Morgunblaðið - 10.07.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 10.07.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1982 25 Ur umferðinni Um helgina Jónas í ferðalag fór hann alltaf á sig sem sérfræðing á þessu sviði. „Þrýstingurinn verður að vera í lagi," segir hann sjálfum sér samkvæmur, og fer reglulega til læknis í blóðþrýst- ingsmælingu. En eftir að hann skipti um bíl hérna um árið dró úr nákvæmninni á þessi sviði, þangað til hann sá skiltið í hurð- arstafnum þar sem loftþyngdin er tilgreind. Síðan er hann óspar á að leiðbeina mönnum um mik- ilvægi réttrar loftþyngdar, „það er ekki sama hver bíllinn er“. Anna er búin að gera ítrekaðar tilraunir til þess að fá mann sinn til þess að spenna beltið, og hefur nú náð þeim áfanga að úti á veg- um fæst hann stundum til að nota það. En innanbæjar telur hann það tóma vitleysu að vera með belti. Hann sem er svo ör- Frá Umferðarráði uggur í akstrinum, og hefur þar að auki stýrið fyrir framan sig ef einhver annar asnast til að aka á hann. Lengi vel notaði hann það sem afsökun að það væri ekkert gagn í beltunum í þeirra bíl. Hann væri marg búinn að prófa það með því að kippa eldsnöggt í beltið, en ekkert skeði. Það var ekki fyrr en í vor þegar hann fór með bílinn í skoðun, að bifreiða- eftirlitsmaðurinn sagði honum að ef hann léti beltin liggja þétt að sér þá læstust þau í þeirri stöðu við minnsta hnykk sem kæmi á bílinn. Hann gæti prófað þetta sjálfur í kyrrstöðu með því að skella bílhurðinni, það væri nóg til að læsa beltinu. Nú veit Jónas allt um þetta, en hefur þess í stað tekið sér í munn orðin „skerðing á persónufrelsi mínu", og „það kemur ekkert fyrir mig — það lenda aðrir í slysunum". En innst inni er hann Önnu sinni þó hjartanlega sammála, auðvit- að ætti hann alltaf að spenna beltið, en það er bara stundum svo erfitt að breyta um skoðun. En hér lýkur að sinni að segja frá Jónasi og fjölskyldu, fram- haldið kemur kannski seinna. Um leið og ítrekaðar eru góðar ferðaóskir þeim til handa, er öll- um öðrum ferðamönnum óskað hins sama. loraavGQAoi CRILLVEIZLA SUMARSINS Er nokkuö þjóölegra en aö snæða glóðarsteikt lambakjöt í Valhöll, Þingvöllum? Nei, varla Enda er lamb lostæti Láttu þig ekki vanta í grillveizlu sumarsins á morgun, sunnudag. HÓTEL Metsölublaó á hvetjum degi! HANDBOLTAMARKMADUR 1. deild tímabiliö '82-83 Öllum umsóknum verður svaraö. Vinna og húsnæöi útvegaö, eftir nánara samkomulagi. Umsóknir meö nafni, heimilisfangi og meömælum, sendist: VISBY IF GUTE Signalgatan 13 D 62147 VISBY SVERIGE r Skólavöröustíg 3 Reykjavík Sími: 25240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.