Morgunblaðið - 10.07.1982, Side 5

Morgunblaðið - 10.07.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JIILÍ1982 5 Eggert Guðmundsson sýnir I Eden Hveragerði, 7. júlí. í EDEN í Hveragerði stendur nú yfir merkileg myndlistarsýning. Þar er á ferðinni Eggert Guðmundsson list- málari með 30 myndir, oliumálverk og teikningar. Myndefnið er sótt í isíenzkt þjóðlíf að fornu og nýju og má sjá þar vinnubrögð, sem heyra fortíðinni til og eru farin að gleym- ast, svo sem ullarþvotta, tóvinnu o.fi. Eru nokkrar myndanna til söhi. Eggert er einn okkar elzti og þekktasti málari og því óþarft að kynna hann hér, en hann hefur haldið 50 sýningar, heima og er- lendis. Ég bað Eggert um að segja mér eitthvað um þessa sýningu. Hann kvaðst hafa málað flestar þessar myndir á þessu ári og væru sumar þeirra tæpast fullgerðar ennþá. Mundi hann vinna að þeim og fleiri verkefnum til haustsins, en þá ætlaði hann að halda stærri sýningu í Reykjavík. Hann sagðist nú vera á sjötugasta og sjötta ald- ursári og væri þessi sumarsýning örlítið framlag til árs aldraðra. Eggert sagðist nú sýna öðru sinni í Eden og félli sér það vel. Eden væri tvímælalaust bezti sýn- ingarstaður á landinu hvað aðsókn snerti, hér kæmu, vægt áætlað, um 20 þúsund manns að jafnaði þær 2 vikur, sem hver sýning stæði yfir. Hingað til Hveragerðis kæmu nær allir útlendingar, sem kæmu til landsins og væru trúlega þessar sýningar í Eden eina sýn- ishornið af íslenzkri myndlist, sem sumir þeirra sæju í förinni. Því bæru málararnir mikla áb- yrgð á þeirri landkynningu, sem þarna gæfi að lita og væri þýð- ingarmikið að vel tækist til og að verkin lofuðu meistarana. Að endingu má geta þess, að sýningarsvæðið í Eden var nýlega „skírt“ og hlaut nafnið JLista- mannaskálinn". Fer vel á því að þessi aldna kempa skuli vera þar fyrstur á ferð með þessa þjóðlegu sýningu. — Sigrún $4 hvalir ÁTTATÍU og tveir hvalir hafa komið nú á land í HvaLstöðinni í IlvalfirAi, samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaAiA fékk í Hvalfirði í gær. Hvalbátur með tvo hvali er nú á leiðinni til hafnar. Þetta er mjög góð veiði miðað við úthaldsdaga, að því er Magnús D. Ólafsson verkstjóri tjáði Morgunblaðinu í gær. Kjarvalsstaðir: Sýningu Magn- úsar að ljúka SÝNINGU Magnúsar Tómasson- ar, „Sýniljóð og skúlptúr", lýkur um helgina. Magnús hlaut sem kunnugt er, starfslaun Reykjavík- urborgar, á liðnu ári, fyrsti lista- maður sem þau hlýtur, og var af því tilefni boðið að sýna verk sín á Kjarvalsstöðum, í tilefni Listahá- tíðar. Á sýningunni eru 83 verk, myndverk, teikningar og skúlptúr- ar, og eru þau flest til sölu. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 14—22, og lýkur á sunnudags- kvöld. Leiðrétting í kynningu, sem Mbl. barst vegna sýninga á kvikmyndinni Airport SOS kom fram, að myndin væri sýnd í Nýja bíói í Keflavík og var svo sagt í frétt blaðsins í gær. Hið rétta er, að það er Bíóhöllin í Reykjavík, sem myndina sýnir, en bæði kvikmyndahúsin eru í eigu sama aðila. Lóð í Skerjafirði Til sölu er eignalóð undir einbýlishús á sérlega góö- um staö í Skerjafiröi. Þeir sem áhuga hafa á lóöa- kaupunum sendi tilboö til augl. Mbl. fyrir miöviku- dagsdvöld 14. júlí. Merkt: „Nýja hverfiö — 3208“ Aukasending! Mazda 929 Rafknúin sóllúga Álfelgur Veltistýri (standard í Limited) Rafknúnar rúður og dyra- Vegna mikillar eftirspurnar eftir Mazda 929 hefur okkur tekist að fá takmarkað viðbótarmagn af þessum vinsælu bílum. Þeir eru nú í skipi og verða til afgreiðslu nú á næstu dögum. Komið og skoðið Mazda 929 sedan og hardtop í sýningarsal okkar, gerið samanburð á verði, búnaði og gæðum og tryggið ykkur síðan bíl, því aðeins örfáum bílum er óráðstafað. BÍLABORGHF. Smiðshöfða 23, sími 812 99. læsingar (standard í Limited) Verð: Mazda 929 Super Deluxe Sedan kr. 140.200.- Mazda 929 Limited Sedan kr. 153.500.- Mazda 929 Limited Hardtop kr. 159.000.- (gengissk. 6.7. 82)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.