Morgunblaðið - 01.09.1982, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
21
fltoggtiiilrlfiMfr
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö.
Stödvast flotinn?
Stjórn og trúnaðarmannaráð Útvegsmannafélags Suð-
urnesja hefur beint því til stjórnar Landssambands
íslenskra útvegsmanna, að hún láti kanna hvort útgerðar-
mönnum finnist ekki tímabært að fiskiskipaflotinn verði
stöðvaður þangað til „fundist hefur viðunandi rekstrar-
grundvöllur" eins og segir í ályktun Útvegsmannafélagsins.
Þessi ályktun var samþykkt aðeins fimm dögum eftir að
ríkisstjórnin hafði að sögn ráðherranna gert efnahags-
ráðstafanir, sem áttu „að treysta undirstöður atvinnulífsins
... og tryggja þannig öllum landsmönnum næga atvinnu."
Má með sanni segja, að yfirsýn ríkisstjórnarinnar yfir
stöðu þjóðarbúsins er ekki mikil, ef ráðstafanir sem gerðar
eru í þessum tilgangi duga ekki til að bægja frá stöðvun
fiskiskipaflotans.
„Það er útilokað að við getum haldið áfram til lengdar við
núverandi rekstrarskilyrði," sagði Vilhelm Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyrar, hér í blaðinu
í gær um útgerð fyrirtækisins. Gísli Jónasson, útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, sagði augljóst, að flotinn stöðv-
aðist sjálfkrafa við núverandi rekstrarskilyrði. Guðmundur
Guðmundsson, formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða,
sagði: „Útlitið er mjög slæmt; það hefur aldrei verið verra
... Óhjákvæmilega stefnir í stöðvun veiða. í raun kemur
ekkert annað til greina nema eitthvað verði að gert.“ Og
Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haralds Böðv-
arssonar og Co. á Akranesi, sagði: „Dæmið gengur ekki upp
lengur ... Og ljóst er að verði ekki tekið á málum mun
atvinnuleysi vaxa til muna hér á landi."
Þegar þessi ummæli athafnamanna sem fylgjast daglega
með stöðunni í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar eru les-
in, sést hve ráðherrarnir eru fjarlægir raunveruleikanum í
ákvörðunum sínum. Orð athafnamannanna staðfesta betur
en nokkuð annað, að í síðustu efnahagsráðstöfunum tók
ríkisstjórnin ekki mið af þjóðarhag heldur byggðust þær á
tilliti til þess, hvort ráðherrarnir gætu setið lengur við
kjötkatla kerfisins í ráðuneytunum; hvort þeir gætu frestað
því að þurfa að hlíta dómi kjósenda. Halldór Ibsen, fram-
kvæmdastjóri Útvegsmannafélags Suðurnesja, sagði:
„Menn líta þannig á málið nú, að útgerðin eigi alls ekki
málsvara innan ríkisstjórnarinnar ... “ Þetta er rétt mat,
ráðherrarnir taka aðeins ákvarðanir út frá eigin stöðu í
pólitíkinni, þeir eru fyrir löngu hættir að „líta yfir landið
allt“.
Hvaða mælistika
er rétt?
Aþað hefur verið bent, að sameiginlegt fylgi Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks minnkaði um 11% á
milli þingkosninganna 1979 og sveitarstjórnarkosninganna
1982. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir njóta aðeins stuðnings
33,7% kjósenda. Ráðherrarnir halda fast í það, að þeir hafi
31 mann sér til stuðnings í sameinuðu þingi, og vilja alls
ekki yfirgefa ráðuneytin, þótt þeir hafi enga vissu fyrir því
að koma þingmálum fram. Augljóst er, að eftir því sem
viðfangsefni ríkisstjórna eru örðugri er hættusamara að
ríkisstjórn sitji, ef verulega skortir á um fylgi hennar með-
al þjóðarinnar. Þetta er ein af grundvallarreglum lýðræð-
islegra stjórnarhátta.
í forystugrein Tímans í gær er því andmælt, að hætta sé
því samfara að ríkisstjórnir streitist við að sitja þrátt fyrir
afhroð aðstandenda þeirra í kosningum. Eru framsóknar-
menn vinsamlega beðnir að löggilda einhverja mælistiku,
sem þeir telja heimilt að nota þegar lagt er mat á stöðu
þessarar furðulegu stjórnar, úr því að ekki má dæma hana
eftir fylguflokkanna, sem að henni standa.
