Morgunblaðið - 10.07.1982, Page 11

Morgunblaðið - 10.07.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULI 1982 11 núverandi starfsmannafjölda, þ.e. 250, ætti birtingafjöldinn að vera 162 ritgerðir, samkvæmt íslenska meðaltalinu en 260 samkvæmt þvi erienda. Islenskir háskólamenn eru þannig um 37% undir hinu erlenda meðaltali. Þó að saman- burðurinn sé auðvitað mjög ónákvæmur, gefur hann að mínu viti athyglisverða vísbendingu, einkum þegar á það er litið að ég hef að öllum líkindum sett gæða- kröfur lægra. En lestur á Skrá um rit Há- skólakennara leiðir einnig sitt- hvað fleira athyglisvert í ljós, ef að er gáð. í fyrsta lagi kemur fram að rúm 21% ritgerðanna eru sam- in af mönnum sem starfa við rannsóknarstofnanir háskólans, en eru ekki kennarar. 18,5% til viðbótar eru unnin af kennurum sem aðstöðu hafa við sömu stofn- anir. Þ.e. rúm 40% af framleiðsl- unni koma þaðan sem aðstaðan er skárst, en tengslin við kennslu eru að ætla má lítil. í öðru lagi er talsvert magn þessarar rannsókn- arvinnu unnið í samvinnu við út- lendinga, og að ætla má oft með fjárstuðningi erlendis frá. Stund- um finnst mér að lesa megi á milli lína að hér sé um að ræða sam- starf sem hefur hafist meðan við- komandi var við nám erlendis, heldur áfram í nokkur ár eftir að heim er komið, en síðan tekur að draga úr því og jafnframt dregst framleiðslan saman. í þriðja lagi er allmikið, raunar langmest, en litlar rannsóknir, einangruð verk- efni sem standa skamman tíma. Og í fjórða lagi er stærsti hluti ritsmíðanna þess eðlis að vart þarf mikið annað en tíma, nokkrar bækur og tímarit til þess að vinna að þeim. Eg útlista þetta ekki frekar. Hver og einn getur skoðað plaggið og túlkað það eftir sínu höfði. En mér virðist það segja heldur dapurlega sögu um rann: sóknarstarf við Háskóla íslands. í öllu falli virðist mér ljóst, að Há- skóli Islands er ekki í fararbroddi í menningar- og vísindalífi þjóðar- innar. Til þess að svo væri þyrfti hann að vera uppsprettulind frjórrar umræðu og rannsókna í bókmenntum, tungu og sögu þjóð- arinnar, listum og lífsvenjum hennar, þjóðfélagsgerð, efnahags- lífi og trúarlífi. Það er hann ekki. Þaðan ættu að koma hinar mark- verðustu rannsóknir í raun- vísindum og heilbrigðisvísindum. Svo er heldur ekki. Raunar er það svo á sama tíma sem Háskóli ís- lands hefur verið sveltur að fé, hefur hver stofnunin á fætur ann- arri risið upp utan háskólans og í litlum tengslum við hann. Þessar stofnanir gegna veigamiklum rannsóknarverkefnum. Til þeirra virðist ekki sparað fé og þær bjóða, eða gætu a.m.k. boðið betri þjálfunarskilyrði fyrir stúdenta en háskólinn sjálfur. Hvað veldur? Er það vantraust á háskólakenn- ara? Og ef svo er virðist það ekki hálf öfugmælakennt að gera kröf- ur til þess að færustu vísinda- mennirnir starfi við háskólann. Það þarf varla doktorspróf til þess og langan lista verðleika til að skila sem svarar hálfri tíma- ritsgrein á ári. Ef einhver skyldi ætla að ég sé að ásaka kennara um athafna- deyfð, skal sá misskilningur leið- réttur að bragði. Það sýnir sig líka, að þar sem aðstaðan er best eru athafnir mestar. Megin ástæð- urnar eru vitaskuld fólgnar í að- stöðuleysi. Þar kemur fyrst í flokk fjárskortur. Ég hef athugað hversu hátt hlutfall af rekstrar- fjárveitingum til háskólans fer til rannsóknastarfsemi á þremur ár- um. Fyrir 1977 er hlutfallið 6,6%, næsta ár 1978, hækkar það svolítið eá í 7,5%, en nú í ár sígur heldur á ógæfuhlið, því að talan lækkar í 7,2%. Þetta eru vissulega óhugn- anlega lágar tölur fyrir