Morgunblaðið - 10.07.1982, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982
43
meðvitundar og
ekki lengur
í lífshættu
Markahæstu menn
HM-keppninnar
MJÖG jöfn og spcnnandi keppni
verdur um markakóngstitilinn á
HM ef að líkum lætur. Þrír efstu
menn leika í síðustu tveimur leikj-
unum, Boniek Póllandi í dag, og
Rossi og Rummenigge. Rummen-
igge byrjar þó ekki inn á þannig aö
Rossi stcndur óneitanlega vel að
vígi.
Þessi eru markahæstir fyrir síð-
ustu tvo leikina:
Mörk
Paolo Rossi, Ítalíu 5
Karl-H. Rummenigge, V-Þýskal. 5
Zbigniew Boniek, Póllandi 4
Zico, Brasilíu 4
Gerry Armstrong, N-írlandi 3
Roberto Falcao, Brasilíu 3
Alain Giresse, Frakklandi 3
I.aszlo Kiss, Ungverjalandi 3
• Harold Schumacher var betri en enginn I vítaspyrnukeppninni í fyrra-
kvöld. Hann varði tvívegis fri Frökkunum, þeim Six og Bossis.
Stielike misnotaði næstu spyrnu
Þýskalands, Ettori varði.
Stielike grúfði höfuðið milli
handa sér og grét, hélt greinilega
að nú væri leikurinn tapaður. En
svo var aldeilis ekki.
Didier Six steig nú fram og gat
tryggt Frökkum sigur í leiknum
með því að skora. Það tókst ekki,
Schumacher varði, og áttu Þjóð-
verjar nú aftur möguleika á að
sigra. Littbarski jafnaði 3—3,
Platini skoraði fjórða mark
Frakka, og Rummenigge sváraði
fyrir Þjóðverja. Var því jafnt 4—4
eftir 5 spyrnur.
Þá var komið að „sudden-death“
eins og það er kallað, teknar eru
vítaspyrnur þar til annað liðið er
úr leik.
Maxime Bossis, bakvörðurinn
snjalli hjá Frökkum, tók fyrstu
spyrnuna en Schumacher varði nú
í annað sinn. Horst Hrubesch
þrumaði síðan næstu spyrnu Þjóð-
verja í netið og tryggði sínum
mönnum sigur.
Stielike, sem nærri var búinn að
klúra möguleikum Þjóðverja, var
enn náfölur og gat varla kreist
fram bros, þrátt fyrir að liði hans
hefði tekist að sigra.
Six, sem gat tryggt Frökkum
sigur, en brást, var eins og í transi
og algjörlega vonlaust var að
hugga Bossis.
FRÁ þvi var skýrt i gærmorgun, að
franski leikmaðurinn, Battiston,
sem meiddist og varð að bera út af í
leiknum gegn Þjóðverjum, væri
kominn til meðvitundar og úr allri
lífshættu.
Derwall bjartsýnn
eins og venjulega
KARL Heinz Rummenigge, fyrirliði
þýska liðsins, mun ekki hefja. leik-
inn á morgun að sögn Jupp Derwall,
þjálfara Þjóðverja. „Hann er ekki
búinn að ná sér fullkomlega af
meiðslunum og þarfnast meiri með-
höndlunar," sagði Derwall.
Rumenigge var varamaður gegn
Frökkum í undanúrslitunum, kom
síðan inn á í framlengingunni og
skoraði eitt mark. Derwall tilkynnti
að þýska liöið yrði sennilega það
sama og byrjaði leikinn gegn Frökk-
um. Sá eini sem á við meiðsli að
stríöa, utan Rummenigge, er Uwe
Reinders og leikur hann því vænt-
anlcga ekki með.
Derwall var bjartsýnn á úrslit
leiksins er hann talaði við frétta-
menn í gær. Hann sagði að úrslit-
in í leiknum við Frakkland hefðu
haft mjög góð sálræn áhrif á sína
menn.