Má dæma ríkisstjórnina eftir því hvernig krónan hefur
þróast gagnvart dollar í tíð hennar? Á upphafsdegi ríkis-
stjórnarinnar var unnt að kaupa 125 dollara fyrir 500 krón-
ur — nú fást aðeins 35 dollarar fyrir 500 krónur.
Ágætur árangur af skógrækt-
arstarfi víðsvegar um land
segir Hulda Valtýsdóttir
AÐALFUNDUR Skógræktarfélags
íslands var haldinn á Akureyri dag-
ana 27.—29. ágúst sl., en skógrækt-
arfélögin hér á landi eru 31 talsins
og eiga þau öll adild aö Skógræktar-
félagi íslands.
í stjórn Skógræktarfélags íslands
eiga nú sæti Hulda Valtýsdóttir,
Bjarni Helgason, Jónas Jónsson,
Kjartan Olafsson, Ólafur Vil-
hjálmsson, Kristinn Skæringsson og
Bjarni K. Bjarnason. í varstjórn eru
Ásgrímur Halldórsson og Baldur
Helgason.
Morgunblaöiö spjallaöi stuttlega
viö Huldu Valtýsdóttur um skóg-
ræktarmál og aðalfund Skógræktar-
félagsins.
„Mér er óhætt að segja að mikill
hugur sé nú í skógræktarfólki yf-
irleitt, enda margt sem bendir til
þess að skilningur á mikilvægi
trjá- og skógræktar hér á landi
aukist með ári hverju, bæði hjá
stjórnvöldum og meðal almenn-
ings,“ sagði Hulda.
„Þróunin síðustu ár hefur orðið
sú að nú er farið að tala um skóg-
rækt sem viðurkennda búgrein og
iiggja til þess margar ástæður.
Það starf sem fram hefur farið á
vegum Skógræktar ríkisins hefur
fært mönnum heim sannin um að
hér má rækta skóg til nytja á
völdum stöðum á landinu og nægir
að benda á Fljótsdalsáætlunina
sem hafist var handa um fyrir
rúmum áratug, en þar eru nokkrar
jarðir í Fljótsdal sem eiga hlut að
máli.
I Árnessýslu hafa þegar verið
valdar nokkrar jarðir sem henta
þykja til skógræktar og í Eyjafirði
hafa verið kannaðar forsendur
fyrir hérðasskógræktaráætlun og
þar hafa margir bændur og land-
eigendur sýnt málinu mikinn
áhuga.
Nú þegar bændum er uppálagt
að fækka fé vegna offramleiðslu er
eðlilegt að athygli beinist að nýj-
um búgreinum. En skógrækt er
búgrein sem gefur ekki arð fyrr en
að vissum árafjölda liðnum og því
nauðsynlegt að skógarbændur fái
ríflega styrki í upphafi. Mætti t.d.
hugsa sér að til þessa fengist fé
um leið og útflutningsbætur á
kindakjöti dragast saman.
Þessi mál eru öll til athugunar
en menn eru bjartsýnir á fram-
gang þessarar atvinnugreinar
hérlendis.
Á nýrri landgræðsluáætlun
fyrir árin 1981—85 sem samþykkt
var á Alþingi í vor skipar skóg-
rækt drjúgan sess. í áliti sam-
starfsnefndar um landgræðslu-
áætlun segir m.a.: — Verkefni
skógræktar á íslandi eru óþrjót-
andi. Þau höfða til allra, hvar sem
er og hvað sem þeir stunda og allir
eiga að geta átt þess kost að njóta
árangurs þeirra. Því meira fé sem
varið er til skógræktar, því lengra
miðar í þá átt að endurheimta töp-
uð landgæði og koma landinu í þá
hefð sem loftslag, landslag og
jarðvegsskilyrði bjóða upp á —
sagði Hulda.
„Þá mætti einnig geta þess að á
síðasta þingi var lögð fram tillaga
til þingsályktunar um landnýt-
ingaráætlun en að henni standa
þingmenn úr öllum flokkum. Þar
segir í kafla um skógrækt: „Skóg-
Hulda Valtýsdóttir
rækt til nytja er í raun landbúnað-
ur og kanna þarf hvernig heppi-
legast er að tengja hana traustari
böndum þeim atvinnuvegi."
