Morgunblaðið - 01.09.1982, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
ManviUe Corporation:
Greiðslustöðvun
hefur ekki áhrif
utan N-Ameríku
„MANVILLE Corporation tilkynnti í rétti í New York-ríki hinn 26. ágúst
sl. að fyrirttekið óskaði eftir greiðslustöðvun vegna endurskipulagningar á
starfsemi fyrirtækisins. Vísar fyrirtækið í þessu sambandi til lagaákvæða
um gjaldþrotaskipti og greiðslustöðvun. Rétt er að undirstrika að hér er
ekki um gjaldþrot að ræða. Starfsemi og greiðslustaða Manville hefur
verið sterk á undanförnum árum, en greiðslustöðvun var nauðsynleg
vegna stöðugt vaxandi kostnaðar af málaferlum sem til hafa orðið vegna
skaðabótakrafna frá fólki sem orðið hefur fyrir heilsutjóni af völdum
asbests," segir m.a. í fréttatilkynningu frá bandaríska fyrirtækinu Man-
ville Corporation, en fyrirtækið á um 35—40% hlutafjár í Kísiliðjunni.
Kísiliðjan sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu þessa.
I fréttatilkynningunni segir
ennfremur að nú hafi verið lagðar
fram 16.500 skaðabótakröfur á
hendur Manville og um 500 bætist
við á mánuði og sé kostnaður
Manville vegna hverrar kröfu
40.000 dollarar að meðaltali. Nýleg
athugun sýni að um 32.000 nýjar
ákærur komi fram á næstu árum.
Þá segir að þetta vandamál hafi
reynst Manville erfitt af þremur
ástæðum: — Bandaríkjastjórn
hafi stöðugt neitað að viðurkenna
ábyrgð sína vegna þeirra starfs-
manna sem unnu við asbest í
skipasmíðastöðvum sem reknar
voru á vegum ríkisins í og eftir
síðari heimsstyrjöld. — Banda-
ríkjaþing hafi stöðugt frestað að
fjaíla um mál vegna atvinnusjúk-
dóma og tryggingarfélög séu treg
til að uppfylla skyldur sínar gagn-
vart Manville.
Af þessum sökum hafi stjórn
Manville ákveðið að nýta heimild
til greiðslustöðvunar sem er í
gjaldþrotaskiptalögum New
York-ríkis, en samkvæmt því
ákvæði hefði greiðslustöðvun í för
með sér að allar frekari skaða-
bótakröfur á hendur fyrirtækinu
stöðvist sjálfkrafa.
I fréttatilkynningunni er það
haft eftir John McKinney aðal-
framkvæmdastjóra Manville
Corporation, að ekkert ami að
rekstri fyrirtækisins og ósk um
greiðslustöðvun vegna fjárhags-
legar endurskipulagningar, þýddi
ekki að fyrirtækið væri að hætta
starfsemi eða eignir þess verði
seldar. Vandi þess væri fólginn í
lögsóknum á hendur því og það
muni halda áfram að framleiða,
selja vörur og veita þjónustu.
Þá kemur fram að ósk fyrirtæk-
isins um greiðslustöðvun hafi ekki
áhrif á fyrirtæki Manville eða
samstarfsaðila þess, sem utan
N-Ameríku væru. Því muni Kísil-
iðjan hf. við Mývatn og Manville
hf. á Húsavík starfa áfram með
eðlilegum hætti.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Hjörleifur Guttormsson iðn-
aðarráðherra að rætt hefði verið
við talsmann Manville í Evrópu-
miðstöð fyrirtækisins, Pierre
Veyron, sem tekið hefði þátt í
samningum og setið aðalfundi og
hefði hann staðhæft að ákvörðun
fyrirtækisins í Bandaríkjunum
myndi engin áhrif hafa á hlutdeild
samsteypunnar utan N-Ameríku,
hvorki hvað hlutabréf snerti né
samninga sem tengdust þátttöku í
fyrirtækjum. Sagði Hjörleifur að
nánari upplýsinga frá talsmanni
þessum væri að vænta innan tíðar.
Roger WhitUker I flugmannssæti
flugvélar sinnar fyrir brottrör fri
Reykjavíkurflugvelli í gær.
Roger WhitUker ásamt aðstoðarflugmanni sinum i Reykjavíkurflugvelli
í gær. Morjfunblaóid/Krwtján.
Roger Whittaker í samtali við MbL: ''v
„Má til með að sækja Islendinga heim“
„ÉG MÁ til með aö láu verða af
þvi að sUnza hér í nokkra daga,“
sagði brezki skemmtikrafturinn
heimsfrægi, Roger Whittaker, í
spjalli við Mbl. á Reykjavikur-
flugvelli i gær. WhiUaker hafði hér
stutta viðdvöl á leið sinni til Kan-
ada, þar sem hann verður við tón-
leikahald í fjórar vikur.
