Morgunblaðið - 10.07.1982, Page 33

Morgunblaðið - 10.07.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 33 Jón l>. Arnason: Iáfríki og lifshætfir LXXVIII Spurningin er: Hvernig bregst at- kvæðamagnið við, þegar ekki dylst lengur, að fyrirheit leiðtoganna um áhyggjulaust allsnægtalíf voru ein- skært blaður? Wilhelm Röpke, hinn heims- kunni fræðimaður á sviði hag- vísinda, og síðan árið 1937 um áratugi prófessor í Genf, komst einhverju sinni svo að orði, að einungis sá, sem væri nógu svartsýnn til að gera sér grein fyrir aðsteðjandi hættu í háveldi sínu, hefði að öllu samtöldu skil- yrði til að eiga hlutdeild í að af- stýra henni. Eg efast ekki um, að heilmikið sé til í þessu, enda al- kunna, að frumskilyrði þess að komizt verði hjá ófarnaði sé, að hann verði greindur í tíma, hættan þekkt, og að vonlítið muni verða að lækna sjúkdóm nema orsök hans finnist eða hafi verið kunn áður. Að minnsta kosti er víst, að bjartsýnin ein sér gerir ákaflega litla stoð, ef ekki beinlínis bölv- un, þó að á hinn bóginn megi ekki gleymast að vona ætíð hið bezta og reyna jafnframt að vera búinn undir að takast á við hið versta. Ef það gleymist, verður bjartsýnin að bjálfatálvonum, sem við nú reyndar líðum nóg- samlega undir og höfum því fleiri og illyrmislegri dæmi um en talin verði sársaukalaust. Steingripir við stjórnvöl Nærtækt og öldungis ómetan- legt dæmi um bjálfabjartsýni í glitrandi fáránleika er sú átak- anlega — og eiginlega þver- stæðukennda — narcolepsia, sem svifið hefir á íslenzka frjáls- hyggjumenn í togaraútgerð ný- verið, með þeim afleiðingum að skuldafleytum þeirra var sleppt út á ördeyðuna í trú á krafta- verkamátt nefndar, er ætlað var á 4 sólarhringum að leita að og finna stað hugarórum Stein- gríms Hermannssonar (sýni- legar tekjur hans af þjóðbjörg- unarstörfum í júlí 1982, varlega reiknað og án ferðakostnaðar, um 4.122.900 gkr., þar af fyrir „þingstörf" 2.304.900 gkr. minnst). I orðastríði líðandi stundar skiptast á sendingar svartsýn- ismanna, sem gerast æ tilþrifa- meiri og sjá fram á lokadægur menningar og mannkyns, og bjartsýnismanna, er skopast að „heimsendaspámönnum" og gefa fyrirheit um sældarlif öllum til handa. Vel er hugsanlegt, að báðir málspartar hafi rangt fyrir sér, mjög misjafnlega þó. Sá grunur sýnist ekki ástæðulaus, að hinir fyrrnefndu eigi betri rétt á að teljast framsýnis- eða raunsýn- ismenn en þeir síðartöldu. Ástæðan er aðallega sú, að mið- að við allar veigamestu forsend- ur, fyrirsjáanlega framvindu og framferði mannkynsins í smáu og stóru lítt breytt, virðist ná- lega allt hrekjast aflvanda und- an öfugstraumum. Þess ber og að gæta, sem þó alltof sjaldan er gert, að iðulega er deilt með lokuð augu, og að skoðanir halda áfram að vera heiftarlega skiptar löngu eftir að það, sem deilum olli í upphafi, er orðið degi ljósara og hefði því átt að hafa eytt öllu þrasi að fullu. Reynslan er hins vegar allt önnur. Þá staðreynd, að dýrun- um gengur blessunarlega að læra af lífsbaráttunni, hefir ekki reynzt auðvelt að taka til hag- ræðingar og færa heim að dyr- um núlifandi steinaldarmanna stjórnmálanna. Þeim er tamt, hvort tveggja í senn að kvíða fyrir atvikum, atburðarás og uppákomum ýmislegum, sem þegar eru orðnar veruleiki, og telja óhugsandi í sömu andrá, jafnvel þótt að baki liggi sam- kvæmt venjulegu almanaki, en hafa annað hvort verið misskild- ar eða ósýnilegar, einkum af því að viðfangsefnin hafa reynzt of stór í sniðum til þess að rúmast innan sjóndeildarhrings þeirra, er þau bar að fást við, og eru því vanrækt unz afleiðingarnar þyrmast yfir, vægðarlaust eins og svipuhögg. Og þá, þá loksins taka „stjórn- málamenn“, nauðugir, viljugir, til við að leita eða beita „úrræð- áliti í flokki sínum, Kristilega lýðræðisflokknum (CDU), og