Morgunblaðið - 10.07.1982, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982
,/A þettcx ccb \je.ro~ Sur)dta.ugV'
love lis...
r O
... að halda fast
um sitt.
TM Reo U.S. Pat Otf — aM riflhts reserved
•1982 Los Angetes Tknes Syndicate
Ciætir þú ekki komiA þessum
pakka til þeirra í íbúðinni beint á
móti, þegar maðurinn þar er búinn
að baða sig?
I*ú kemur við i efnalauginni og
spyrð um lotin þín. Gleymdu því
nú ekki!
Með
morgnnkaffinu
HÖGNI HREKKVÍSI
Mótorhjólin eru í fæstum
tilvikum slysavaldurinn
Hinrik Morthens skrifar:
„Ég hef lesið Moggann síðan ég
var 9 ára, en þegar að ég las þriðju-
dagsblaðið í morgun þá varð ég
orðlaus í fyrsta skipti. Ég las nefni-
lega greinar þeirra Asmundar
Brekkan yfirlæknis, Skúla Helga-
sonar og 2154 —4167 í Velvakanda.
Mig langar til að taka upp
hanzkann fyrir mótorhjólastrák-
ana og beina fyrst orðum mínum
að „gauknum", „gæjanum" og
„kauðanum" honum Skúla Helga-
syni.
Mig langar mig til að biðja þig
um, Skúli, að kynna þér vandamál
þessara stráka og eyða síðan ör-
fáum mínútum með þeim í stað
þess að belgja þig út á grátsíðu
Moggans.
Bentu strákunum á einhverja
lausn og vittu til, þeir munu hlusta,
því sjálfir eru þeir á höttunum eft-
ir stað til að hafa út af fyrir sig,
þar sem þeir geta „fretað“ saman.
Við 2154 —4167 vil ég segja þetta:
Þú hittir naglann á höfuðið þegar
þú skrifar: „Þyrfti að taka þetta
vandamál til frekari umfjöllunar í
fjölmiðlum." Annað sem fram kem-
ur í grein þinni (fyrir utan atriðið
með Grensásdeildina) tel ég bull og
eyði ekki frekari orðum i það. En
um Grensásdeildar-ferð þína vil ég
leyfa mér að benda á að skoðunar-
og kynnisferðir skulu aldrei farnar
með bundið fyrir augun né í þeim
tilgangi að skoða bara aðra hlið
málsins. Eða er kannski grunur
minn réttur, að þú hafir alls ekki
farið á Grensásdeildina, heldur
bara slett þessari klausu framan í
mótorhjólainnflytjendur í trausti
þess að grein þín yrði skemmtilegri
lesning? Ef þessi grunur minn er
réttur má þá ekki bjóða þér í aðra
skoðunarferð, þ.e. í unglingaskóla
landsins og kynnast því af eigin
raun hver hin raunverulega ástæða
er fyrir þvi að unglingar drekka
óhóflega eða sniffa og reykja?
Svarið er einfalt því að í nútíma
unglingum býr allt of mikil orka og
athafnaþrá til að hægt sé að sussa
endalaust á þá. Mótorhjólaakstur
er ekki slæmt athæfi fyrir ungl-
inga, en það þarf að gefa þeim kost
á að gera hlutina á réttan hátt. Við
sem erum fullorðin hljótum að geta
hjálpað þeim eitthvað.
Til Ásmundar Brekkan læknis:
Þú telur lítinn vafa á því að mót-
orhjólin séu langmesti og alvarleg-
asti slysavaldurinn. Þótt ég
hafi ekki frekar en þú eytt tíma í
að kynna mér tölur í þessu máli, vil
ég leyfa mér að fullyrða að þú ferð
með rangt mál. Því þó svo að
mótorhjólin séu títt í umferðar-
slysum eru þau í fæstum tilvikum
slvsavaldurinn. Það getur ekki talist
orsök að slysi að vera í umferðinni.
Þarna held ég að þú blandir saman
orsök og afleiðingu. Staðreyndin er
sú að mótorhjólin eru ekki virt við-
lits i umferðinni og verða þannig
oft fyrir barðinu á tillitslausum
ökumönnum. Það má ábyggilega fá
staðfest hjá tryggingarfélögunum
hvor sé slysavaldurinn, bíll eða
hjól, í þeim slysum þar sem mót-
orhjól er annar tjónþolanna.
Lausnina er að öllum líkindum að
finna hjá ökukennurum eða öku-
skólum, þeir geta manna best
kennt og frætt ökumenn (ökumenn
bíla) um varnarleysi og auðséð til-
litsleysi í garð mótorhjóla.
Ef satt er að þú og starfsbræður
þínir hafi raunverulega áhuga á
mótorhjólaslysum og vörnum gegn
þeim langar mig að bjóða þér og
starfsbræðrum þinum með milli-
göngu minni, að fá lánaðar nokkrar
skellinöðrur eða bifhjól sem þið
munduð síðan aka á til og frá
vinnu, í vikutima eða svo. Ég lofa
þér því að þig mun undra ósvífnin
og tillitsleysíð sem ykkur mundi
verða sýnt í umferðinni. Gaman
væri að lesa eftir þig aðra grein á
eftir.
Hvað varðar að banna innflutn-
ing á hinu eða þessu, þá er það
auðvitað ófært. Éf við færum að
kafa í skýrslur þá gætum við
ábyggilega fundið út að það ætti að
banna innflutning á morðtólum
sem heita Mazda eða Lada. Enda
værum við þá búin að finna það út
að flestir sem létust í bílslysum
óku Mazda eða Lada-bílum. En
auðvitað er ástæðan sú aö þetta eru
metsölubílar en ekki að þeir eða
bílstjórarnir sem þeim aka séu
hættulegri en aðrir.“
HAHS HATlGNl HERJR SMAKKAFZA! "
Á ólíkum grunni
Kristjin Kristjánsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég minnist þess, að fyrir
nokkrum árum síðan, hlustaði ég
á umræður í sjónvarpinu, þar sem
Grænmetisverslun ríkisins var á
dagskrá. Andstæðingar hennar
kölluðu húsnæði fyrirtækisins við
Fellsmúla „Gullaugað" og töluðu
um „höllína". Það var í raun og
veru ekki hægt annað en tala um
þessa húsbyggingu í gamansömum
tón, eins og til hennar var stofnað.
Jóhann Jónasson var eins og eðli-
legt er, í forsvari fyrir Grænmet-
isverslunina í þessum þætti og
nefndi til samanburðar að Morg-
unblaðið hefði einnig byggt höll.
Hann skildi nefnilega ekki mun-
inn a þessu tvennu, að byggja
fyrir eigin dugnað og árvekni um
áraraðir, frá morgni til kvölds —
élju og vakandi starf, eða vera úr
leik ella, ef ekki væri hægt að
standast kröfur viðskiptavinanna,
eða hins vegar að skríða undir
handarjaðar ríkisins og biðja um
peninga til fjárfestingar og einok-
unaraðstöðu til rekstrarins, einka-
sölu, innflutningseinokun o.s.frv.
Það er hægt að byggja hallir á
ólíkum grunni.