- ara hjálparskipa. Rússar hófu karfaveiðar á þessu svæði snemma í vor og virðast þeir hafa aflað mjög vel á þessum slóðum. Nauðungaruppboð á Manhattan NAUÐUNGARUPPBOÐ hefur verið ákveðið á veitingastaðnum Manhattan við Auðbrekku í Kópa- vogi mánudaginn 19. júlí næst- komandi. I gær var haldinn skiptafundur í búinu og þá tekin ákvörðun um nauðungaruppboð. Enn er ekki vitað hve miklar kröf- ur verða gerðar í þrotabúið, þar sem kröfufrestur er ekki enn út- runninn, að því er Morgunblaðinu var tjáð hjá bæjarfógetaembætt- inu í Kópavogi í gær. Rabbað við íslendinga í MUnehen ojí Róm um HM í knattspyrnu „Hér snýst allt um þetta“ „í GÆR eftir leik V-Þjóóverja og Krakka, fór fólk út á götur með fána, það er mikil stemmning í kringum þetta. Og það eru auðar götur meðan á leikjunum stendur, það horfa allir á þetta.“ sagði Val- ur Ingimundarson, sem stundar nám í Miinchen, þegar Morgun- blaðið spurði hann um andrúms- loftið í V-Þýskalandi, eftir að Þjóð- verjar komust í úrslitin. „Það er mikið um það að fólk hittist á krám og horfi á leikina þar. Við horfðum á leik Vestur-Þjóðverja og Frakka í gær og ég hef aldrei upplifað annað eins fyrir framan sjónvarpið. Við vorum á krá og það var mikil stemmning, enda snýst allt um þetta hér, þessa dagana.“ — Eru menn bjartsýnir á að V-Þjóðverjar vinni heimsmeist- aratitilinn? „Já, mjög. Fyrir keppnina var gerð skoðanakönnun og það voru 60% sem töldu að V-Þjóðverjar myndu vinna, en eftir þetta tap á Paolo Rossi skorar hér fyrra mark sitt á móti Pólverjum, en hann hefur skorað öll mörk ítala í síðustu tveim leikjum, 5 að tölu, og með því slegið bæði Brasiliumenn og Pólverja út úr keppninni. móti Alsír, hrapaði það eitthvað niður, en ég held að það sé komið upp aftur. Eg held að menn hafi trú á sínum mönnum. Það gerir stoltið." — Hvað segja blöðin, eru menn ánægðir með frammistöðu þýska liðsins? „Eftir leikinn á móti Austur- ríki, þá var mjög slæmt hljóðið í pressunni, en þetta hefur batn- að, þeir eru byrjaðir að viður- kenna þá aftur. Blöðin segja um leikinn í gær, að hann hafi verið frábær. Þau eru mjög ánægð með sína menn, en það kemur fram líka, að þau virða frammi- stöðu Frakkanna og segja að þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var, sem er í raun og veru rétt.“ — Viltu spá einhverju um úr- slitin? „Ég veit ekki, vona bara að Þjóðverjar sigri. Eigum við ekki að segja 2—1.“ „Hreint út sagt brjálæði“ „ÞETTA er hreint út sagt brjálæði. Hér eru menn veifandi fánum út um allar götur og allir bílar píp- andi, þeir halda víst að þeir séu að vinna, enda eru þeir himinlifandi," sagði Hilmar Kristjónsson, starfs- maður FAO í Róm, þegar Mbl. hafði samband við hann og leitaði fregna af ástandinu á Ítalíu, í til- efni af því að ítalir eru nú komnir í úrslit í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. „Ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á 30 ára dvöl á Ítalíu. Ég og konan mín fórum út að borða, eftir að leik Ítalíu og Póllands var lokið og konan mín varð hrædd við öll lætin, og er hún þó enginn veifiskati." Það kom Klaus Fischer, sem skoraði þriðja mark Vestur-Þjóðverja á móti Frökk- um sést hér leika sundknattleik 12 timum eftir sigurinn gegn Frökkum. fram hjá Hilmari, að Rómaborg er fánum prýdd þessa dagana, stórir fánar hanga utan á húsun- um, en einkum er þó mikið um að fánar séu á bílum og ítalir fari út í bíla sína að loknum sigri sinna manna og aki um flagg- andi og flautandi í sigurvímu. Hilmar sagðist ekki hafa séð blöð eftir leik ítala og Pólverja, en eftir að sigurganga ítala hófst, með sigrum þeirra yfir Argentínumönnum og Brasilíu- mönnum, eftir heldur slælega byrjun, hefðu þau verið í sigur- vímu, enda hefur góð frammi- staða Itala komið mjög á óvart og þeir fáir sem spáðu þeim ein- hverju gengi í keppninni. Hjólareiöalestin: 2.900 km. lagðir að baki í gærkvöldi Hjólreiðalestin „Eflum íslenzkt" kemur til Reykja- víkur á sunnudag, eftir að hjólað hefur verið kringum landið. Hjólreiðalestin fór frá Flóka- lundi klukkan 8 í fyrramorgun og var farið í Búðardal, en þang- að var komið klukkan 01 í fyrri- nótt. Mikil þáttaka var á þessari leið og er talið að eigi færri en 500 manns hafi þá hjólað á hjól- unum þremur, sem notuð eru í ferðinni. Hjólreiðamennirnir fóru síðan af stað frá Búðardal í gærmorgun og var reiknað með að komið yrði