Morgunblaðið - 02.09.1982, Side 24

Morgunblaðið - 02.09.1982, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 iltofjgttftliffifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. „Þetta skeður aldrei héra Róttækir sósíalistar blása gjarnan í glæður friðarheyf- inga á Vesturlöndum, einkum þeirra, sem leggja áherzlu á einhliða afvopnum Vesturveldanna, meðan vígvél Austur- blokkarinnar herðir róðurinn. Öðru máli gegnir í Sovétríkj- unum og leppríkjum þeirra í A-Evrópu. Þar mæta friðar- hreyfingar harðneskju, sem yfirgengur skilning Vesturlandabúa. Sergei Batovrin, einn af frumkvöðlum friðarhreyfingar í Sovétríkjunum, var lokaður inni á geðveikrahæli 2. ágúst sl. Á segulbandsspólu, sem tekist hefur að smygla út af hælinu, lýsir hann því, hvern veg smám saman er verið að brjóta niður dómgreind hans og hugmyndaheim með lyfjagjöfum og öðrum heilaþvottaraðgerðum. „Um það leyti," segir hann á segulbandsspólunni, „sem þið heyrið þessi orð mín, kann ég að vera búinn að missa vitið." Vesturlandafólk, sem býr við skoðana— og tjáningarfrelsi, gerir sér oft ekki grein fyrir því, að mikill meirihluti þjóða og mannkyns býr ekki að slíkum grundvallar mannréttind- um. Það leiðir og of sjaldan hugann að því, að þessi réttur, og önnur mannréttindi, eru verð verndar og varnar. Hér á landi viðurkenna pólitískir andstæðingar skýlausan rétt hvers annars til gagnstæðra skoðana, sem almenningur vegur og metur og tekur afstöðu til í frjálsum og leynilegum kosningum til sveitarstjórna og þjóðþings. í ríkjum sósíal- ismans er aðeins einn skoðanalegur farvegur, farvegur valdhafanna, sem ráða ríkjum í skjóli hervalds og alræðis eins flokks. Frumkvöðull friðarheyfingar, sem ekki nýtur náðar valdhafa, er einfaldlega lokaður inni á geðveikrahæli, þar sem hann sætir andlegum misþyrmingum. Þeir vóru margir sem héldu því fram á fjórða áratugnum, að skert mannréttindi í þriðja ríkinu og vígbúnaður þess kæmu þeim ekki við. „Þetta skeður aldrei hér“ var viðkvæðið. En „það skeði" víða, m.a. í Danmörku og Noregi. Við lá að lýðræðið í veröldinni væri þurrkað út, vegna óraunhæfs mats á vígbúnaði einræðisafla — og værukærðar. Hlutskipti Sergei Batovrin, talsmanns friðarheyfingarinn- ar í Sovétríkjunum, er að vísu ekki hlutskipti þitt eða nágr- anna þíns í dag. En það er skylda þín við sjálfan þig, börn þín og framtíð, að treysta hvers konar fyrirbyggjandi varnir í þágu lýðræðis, þingræðis og mannréttinda. Kommúnisminn blómstrar í Póllandi Pólskur almenningur efndi til friðsamlegra mótmæla víða um Pólland í fyrradag, einkum í Varsjá, Wroclaw, Kraká og Gdansk, á 2ja ára afmæli Samstöðu, gegn herlögum og starfsbanni verkalýðsfélaga. Mótmælendur mynduðu krossa úr blómum, kveiktu á kertum og kröfðust frelsis til handa Walesa og fleirum fangelsuðum forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar. Valdhafar beittu her og sérþjálfuðum lögreglusveitum, sem réðust að fólkinu með kylfur að vopni, táragassprengjur og þrýstivatnsbyssur. Herbílar óku um götur og þyrlur sveimuðu yfir borgarhverfum til að leiðbeina hermönnum. Að minnsta kosti 2 mótmælendur vóru skotnir, en fréttir af atburðum eru ekki tæmandi. Þegar húmaði að kveldi lá blár táragasmökkurinn yfir mörgum hverfum Varsjár, höfuð- borgar Póllands, og annarra stærri borga þar sem átökin vóru hörðust. Kommúnistar tala gjarnan um sjálfa sig sem málsvara sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Komnir í valdastóla kasta þeir grímunni. Það er verkalýðshreyfingin og þjóðfrelsið sem eru undir flokkshælnum í Póllandi. Það eru herlög en ekki þegnréttindi sem einkenna þjóðfélagið, skortur á nauðsynjum og fótum troðin mannréttindi. Sjálfsmynd Thorvaldsens fyrir