Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ1982 „Hversu hátt skal seilst?“ Eftir síra Kolbein Þorleifsson Laugardaginn 26. júní síðastlið- inn var veist aliharkalega að und- irrituðum í grein, sem Einar Pálsson BA fékk birta í Morgun- blaðinu. Grein þessi nefnist „Sómi Háskólans", og mun vera útvarps- erindi, sem útvarpsráð hafði skömmu áður hafnað til fiutnings í útvarpi. Morgunblaðið „hafði boðið Einari að birta svar sitt“, eins og stendur orðrétt í inngangi greinarinnar. Svar þetta við út- varpserindi forseta heimspeki- deildar Háskóla íslands, dr. Gunnars Karlssonar prófessors, er að nokkru leyti uppgjör Einars við grein, sem ég skrifaði fyrir átta árum. Þetta er í fyrsta skipti, sem Einar ansar þessari grein þannig, að mér þyki ummæli hans svaraverð á opinberum vettvangi, og er það einvörðungu vegna þess algjöra þekkingarleysis á rann- sóknum í miðaldafræðum, sem hann opinberar í skrifum sínum. Persónulegt háð hans í minn garð svíður um stund, en sá sviði hverf- ur. Hitt er verra, þegar lesendur Mbl. fá þá hugmynd, að brotin séu mannréttindi á Einari, þegar Há- skóli Islands vill ekki gera hann að prófessor fyrir vísindaleg af- rek, sem hann hefur alla tíð verið einsamall til frásagnar af. Þessi grein mín verða seinustu orð mín um fræði hans á opinberum vett- vangi, og óska ég þess, að Mbl. birti grein mína, svo að lesendur þess megi verða nokkru nær um þá undarlegu hluti í fræðum Ein- ars og ekki síst háttalagi hans sem fræðimanns erlendis, sem eru Is- lendingum til stórskammar, því að hugsanlega eyðileggur hann meira en hann byggir upp fyrir islensk- um fræðimönnum. Upprifjun á sögu Einar Pálsson segir, að þann 8. desember árið 1969 hafi honum verið boðin staða prófessors í mið- aldafræðum í Toronto. A undan hafði gengið einróma álit dóm- nefndar, sem rannsóknastofnun páfastóls í miðaldafræðum hafði skipað til mats á hæfni hans. Islendingur þessi, sem alinn er upp í lúthersku landi og var sonur virts organista í höfuðstað lands- ins, hafði frá háskóla heimalands síns BA-próf í ensku. Hann vakti athygli í Toronto fyrir athyglis- verðar tilgátur um hugarheim miðalda. Eftir því sem næst verð- ur komist af ritverkum hans, sem síðan hafa birst á íslensku, hélt hann því fram, að íslenskur heið- indómur og kristindómur séu hvor tveggja sprottinn af Baals-dýrk- un, Kristur sé Baal, og þjónar hans Baals-prestar. Þessar hug- myndir hafði íslendingurinn túlk- að fyrir rektor, deildarforsetum og sjálfum kardinálanum, sem starfað hafði við stofnunina í meira en þrjá áratugi, og þar féllu hugmyndir þessar í svo frjóa jörð, að hinir virðulegu fulltrúar Páfa- stóls veittu fullkomið samþykki sitt til að bjóða hinn íslenska snilling velkominn í stöðu prófess- ors við stofnun sína. Það fara engar sögur af því, hvernig páfinn í Róm tók hinum vísindalega úrskurði lúthersks Is- lendings um miðlægt hlutverk sitt sem æðsta prests Baals-dýrkenda í heiminum, en það er ljóst, að . I I » I : I t ' i i 'i i > » áðurnefndur íslendingur, Einar Pálsson, telur hverja einustu til- gátu sína sannaða, svo að ekki verði á móti mælt. Handbók miðaldanna í Baals- fræðum var (samkvæmt skoöun Einars Pálssonar) Brennu-Njáls saga. Á grundvelli þessarar sögu hefur Einar Pálsson þrætt veröld- ina í leit að ýmsum Baalsmuster- um, sem falla að efni Njálssögu. Slik musteri eru m.a. Magnúsar- kirkja í Orkneyjum (sem var fyrirmynd þeirra, sem síðar komu), dómkirkjan í Mílanó, Pét- urskirkjan í Róm, og síðast en ekki sist: Dómkirkjan í Flórens. Allt þetta samþykkja fulltrúar Páfastóls umsvifalaust, að því er Einar segir. Það er aðeins eitt lítið háskólakrili í norðanverðu