Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982 Þorbjörg Helgadóttir frá Brúarreykjum - Minning Borgfirsk húsfreyja, Þorbjörg Helgadóttir frá Brúarreykjum, er fallin í valinn á nitugasta og öðru aldursári. Hún lést á heimili aldr- aðra í Borgarnesi 2. júlí sl. Þorbjörg fæddist að Hlíðarfæti í Strandarhreppi 22. nóvember 1890. Faðir hennar var Helgi Helgason bóndi í Hlíðarfæti og síðan í Tungu, Sveinbjörnssonar. Helgi Sveinbjarnarson var sonur Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar, prests á Staðarhrauni. Móðir Þorbjargar var Guðrún Árnadótt- ir Jónssonar og konu hans Þor- bjargar Gunnarsdóttur á Hlíðar- fæti. Þorbjörg ólst upp hjá for- eldrum sínum á Hlíðarfæti til 10 ára aldurs en þá fluttu foreldrar hennar að Tungu í sömu sveit. Tvítug að aldri (1910) fluttist hún inn fyrir Heiði til Kristjáns Björnssonar og Rannveigar Oddsdóttur er þá bjuggu að Bjarg- arsteini, en er þau Kristján og Rannveig fluttust að Steinum (1913) fór hún með þeim þangað og er þar til 1921 er hún giftist Sigurði Þorsteinssyni frá Neðra- Nesi og hófu þau búskap að Brúar- reykjum og þar bjuggu þau í 30 ár. Þau Þorbjörg og Sigurður eignuð- ust 2 börn: Ragnhildi er lést 1930 og Þorstein, sem nú er óðalsbóndi á Brúarreykjum, giftur eyfirskri konu Kristjönu Leifsdóttur. Mann sinn, Sigurð, missti Þorbjörg 1953, en dvaldi á Brúarreykjum þar til hún fluttist á dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi, en þar lést hún, eins og áður var sagt. Búskapur þeirra Brúarreykja- hjóna var til fyrirmyndar. Brúar- reykir er búsældarjörð, þar er + Hjartkær eiginmaöur minn, BJARNI ÖSSUR JÓNASSON, Asparfelli 10, lóst í Landspítalanum aö kvöldi 8. júlí 1982. Fyrir hönd aöstandenda. Svava Haraldsdóttir. t Faðir okkar, GÍSLI ÞORSTEINSSON, GeirshlíA, Miödölum, andaöist aöfaranótt 8. júlí í sjúkrahúsinu Akranesi. Fyrir hönd vandamanna. Guðmundur Gíslason, Kristín Gísladóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og systir, MARÍA SÓLVEIG HELGADÓTTIR, Njálsgötu 49. lést i Landakotsspítala föstudaginn 2. júlí. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til Asgeirs Jónssonar læknis og starfsfólks á deild 1-A, 2-A og Gjörgæslu Landakotsspítala, fyrir góöa umönnum. Ágúst Elísson, Þórdís Ágústsdóttir, Kolbeinn Kolbeinsson, María Sólveig Kolbeinsdóttir, Geir Jón Helgason, Áslaug Helgadóttir, Kári B. Helgason. + Þakka auösýnda samúö viö andlát og útför konu minnar, PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Lækjarbakka V-Landeyjum. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Elís Hallgrímsson. + Þökkum vinum og vandamönnum mikla vinsemd og hluttekningu viö fráfall og útför LOFTS KRISTJÁNSSONAR frá Felli. Kristján Loftsson og systkini hins látna. + Þökkum samúö og vináttu viö andlát og útför hjartkærrar eigin- konu, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓHANNSDOTTUR, Engjavegi 20, IsafirAi. Bj arni Hansson, Kristín Bjarnadóttir, Oddur Bjarnason, Hákon Bjarnason, Jóhann SigurAsson, Páll SigurAsson, GuArún SigurAardóttir, GuAmundur SigurAsson Ingibjörg Jónsdóttir, Hulda Guömundsdóttir, SigríAur GuAjónsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ragnar Ragnarsson dýralæknir - Minning land allt grasi vafið, en hlunnindi eru fyrst og fremst fólgin í jarð- varraa. Vildu þau mætu hjón láta aðra njóta þeirra hlunninda og létu því öðrum í té hitaréttindi og aðstöðu til gróðurhúsaræktunar. Hefir þetta fólk búið þarna gróð- urhúsabúskap um áratugi í góðri sambúð við jarðeigendur. Annars fannst mér, er þessar línur rita, áberandi hve allur búpeningur á Brúarreykjum var sældarlegur. Þó arðurinn af búpeningseign hefði mikið að segja var þó aðalatriðið fyrir þetta fólk, að skepnum þeim, sem þau áttu og var trúað fyrir, liði vel og kom þetta greinilega fram í búskap þeirra hjóna. Á slíkum sómahúsfreyjum eins og Þorbjörg var, byggist heill heimilanna og á heimilunum vel- ferð þjóðarinnar. Búskapur þeirra yngri Brúar- reykjahjóna, Þorsteins og Krist- jönu, er stærri í sniðum. Mikið verk liggur eftir Þorstein í hús- byggingum og ræktun og þó einna mest er hann réðist í að flytja hit- ann (með hitalögn) í veruhúsið, sem þá var nýlega byggt. Þorbjörg Helgadóttir var prúð kona í framgöngu, hæglát og hljóðlynd. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. júlí. Blessuð veri minning Þorbjarg- ar. Ásgeir Þ. Ólafsson Þegar ég lít til baka og hugsa til samskipta okkar Ragnars, koma fyrst upp í huga minn myndir frá ca. 10 árum. Það var í júlí 1972 að ég var að fara til náms til Hanno- ver í Þýskalandi. Þegar komið var til Hannover var Ragnar mættur á flugvellinum til að taka á móti nýliðanum ásamt tveimur skóla- bræðrum sínum. Ég hafði orðið viðskila við farangur minn á leið- inni og stóð þarna uppi eins og glópur. Vandræðagangur minn var þó fljótt kveðinn niður af þessu nýju félögum mínum sem hresstu upp á mig með ódrepandi bjartsýni. Á næstu árum sem nú fóru í hönd átti ég eftir að hafa mikil samskipti við Ragnar. Við vorum ungir og bjartsýnir og höfðum gaman af að vera til. Það eru margar ánægjustundir sem ég minnist frá þessum árum, reyndar svo margar að ekki yrði mögulegt að koma öllu því efni fyrir í stuttri kveðju. Það sem mér er kannski minnisstæðast frá þessum tíma eru margar skemmtilegar rökræð- ur sem stundum stóðu heilu næt- urnar. Það var oft gaman að rök- ræða við Ragnar, því hann var mjög vel heima á mörgum sviðum og hafði afburðagott minni. Oft sátum við yfir tafli en aldrei minnist ég þess að hafa borið sig- ur af hólmi. Ragnar var einnig mikill gleðskaparmaður og alltaf hrókur alls fagnaðar, en það var í Hannover eins og í öðrum há- skólaborgum meginlandsins, að samkvæmi voru mörg og góð á þessum árum. Að loknu námi fluttist Ragnar með fjölskyldu sína frá Hannover og gerðist dýralæknir í sveit í Þýskalandi í 2 ár, en fluttist síðan til Þórshafnar þar sem hann var héraðsdýralæknir í fjögur ár. Á þessum árum hafði ég lítið sem ekkert samband við Ragnar. Það er ekki fyrr en sumarið 1981 að leiðir okkar lágu aftur saman. Ragnar hafði þá flust til Reykja- víkur og tekið dýraspítalann í Víðidal á leigu. Nokkur styr hafði staðið um þessa stofnun í nokkur ár en úr því máli leystist þegar Ragnar tók spítalann að sér. Var þessari lausn fagnað af starfs- bræðrum okkar, en margir höfuðu haft áhyggjur af framgangi mála þar. Frammistaða Ragnars í þessu máli var dýralæknum í landinu til