stofnun, sem kennir sig við vísindi. Þess ber þó að geta, að hér eru ekki innifaldar rannsóknarstofnanir sem hafa sjálfstæðan fjárhag. Hlutfallið 7,2% er rúmar 180 milljónir og skiptist það á milli átta deilda og þeirra stofnana sem sameiginleg fjárlög hafa. Sú deild sem hæst er fær 66 millj. Af því fer nokkuð til verklegrar kennslu, afgangurinn er skerfur 60—70 kennara. Rúmar 40 millj. fara til starfsemi sem teljast verður að mestu til þjónusturannsókna. Sumar deildir fá aðeins 2—3 millj. í sinn hlut. Það liggur í hlutarins eðli að stórvirki verða ekki unnin fyrir þetta fé. Og í rauninni engin tök að vinna að öðru en litlum, fljótunnum verkefnum. Það er fróðlegt til samanburðar að skoða fjárveitingar til rann- sóknastarfsemi utan háskólans. Þær eru af nokkuð annarri stærð- argráðu. Þannig fær Hafrann- sóknarstofnun um 1300 millj., Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðar- ins um 230 millj., Orkustofnun 1122 millj. (Auk þess er Orkusjóð- ur með 5 milljarða framlag og fer hluti þess til rannsókna), Rann- sóknarstofnun byggingaiðnaðar- ins 162 millj. og Iðntæknistofnun 287 millj. Til þess að stunda rannsóknir þurfa menn oft tækjabúnað. Framlög háskólans til þeirra hluta eru 60 millj. í ár. Það er helmingur þess sem ein deild bið- ur um, eftir að hafa skorið niður upphaflegar beiðnir sínar um tvo þriðju hluta. Sú deild fær nú 30 millj. í sinn hlut. Þegar búið er að skipta þeirri upphæð niður á milli starfseininga í deildinni, kemur í ljós að ekkert rannsóknartæki fyrirfinnst sem er svo ódýrt að skerfurinn nægi til kaupa á því. Þessa sögu geta aðrar deildir sagt. Öllum er kunnugt aðstöðuleysi hvað húsnæði varðar og fer ég ekki nánar út í þá sálma ...“ Þetta er þá heimildin, sem Ein- ar Pálsson vitnar til. Hér má auð- vitað finna setningar, sem nota má sem röksemd fyrir ásökunum um ódugnað og leti okkar kennara, séu þær slitnar úr samhengi og teknar einar sér. En þessi kafli ætti held ég að taka öll tvímæli af um það, að sú skoðun er fjarri öll- um sanni. Og enginn sem rétt vill fara með annarra sjónarmið lætur sér nægja að slíta einstakar setn- ingar úr samhengi. Hann lætur sér auðvitað umhugað um að lesa textann í samhengi. Ég er viss um að þannig vill Einar Pálsson láta lesa sín verk. Má ég biðja hann að unna mér sama réttlætis? Vígslubiskupshjónin Aðalbjttrg Halldórsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Á bak við þau sjást nokkrar bækur Sigurðar, en láta mun nærri að hann eigi um 12 þúsund bindi bóka og tímarita. hann tók við biskupsembættinu. Hyggstu segja af þér þessum emb- ættum til þess að geta helgað þig betur starfinu, sem biskup, fela öðrum þetta, svo þú hefðir ekki þetta í ofanálag? Yrði um meiri valddreifingu að ræða? — Ekki á meðan þetta er eins og nú er. En svo hlýtur að fara, ef starf vígslubiskupa verður aukið, þá leiðir það af sjálfu sér, að þá verð ég að láta kannski af hvoru tveggja. A.m.k. einhverju af þessu eða töluverðu. En á meðan þetta er allt óákveðið, þá geri ég ráð fyrir því, að þetta verði svipað og verið hefur. Én þó hlýtur þetta að verða þannig, að starf mitt mun aukast. Og ekki sízt ferðalög um Stiftið. — Nú hefur verið rætt um það undanfarið, að jarðnæði hafi gengið úr eign kirkjunnar, hlunn- indi og aðrar eignir. Býstu við því að þú vísiterir söfnuði í staðinn fyrir biskup til þess að oftar verði um biskupsvísitasíur að ræða. Og þess verði betur gætt, að ekki gangi jarðir undan kirkjunni? — Ég geri nú ekki ráð fyrir því að öllu óbreyttu, að vígslubiskupar fari í vísitasíur