Morgunblaðið - 10.07.1982, Side 13

Morgunblaðið - 10.07.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10 JÚLÍ 1982 Ég sýndi og sannaði í grein minni í Sögu, að bæði Eliade og Coomaraswamy eru ómerkir orða sinna um helgun lands á Islandi til forna. Ég fann upphaf vitleys- unnar eftir mikla leit. Einari Pálssyni hefði sjálfum verið í lófa lagið að finna vitleysuna sjálfur og leiðrétta hans, með því að panta ljósrit af bók Coomara- swamys, sem Eliade vitnar ná- kvæmlega til orðum sínum til sannindamerkis. En slík vinnu- brögð eru Einari vafalítið ókunn. Þegar rit hans eru lesin, sést, að hann vitnar óspart til allskyns vasabrotsbóka og handbóka, en hann vitnar aldrei til vísindalegra ritgerða á borð við þær, sem rann- sóknastofnun Páfastóls í miðalda- fræðum í Toronto gefur út. Er það t.d. nokkur hemja, þegar svokallaður vísindamaður eyðir halfri bók í 78 tilvitnanir í vasa- brotsútgáfu af bók Geoffrey Ash- es: „King Arthur’s Avalon", eins og gerist í bók E. P. „Arfur kelta“, þegar maður veit, að hann hefði getað hlaupið af Sólvallagötu niður á Mela til að fá í hendur urmul af fræðilegum ritgerðum um efnið í tímaritinu „Speculum" í Háskólabókasafni. Þegar maður hefur, eins og Ein- ar Pálsson, staðið með reiddan vönd yfir Háskóla íslands í hálfan annan áratug, þá þýðir ekkert fyrir hann að bera á borð fyrir alvarlega vísindamenn þá kenn- ingu, að einstakt rit Coomara- swamys hafi ekki haft áhrif á til- gátur hans. Honum ber sem lærð- um manni að þekkja rit Coomara- swamys, ekki síst fyrir það, að hann talar í nafni rektors, deild- arforseta og kardínála vestur í .Toronto. Vel á minnst! Flahiff kardínáli! Skyldi hann hafa þekkt til rita Coomaraswamys, þegar hann var sem vinsamlegastur við Einar Pálsson? Einhver G. B. Flahiff, CSB. á ritgerð í áður- nefndu hefti af Mediaevel Studies 1942. Það mun vera sá hinn sami. Honum hefur þá einnig verið kunnugt um það, hvenær íslands var í fyrsta skipti getið í þessu tímariti. Það var í þessu sama hefti, þegar prófessor Magoun í Harvard skrifaði ítarlega grein um Leiðarvísi Nikulásar á Munka- þverá. Námsferðir íslenskra stúdenta Háskóli íslands er ungur há- skóli, aðeins rúmlega sjötugur, og er það varla hár aldur af mennta- stofnun að vera. Þó er Rannsókn- astofnun Páfastóls í miðaldafræð- um átján árum yngri. Kyrking í uppbyggingarstarfi Háskóla Is- lands á sviði alvarlegrar fræði- mennsku stafar fyrst og fremst af peningaskorti, sem er bein afleið- ing af smæð þjóðarinnar. Það hef- ur verið gæfa Háskóla ísland, að menntun þeirra, sem útskrifast hafa úr honum, hefur verið tekin gild í öðrum háskólum. Svo er um kandídatsmenntun mína í guð- fræði, og um BA-próf Einars Pálssonar. Ég hefi orð Flahiffs kardínála fyrir því (rituð í „Spec- ulum“, aprílhefti 1949), að BA- próf sé lágmarksmenntun þeirra, sem teknir eru til náms í rannsóknarstofnun Páfastóls í miðaldafræðum í Toronto. Það skilyrði hefur Einar Pálsson upp- fyllt á sínum tíma. Svo er Háskóla íslands fyrir að þakka. Ummæli Einars um kardínálabréfið, sem hann fékk til heimsóknar í bóka- safn Vatíkansins túlka ég á þann veg, að Einar hafi notið sjálfsagð- rar fyrirgreiðslu sem nemandi við stofnunina. Það er nú einu sinni svo, að enginn fær aðgang að bókasafni Vatíkansins, án þess að hafa meðferðis bréf frá áþyrgum fræðimanni, sem menn þekkja þar innan veggja. Það er aftur á móti velvild úr hófi fram, þagar Arthur Gibson elti nemanda sinn út til íslands, eins og mér er kunnugt um, að hann gerði. Flestir stúd- entar eiga ekki slíku að venjast, en spjara sig þó ágætlega fyrir því. Hitt er óvanalegt, að stúdentar noti velvild góðra lærifeðra til að gera miskunnarlausar árásir á æðstu