mikils sóma og kunnum við hon- um bestu þakkir fyrir. Spítalinn hefur á þessum tíma sem Ragnar hefur unnið þar, sannað ágæti sitt og tilverurétt. Það liggur í hlutar- ins eðli að slík stofnun sem þessi býður upp á marga nýja mögu- leika en það var Ragnar sem sýndi fram á að þeir voru í raun fram- kvæmanlegir. Mér eru sérstaklega minnisstæð samskipti okkar Ragnars frá síð- astliðnum vetri. Við höfðum þann sið að hittast með reglulegu milli- bili og snæða saman kvöldverð. Við þessi tækifæri bar margt á góma og ræddum við ýmsar áætl- anir sem tilheyrðu framtíðinni. Ragnar hafði m.a. brennandi áhuga á félagsmálum dýralækna og var virkur þátttakandi á því Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. María Sólveig Helga- dóttir - Minning Fædd 2. ágúst 1912 Dáin 2. júlí 1982 Á föstudaginn var til moldar borin María Sólveig Helgadóttir, Njálsgötu 49, Reykjavík. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Við sem eftir stöndum höfum mik- ið misst. Mér líkaði vel við Maríu strax frá byrjun. Það var sumarið ’76 að ég byrjaði að skjóta mér í Þórdísi, dóttur hennar og Ágústar, og man ég vel fyrsta kvöldið sem ég kom inn á heimili þeirra. María tók vel á móti mér, sagði fátt, en áður en ég vissi af var ég að drukkna í kökum. Þarna varð ég síðan dag- legur gestur, enda eftir miklu að slægjast þar sem heimasætan var annars vegar, og í desembermán- uði sama ár giftum við Dísa okkur. Sambandið á milli Maríu og dóttur hennar var einstaklega gott. Á milli þeirra ríkti einlægni og fullkomið traust, og var það erfið skilnaðarstund þegar Dísa fór með mér til náms í Ameríku. Samt var María óeigingjörn á dóttur sína, sem sýndi sig best fyrir um þremur árum, þegar hún lá sem veikust og Dísa fór heim til að vera hjá henni, að þá hrjáði það hana einna mest að vita af mér Dísu-lausum í Ameríku. Þannig var María. María átti við langvarandi veik- indi að stríða, og þegar við Dísa komum alkomin heim fjórum ár- um síðar, var greinilegt að mikið hafði verið á hana lagt. Það var oft erfitt að horfa upp á þessa kjarkmiklu og duglegu konu, glíma við skrokk sem ekki vildi hlýða. En kjarkurinn neitaði að bila, og María horfði ávallt til bjartari tíma. Hana hafði alltaf langað í barnabarn og nú var það á Ieiðinni. Amma ætlaði sko al- deilis að dekra við það. Það varð steipa, og hún var að sjálfsögðu skírð í höfuðið á ömmu sinni, og varð litli sólargeislinn hennar ömmu sinnar. En Maríu átti ekki eftir að batna. Spítalavistirnar urðu stöð- ugt tíðari og lengri, og þær voru orðnar margar ferðirnar sem Ág- úst hafði farið í heimsókn á Landakotsspítala, en það brást sjaldan að Ágúst færi ekki í heim- sókn til Maríu sinnar. Nú er hún laus úr þessum hrjáða líkama, og komin til þess Guðs sem hún trúði á. Ég bið Guð að hugga þá sem syrgja hana. Megi minningin um góða konu búa með okkur. Tengdasonur + Þökkum af einlægni þá miklu samúð, hlýju og vináttu, sem okkur var sýnd við andlát og útför, RAGNARS ÓLAFSSONAR. Kristín Ólafsson, Ólafur Ragnarsson, María Jóhanna Lárusdóttir, Oddný M. Ragnarsdóttir, Hrafnkell Ásgeirsson, Kristín R. Ragnarsdóttir, Geir A. Gunnlaugsson, Ragnar Ragnarsson, Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.