Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 J 9 Sýning Listmálarafélagsins Myndlist Bragi Asgeirsson Nokkrír þeirra listmálara, sem myndir eiga á sýningu Listmálarafélagsina al Kjarralsstöéum. Taldir frá vinstrí: Valtýr Pétnrsson, Gunnar örn Gunnarsson, Kjartan Guðjónsson, Sigurður Örljgsson, Jóhannes Jóhannesson, Hafsteinn Austmann og Einar G. Baldvinsson. Nýstofnað Listmálarafélag leitast við að vekja athygli á til- veru sinni með myndarlegri samsýningu félagsmanna að Kjarvalsstöðum og lýkur henni á sunnudagskvöld. Formlega var félagið stofnað hinn 15 apríl sl. en aðdragandinn er þó miklu lengri. Má hiklaust telja, að hér sé á ferð enn eitt stéttarfélag myndlistarmanna, sem móðurfélagið FIM (Félag ís- lenzkra myndlistarmanna) á mikinn þátt í að stofna með van- hugsuðum stjórnunaraðgerðum. I hita Kjarvalsstaðadeilunnar fyrir fjórum árum komu saman nokkrir listmálarar á kennara- stofu Myndlista- og handíðaskól- ans til að semja stuðningsyfir- lýsingu við svokallað bráða- birgðasamkomulag er þá lá frammi. Vildum við binda endi á deilurnar og að tíminn yrði notaður til rökræðna um hag- kvæmustu lausn á framtíðar- stjórn hússins. Hér vorum við í andstöðu við stjórn FÍM og BÍL (Bandalag íslenzkra lista- manna). Átti þessi yfirlýsing, sem við allir (9) skrifuðum undir nokkurn þátt í því að deilan leystist, en mönnum varð þá Ijóst að sú eining er sögð var meðal listamanna var ekki í samræmi við yfirlýsingar for- ystumannanna. Við gátum auð- veldlega tvöfaldað nafnalistann en létum nöfn okkar nægja. Það var einmitt þá sem til tals kom, að stofna sérstakt stéttarfélag málara enda værum við þeir einu innan FÍM, sem ekki höfð- um þegar stofnað sérfélag um hagsmuni okkar. Hugmyndin fékk mjög góðar undirtektir og er það einungis fyrir duttlunga tilverunnar, að ekki hefur orðið af stofnun félagsins fyrr en nú. Stofnfélagar eru m.a. allir er voru á fyrrnefndum fundi að ein- um undanskildum. Þess má geta, að listmálarar eru einmitt fjölmennasti geirinn innan FÍM svo að það er ekki vonum fyrr að þeir stofni með sér hagsmunafélag. Er gengið var frá stofnun fé- lagsins nú í vor var lögð megin- áhersla á algjöra samstöðu fé- lagsmanna og að fá sem flesta þeirra til að vera virkir frá upp- hafi. Þetta hefur einmitt tekist á þann veg að allir stofnendurnir eru með á þessari fyrstu sýningu félagsins að Kjarvalsstöðum og er það út af fyrir sig umtalsvert afrek. Þá var það líka umtals- vert afrek, sem kann að marka timamót ekki síður en hitt, að allir þessir stofnendur að þrem undanskildum, er voru löglega forfallaðir, komu saman í góðum fagnaði að kvöldi opnunardags- ins. Má ætla, að allir hefðu fagnað stofnun þessa sjálfsagða félags en sú hefur víst ekki orðið raun- in á svo sem sjá hefur mátt er fjallað hefur verið um framtakið í fjölmiðlum. Hér er þó ekki verið að stofna félag til höfuðs öðru en ólýðræð- islegum vinnubrögðum á ís- lenzkum myndlistarvettvangi og höfða jafnframt til samstöðu, manndóms og eindrægni. Fólk er orðið svo ruglað á þessum hlut- um, að það veit hvorki upp né niður og er þetta þannig einnig viðleitni til að skýra stöðuna í dag. Þess má geta að inntökuskil- yrðin eru svipuð og voru áður í FÍM og mun félagsmönnum því vafalaust fjölga í framtíðinni og í fyllsta samræmi við rökrétta þróun um virkni og samstöðu hvað sem öllum sérskoðunum viðvikur innan félagsins. Þá hefur hvorki verið rætt um lágmarksaldur frekar en há- marksaldur en skoðanir meiri- hluta munu ráða um framtíðar- þróunina og hér mun verða