Morgunblaðið - 01.09.1982, Page 30

Morgunblaðið - 01.09.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 t Dóttir mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGVELDUR MAGNÚSDÓTTIR, er látin. Jaröarförin auglýst síöar. Sigriöur Jónsdóttir, Brynja Gisladóttir, Sigríður Erna Hafsteinsdóttir, Sverrir Már Hafsteinsson, Víkingur örn Hafsteinsson, tengdasynir og barnabörn. t Konan min, MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR, Stíghúsi, Eyrarbakka, lést í Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossl, 31. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Páll Jónasson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, BJÖRGVIN EMIL GÍSLASON, byggingarmeistari, Tjarnarflöt 7, Garðabæ, andaöist 30. ágúst í Grensásdeild Borgarspítalans. Anna Kristinadóttir og börn. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, KRISTRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði, lézt í Sjúkrahúsi Siglufjaröar 30. ágúst sl. Stefán Stefánsson frá Móskógum, Brynja Stefánadóttir, Kjartan Einarsson, Skjöldur Stefánsson, Sigríöur Árnadóttir. t BALDUREYÞÓREYÞÓRSSON, prentsmiöjustjóri, veröur jarösunginn fimmtudaginn 2. sept. kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Steinunn Þorgeir Baldursson, Eyþór Baldursson, Hildur Baldursdóttir, Hilmar Baldursson, Sólveig Baldursdóttir, Guömundsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Gyöa Ólafsdóttir, Bjarni Finnsson, Vigdís Hauksdóttir, Gunnar Hrafnsson. Elín Kjartansson Kveðja frá New York Árið 1939 voru nokkrar vestur- íslenskar stúlkur ráðnar til að- stoðar við íslandsdeildina á heimssýningunni miklu í New York. Meðal þeirra var Elín Sig- urðsson frá Kanada. Að sýning- unni lokinni sneri Elín ekki heim aftur, eins og hún hafði ætlað sér. í stað þess giftist hún ungum ís- lenskum kaupsýslumanni, Hann- esi Kjartanssyni, sem heldur ekki hafði gert ráð fyrir að ílendast í New York. Hann hafði orðið að hætta háskólanámi í Evrópu sök- um heimsstyrjaldarinnar og bjóst við að snúa aftur að náminu. En forlögin ætluðu þeim annað hlutskipti því framtíðarheimili þeirra varð í New York. Hannes var einn þeirra fjölda mörgu Islendinga, sem leituðu viðskifpasambanda í Bandaríkj- unum, er Evrópulönd lokuðust okkur sökum styrjaldarinnar. í hinum sívaxandi hóp íslensku ný- lendunnar í heimsborginni urðu ungu hjónin brátt hrókar alls fagnaðar. Þeim varð fljótt vel til vina, enda gestrisin og greiðasöm svo af bar. Er styrjöldinni lauk og kaupsýslumennirnir fóru að tínast tl síns heima, ákváðu þau Hannes og Elín að verða eftir. Hannes gerðist ræðismaður Islands í New York, síðar aðalræðismaður og sendiherra hjá Sameinuðu þjóðun- um. Kom þá sér vel, að eiginkonan var bónda sínum samhent í gest- risni og reisn allri. Glæsimennsku þeirra hjóna var viðbrugðið. Vinir þeirra hugsuðu til þeirra sem ein persóna væri. Jafnvel börn fundu til þessa því kornungir synir þess er þetta ritar, nefndu þau hjónin ávallt með einu orði: „Hannes- elín“. Bragð er að þá barnið finn- ur. Bak við gestaganginn á heimil- inu og gleðimótin var heilsteypt fjölskylda þar sem hjónin voru jafn samrýmd í ástríkri umönnun fyrir búi og börnum eins og þau voru í sínum opinberu skyldum útá við. Er embættisskyldurnar kölluðu að kom sér vel hin hæg- láta, tignarlega framkoma frúar- innar. I fari Elínar og framkomu allri fólst skýring á hvað enska orðið „Lady“ þýðir. t Elginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, JÓN GUÐNASON, Öldugötu 26, Hafnarliröi, sem andaöist miövikudaginn 25. ágúst veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaglnn 2. september kl. 2 e.h. Kristín Sigríöur Einarsdóttir, Einar V. Jónsson, Halldóra V. Jónsdóttir, Martainn H. Þorláksson, Guöni Jónsson, Barta Björgvinsdóttir, Jóhannas Jónsson, Guðrún Lárusdóttir, María Jónsdóttir, Jón Pálmi Skaprháöinsson og barnabörn. t Faöir minn, tengdafaöir og afi, JENS GUÐJÓN JENSSON, er andaöist fimmtudaginn 26. ágúst veröur jarösunginn frá Lang- holtskirkju í dag miövikudaginn 1. september kl. 1.30. Gunnar Páll Jansson, Nanna Arthusdóttir og börn. t Utför fööur okkar og tengdafööur, JÓNASARJÓNASSONAR, lögragluvaröstjóra, Hagamal 36, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. september