Hann sagði að ítalir væru ekki
eins sterkir og þegar þeir lögðu
Argentinu og Brasilíu að velli í
milliriðlinum. „í leiknum gegn
Póllandi í undanúrslitunum á
fimmtudaginn, náðu þeir ekki að
spila nærri eins vel og áður,“ sagði
hann. Karl-Heinz Förster mun fá
það erfiða hlutverk að gæta Paolo
Rossi, sem skoraði hefur 5 mörk í
tveimur síðustu leikjum. „Ég held
að Förster muni ráða við hann,“
sagði Derwall.
Enzo Bearzot:
„Megum ekki vera sigurvissir“
Víðir og Tindastóll
eru efst í 3. deild
KKKERT verður leikið í 1. deildinni
um helgina vegna landsleiks íslands
og Finnlands i Helsinki. En margir
leikir fara fram í 2. og 3. deiid. Úrslit
leikja í 3. deild um síðustu helgi
urðu þessi. Lið Víðis er efst í A-riðl-
inum en Tindastól! er með forystuna
í B-riðlinum.
A-RIÐILL
Selfoss — Víðir ............ 0—3
Víkingur Ó. — Snæfell ...... 1—0
Haukar — ÍK ................ 0—0
HV — Grindavík ............. 2—1
STAÐAN í A-RIÐLI:
Víðir ......... 7 6 0 1 17:4 12
Selfoss ....... 7 4 2 1 11:9 10
HV ............ 7 3 2 2 8:5 8
Grindavík ..... 7 3 2 2 9:7 8
IK 7 2 1 4 7:10 5
Snæfell 7 2 1 4 7:10 5
Víkingur Ó 7 1 3 3 5:13 5
Haukar 7 0 3 4 3:9 3
BKIDILL
Sindri - HSÞ b frestað
Huginn — Magni 4- -0
KS — Arroðinn 3- -0
Tindastóll — Austri 3- -0
Staðan í B-riðli:
Tindastóll 7 5 2 0 17:5 12
Huginn 6 4 2 0 11:4 10
KS 6 4 0 2 21:6 8
HSÞ b 5 1 4 0 6:4 6
Austri 7 1 3 3 6:9 5
Magni 7 1 2 4 9:14 4
Árroðinn 7 115 4:14 3
Sindri 5 1 0 4 2:20 2
• Didier Six kom mikið við sögu í
leiknum gegn Þýskalandi. Nokkrum
sekúndum fyrir leikslok fékk hann
gott færi til að taka forystuna fyrir
Frakka en mistókst. Síðan gat hann
tryggt liði sínu sigur í vítaspyrnu-
keppninni, en lét Schumacher verja
frá sér spyrnuna.
Frakkinn Battiston:
Kominn til
EINS og komið hefur fram þótti
leikur Vestur-Þýskalands og Frakk-
lands í fyrrakvöld sá mest spenn-
andi í sögu heimsmeistarakeppninn-
ar. Þjóðverjarnir mörðu sigur eftir
vitaspyrnukeppni, eftir að Frakkarn-
ir höfðu náð tveggja marka forystu í
framlengingunni. Eftir venjulegan
leiktíma var staðan jöfn, 1—1, og
eftir framlengingu var staðan 3—3.
Litum nú aðeins nánar á hvernig
málin gengu fyrir sig i vítaspyrnu-
keppninni.
Hvort lið fékk 5 vítaspyrnur, til
að skera úr um hvort liðið kæmizt
í úrslitaleikinn. En það reyndist
ekki nóg þar sem þau voru enn
jöfn eftir það. Frakkar unnu
hlutkestið og byrjuðu. Alain Gir-
esse skoraði úr fyrstu spyrnu
þeirra og Manfred Kaltz jafnaði
fyrir Þýskaland. Manuel Amoros
skoraði síðan fyrir Frakka og Paul
Breitner fyrir Þjóðverja. Rochetau
kom Frökkum yfir 3—2, en Uli
Hann lenti í samstuði við Har-
old Schumacher, markvörð Þjóð-
verja, og þótti mörgum sem
markvörðurinn hefði brotið gróf-
lega af sér, og voru óánægðir með
að hann hefði ekki verið rekinn af
velli. Tvær tennur brotnuðu í
Battiston er þeir skullu saman.