Þessi tillaga um landnýtingar-
áætlun náði ekki fullnaðaraf-
greiðslu á síðasta þingi. Hún er þó
komin áleiðis en ætlast er til að
drög að henni liggi fyrir í árslok
1983.
Á þessum aðalfundi Skógrækt-
arfélags íslands flutti Jónas
Jónsson búnaðarmálastjóri erindi
um réttarstöðu skógarbúskapar í
íslenskri landbúnaðarlöggjöf og
þar kom fram að frá lagalegu
sjónarmiði er skógarbúskapur
jafnrétthár og annar búskapur.
Annað umræðuefni aðalfundar-
ins var útivist og landnýting í
þéttbýli og trjárækt á útivistar-
svæðum.
Framsöguerindi um þau mál
fluttu þeir Hallgrímur Indriðason
og Vilhjálmur Sigtryggsson en
báðir eru þeir framkvæmdastjór-
ar skógræktarfélaga þar sem mjög
gott samstarf hefur tekist við við-
komandi bæjarfélag, Hallgrímur á
Akureyri og Vilhjálmur í Reykja-
vík.
Árangur af slíku samstarfi hef-
ur hvarvetna reynst mjög góður,
ekki hvað síst það er varðar úti-
vistarsvæði við þéttbýli enda skor-
aði aðalfundurinn m.a. á bæjar-
og sveitarfélög víðs vegar um land
að taka upp eða efla slíka sam-
vinnu við skógræktarfélögin á
staðnum,“ sagði Hulda.
„Skógræktarfélögin eru sem
kunnugt er áhugamannafélög 31
talsins um land allt og eru öll að-
ildarfélög Skógræktarfélags ís-
lands. Þau eru eins og gefur að
skilja misstór, en öll starfa þau af
fórnfýsi og með bjargfasta trú á
möguleika trjá- og skógræktar á
Islandi og ég vil nota þetta tæki-
færi til að hvetja fólk til að ganga
í skógræktarfélagið í heimahéraði
sínu og leggja þessum málum sitt
lið. Þarna er um að ræða mann-
bætandi hugsjónastarf sem auð-
gar hvern sem að þeim vinnur og
hlýtur að vera landi og lýð til góðs.
Við, áhugafólk um skógrækt,
finnum að nú blæs byrlega fyrir
málstaðinn. Menn sjá nú með eig-
in augum ágætan árangur af
skógræktarstarfi víðs vegar um
land og meta að verðleikum
menntun og tilraunir á þessu
sviði. Svo er fyrir að þakka ötulu
starfi fagmanna á vegum Skóg-
ræktar ríkisins og skógræktarfé-
laganna," sagði Hulda Valtýsdótt-
ir að lokum.
Tillögur sem samþykktar voru á aðalfundi Skógræktarfélagsins:
Nauðsynlegt að stórauka fjárveitingar vegna héraðs-
skógræktaráætlana segir m.a í einni samþykktinni
Tillögur sem fram komu og sam-
þykktar á aöalfundi Skógræktarfé-
lags íslands sem haldinn var dagana
27.—29. ágúst 1982 á Akureyri:
Aðalfundur Skógræktarfélags ís-
lands haldinn 27.—29. ágúst 1982,
skorar á stjórn Skógræktarfélags ís-
lands og Skógrækt rikisins að hlut-
ast til um að komið verði á fót vinnu-
flokki meö þjálfuðu fólki sem færi á
milli héraðsskógræktarfélaganna og
veitti aðstoð við hin ýmsu störf, t.d.
grisjun, áburðargjöf og plöntun.
— Aðalfundurinn skorar á Al-
þingi að auka fjárveitingu til
gróðrarstöðva með sérstöku tilliti
til þess að halda megi verði trjá-
plantna til skóggræðslu í lág-
marki.
— Aðalfundurinn bendir á
brýna nauðsyn þess að stórauka
fjárveitingar vegna héraðsskóg-
ræktaráætlana til viðbótar því
fjármagni sem þegar er áætlað til
þessara verkefna og bendir á að
þegar hafa tvö skógræktarfélög,
Skógræktarfélag Árnesinga og
Skógræktarfélag Eyfirðinga haf-
ist handa. Fleiri félög munu fylgja
á eftir.
