Morgunblaðið - 02.09.1982, Page 11

Morgunblaðið - 02.09.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 11 THE OBSERVER PAKISTAN Þrýst á herforingjana um pólitískar umbætur Enginn hefði spáö því, er Zia-ul Haq hershöfð- ingi tók við æðstu völdum í Pakistan í júní 1977, að hann myndi enn sitja þar fimm árum síöar. Ýmiss konar alþjóðlegar hræringar hafa orðiö til þess að gera honum vært svona lengi, og stjórn- arandstöðuflokkarnir í Pakistan hafa þurft að halda að sér höndum. Þessir flokkar hafa mynd- að breiðfylkingu undir nafninu Hreyfing til endurreisnar og lýöræðis. Og nú hafa síöustu atburöir í Líbanon og stríöiö milli írana og íraka gefiö Zia enn eina átyllu til aö komast hjá almennum kosn- ingum, en þegar hann tók viö völdum lofaöi hann því aö efnt yröi til kosninga í landinu innan 90 daga. Heforingjarnir sem fara meö völd í Pakistan hafa iöulega sagt: — Landamærum ríkisins er ógnaö og því getur herinn ekki afhent borgurunum völdin í land- inu. Þaö er nú talið ósennilegt aö þessar röksemdir hríni á öllu lengur. í desember nk. ætlar Zia í mjög þýöingarmikla, opinbera heimsókn til Washington og fregnir herma, aö hann muni ef til vill gera einhvers konar tilslakan- ir frá herlögum til þess aö kom- ast hjá gagnrýni Bandaríkja- manna. Pakistanar hafa þegar undirritaö tilboö Bandaríkja- manna um 3.2 milljaröa dollara þróunaraöstoö. Von er á heilum her bandarískra hernaöarráö- gjafa til Pakistan til aö veita landsmönnum leiöbeiningu og aöstoö samkvæmt því sem í áætluninni segir. Ógerlegt viröist aö efna til al- mennra þingkosninga fram í des- ember, því aö þá myndi þjóöar- flokkur frú Bhutto, sem er flokka verst séöur hjá ríkisstjórninni. áreiöanlega bera sigur úr býtum. Hvorki Bandaríkjamenn nó vell- auöugir stuöningsmenn Pakist- ana í arabaríkjum gætu hugsaö sér aö vinstri sinnuð stjórn kæm- ist til valda í Islamabad. Zia hefur viöraö ýmsar hug- myndir um, hvernig lappa megi upp á stjórnarfariö j landinu. Ein er sú, aö efnt veröi til kosninga, sem enginn stjórnmálaflokkur byöi fram til. Sérstök nefnd Mú- hameöstrúarmanna myndi til- nefna frambjóöendur, sem ekki tilheyröu neinum stjórnmála- flokki. Breiöfylking stjórnarand- stööuflokkanna er lítt ginnkeypt fyrir þessu úrræöi. Aö mati henn- ar yröi slík tilhögun ekkert skárri en Majlis-e-Shoora, en þaö er ráö manna, sem valdir eru af handahófi. Zia segir, aö þaö sé raunveruleg íslömsk ríkisstjórn, en í raun réttri samanstendur hún af skósveinum forsetans, sem fá ekki aö fjalla um mál fyrr en herforingjastjórnin hefur af- greitt þau. Háttsettir aöilar í hernum segja, aö í raun réttri sé herfor- ingjastjórn ósvikiö íslamskt stjórnarfar. Aörir telja, aö Pakist- anar eigi aö fara að dæmi Tyrkja, Indónesa og Bangladesh og láta stjórnarskrá landsins kveöa á um hlutverk hersins. Ekki er Ijóst, hvaö Zia hyggst fyrir í þessum efnum. Hitt er Ijóst, aö herfor- ingjar fara meö tögl og hagldir í landinu á nánast hvaöa sviöi þjóölífsins sem er. i Pakistan hafa tvívegis áöur ríkt stjórnir í skjóli herlaga. Hvor- ug þeirra seildist eins langt til áhrifa innan rikisbáknsins og at- vinnulífsins og sú er nú situr. Hershöföingjar á eftirlaunum fara nú með stjórn helztu atvinnufyr- irtækja landsins, og yngri her- menn ganga til starfa í ráöuneyt- um, er fjalla um efnahagsmál, samgöngur, stjórnun og fjöl- miöla. Um þaö bil 15 hershöfðingjar gegna sendiherraembættum víös vegar um heim, og nýskipaöur utanríkisráöherra Pakistan hefur einnig veriö nershöföingi. Þessi ásókn hersins inn á öll sviö þjóölífsins hefur leitt til mik- illar andúöar við hann í ríkiskerf- inu, innan lögfræöingastéttarinn- ar svo og víöa í atvinnulífinu. En margir