menntastofnun heimalands síns, án þess að hún hafi neitt annað til saka unnið en að fylgja föstum reglum. Eins og Éinar leggur mál sitt fram í Mbl. 26. júní talar hann ekki sem einstaklingur, heldur sem fulltrúi háskólans í Toronto. Þeir menn, sem hafa drýgt þá höfuðsynd í augum Ein- ars, að fá áhuga á verkum hans, vita ekki betur en að þrátt fyrir digurmæli hans um prófessors- embætti í Toronto, þá sé hann vita próflaus frá þeim skóla. Það er undarlegur öfugsnúningur á öllum reglum, að skóli sem hefur haft i prófessoraliði sínu menn á borð við Etienne Gilson og Jacques Maritain skuli telja BA-próf í ensku frá Háskóla íslands nægja til prófessors-útnefningar. Nei, þar dugar ekkert minna en dokt- orsgráða af bestu gerð. Þekking Toronto-manna á íslenskum efnum Að manni læðist sá grunur, að rannsóknarstofnun Páfastóls í miðaldafræðum í Toronto telji þekkingu sinni eitthvað ábótavant í íslenskum miðaldabókmenntum. Einar Pálsson þarf því að fá stað- festingu Háskóla íslands á vísind- um sínum. Það er tímafrekt að skrifa doktorsritgerð. Auk þess þarf að tengja saman alla lausa enda og fá pottþétta vísindalega staðfestingu á hverjum efnisþætti. Það getur tekið sinn tíma, þegar allur heimurinn er lagður undir verkefnið, eins og Einar gerir. Það er auðveldara að freista þess að láta gera sig að prófessor á út- kjálkanum íslandi með vitnisburð frá rannsóknastofunun Páfastóls að bakhjarli. Eitt er víst, að þeir vita ekkert um Jochum gamla Eggertsson og launhelgar hans í Krísuvík. Þeir í Toronto vita ekk- ert um Glaðsheim (Glastonbury) Jónasar Guðmundssonar og Ruth- erfords. (Samanber fyrsta kaflann í bók E.P. „Arfur Kelta": Glast- onbury og lundurinn Glasir.) Þeir vita ekkert um pýramídafræði Adam Rutherfords og Benja- míns-ættkvísl, eins og þær hug- myndir voru reifaðar í tímaritinu „Dagrenningu" á árunum 1946—1958. (Sbr. umfjöllun Ein- ars Pálssonar á pýramídafræði Stecchinis í bókinni „Steinkross".) Einar segir, að þessi fræði öll hljóti viðurkenningu lærðustu manna í Toronto. En þeir þora ekki að gera Einar að doktor fyrir þessi fræði, útvega honum fræði- legan stimpil. Nei, það skal Há- skóli íslands gera nauðugur vilj- ugur. Háskóli Islands á að bera vísindalega ábyrgð á þessari vit- leysu, og þar með að hefja bók- mennta- og söguskýringar Joch- ums Eggertssonar í hásætið. Launhelgar Gullmunna og Oddaverja Einar Pálsson minnist ekkert á það í reiðilestri sínum, að Gunnar Karlsson hafi bent honum á þá leið að leggja ritsafn sitt til dokt- orsvarnar við Háskóla íslands. Sú leið stendur honum opin, eins og öðrum, sem eru minna menntaðir. Gerð doktorsritgerðar með þessum hætti leggur Einari al- varlega skyldu á herðar. Hann þarf að vera heiðarlegur gagnvart fortíðinni, einkum gagnvart þeim mönnum, sem haldið hafa fram svipuðum skoðunum og hann. Því að sigrar hans, bæði í Toronto og á íslandi, eru líka sigrar þeirra. Hér hefi ég einkum í huga Joch- um Eggertsson, bróðurson þjóð- skáldsins síra Matthíasar Joch- umssonar. Um það leyti, sem Ein- ar Pálsson var við nám í Englandi gaf hann út bækur um launhelgar Gullmunna (Krýsa), sem hann sagði, að hefðu skrifað íslend- ingasögurnar. Einn þeirra, sem síðar hefur hlotið nafnið Kölski (sbr. bók E.P. „Rammislagur"), hafði meðal annars skrifað Frum-landnámu og Brennu, þ.e. Njáls-sögu. Annar þeirra, að nafni Jóan Kjarvalarson var höfundur Völuspár. (Um Jóhanns-nafnið fjallar E.P. í bókinni: „Arfur kelta“.) Jochum Eggertsson sagði um skáldskap Gullmunna og reikningslist: „Stærðfræðina tóku þeir í þjónustu orðlistarinnar, og orðlistina í þjónustu stærðfræð- innar.