— Aðalfundurinn hvetur bæj-
ar- og sveitarstjórnir til að
styrkja eftir föngum starfsemi
skógræktarfélaga í sínu umdæmi
og vill um leið benda á þann mikla
árangur sem náðst hefur með
starfi skógræktarfélaga í Reykja-
vík, á Akureyri, í Hafnarfirði og
víðar. Á öllum þessum stöðum
veita bæjarfélögin styrk til starf-
semi félaganna og sjá til þess að
þau hafi landrými eftir þörfum.
— Aðalfundurinn beinir þeim
tilmælum til landbúnaðarráð-
herra og fjárveitingavalds að
framlög til skjólbelta verði stór-
aukin. Fundurinn telur að ekki
megi draga úr þeim framkvæmd-
um og áhuga sem vakinn hefur
verið.
— Aðalfundurinn telur brýna
nauðsyn til þess bera að fræðsla
um skóg- og trjárækt verði tekin
inn í námsskrá grunnskóla.
— Aðalfundurinn beinir at-
hygli Náttúruverndarráðs að því
að við stofnun þjóðgarða og fólk-
vanga sé reynt að vernda náttúru-
legan gróður eins og kostur er og
verja hann fyrir áföllum og eyð-
ingu.
— Aðalfundurinn skorar á
landbúnaðarráðherra að láta
endurskoða lög og reglur sem
snerta réttarstöðu skógræktar
gagnvart ágangi búfjár, fjallskil-
um og öðru varðandi samskipti við
aðrar greinar landbúnaðarins og
tryggja þannig fullt jafnrétti milli
búgreina.
— Aðalfundurinn vekur athygli
á slæmri meðferð kjarrlendis og
birkiskóga víða um land og vitnar
í því sambandi til skógræktar-
könnunar sem gerð var samkvæmt
landgræðsluáætlun. Sérstök
ástæða er til að benda á þetta nú,
þar sem fækkun búfjár er ákveðin
vegna offramleiðslu. Fundurinn
skorar því á stjórnvöld að stöðva
ofbeit og illa meðferð skóga um
land allt.
— Fundurinn fagnar því að
hafinn er undirbúningur nýrrar
byggingar fyrir náttúrugripasafn-
ið á Akureyri og að sú bygging
tengist nafni náttúrufræðingsins
og þjóðskáldsins, Jónasar Hall-
grímssonar.
Viðbrögö við fiskverðshækkun
Vegna ákvörðunar yfirnefndar Verölagsráös sjávarútvegsins um 16% hækkun fiskverðs, ræddi Morgunblaðiö
við fulltrúa kaupenda og seljenda í nefndinni. Fara hér á eftir viðtöl við Friðrik Pálsson, Eyjólf Isfeld Eyjólfsson,
Ingólf Ingólfsson og bókun, sem Kristján Ragnarsson lét gera er fiskverð hafði verið ákveðið.
Friðrik Pálsson:
Vinnslan
getur ekki
staðið undir
yfirfjár-
festingu
flotans
„VENJULEGA hefur fiskverðið ver-
ið i kringum 50% af heildarkostnaði
fiskvinnslunnar og því má segja að
16% fiskverðshækkun valdi vinnsl-
unni, frystingu og söltun, um 8% út-
gjaldaaukningu, eða um 350 milljón-
um króna. Þessi 16% hækkun er
mikil fiskverðshækkun og við full-
trúar vinnslunnar teygðum okkur ör-
ugglega eins langt og kostur var og
vonumst til þess að vinnslan geti lif-
að við þetta úr því að það var engin
leið að ná samkomulagi með báðum
aðilum," sagði Friðrik Pálsson, ann-
ar fulltrúi kaupenda, er hann var
inntur eftir kostnaðaraukningu fisk-
vinnslunnar í kjölfar fiskverðshækk-
unarinnar.