framan Kjarvalsstaði, þar sem sýning á verkum hans mun standa í tvo mánuði. Yfirlitssýning á verkum Thorvaldsens á Kjarvalsstöðum: Fyrsta sýning utan Danm 134ra ára sögu Thorvalds< Yfírlitssýning á verkum Bertels Thorvaldsens verður opnuð á morgun, föstudag, á Kjarvalsstööum. Sýningin kemur frá Thorvaldsenssafni í Kaupmannahöfn, og er þetta í fyrsta sinn í 134ra ára sögu safnsins, sem gengist er fyrir sýningu á verkum listamannsins á erlendri grund. Jafnframt er þetta í fyrsta skipti, sem sýning á verkum Thorvaldsens er haldin hér á landi, en hann var sem kunnugt er íslenskur í föðurætt. Margir hafa lagt hönd á plóg- inn til að sýningin gæti orðið að veruleika og að þeim viðburði í listalífi hér á landi, sem efni standa til. Hugmyndina að sýn- ingunni átti sendiherra Dana á íslandi, Janus Paludan, mikill aðdáandi Thorvaldsens, en af hálfu Thorvaldsenssafns hefur frú Dyveke Helsted forstöðu- maður safnsins og Sören Sass arkitekt, ásamt safnvörðunum Evu Henchen, Bjarne Jörnes og Sören Rasmussen unnið við upp- setningu og skipulagningu sýn- ingarinnar. Af hálfu íslendinga hafa unnið að sýningunni Júlí- ana Gottskálksdóttir listfræð- ingur og Stefán Halldórsson ásamt Þóru Kristjánsdóttur listráðunaut og fjölda íslenskra iðnaðarmanna frá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. Auk Sambandsins hafa eftirtalin ís- lensk fyrirtæki og stofnanir styrkt sýninguna: Seðlabankinn, menntamálaráðuneytið, Eim- skip, Flugleiðir, Hótel Holt og Kjarvalsstaðir. Þá styrkir Menningarsjóður Norðurlanda sýninguna, og eftirtaldir sjóðir og stofnanir í Danmörku: Dronning Margrethe og Prins Henriks Fond, Kong Frederik og Dronning Ingrids Fond, danska utanríkisráðuneytið, danska menningarmálaráðuneytið, Köbenhavns Kulturfond, Sjóður dansk-íslenskrar samvinnu, Konsul George Jorck og hustru Emma Jorcks Fond, Accumulat- or Fabrikken LYAC og Thor- valdsenssafn. Heiðurssýningarnefnd skipa þau Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra, Lise Östergaard menningarmálaráðherra, Einar Ágústsson sendiherra, J.A.W. Paludan sendiherra, Einar Hákonarson formaður stjórnar Kjarvalsstaða, Bent Nebelong formaður stjórnar Thorvald- senssafns, Þór Magnússon þjóð- minjavörður, Else Kai Sass prófessor og Bent A. Koch for- maður Sjóðs dansk-íslenskrar samvinnu. Sérstakir verndarar sýningar- innar eru hennar hátign Ingiríð- ur drottning og dr. Kristján Eldjárn fyrrum forseti íslands. Við opnun sýningarinnar sem verður með viðhöfn á morgun klukkan 17, munu Einar Hákon- arson og Bent Nebelong, sem auk þess að vera stjórnarfor- maður Thorvaldsenssafns er borgarstjóri í Kaupmannahöfn, flytja ávörp. Síðan mun frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands opna sýninguna. Sýning- in, sem er sem fyrr segir haldin á Kjarvalsstöðum, stendur í tvo mánuði, til októberloka og er að- gangur ókeypis. Forstöðumaður Kjarvalsstaða er Alfreð Guð- mundsson. AH Unnið af kappi við uppsetningu Thorvaldse en miklar breytingar hafa verið gerðar á hi í tilefni Thorvaldsenssýningarinnar á Kjarvalsstöðum hefur verið gerð afar veg- leg sýningarskrá, bók um Bertel Thorvald- sen og verk hans, um 140 blaðsíður í stóru broti, prýdd fjölda mynda. Skráin er gefin út af Thorvaldsenssafni i Kaupmannahöfn, og er hún seld við vægu verði á Kjarvals- stöðum, en aðgangur að sýningunni er ókeypis. Skráin eða bókin nefnist „Bertel Thorvaldsen 1770—1844“. Höfundar efnis í bókinni eru dr. Kristján Eldjárn, Dyveke Helsted, Eva Henschen og Bjarne Jörnæs. íslensku þýðinguna gerði Júlíana Gottskálksdótt- ir. Formála rita Einar Hákonarson og Bent Nebelong. Efni bókarinnar er annars eftirfar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.