leit- ast við að sem flestir verði virkir þátttakendur og láti skoðanir sínar óhikað í ljós. Það veit sá er þessar línur rit- ar, að þekking erlendra á ís- lenzkri myndlist er lítil og rugl- ingskennd og að mikill áhugi er fyrir því að fá úr þesu bætt m.a. með aukinni kynningu á ís- lenzkri málaralist í formi sýn- inga og útgáfustarfsemi. Framtíðarverkefni félagsins felst m.a. í því að sinna þessum þáttum, og leita fyrir sér að föst- um sýningarvettvagni erlendis ekki síður en hérlendis. Af ofanskráðu má vera ljóst að félagsmenn eru ekki að troða öðrum um tær en þeim er virðast vilja ráða þróuninni í einu og öllu og einungis kynna það á er- lendum vettvangi sem þeim er þóknanlegt að viti að útlendum, — en fela hitt. Furðar engann lifandis par, að slíkum sé mis- boðið. Að hér hafi verið tekin farsæl stefna í hagsmunamálum myndlistarmanna sannar gengi sýningarinnar meðal almenn- ings, þrátt fyrir takmarkaða umfjöllun í fjölmiðlum og ein- hvers afleitasta sýningartíma ársins. Við þetta bætist nýaf- staðin Listahátíð, sem mettar flesta af listsköpun um langa framtíð og skapar eyðu í aðsókn að listviðburðum. í stuttu máli þá hefur aðsókn og gengi sýningarinnr almennt farið fram úr björtustu vonum og þannig er þriðjungur mynda á sýningunni seldur er þetta er rit- að, — sem i sjálfu sér er eins- dæmi um samsýningu málara hérlendis. Um sýninguna sjálfa hef ég það að segja, að mér segir svo hugur um að þetta sé ein heilleg- asta samsýning jafn margra málara um árabil. Ýmsir agnúar eru að sjálfsögðu á framtakinu enda fyrirvarinn stuttur og í enga sjóði né reynslu að leita. En sjón er sögu ríkari og ég taldi það verðugara mark að fjalla um félagsstofnunina almennt en um myndir einstakra félagsmanna. Eyða misskilningi og skýra í fáum dráttum stefnmörkun fé- lagsins. Það er þegar ljóst, að hér mun hafa verið farið rétt af stað og að Listmálarafélagið hefur í sér vaxtarbrodd til að verða öflug- asti og virtasti myndlistargeir- inn. Hvort svo verður sker tím- inn úr um en að því ber hiklaust að stefna. — Svo er að lita björtum aug- um til framtíðarinnar og hugsa stórt. Úrslit útiskák- móts Skák- sambandsins Skáksamband fslands hélt úti- skákmót á Lækjartorgi mánudaginn 5. júlí, svo sem fram hefur komið í Mbl. Alls styrktu 30 fyrirtæki SKÍ vegna þátttöku íslands í Evrópu- keppni landsliða. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. sæti: Þjóðviljinn 7 v. 2. sæti: Búnaðarbankinn 5% v. 3.-4. sæti: Morgunblaðið, Útvegsbanki ís- lands 5 v. 5.-9. sæti: Landsbanki íslands, Almenna verkfræðistof- an, Dagblaðið & Vísir, B.M. Vallá, Smíðastofa Halldórs Karlssonar 4V4 v. 10.—13. sæti: Tíminn, Flug- leiðir, Álafoss, Hampiðjan 4 v. 14.—15. sæti: Guðmundur Arason — Smíðajárn, Máining hf. 3V6 v. 16,—23. sæti: Samvinnutryggingar G.T., Vörumerking hf., Brunabóta- félag Islands, Þýsk-íslenska versl- unarfélagið, Samvinnubankinn, Sanitas, Eimskip, Egill Vil- hjálmsson hf. 3 v. 24.-26. sæti: Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Slippurinn — málningar- verksmiðja, Hlaðbær 2Vi v. 27. sæti: Verslunarbanki íslands 2 v. 28. sæti: Hljómbær 1V4 v. 29.—30. sæti: Ölgerðin Egill Skallagríms- son, Tímaritið Skák 1 v. Dagblaðið Tíminn gaf farand- bikar til keppni þessarar. Sterk- ustu skákmenn landsins tefldu fyrir hönd þessara fyrirtækja. Fyrir hönd Þjóðviljans tefldi Helgi Ólafsson. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT iHlHEKLAHF J Laugavegi 170-172 Sími 2124-0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.