„Þess vegna er það enn þá
hryggilegra en ella, að samkvæmt
bókun fulltrúa útgerðarinnar virð-
ist þetta hvergi nærri nægja þeim,
þó ég haldi að sjómenn megi til-
tölulega vel við una, þar sem þetta
er hliðstæð hækkun og landfólk
hefur fengið. Mergurinn málsins í
þessu er sá, að það hlaut að koma
að því, að vinnslan gæti ekki borg-
að þessa yfirfjárfestingu í flota-
num, sem átt hefur sér stað að
undanförnu. Það er fyrst og
fremst að koma fram núna. Hins
vegar rengi ég ekki þær tölur
þjóðhagsstofnunar, sem útvegs-
menn vitna í, að hallinn á útgerð-
inni er mikill áfram eftir þetta. Á
hinn bóginn hafa forsvarsmenn
útgerðarinnar sjálfir lýst því yfir
að þessi vandi verði aldrei leystur
með fiskverðshækkun einni og það
held ég að hafi sannazt í dag.
Þetta er bara það, sem við höfum
verið að búast við að hlyti að koma
að. Sjómenn og útvegsmenn hafa
sjálfir varað við því mjög sterk-
lega undanfarin misseri að flotinn
yrði stækkaður, en engu að síður
hefur það gerzt og því er svo kom-
ið að venjulegar leiðir eins og fisk-
verðshækkun og gengisfelling í
kjölfar hennar duga ekki til,“
sagði Friðrik.
Ingólfur Ingólfsson:
A von á harka-
legum við-
brögðum
sjómanna
„ÞAÐ er eins fjarri því og hægt er,
að ég sé sáttur við þessa fiskverðs-
ákvörðun. Það er Ijóst með henni að
ríkisstjórnin hefur enn hafnað öllum
rökum okkar um að tekið verði tillit
til tekjurýrnunar sjómanna, en hún
er veruleg vegna minnkandi afla og
verðminni afiasamsctningar. Af-
koma útgerðarinnar endurspeglar
afkomu sjómanna," sagði Ingólfur
Ingólfsson, fulltrúi sjómanna í yfir-
nefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins,
er Morgunblaðið innti hann álits á
nýákveðnu fiskverði í gær.
„Það kann að vera að menn
leggi ekki trúnað á, að illa sé kom-
ið og það sé skýringin á þessu fisk-
verði. Ég á von á harkalegum
viðbrögðum sjómanna, en erfitt er
að segja til um hvort gripið verði
til stöðvunar fiskiskipaflotans, en
einhverntíma hefði þótt ástæða til
þess og af minna tilefni. Bara til
þess að halda í við aðra og bæta
samdrátt í afla og verðminni afla-
samsetningu hefði fiskverðið
þurft að hækka langt yfir 20%.
Þá hefur það komið fram hjá
sjávarútvegsráðherra, bæði fyrr
og nú, að hann gerði sér grein
fyrir því, að átaks væri þörf til að
rétta hlut sjómanna og hefur
hann í því tilefni nefnt tölur um
miklu meiri hækkun en nú hefur
verið ákveðin. Það er því erfitt að
gera sér grein fyrir því, sem er að
gerast innan ríkisstjórnarinnar,
en það virðist þó að þar sé sjávar-
útvegsráðherra valdalaus og ekki
sé hægt að taka mark á orðum
hans. Síðast í morgun lýsti hann
því yfir að vilji hans væri að fisk-
verðshækkun yrði mun meiri en
raunin varð á nú í dag.
Það verður fundur hjá Far-
mannasambandinu á miðvikudag
og ég geri ráð fyrir hörðum við-
brögðum þaðan og sömuleiðis frá
Sjómannasambandinu," sagði Ing-
ólfur.
Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson:
Hækkunin
skilur
vinnslu-
greinarnar
eftir á núlli
„NÝAFSTAÐIN gengisbreyting var
of lítil og kom of seint til þess að
hægt væri að skapa viðunandi
rekstrarskilyrði i sjávarútvegi.
Með tilliti til afleitrar stöðu út-
gerðar annars vegar og samdrátt-
ar í tekjum sjómanna hins vegar
vegna aflarýrnunar, reyndu full-
trúar fiskkaupenda að teygja sig
eins langt í fiskverðshækkun og
frekast var unnt. Því er ekki að
leyna að þetta skilur vinnslugrein-
arnar eftir á núlli og má þá ekkert
út af bera í markaðsmálum. Verð-
ur því að treysta á verulegt geng-
issig á næstu mánuðum til að
mæta vaxtagjöldum og sífelldum
kostnaðarhækkunum," sagði Eyj-
ólfur ísfeld Eyjólfsson, annar full-
trúi fiskkaupenda í yfirnefndinni,
er hann var inntur eftir áhrifum
16% fiskverðshækkunar á afkomu
fiskvinnslunnar.