kl. 13^30. Elín Mjöll Jónasdóttir, Jóhannas Jónasson, Kolbrún Halgadóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, KRISTJÁN KRISTMUNDSSON, kaupmaöur, Búataöavagi 57, verður jarösunginn frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 2. september kl. 15. Kristín Hannibalsdóttir. Gunnar Kristjánsson, Anna Kristjánsdóttir, Rósamunda Kristjánsd., Kristján Kristjánsson, Raynir Kristjánsson, Lilja K. Thomsan, Einar Kr. Sigurösson, Stefán Arndal, Halldóra Jónsdóttir, Jóna Þ. Vernharösdóttir, Kurt Thomsen. t Móðir okkar og tengdamóöir, ÞORGERDUR EINARSDÓTTIR frá Odda, Saltjarnarnasi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaö, þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Svavar Guömundsson, Einar Guðmundsson, Vilborg Vilmundardóttir, Jóhann Guömundsson, Ingigeröur Helgadóttir, Þórey Pétursdóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóölr og amma, HULDA EINARSDÓTTIR, kaupkona, Barmahlíö 29, sem lézt 25. ágúst sl. veröur jarösungln frá Háteigskirkju, fimmtu- daginn 2. sept. kt. 15.00. Kláus Eggartsson, Einar Eylert Gíslason, Asdis Sigurjónsdóttir, Birgir Gíslason, Lilja Jónasdóttir, Rósa Gísladóttir, Reynir Þorgrfmsson, Bryndfs Benediktsdóttir, Þórarinn Gfslason og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, INGIMUNDUR ÞORGEIR ÞÓRARINSSON, Túngötu 16, Patraksfiröi, lést aö heimili sínu 25. ágúst. Jarösett veröur frá Patreksfjaröar- kirkju fimmtudaginn 2. september kl. 14.00. Svafa Gfsladóttir, Gfsli Þór Þorgeirsson, Sólrún Þorgeirsdóttir, Dagný Björk Þorgairsdóttir, Guðjón Guömundsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur vinarhug viö andlát og útför BRANDS BUASONAR, Tómasarhaga 53. Sérstakar þakkir færum viö öllu starfsfólki Reykjalundar fyrir frá- bæra hjúkrun og umönnun. Guörún Halldórsdóttir, Guórún Ása Brandsdóttir, Ólafur Ó. Halldórsson. Það fór fjarri því, að líf þeirra hjóna væri sífelldur dans á rósum eins og það kann að hafa komið ókunnugum fyrir sjónir úr fjarsk- anum. Meðfæddur sjúkleiki einka- sonarins hvíldi eins og mara á for- eldrunum. Þá kom í ljós sálarst- yrkur móðurinnar, sem aldrei sást æðrast, hve illt sem útlitið var á köflum. Það var ekki fyrr en Hannes lést fyrir aldur fram, árið 1972, að Elín sást bugast. Hún náði aldrei fullkomlega gleði sinni eftir það áfall. Eftir lát Hannesar flutti Elín til íslands, þar hafði hún áður dvalið aðeins sem gestur. Hún vissi, að það hafði verið ásetningur Hann- esar skömmu áður en hann dó að flytja alfarinn til íslands og nú vildi hún fylgja þeirri ákvörðun eftir. En þrátt fyrir að Elín var íslensk í sér eins og hún hefði ver- ið fædd og uppalin í landinu, festi hún ekki yndi þar né rætur. Jón sonur hennar var fyrst í stað með móður sinni á Islandi. En er hann flutti aftur til Bandaríkjanna stóðst Elín ekki mátið lengur og flutti hún þá sjálf vestur til dætra sinna, Margrétar og önnu, og dvaldi lengst af í Burlington í Vermontfylki hjá Margréti. Er hér var komið hafði heilsu Elínar hrörnað mjög, einkum eftir heilablæðingu og síðar byltu, sem olli beinbroti. Sonur hennar dó, rúmlega þrítugur að aldri árið 1978. Þá má segja, að eftir það hafi Elín varla borið sitt barr. Þó varð eins og hún hresstist á af- liðnu vori. Hún ráðgerði ferðalag til íslands síðar í haust með dótt- ur sinni, Margréti. En svo brá skyndilega til hins verra og Elín var lögð inn á sjúkrahús í Burl- ington. Hún átti ekki þaðan aft- urkvæmt og lést þann 19. ágúst, eftir stutta legu. Er Elínu varð ljóst að hverju stefndi lagði hún svo fyrir, að hún skyldi lögð til hinstu hvíldar við hlið Jóns sonar síns í grafreitnum í Bronxville, þorpinu þar sem fjöl- skyldan hafði búið lengst af. Þeg- ar Elín er kvödd hugsum við vinir fjölskyldunnar til hennar með innilegu þakklæti fyrir samveruna og fölskvalausa vináttu. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra hinna mörgu vina fjölskyldunnar er ég kveð Elínu með þessum orð- um, sem ég veit að henni hefði þótt vænt um að heyra: Farðu í friði, friður Guðs þig blessi./ Hafðu þökk fyrir allt og allt. New York í ágúst 1982. fvar Guðmundsson. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- oröasíðum Morgunblaösins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.