“ Þetta er sama hugsunin sem leiðir Einar Pálsson út í það að lesa stærðir og hlutföll dóm- kirkna á miðöldum út úr orðum Njálu. Gullmunnar töldu alheim- inn fólginn í hverri lífveru, eins og Einar talar um Örheim í bókum sínum. Jochum segir, að Gull- munnarnir íslensku hafi verið þeir síðustu í heiminum, sem héldu við táknmáli pýramídafræðinnar og stjörnuvísindanna í alheiminum. Þetta kemur héim og saman við þær skoðanir Einars Pálssonar, að ítalska endurreisnin hafi byggt voldugustu dómkirkjur sínar á grundvelli fræða, sem Islendingar einir varðveittu á skráðum bókum. (Sbr. bók E.P.: „Rammislagur".) Hjólið eða hringurinn (Hjól Rangárhverfis) er meginhugtak í fræðum Einars Pálssonar. Það sá maður strax á myndunum í „Baksviði Njálu". Jochum Egg- ertsson sveiflar Gullmunnum upp í hæðir Heideggers, þegar hann segir um heimspeki þeirra: „Núllið var því leyndardómurinn, Alvald- ið, og um leið tákn hringsins í algebrunni, en hringurinn hefur hvorki upphaf eða endi, en innan hans er þó að finna allar flatar- myndir algebrunnar og öll tákn leyndardómsins. Bellingurinn = kúlan er fullkomnasta formið, sameinaður líkami óteljandi hringa.„ Þennan fróðleik taldi Jochum sig hafa fundið í fornu handriti, sem hann nefndi Gullbringu eða Gullskinnu. Upplýsingar um þetta handrit og allan feril þess finnur Einar Pálsson í bók Jochums (sem kallaði sig Skugga eftir hugtakinu „egypskur skuggi“): „Skammir, sem allir menn hafa biðið eftir", Akureyri 1946, 10. kafla. Nánari lýsingu á fræðum Gullmunna er að finna í bókinni: „Brísingamen Freyju", Reykjavík 1948, þar sem einnig er að finna sjálft skjaldarmerki Kölska, þ.e. Kolskeggs Ýrberasonar hins vitra, sem Jochum segir hafa fallið fyrir vopnum „Bandamanna" 8. nóv- ember 1054 í Kapelluhrauni, þar sem nú stendur stytta heilagrar Barböru. Ég trúi ekki öðru en að lesendur hans og fylgismenn ætlist til þess, að Einar unni Jochum gamla í Skógum sannmælis fyrir brautryðjendastarf í fræðum, sem hafa hlotið slíkt brautargengi vestur í Toronto. Eitt er þó það atriði, þar sem Jochum og Einar greinir illilega á í fræðunum. Jochum telur laun- helgar Gullmunna hafa lagst niður með ofsóknum „Banda- manna" árið 1054. Einar telur á hinn bóginn, að launhelgar þær, sem hann fjallar um, hafi lifað góðu lífi í Odda og á Keldum fram undir 1300. Þegar Einar mun fjalla um þetta atriði, verður hann að leggja vinnubrögð sín við samningu 1140 ritgerða (sem Fre- derik Bredahl Petersen mann- fræðingur og Arthur Gibson fyrrverandi forseti trúarbragða- rannsóknardqildar háskólans í Toronto voru reiðubúnir að votta árið 1968) á vogarskálar móti handritinu Gullbringu, sem Joch- um gamli hafði kynnt sér í 30 ár, áður en hann birti nðurstöður sín- ar. Það er þarna, sem hnífurinn stendur í kúnni. Röksemdir Einars í sex bindum af ritsafninu „Rætur íslenskrar menningar" hafa ekki bent til þess, að undirbúnings- rannsóknir hans séu veigameiri en skinnbókin Gullbringa (frá árinu 1044), sem enginn annar en Joch- um fékk að sjá. Kristmann Guðmundsson rit- höfundur kallaði á sínum tíma eft- ir handritinu Gullbringu í ritdómi um bókina „Skammir". Jochum svaraði með þessum orðum: „Áð- urnefnt skinnbókarslitur, og öll þau gögn önnur er þar með fylgja verða birt, þegar þeirra tími er kominn — hvenær sem það verð- ur. Þvi hefur öllu þegar verið ráð- stafað. Og þeirri ráðstöfun verður ekki haggað." (Brísingamen Freyju, s. 100.) Þegar Einar Pálsson gaf út „Baksvið Njálu“ árið 1969, lofaði hann að leggja öll gögn á borðið úr hinum 1140 ritgerðum sínum, þ.e. þau gögn, sem Bredahl Petersen og Gibson vildu vottfesta árið 1968 til þess að Háskóli íslands gini við agninu, og yrði „veiddur sem fisk- ur á öngli, eða mús undir tréketti eða sem melrakki í gildru eftir því sem fyrir var spáð“ (Niðurstign- ingarsaga). Síðan hefur maðucséð í bókum hans tilvitnanir í vasa- brotsbækur gefnar út eftir 1960, og meira að segja vitnað í ritgerð- ir skrifaðar eftir 1970. Allt er þetta efni.sem er í meira lagi vafa- samt frá vísindalegu sjónarmiði. 