„Ég mun skemmta Kanada-
mönnum næstu fjórar vikurnar,
skýzt svo heim, en fer þangað
aftur til fjögurra vikna tónleika-
halds í nóvember. Já, ég hef allt-
af nóg að gera, framundan er
fimm mánaða tónleikahald í
Bandaríkjunum strax upp úr
áramótum. Fæ þó tækifæri til að
vera heima á jólunum," sagði
Whittaker hress í bragði þegar
hann snaraðist inn á Loftleiða-
hótelið til að fá sér tebolla með-
an eldsneyti var sett á flugvél
hans.
„Ég hef mikinn áhuga á að
koma hingað í heimsókn, verð
bara að finna mér tíma. Ég er
tilbúinn að skemmta íslending-
um og skoða örlítið landið ykk-
ar,“ sagði Whittaker.
Whittaker kom hingað á
einkaflugvél sinni, sem ber
skrásetningarmerkið G-SONG,
frá Englandi, og ætlaði áfram til
Narssarssuaq á Grænlandi.
Whittaker hefur réttindi
atvinnuflugmanns og á tvær
einkaflugvélar, en á ferðalögum
sínum hefur hann jafnan
þrautreyndan flugmann sér til
trausts og halds. Sagðist Whitt-
aker fljúga eins mikið sjálfur og
unnt væri, en oftast kysi hann þó
að halla sér út af aftur í flugvél-
inni eftir strembna tónleika.
Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra:
Engar skyndilausnir til
að hindra stöðvun útgerðar
Alrangt að ég hafi lofað lausn í hvelli, segir ráðherrann
„ÉG GET ekki sagt á þessu stigi til hvaða ráðstafana verður gripið, þessi mál
eru til athugunar núna, en það er auðvitað augljóst að olíuverð hækkaði með
gengisfellingunni,“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra í
samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Ráðherrann var spurður til hvaða
ráðstafana yrði gripið til að treysta stöðu útgerðarinnar, sem útgerðarmenn
segja að muni stöðvast innan skamms verði ekki unninn bráður bugur að því
að lækka hlutfall olíukostnaðar í útgjöldum útgerðarinnar.
„Olían er keypt í dollurum og
hækkar því með genginu," sagði
Steingrímur, „en hins vegar hef ég
sagt, og tel, að taka þurfi til at-
hugunar hvort hægt er að lækka
þennan mikla mun, sem er á olíu-
verði hér og erlendis, án þess að
gripið verði til niðurgreiðslna eða
styrkja til útgerðarinnar, sem ég
tel að við eigum að forðast í
lengstu lög, en þetta kostar fjár-
magn. Þá má einnig benda á að
það kostaði mikið fjármagn á sín-
um tíma að kaupa olíuna af Bret-
um, hún reyndist miklu dýrari
þegar upp var staðið en olían frá
Rússum. Þetta jók verulega á hall-
ann á innkaupareikningi, og við
Aður óbirt sjálfsævisaga Jakobs Hálfdanarsonar:
Færir stofndag KÞ aftur
til 26. september 1881
Sjálfsævisaga Jakobs Hálfdan-
arsonar er meðal þeirra bóka er
ísafoldarprentsmiðja sendir frá
sér nú í haust. Jakob var á sínum
tíma frumkvöðull að stofnun fyrsta
íslenska kaupfélagsins, Kaupfé-
lags Þingeyinga. Jakob Hálfdan-
arson var á sinum tíma mikill og
drífandi félagsmálamaður, en
fæstum er kunnugt um að eftir
hann liggur nokkurt safn rita og
ritgerða, og hefur ísafoldar-
prentsmiðja nú fengið hluta þeirra
til útgáfu, en ekkert af því hefur
verið gefið út áður. Auk þess sem
hin væntanlega bók hefur að
geyma ævisögu Jakobs er hún
saga Kaupfélags Þingeyinga fyrstu
10 árin.
Sögu fyrstu ára K.Þ. hóf Jakob
að rita þegar árið 1891, eða fyrir
röskum 90 árum, og mun áhuga-
mönnum um sögu lands og þjóð-
ar væntanlega þykja fengur að
samtímaupplýsingum um upp-
haf samvinnuhreyfingarinnar
hér á landi. Einnig koma fram í
bókinni lýsingar á lífi og lifnað-
arháttum fólks á þessum tíma,
frásagnir af samgöngum, harð-
ærum og fleiru. Merkilegt er að í
bókinni segir Jakob að Kaupfé-
lag Þingeyinga hafi verið form-
lega stofnað hinn 26. september
árið 1881, á Grenjaðarstað í
Þingeyjarþingi, en sem kunnugt
er hefur jafnan verið litið svo á
af forystumönnum samvinnu-
hreyfingarinnar að fyrsta kaup-
félagið hafi verið stofnað á
Þverá í Laxárdal 20. febrúar
1882, og í samræmi við það var
haldið upp á 100 ára afmæli
samvinnuhreyfingarinnar fyrr á
þessu ári. Á fundinum á Grenj-
aðarstað segir Jakob að 32 menn
hafi gengið í félagið með samtals
49 hlutum. Fundargerðarbók
hafi á hinn bóginn ekki verið til
fyrr en á fundinum að Þverá.