eins og biskup hef- ur gert, nema að hann feli þeim það sérstaklega. Hitt er náttúru- lega, að það hlýtur að verða svo, að við lítum eftir og höfum eftirlit ásamt próföstunum. Nú hefur það verið svo, að prófastar hafa fengið stöðugt meira og meira starf, eft- irlitsstarf. Er það gott að svo sé. En gjarnan í samráði við þá og með þeim. — Nú hafa starfsaðferðir og starfsvettvangur kirkjunnar breytzt mikið á undanförnum ár- um. Telur þú, að vígslubiskup ætti að sinna einhverjum sérstökum þætti í þessari breytingu, þannig að hann gæti komið að einhverju liði við söfnuði eða prófastsdæmi eða stiftið. Eitthvað meira heldur en verið hefur hingað til. Jafnvel einhverja breytingu á starfinu, sem þú sjálfur hefur hugsað þér? — Get nú ekki sagt það. Nema að það hlýtur að verða í Hólastifti, sem er nú bara Norðlendinga- fjórðungur. Þess vegna betra að hafa yfirlit og samstarf við presta og prófasta, þar sem það er minna, þá er það þægilegra. Þá geri ég ráð fyrir því að það aukist eitthvað. Prestafélag Hólastiftis hefur verið sá punkturinn, sem hefur safnað þessu saman. Hefur það verið undir forystu vígslubiskups lengi. Og þá hefur það eðlilega verið þannig, að hann hefur haft meira og minna samstarf sem formaður Prestafélagsins — en þá um leið sem vígslubiskup. Það hlýtur því að verða svo í mörgum tilfellum að hann sé frumkvöðull í því. En það er biskup, sem hefur stjórnina og samstarf milli bisk- ups og vígslubiskups hlýtur að verða mjög náið. Og ég er ekki í efa um það, að meðan Pétur bisk- up og ég erum við þetta, þá verði samstarf okkar náið og gott, svo sem það hefur verið um áratuga skeið. Þú minntist á áðan, að eftir því sem vígslubiskupsembættið yrði viðameira, þá þyrfti jafnvel að leysa undan ákveðin störf, sem presturinn hefði í viðkomandi prestakalli. Heldur þú að þessi aukna þjónusta, sem þú þarft að sinna, komi niður á söfnuðum þín- um í Grenjaðarstaðarprestakalli? — Það getur vel orðið og hlýtur að verða eftir því sem presturinn er meira fjarverandi, þá liggur það í hlutarins eðli. En í sumar, þá hefi ég um tveggja mánaða skeið guðfræðinema, Baldur Kristjáns- son, sem predikar hjá mér. Það er léttir hjá mér og verður til þess, að söfnuðinum verður betur sinnt. Og ég tel það brýna nauðsyn, að ef á að auka starf vígslubiskupa, þá verður að leysa þá undan prests- þjónustu að einhverju leyti. Innilegar kveðjur og þakkir flyt ég öllum þeim sem sýndu mér vináttu og hlýhug á einn eða annan hátt á 80 ára afmæli mínu 13. maí sl. Guð blessi ykkur öll. Ástríöur Jósepsdóttir. Einbýlishús viö Brekkuhvamm, Hafnarf. Einbýlishús, 114 fm, 30 fm bílskúr. Fallegur garö- ur. Þetta er eign í sérflokki. Laus eftir samkomu- lagi. Bein sala. Opið alla daga til kl. 10 e.h. FASTEIGNAÚRVALIÐ SÍMI83000 SilfurteigM Sölustióri: Auöunn Hermannsson, Krlstján Eiríksson hæstaréttarlögmaóur. Diesel bátavélar Piranha 35—50 hestöfl. Byggöar á 4 strokka Volkswagen Golf. Léttbyggöar, þýögengar vélar á hagstæöu veröi. Til afgreiöslu strax, góöir greiösluskilmálar. VÉLASALAN H.F. Ánanaustum, sími 26122. Bátakynning í dag kl. 10.00—16.00 verður kynntur nýr bátur á at- hafnasvæöi Snarfara viö Elliöaárvog. Báturinn er frá Bátasmiöju Guömundar, í Hafnarfiröi og heitir „Sómi 600“ og er hraögengur fisk- og skemmti- bátur. Báturinn er kynntur meö hinni nýju 136 HP BMW dieselvél frá Vélar og tæki h.f. Bátasmiðja Guðmundar Helluhrauni 6, Hafn. Sími 50818. Vélar & Tæki hf. TRYGGVAGATA 10 BOX 397 REYKJAVlK SlMAR: 21286 - 21460

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.