að Arnarstapa á Snæfellsnesi á miðnætti síðast- liðið. Þegar í Arnarstapa er komið verður búið að hjóla 2.900 kílómetra. Þegar komið verður til Reykjavíkur á sunnudagsmorg- un verður stöðvað við Sýn- ingarhöllina á Ártúnshöfða , en klukkan 13 verður hjólað frá Sýningarhöllinni inn í Árbæ og þaðan yfir Höfðabakkabrúna inn í Breiðholt. Hjólað verður í gegnum efra Breiðholtið, yfir á Breiðholtsbraut. Þaðan liggur Matthías Lýðsson, formaður Hérðassambands Strandamanna, veður með eitt hjólið yfir á á Steingrímsfjarðarheiði. leiðin inn í Kópavog, en þar verður farið eftir Nýbýlavegi yf- ir á Hafnarfjarðarveg og eftir honum inn í Reykjavík aftur. Loks verður hjólað eftir Hringbrautinni, inn Sóleyjar- götu, eftir Fríkirkjuveginum, Lækjargötu og yfir á Lækjartorg kl. 14.00. Á Lækjartorgi hefst skemmti- dagskrá kl.13.15 með því að hljómsveitin Upplyfting mætir og leikur nokkur létt lög, ávörp flytja þeir Davíð Oddsson borg- arstjóri og Pálmi Gíslason for- maður UMFÍ. Ákveðid að leggja annarri Boeing 747 vél Cargolux „ÁSTÆÐAN fyrir þessum miklu vandræðum fyrirtækisins er fyrst og frcmst gífurlega aukin samkeppni, auk þess sem dregið hefur úr ílutn- ingurn," sagði Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, sem sæti á í stjórn ('argolux, en Flugleiðir eiga þar 25% hlutafjár, í samtali við Mbl. er hann inntur eftir stöðu mála hjá Cargolux- flugfélaginu í Luxemborg, sem á í gíf- urlcgum vandræðum um þessar mundir. — Á síðasta stjórarnarfundi í Cargolux urðu miklar umræður um stöðu fyrirtækisins og var m.a. tek- in ákvörðun um að leggja annarri af tveimur Boeing 747 þotum fé- lagsins, sem hefur lítil sem engin verkefni í dag. Þá var ákveðið, að leita eftir gjaldfresti hjá þeim bönkum og öðrum aðilum, sem fyrirtækið hefur átt í viðskiptum við, sagði Sigurður Helgason enn- fremur. — Það var einnig ákveðið að leita eftir aðstoð ríkisstjórnarinnar í Luxemborg til þess að halda rekstri fyrirtækisins áfram, auk þess sem ákveðið var að segja upp allt að 150 starfsmönnum til þess að styrkja stöðu fyrirtækisins, sagði Sigurður Helgason ennfrem- ur. Þess má geta, að hjá Cargolux starfa liðlega 600 starfsmenn og af þeim eru um þriðjungur íslend- ingar, sem eru búsettir í Luxem- borg. Flugfloti félagsins telur nú tvær Boeing 747 þotur og þrjár DC-8 þotur. Sem dæmi um hinn mikla samdrátt, sem átt hefur sér stað í rekstri félagsins, má nefna að félagið flug sl. haust 5 ferðir á viku til Hong Kong, en í dag eru aðeins farnar tvær ferðir á viku. Svavar Gestsson í viðtali við Þjóðviljann: Efasemdir um stöðu ríkis- stjórnarinnar á Alþingi „EN ÞAÐ sér hver maöur að stjórn- in vinnur sig ekki fram úr vandan- um né veitir þá leiðsögn sem nauð- synleg er nema að staða hennar sé traust á Alþingi," segir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, í viðtali við Þjóðviljann í gær. Tilefni viðtalsins eru umræður meðal aðila að ríkisstjórninni um efnahagasmál og verða ofangreind orð Svavars Gestssonar ekki skilin á annan veg en sem áminning til Gunnars Thoroddsen, forsætisráð- herra, um að hann tryggi meirihluta- stuðning við ríkisstjórnina á Alþingi. Svavar Gestsson leggur á það áherslu, að Alþýðubandalagið hafi „ekki lagt það í vana sinn að hlaupa frá vandamálunum eins og sumir aðrir“. Segir formaður Al- þýðubandalagsins, að flokkur sinn muni „leggja áherslu á aðgerðir sem byggjast á félagslegum við- horfum flokksfélaga okkar" þegar „mál hafa skýrst enn frekar á efnahagssviðinu". Telur hann þörf á „heildaraðgerðum" og segir enga ástæðu „til þess að mikla fyrir sér vandann eða láta hann telja úr sér kjark". ' Um stöðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi segir Svavar Gestsson: „Það kom að vísu fram á Alþingi í vetur að þeir sem höfðu með bein- um eða óbeinum hætti stutt ríkis- stjórnina virtust hafa losað um tengsl sín við sjálfstæðismennina í stjórninni. Það verður að koma í ljós hvað þeir hugsa sér að gera í framhaldinu. En það sér hver maður að stjórnin vinnur sig ekki fram úr vandanum né veitir þá leiðsögn sem nauðsynleg er nema að staða hennar sé traust á Al- þingi." Þessi ummæli Svavars Gests- sonar birtast í Þjóðviljanum eftir að blaðið hefur í nokkra daga skrifað um bréf Eggerts Haukdal, alþingismanns, til forsætisráð- herra í fréttum og ritstjórnar- greinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.