Atl- antshafi, sem þybbast við að trúa kenningum hans. Það er Háskóli Islands í Reykjavík. Þessi háskóli hefur beitt fyrir sig þeirri „brjóstvörn", sem er síra Kolbeinn Þorleifsson, fyrrverandi sóknar- prestur á Eskifirði, og teflir hon- um fram á móti allri híerarkíu rómversku-kaþólsku kirkjunnar. Fylgjendur Einars nefna þessa karla „menningarmafíu" (Mbl. 4. júlí, s. 80) enda hljóta þessir menn að vera höfuðpostular afturhalds og þröngsýni í gjörvöllum heimi, úr því að Flahiff kardináli sam- þykkir, að höfuð rómversk-kaþ- ólsku kirkjunnar sé gert að Ba- als-presti af einum lærisveini Marteins gamla Lúthers, sem ein- mitt lét að þessu liggja, er hann réðist á helgunarbæn (canon) rómversku messunnar. Menn kynnu að ætla, að þessi saga væri uppspuni frá rótum, en hún er alveg sönn. Einar Pálsson hefur að vísu hvergi sagt berum orðum, að páfinn sé Baals-prestur (í staðinn notar hann orðin korn- guð, Ósíris eða Freyr), en hver maður með þekkingu á þeim fræð- um, sem hann stundar, veit, að öll röksemdafærsla hans endar í þeim punkti, og það vita lærdómsmenn- irnir í Toronto fullvel, nema þeir hafi verið illa blekktir. En því mótmælir Einar sjálfur í „Baksvið Njálu", svo að þeir hafa gengið til síns verks með opnum augum. (Tilvitnanir: „Jahve var Baal, eins og hann var einnig Seifur og Júpiter" (John M. Allegro: The Sacred Mushroom and the Cross, London 1970, s. 192), „Jesú er jafn- að til Isaks, forföður kynstofnsins. Sem slíkur er hann þá hliðstæða Ósíris, kornguðsins. Til minningar um hann eta menn því korn og bergja vín, líkama og blóð guðsins á akrinum" (Einar Pálsson: Steinkross, R. 1976, s. 288). Bréf berst á Eskifjörð Þegar ég var starfandi prestur á Eskifirði, barst mér einu sinni bréf, þar sem mér var boðið að gerast félagi í félagsskap, sem átti að hafa þá grein fyrsta í lögum sínum, að vinna að því að gera Einar Pálsson að prófessor við Háskóla íslands. Þeir sem undir- rituðu þetta bréf, studdu sig við einhverja vitnisburði frá háskól- anum í Toronto. Að öðru leyti átti þetta félag að stuðla að rannsókn- um á miðaldasögu íslands. Þetta síðara atriði hefði ég getað stutt heils hugar, en ekki hið fyrra, því að mér var þá gjörsamlega ókunn- ugt um vísindaferil Einars Páls- sonar, eins og flestum öðrum. Síð- i J I 1 I > I II <5 I i I t i. u I' .1 4 > I > « an var félag þetta stofnað, án þátttöku minnar, og nefndist „Edda“. Það hefur aldrei komið fram islenskum miðaldafræðum til hagsbóta, heldur eingöngu sem áróðursmaskína fyrir Einar Páls- son. Síðustu árin hefur verið mjög hljótt um það. Ritdómur í Sögu í útvarpserindi Gunnars Karlssonar og Morgunblaðsgrein Einars Pálssonar hefur verið rætt um átta ára gamla umsögn mína um þrjú fyrstu bindin af ritsafn- inu „Rætur íslenskrar menning- ar“. Tilvitnanir þeirra beggja bera vott um það, að nú eru vissir hlut- ar umsagnarinnar orðnir að skæðu vopni í þrætumáli. Báðir sleppa þeir því að minnast á þau atriði greinar minnar, þar sem mér lá heldur gott orð til Einars og verka hans. Það má kenna Ein- ari sjálfum um þetta. Þegar hann reyndi að svara mér á heimavelli sínum, þ.e. ritinu „Steinkrossi", fórst honum það svo óhönduglega, að það var ekki svaravert. Með yf- irklóri, sem kom upp um algert þekkingarleysi á sögu þeirra fræða, sem hann þykist vera full- trúi fyrir, reyndi hann að slá ryki í augu fylgismanna sinna, og til að blinda þá alveg hnýtti hann aftan við mörgum köflum um „nýjustu" pýramídarannsóknir Stecchinis. Hefði hann á hinn bóginn skrifað í tímaritið Sögu, hefði hann þurft að leggja fram öruggar vísinda- legar sannanir fyrir því, að tilgát- ur hans um helgun lands stæðu föstum fótum í fræðunum. Attatíu