Bókun Kristjáns
Ragnarssonar:
Staða útgerð-
arinnar
nú verri
en í sumar
Við ákvörðun fiskverðs í gær, lét
fulltrúi útgcrðarmanna í yfirnefnd
Verðlagsráðs sjávarútvegsins, Krist-
ján Ragnarsson, bóka eftirfarandi:
Með þessari fiskverðsákvörðun,
sem ákveðin er af oddamanni að
fyrirskipan ríkisstjórnarinnar, og
af fulltrúum fiskkaupenda, er ekk-
ert tillit tekið til þess vanda sem
að útgerðinni snýr vegna aflarýrn-
unar og hækkandi olíukostnaðar.
Sjávarútvegsráðherra hefur í
allt sumar lýst vanda útgerðar-
innar, sem ráða þyrfti bót á. Hef-
ur hann flutt um þetta tillögur í
ríkisstjórninni en fallið frá þeim
öllum þegar á hefur reynt. Eftir
þessa fiskverðshækkun er staða
útgerðarinnar verri en hún var í
sumar þegar sjávarútvegsráð-
herra taldi þörf aðgerða. Að mati
Þjóðhagsstofnunar er halli minni
togara um 16% af tekjum eftir
fiskverðsákvörðun, halli báta-
flotans lítillega minni og halli
stóru togaranna mun meiri, miðað
við þann afla, sem verið hefur á
þessu ári. Áframhaldandi gengis-
sig er yfirvofandi og mun valda
enn frekari hækkun á olíu og öðr-
um aðföngum útgerðarinnar.
Með hliðsjón af því, að ríkis-
stjórnin hefur á engan hátt mætt
erfiðleikum útgerðarinnar og virð-
ist vænta þess að útgerðin geti
orðið sér úti um aukið lánsfé í
tapreksturinn, mun á það reyna
næstu daga hvort útgerðin lætur
slíkt yfir sig ganga.
Sólrún Árnadóttir og Sturla Pétursson standa hér við bordskreytingu sína, sem
hlaut fyrsta sætið í borðskreytingarsamkeppninni á sýningunni. Þau Sólrún og
Sturla kepptu fyrir hönd Félags framreiðslumanna.
Sýning Bing & Gröndahl á Kjarvalsstöðum:
Fegurst skreytt borð
I TENGSLUM við sýningu dönsku
postulinsverksmiðjunnar Bing &
Gröndahl á Kjarvalsstöðum var
haldin borðskreytingarsamkeppni
þar sem 12 félagasamtök spreyttu
sig á þvi að gera úr garði sem feg-
urstu borðskreytinguna úr borðbún-
aði frá verksmiðjunni. Sýningargest-
ir voru fengnir til þess að greiða
atkvæði besta borðinu eftir smekk
sínum og voru þau talin í lok sýn-
ingarinnar á mánudagskvöld.
Sigurvegari varð Félag fram-
reiðslumanna sem skreytti borð
sitt með Ballerin postulínssetti.
Það voru J>au Sturla Pétursson og
Sólrún Arnadóttir sem kepptu
fyrir hönd framreiðslumanna. í
öðru sæti varð kvennadeild Rauða
kross íslands sem skreytti borð
sitt með Offenbach postulínsstelli,
en fyrir hönd deildarinnar keppti
Unnur Scheving Thorsteinsson. í
þriðja sæti varð tímaritið Gest-
gjafinn sem notaði Mexico stein-
taustell, en þau Hilmar B. Jónsson
og Elín Káradóttir kepptu fyrir
hönd Gestgjafans. í verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin voru styttur frá
Bing & Gröndahl verksmiðjunni.
Aðrir þátttakendur í keppninni
voru Hótel- og veitingaskóli ís-
lands, Hárgreiðslumeistarafélag
íslands, Svölurnar, Sor-optimista,
Hringurinn, Model 79, Módelsam-
tökin, Tískublaðið Líf og Hús og
híbýli.