13 En Einar vitnar í engin ábyrg vís- indatímarit máli sínu til stuðn- ings. Sporgöngumaður Jochums I kaflanum hér á undan er ég ekki að væna Einar um hug- myndastuld. Hann yrði manna fyrstur til að mótmæla slíku. Hann segist beita vísindalegri að- ferð, sem er óháð þeim „sönnun- um“, sem hann leiðir fram á sjón- arsviðið í bókum sínum. I Morgun- blaðsgreininni afneitar hann Coomaraswamy, og þar með Eli- ade. Ég ætla, að hann muni líka afneita öllum kynnum af ritverk- um Jochums Eggertssonar. Þá stendur þetta eftir: Einar Pálsson hefur óháður og með „vís- indalegum vinnubrögðu" staðfest ýmsa efnisþætti skinnhandritsins Gullbringu, sem allir hafa hingað til álitið heilaspuna skáldsins Jochum í Skógum. Hvílík upphefð fyrir gamla Jochum. Einar Pálsson verður nú að setj- ast niður í kyrrð og næði og íhuga stöðu sína grandgæfilega. Er hann sporgöngumaður Jochums gamla í Skógum? Eða er hann gagnrýninn vísindamaður, sem vill vöxt og viðgang miðaldafræða á Islandi? Þessara spurninga hlýtur Há- skóli Islands líka að spyrja. Á meðan Einar hagar sér, eins og hann hefur gert í hálfan annan áratug, svara ég sjálfur spurning- unni þannig: Einar Pálsson er sporgöngumaður Jochums gamla í Skógum. Vandamál íslenskra miðaldafræöa Um árabil hefi ég stundað rann- sóknir í miðaldafræðum, og hefi ég stundað þær rannsóknir þæði á Árnasafni í Kaupmannahöfn og í Stofnun Árna Magnússonar á Is- landi, enda þótt ég hafi ekki verið launaður við þau störf. Ég er guð- fræðingur, en ekki málfræðingur og takmark mitt hefur verið að kynnast hugarheimi fortíðarinn- ar. Ég hefi lengi lesið verk Einars Pálssonar. Ég tók strax eftir inn- viðakenningunni (strúktúralism- anum) í verkum hans, enda var það auðvelt, af því að hann vitnaði í Lévi-Strauss í fyrstu bók sinni. Spurning mín á fornsagnaþinginu í Reykjavík 1973 laut einmitt að þeim hætti innviðakennenda að hræra saman í einn graut hug- myndum frá Suðurhafseyjum, Indlandi og Islandi. Ég tók líka eftir öðru, sem al- mennt séð er miklu verra. Einar Pálsson er barn islenska skóla- kerfisins að því leyti, að þekking hans á fornöldinni nær til daga Ágústusar keisara, og þekking hans á miðöldum byrjar á endur- reisnartímanum. Islensk saga og bókmenntir brúa hið stóra bil þar á rnilli. Enginn íslendingur, og Einar ekki heldur, þekkir rit þeirra höf- unda, sem lesnir voru daglega í íslenskum klaustrum: Gregor mikla páfa, Ágústínus kirkjuföð- ur, Honorius Augustudonensis, Alanus ab Insulis. Eftir mikinn lestur í ritum þessara manna er mér ljóst, að margt sem Einar Pálsson rekur til islensks heiðin- dóms og Ósíris-dýrkunar Egypta til forna, má rekja til þessara höf- unda. En vilja íslendingar horfast í augu við það, að íslendingasögur séu móralskar dæmisögur, og Völuspá og Hávamál megi rekja til kristinna latínurita. Trúar- bragðafræðingurinn Meyer benti á þetta árið 1885, en honum var illa tekið. Mér hefur þótt undarlegt, að maður, sem er sívitnandi til rann- sóknastofnunar Páfstóls í miðald- afræðum í Toronto, skuli ekki hafa tekið eftir þessu fyrir löngu. Háskóli Islands er fjárhagslega sveltur. Hann getur ekki launað menn til að stunda rannsóknir í menningarsögu miðalda, nema embætti verði stofnuð við skólann til að gegna þessu hlutverki sér- staklega. íslensk stjórnvöld þurfa að sinna þessu máli og veita fé til slikra rannsóknarembætta. Reykjavík, 7. júlí, 1982, Kolbeinn Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.