prósent af fræðum hans hvíla á þeim fótum. Þegar ég benti les- endum Sögu á misskilning Coom- araswamys á enska orðinu Ere- dwcllers, sem þekktist ekki í enskri tungu, fyrr en William Morris bjó það til sem, þýðingu á orðinu „Eyrbyggja", þá var ég ekki fyrst og fremst að telja mönnum trú um, að Einar Pálsson hefði af einhverjum asnaskap trúað blint á Indverjann, heldur var ég að fella trúarbragðasögulega kenningu, sem er birt sem staðreynd í ritum virtra fræðimanna á borð við Mircea Eliade og Jeseph Camp- bell. Þessi kenning er villukennig, sem enginn fótur er fyrir í íslensk- um heimildum, og tilgátur Einars og allar þær „sannanir", sem hann hefur borið fram fyrir lesendur sína, hafa ekki gefið þessum kenn- ingum neinn sennileikablæ. Þær svífa í jafn lausu lofti eftir sem „Dellumakerí“ Nokkur orð til skýringar fyrir lesendur Morgunblaðsins: I hug- vísindaritum er þess krafist, að vísindamaðurinn leggi á borð fyrir fræðimenn öll rök fyrir því, að þeir komust að niðurstöðu sinni. Niðurstaðan kemur því sem eðli- legur ávöxtur röksemdafærslunn- ar. Þar sem best er unnið, fá les- endurnir einnig að kynnast rann- sóknarsögu verkefnisins í fortíð- inni. Aðferðin, sem Einar notar, á meira skylt við raunvísindi. Vís- indamaðurinn býr til formúlu, sem síðan er prófuð. Frægasta dæmið um notkun slíkrar vinnu- aðferðar í hugvísindum, þar sem hún misheppnaðist með öllu, var, þegar Marteinn Lúther negldi 95 tilgátur sínar á hurð hallarkirkj- unnar í Wittenberg. Það endaði með ósköpum, eins og allir vita. Einhverjir hafa ráðið Einari til að beita þessari aðferð. Hann leggur fyrst á borðið niðurstöður sínar, og kallar þær tilgátur. Hann segir lesendum sínum, að 1.140 ritgerðir liggi að baki þeim. Innihald þess- ara ritgerða er ennþá algjört leyndarmál. Undanbrögð hans við ritgerð minni hafa sýnt, að hann telur sig ekki hafa lesið nokkurn skapaðan hlut, áður en hann smíð- aði tilgátur sínar. Lesendur hans eiga að trúa því, að allar bækur, sem hann vitnar í, hafi engan hlut átt í gerð tilgátanna. Svona vinnu brögð eru engin vísindi, heldur „dellumakerí". Ég verð að játa, að ég hefði gjarnan viljað ræða við fræðimann um hugtakið helgun lands á íslandi í tímaritinu Sögu. Ég vil á hinn bóginn ekki eyða tíma í að skattyrðast við „dellu- makara" um eitthvað, sem ekki er hægt að henda reiður á. Um A. K. Coomaraswamy Coomaraswamy sá, sem ég leiddi til vitnis í ritdómi mínum, er enginn hversdagslegur ómerk- ingur. Áratugum saman var hann vísindaleg uppspretta Evrópubúa í sambandi við indverskt táknmál. Islendingum er forvitni að því að vita, að árið 1905 gaf hann út „Völuspá" í sinni eigin þýðingu á ensku í bænum Kandy á Ceylon. Þessi bók var aðeins prentuð í 40 eintökum og á Landsbókasafn ís- lands eitt þeirra. Síðustu árin var hann starfandi í Museum of Fine Arts, Boston, Massachussetts, og þar vann hann m.a. að rannsókn- um táknmáls í enska miðalda- kvæðinu „Sir Gawain and the Green Knight", en sú rannsókn er að ýmsu leyti hliðstæð þeirri, sem sjá má í ritsafni Einars Pálssonar á Njálu og þjóðsögum. Þessar rannsóknir Coomaraswamys eru varðveittar á prenti í riti banda- rískra miðaldafræðinga: „Specul- um“, sem Einar getur gengið að í Háskólabókasafni, því að þar hafa ritgerðirnar legið, frá því að þær komu út á árunum 1944—46. Það er áreiðanlega engin tilvilj- un, að á dvalartíma Coomara- swamys á Vesturlöndum verða til kenningar eins og frummynda- sálfræði Jungs, innviðakenning Lévi-Strauss í félagsfræði og kenningar Dumézils í norrænni goðafræði, sem sækir túlkun sína til indverskra fræða í stíl Finns Magnússonar á 19. öldinni. Trú- arbragðafræði prófessors