hefir verið yfirborgarstjóri í Stuttgart síðan árið 1974, en því starfi er hann talinn hafa gengt með ágætum. Eg á hér við Manfred Rommel, son yfirhershöfðingjans vinsæla, Erwin Rommel. Manfred Rommel finnst auð- sætt (sbr. bók hans, „Abschied vom Schlaraffenland", Stuttgart 1981), að sterkra tilhneiginga gæti til þess í stjórnmálaheimin- um nú, að beygja staðreyndirnar undir kenningarnar. Hann bend- ir á, að miklir eðlisfræðingar — og nefnir þar t.d. Max Planck og Albert Einstein — hafi ævinlega lagt áherzlu á að eyða misræm- inu á milli eðlisfræðilegra stað- reynda og klassískra kenninga með þeim hætti að fella kenning- una að veruleikanum, samsama hugsæi og reynsluþekkingu, getspeki og gagnrýna rannsókn. um 200 ára gömlum merking- arleysum, er stráð var um víða velli og ætlað að festa rætur í jarðvegi meðalheimskunnar í því skyni að gefa uppskeru án fyrir- hafnar og völd án ábyrgðar. Á Islandi er t.d. ekkert einsdæmi, að hégómaskapurinn belgi sig upp, setji sig í hátíðlegar stell- ingar og boði lausnarorðin: „Vilji er allt, sem þarf!" Eða að fornminjar í forystusveit verka- lýðshreyfingarinnar birtist al- þjóð í sjónvarpi og auglýsi fá- fræði sína með valdsmannsbrag, sem stingur ákaflega í stúf við persónuleikaleysi mannsins, og tilkynningu um, að blómsturtíð standi nú sem hæst — og verði þó ennþá blómlegri í haust! Með góðum vilja má náttúrlega líta svo á, að leiðtoginn hafi verið kjörorði verkalýðshreyfingar trúr: „Við tökum ekki mark á staðreyndum, við höfum heyrt þær svo oft áður!“ URRÆÐA- LEITAR- NEFND „Laun nefndar- manna greiðist úr ríkis- sjóði.“ angreindum efnum hefðu niður- stöður vísindarannsókna „The Club of Rome“ átt að hafa sann- fært allt vitiborið fólk þegar fyrir 10 árum, og ekki síður þær, sem birzt hafa reglulega síðan. Að ógieymdum nálega frávika- lausum ítrekunum og staðfest- ingum þeirra, er hinar ítarlegu og viðamiklu skýrslur og álits- gerðir 160 færustu vísinda- manna Bandaríkjanna, sem þeir unnu að í samfleytt 3 ár að und- irlagi Carters, fyrrverandi for- seta, og lögðu fram fyrir rösku ári, og ber heitið „The Global 2000 Report to the President". En þrátt fyrir alla þessa geysi- miklu fróðleikssöfnun örlar hvergi á róttækri stefnubreyt- ingu. Svo virðist sem unnið hafi verið fyrir gýg. Kannski var lítil eða engin von til annars: Vinstrihallandi frjálshyggju- menn sögðust hafa „afsannað" allar staðreyndir um takmörk gnægtagjafa náttúruríkisins, jafnvel áður en rannsóknarnið- urstöður lágu fyrir. En það, sem hagvaxtartrúaðir sögðu að ekki gæti verið af því að kenningin hafi mælt svo fyrir að mætti ekki eiga sér stað, er nú orðinn nístandi veruleiki. Á skeri hans hefir heimurinn nú steytt, einnig íslands rányrkjumenn — og landníðingar — sem þó ekki enn hafa goldið „afreka“ sinna nema að litlu leyti fremur en aðrir, sem hlut eiga að máli víðs vegar um heim. Áhyggjur sérfræðinga eru því skiljanlegar. Þeir eru ekki bjartsýnir. Þannig sagði hinn mikilsmetni, bandariski vísinda- maður, Lester R. Brown, um ára- bil einn æðstu yfirmanna „The Overseas Development Council" og víðfrægur af bók sinni Seeds of Change: „í aðfanga síðasta fjórðungs aldarinnar er hnatt- lægur skortur margra þýð- ingarmikilla hráefna að koma í Kenningar á hrakhólum Svartsýni Anægjuleg ádrepa og Nauðsynleg- og bjartsýni ennþá ánægjulegri krafa ur viðauki um“ sínum, sem hefði máski eitthvað bætt úr skák, ef gert hefði verið í tíma, en hljóta að svo komnu máli þau endalok ein að verða tekjuauki flokksmála- manna í nefnd. „Stórt er lítið og lítið er stórt“ Framansagt mun fæstum finnast ný eða áður hulin sann- indi. Þau hafa samt sem áður ekki verið höfð í hámælum eða notið ýkjamikilla vinsælda allt fram á þennan dag. Þrátt fyrir það er nú svo komið, að ýmsir kunnir og merkir