• V-þýska liðið kom til Madrid í gærdag og tók þá strax æfingu. Derwall
ætlaði líka að láta sína menn efa létt fýrir hádegi í dag en síðan fyrirskipaði
hann hvíld fram að úrslitaleiknum. Á myndinni má sjá hann vera að gefa
leikmönnum sínum fyrirskipanir á æfingu.
Vítaspyrnukeppnin sögulega hjá
Frökkum og Vestur-Þjóöverjum
Einherji sigraði FH
ENZO Bearzot, þjálfari Ítalíu, sagði
í gær, að hann væri ekki búinn að
ákveða hvaða leikaðfcrð hann beitti
í leiknum á morgun, en hann bjóst
Opiö kvennamót
á Hólmsvelli
GOLFKLÚBBUR Suðurnesja heldur
opið kvennamót í golfi á morgun,
sunnudag, og nefnist það Kosta
Boda-mótið. Verður það á Hólms-
velli á Leiru og hefst kl. 13.00.
Leiknar verða 18 holur með og
án forgjafar og hefur Kosta Boda
gefið vegleg verðlaun til keppn-
innar. Þátttaka tilkynnist til Golf-
klúbbs Suðurnesja.
við að Þjóðverjarnir myndu leika
stífa dekkingu, maður á mann um
allan völl. Háværar raddir voru uppi
um það í herbúðum Ítalíu að ef
Kummenigge kæmi inn á, myndi
Gentile verða settur á hann. Gentile
tók einmitt Maradona og Zico úr
umferð fyrir stuttu.
Bearzot sagði að ítalir hefðu
ekkert að hræðast nema sigurviss-
una. „Það er stórhættulegt að vera
of sigurviss fyrir leiki,“ segir
hann. „Við verðum að halda okkur
við staðreyndir. í úrslitaleikjum
er aldrei hægt að segja fyrirfram
hvort liðið sigrar. Urslit leiksins
ráðast kannski á einu atviki sem
enginn getur séð fyrirfram.
Við verðum að treysta á sál-
rænan styrk okkar. Á hve vel mín-
um mönnum líður andlega eftir
sigrana í síðustu leikjum. Við vit-
um að við getum skorað mörk.“
Bearzot segir um Paolo Rossi,
hetju ítala í síðustu leikjum: „All-
ir eru að tala um Rossi, nú þegar
hann fer að skora. Ég hef sagt að
hann þyrfti aðeins að leika til að
komast í toppþjálfun, og það er
einmitt það sem er að gerast.
Allir leikmenn mínir hafa stað-
ið sig vel og ég sé ekki ástæðu til
að breyta liðinu. En ég hef nóg af
mönnum á bekknum tij að skipta
inn á ef þörf krefur," segir Bear-
zot.
Einherji sigraði FH í 2. deildinni í
fótbolta í fyrrakvöld með 4 mörkum
gegn 3. Fór leikurinn fram á Vopna-
firðL
Kristján Davíðsson skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Einherja en
Helgi Ragnarsson svaraði fyrir
hlé. FH komst síðan í 3—1 með
mörkum Pálma Jónssonar og Jóns
Erlings Aðalsteinssonar en síðan
skoruðu Einherjamenn þrisvar og
tryggðu sér sigurinn. Mörkin skor-
uðu: Ólafur Ármannsson, Aðal-
björn Björnsson og Gísli Davíðs-
son.
Leikið um
3.—4. sætið
PÓLVERJAR og Frakkar mætast í
dag, í leiknum um 3. sætið í
HM-keppninni. Leikurinn fer fram í
Alicante. Boniek mun leika með
Pólverjum að nýju eftir eins leiks
bann.