Eliades er af líkum toga og innviðakenn- ingin. Þrátt fyrir þetta er það hrapal- leg villa, þegar Eliade og Camp- bell fylgja Coomaraswamy í blindni varðandi helgun lands á íslandi til forna, og það var þessi reginfirra, sem ég réðist á í Sögu 1974. Sérþekking síra Kolbeins Hvaða sérþekkingu hafði „fyrr- verandi sóknarprestur á Eskifirði, síra Kolbeinn Þorleifsson" til að kollvarpa kenningum virtra fræði- manna, og til að taka til umjöllun- ar undarlega sérgrein Einars Pálssonar, sem hlotið hafði viður- kenningu rannsóknastofnunar Páfastóls í miðaldafræðum. Þessi maður hafði sem guð- fræðistúdent lagt sig eftir að kynnast fræðum Norðmannsins Sigmund Mowinckels, einkum þar sem hann fjallaði um konungs- hugsjón landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Frá 1971 hafði hann stundað rannsóknir í kirkj- usögu við Hafnarháskóla. Jafn- framt hafði hann heimsótt Árna- safn reglulega til að auka þekk- ingu á íslenskri sögu. Sérgrein mannsins við kirkjusögustofnun- ina var grænlensk trúboðssaga á 18. öld. Eitt af því sem hann þurfti að fjalla um í rannsóknum sínum var gullgerðarlist (alkemía) Hans Egedes, postula Grænlands, og gyðingleg dulspeki (kabbala) bræðratrúboðans Christian Davids um paradísarsælu hins tvíkynja Adams. Flestir fræði- menn, sem ég hafði aðgang að á bókum, töldu þessa guðfræði heyra endurreisnartímanum til. En í ritverkum Einars Pálssonar las ég á hinn bóginn, að kóngurinn og drottningin í heimspekidraumi Hans Egedes hétu Gunnar á Hlíð- arenda og Hallgerður langbrók, og hinn tvíkynja Adam Christian Davids hét Njáll og Bergþóra og þessi fræði væru svo rammíslensk fyrirbæri, að landnámsmenn hefðu helgað lönd sín með þessi húgtök í kollinum. Síra Kolbeinn stóðst ekki þá freistingu að kanna málið nánar. „Mediaeval Studies“ í Toronto Nú víkur sögunni að rannsókn- arstofnun Páfastóls í Toronto. Þessi stofnun hefur frá árinu 1939 gefið út tímaritið Mediaeval Studi- es sem Landsbókasafn íslands hefur keypt frá upphafi, og hefur ritið verið öllum aðgengilegt þar í safninu. Árið 1942 birtist þar grein eftir prófessor Gerhart B. Ladner í Toronto, sem nefndist: The Symb- olism of the Biblical Corner Stone in the Mediaeval West. Þessi grein var skrifuð sem viðbót við ritgerð, sem A. K. Coomaraswamy hafði skrifað í Speculum árið 1939, og nefndist sú grein „Eckstein". Ég hafði lesið grein prófessors Ladn- ers og grein Coomaraswamys, áð- ur en ég skrifaði ritdóm minn í Sögu, og mér varð þá þegar ljóst, að hugmyndir Einars Pálssonar um Steins-hugtakið í bókinni „Trú og landnám" voru að mörgu leyti skyldar hugmyndum Indverjans, en augljóst var, að hann hafði aldrei lesið grein prófessorsins í Toronto. Ég vildi vita vissu mína um það, hvort Einari væri virki- lega ókunnugt um greinar í tíma- riti þeirrar menntastofnunar, sem mér hafði skilist, að hefði boðið honum prófessorsstöðu. Svarið við þessari spurningu fékk ég loksins í Morgunblaðsgrein Einars. Þetta svar sýnir augljóslega, að Einari er gersamlega ókunnugt um þá vísindalegu umræðu, sem átti sér stað meðal miðaldafræðinga um hugmyndir Coomaraswamys á ár- unum 1940—50. Þessar umræður höfðu m.a. þau áhrif, að prófessor Eliade bjó til kenningu um helgun lands á Islandi, sem Einar Pálsson tekur sem góða og gilda vöru, og byggir meiri hluta bóka sinna á. Ég vísa þeim sem áhuga hafa á því að kynna sér þetta á 44. kaflann í bók Einars: „Trú og landnám" (Rvk. 1970), þar sem hann vitnar orðrétt í ummæli Eliades, en sleppir öllum tilvitnunum, og hnýtir síðan aftan við orð Eliades ónotum í íslenska norrænumenn fyrir að trúa ekki þessari vitleysu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.