hafa þó oröiö til þess aö taka upp hanzkann fyrir herfor- ingjastjórnina. Þeir segja aö hún hafi gætt þjóölíf og efnahagsmál landsins talsveröum stööugleika eftir glundroöann, sem var viö lýöi í forsetatíö Zulfikar Ali Bhutto. Herinn er undir miklum þrýst- ingi frá samtökum hægri sinn- aöra Múhameðstrúarmanna. Zia forseti hefur leitt Múhameðstrú til meiri vegs og viröingar en nokkur af fyrirrennurum hans, en hægri sinnuö öfl, einkum öfga- samtökin Jamaat-i Islami krefjast þess aö landiö veröi algert Mú- hameöstrúarveldi. Þessi samtök hafa náin tengsl viö Bræöralag Múhameöstrúarmanna í Austur- löndum nær og áratugum saman hafa þau starfaö meö leynilegum hætti. Þau hafa skipulagt starf- semi sína mjög vel og komiö stuöningsmönnum sínum aö inn- an hersins, stjórnkerfisins og í öðrum lykilstööum. Starfsemi samtakanna byggist mikiö á leynilegum starfshópum eöa sellum, eins og tíökast i kommúnistaflokkum. Herfor- ingjastjórnin hefur nánast lagt blessun sína yfir starfsemi þeirra, en slíkt hafa fyrri stjórnir landsins aldrei gert. Jamaat-samtökin hafa löngum fengiö drjúgan fjár- stuöning frá Saudi-Arabíu, og andstæöingar þeirra fullyröa, aö þeir njóti einnig fjárstuönings frá Bandaríkjunum. Jamaat-samtökin greinir aö sumu leyti á viö trúbræöur sína í íran. í utanríkismálum eru þeir t.d. mjög hallir undir Bandaríkja- menn. Samtökin hafa aldrei haft áhuga á aö stofna til fjöldahreyf- ingar, sem hrifsaði vöidin í land- inu í sínar hendur. Vinnubrögö þeirra hafa verið þau að koma stuöningsmönnum sínum í ýmsar áhrifastööur og ná þannig smám saman völdum. Sumir stjórnmálamenn telja, aö finni Jamaat snöggan blett á Zia forsætisráöherra, muni þeir reyna aö steypa honum af stóli með stuðningi skoöanabræöra sinna úr hernum. Slíkt tiltæki myndi hins vegar veröa illa séö, því aö almenningur í landinu ber þungan hug til Jamaat. Aörir sér- fræöingar segja, aö Zia muni taka ómakiö af Jamaat og ætli sjálfur aö sjá um aö íslömsk áhrif veröi alls ráöandi í efnahags- og þjóölífi. En ekki eru allir í hernum ánægöir með þessa stefnu for- sætisráðherrans. Starfshættir hersins hafa frá fornu fari tekiö miö af brezkum erfðavenjum, og þaö samræmist þeim ekki aö hann sé aö vasast í trú- og stjórnmálum. Fulltrúar þessara sjónarmiöa vilja aö herinn hætti öllum afskiptum af stjórnmálum og snúi sér þess í staö aö her- mennsku. Zia hefur reynt aö hafa þessa menn góða með því aö fá þeim störf á efnahagssviöi og ýmiss konar stjórnun, þar sem þeir fá góö laun, óskoraö vald og hafa góöan aögang aö mútum og spillingarstarfsemi, sem hingaö til hafa veriö forréttindi óbreyttra borgara. Þaö er engum efa bundið, aö baráttuhæfni hersins hefur fariö dvínandi á síöustu 5 árum vegna spillingarinnar í ríkiskerfinu, sem er af ótrúlegri stæröargráöu. Hvaö sem um Zia-ul Haq má segja, veröur ekki af honum skafiö aö hann kann þá list aö leika tveimur skjöidum. Honum hefur tekizt aö ala á sundurlyndi meöal andstæöinga sinna, en lætur þá jafnframt stööugt lifa í voninni um, aö brátt geti komiö til kasta þeirra. Nú, er líður aö fyrirhugaöri heimsókn forsetans til Bandaríkj- anna, væntir fólk þess enn á ný, að lýöræðisleg og borgaraleg öfl komist til einhverra áhrifa. Hins vegar eru hverfandi líkur á því aö svo veröi, eins og málin standa. — JOHN STOKES Paðerekkiáhven^.^ 'ssSfsssu TatyönU °9 G^.nRov Fransen. ^utomXmsemhérsegir: Laugardag og sunnudag. - k rÆ--- - 20-00 ^XamirTatyanaog GennadyBondarchuk^^ 99 45 Ofurhuginn RoV 22 13 en miðasala hefst kl. 12 «■ 1600 S'arnirTatyanaog Gennady Bondarchuk. - 2000 Akrobafarnir Tatyana og GennadyBondarchuk^ __ 22.45 OfurhugmnRoy

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.