menn, sem öll- um hnútum eru kunnugir, hafa fundið sig knúða til að vekja at- hygli á, að tímabært sé orðið að nema staðar og byrja að æfa sig í að hugsa. Of löng runa yrði, og þjónaði ekki heldur neinum af- gerandi tilgangi, að telja fjölda þeirra, sem mér er kunnugt um 'í þessum hópi, upp nú. Eigi að síður finnst mér ómaksins vert, og raunar fróð- legt líka, að nefna eitt nafn, sem farið er að vekja athygli í Vestur-Evrópu og víðar, en þó sérstaklega í Vestur-Þýzkalandi eins og skiljanlegt er. Hlutaðeig- andi er á miðjum aldri, 55 ára gamall, og telst því ungur að lýð- ræðislegu mati. Hann er í miklu Rommel viðurkennir, að enda þótt í ljós komi að stjórnmála- kenning samræmist raunveru- leikanum illa eða ekki, verði við- leitninnar til að aðhæfa hana óhagganlegum staðreyndum „að- eins vart að takmörkuðu leyti“, heldur beri meira á tilraunum til að láta veruleikann ganga upp í kenninguna, og bætir við, að því að mér finnst hæðnislega, „en það er nú einmitt það, sem stað- reyndir sjaldan gera.“ Ástæðuna fyrir þvílíkum til- burðum telur Rommel einkum vera, auk tregðunnar til að láta áunnar hugmyndir sigla sinn sjó, þegar þær hafa sýnt fánýti sitt, hið dularfulla aðdráttarafl, sem hið fráleita og mótsagna- kennda býr yfir. Enn segir hann: „Staðhæfingin, að stórt sé stórt, er aulaleg, en rétt; yfirlýs- ingin: stórt er lítið og lítið er stórt, er heimskuleg og auk þess röng, en hún vekur áhuga þrátt fyrir það.“ Alfriðuð núll — og rödd af viti Ádrepa Rommels er hæg- verskleg, og í engu orði ofaukin. Tilefnin eru alls staðar fyrir hendi, þar sem „stjórnmála- menn“ hafa verið bergnumdir af Með svona og svipuðum kúnst- um hafa svokallaðir stjórnmála- menn og ófyrirleitnir stétta- baráttujálkar á Vesturlöndum komizt upp með að skapa sér for- réttindi á kostnað fylgiliðs síns, fyrirgreiðsluhagnað í skjóli tómlætis almennings, og engin brögð látið ónotuð til að sóa fé, sem ekki var til. Á þvi getur þess vegna lítill efi leikið lengur — og það munu jafnvel hinir grunn- hyggnustu láta sér skiljast, þótt ekki gerist af öðru en afleiðing- unum — að stjórnskipulag, sem þess háttar gróður vex og dafnar í, hlýtur að koðna niður innan tíðar undan ofurþunga eigin af- glapa. Að þessu athuguðu verður ljóst, að Jón B. Hannibalsson, ritstjóri „Alþýðublaðsins", gæti varla haft réttmætari lög að mæla en þau, sem hann gerði að lokaorðum forystugreinar blaðs síns hinn 23. f.m.: „Það þarf gerbreytt stjórn- kerfi.“ Og lífssýn og lífshætti, mætti að skaðlausu bæta við; og ekki bara hér, einhvern tíma seinna, heldur um allan heim — strax! Yfír hámark verður aldrei farið Um knýjandi nauðsyn í fram- ljós. Orkukreppan hefur verið fyrirferðarmest í sviðsljósinu, en skortur annarra nauðsynja er nú orðinn augljós.“ Hann færir og sterk rök fyrir að hinar 4 helztu lífríkisstoðir heims — sjávar- gróður, skóglendi, beitilönd og akrar — séu þegar ofþyngslum níddar. Hann bendir á, að þrátt fyrir síaukna fjárfestingu í landbún- aði og vaxandi tæknivæðingu, hafi framleiðsla margra land- búnaðarafurða, í hlutfalli við mannfjölda, náð hámarki fyrir nokkrum árum, og fari minnk- andi. Brown segir að trjáviðar- framleiðsla hafi náð hámarki ár- ið 1977, nautakjötsframleiðslan árið 1976, framleiðsla sauð- fjárkjöts árið 1972, framleiðsla ullar árið 1960, korns árið 1976 og loks hafi fiskveiðar náð há- marki árið 1970. Kínverska spakmælið forna: „Gefðu svöngum manni einn fisk, þá hefir hann fæðu dag- langt, en ef þú kennir honum að veiða fisk, þá hefir hann nóg að borða alla ævi sína,“ hefir ekki lengur fortakslaust gildi, því að nú þarfnast það viðaukans, „en aðeins að því tilskildu, að allir aðrir fiski ekki líka, því að það er ekki til nógur fiskur handa öll- um.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.