Það að seinna var farið að tala
um 20. febrúar 1882 sem afmæl-
isdag félagsins, segir Jakob stafa
af misskilningi þeirra er seinna
gengu í það.
Undirbúning handrits fyrir
prentun annaðist Pétur Sumar-
liðason, og naut hann aðstoðar
Einars Laxness forseta Sögufé-
lagsins, sem einn hefur sinnt
undirbúningi eftir fráfall Pét-
urs. Ritar Einar einnig formála.
Bókin er gefin út að tilstuðlan
afkomenda Jakobs Hálfdanar-
sonar og í samvinnu við þá, og
verður verkið prýtt fjölda
mynda.
erum að burðast með að greiða af
því núna.“
Fyrr í sumar var talað um að
lækka olíuverð um allt að 20%, en
sú þróun hefur óneitanlega orðið
talsvert önnur?
„Já, hækkanirnar verða með
genginu eins og ég hef sagt, menn
verða að gera sér grein fyrir því,
og fiskverðið hækkar einnig og svo
framvegis. En miðað við það verð
sem var þá á olíu, taldi ég það
skynsamlega hugmynd, að reyna
að lækka hana með þvi að losa
olíuna við þær skuldir sem á henni
hvíla á innkaupajöfnunarreikn-
ingi, og ýmislegt fleira er ég tíndi
fram. Þetta hefur verið til um-
ræðu. Það þarf að fá um 50 millj-
ónir króna í þessu skyni, og ég hef
ekki talið fært að þeirra verði afl-
að með auknum sköttum á þjóð-
ina. Hins vegar var fallist á að
fella niður öll þau gjöld er ríkis-
sjóður hafði á olíu. Það var að vísu
ekki mikið, en þó um 10 til 15 millj-
ónir kr. á ári. Ég geri ráð fyrir að
frumvarp um það verði flutt strax
í upphafi þings, enda tel ég óverj-
andi að ríkið sé með nokkur gjöld
á olíu eins og nú er ástatt. En
stærstu liðirnir eru skuldirnar á
innkaupajöfnunarreikningi og
gömul skuld sem verið er að burð-
ast með allt frá 1979 og mjög hár
dreifingarkostnaður sem er lagður
jafnt á alla olíu, en ekki sundur-
greindur hvort um er að ræða
dreifingu í íbúðarhús, á bensín-
stöðvar eða fiskiskip. Verðjöfnun
er einnig mjög hár liður, en ekki
sundurgreindur. Ég hef ákveðið að
skoða þessa liði og ég tel ekki að
fiskiskip eigi að greiða fyrir dreif-
ingu eða verðjöfnun á olíu til ann-
arra þarfa. Þessi mál eru því í at-
hugun, en það er alrangt að ég
hafi nokkru sinni lofað því að
þetta næðist fram í hvelli eins og
ég hef einhvers staðar heyrt.“
En þarf ekki að grípa til ráð-
stafana þegar í stað til að útgerðin
stöðvist ekki?
„Jú, útgerðin fær nú þegar flutt-
ar til sín 130 milljónir kr. geng-
ismun og hún fær mikla fisk-
verðshækkun. Engu að síður er
mér ljóst að staða útgerðarinnar
er mjög erfið, og það þarf bæði að
leita leiða til að fá lækkun á olíu
og einnig að létta fjármagnsbyrð-
ina, sem er allt að sliga.“
LÍÚ hefur boðað til fundar á
fimmtudaginn, þar sem jafnvel
verður rætt um stöðvun flotans.
Eru engar skyndilausnir á leiðinni
til að koma í veg fyrir það?
„Nei, nei, mér dettur það ekki í
hug.“
Á þá að láta allt stöðvast?
„Þeir verða að taka ákvörðun
um það, en ég er eins og ég sagði
og hef margoft sagt, reiðubúinn að
vinna áfram að því að lagfæra
þessa liði, ekki síst fjármagns-
kostnaðinn, sem kominn er út í
algjöra vitleysu, en það tekur
tíma. Það verður ekki gert á
svipstundu," sagði Steingrímur
Hermannsson sjávarútvegsráð-
herra að lokum.
Aðalfundur
Stéttarsam-
bands bænda í
Borgarnesi
AÐALFUNDDR Stéttarsambands
bænda hefst í Borgarnesi fimmtudag-
inn 2. september kl. 9.30. Les Ingi
Tryggvason formaður skýrslu og land-
búnaðarráðherra Pálmi Jónsson flytur
ávarp. Eftir hádegi verða lagðir fram
reikningar, kosið í nefndir og umræð-
ur um skýrslu formanns.
Á föstudaginn starfa nefndir og
um kvöldið verður kvöldvaka í um-
sjá Búnaðarsambands Borgarfjarð-
ar. Á laugardaginn verða mál af-
greidd úr nefndum og á laugar-
dagskvöld eru fundarslit. Menn fara
síðan heim á sunnudeginum.