Morgunblaðið - 02.09.1982, Side 48

Morgunblaðið - 02.09.1982, Side 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Síminn á afgráðslunni er 83033 IHíTjjxmlíIiiíiiíá Morjfunblaðið/ Emilía Thorvaldsen kominn heim Bertel Thorvaldsen er kominn heim í list sinni til íslands, því á morgun verður opnuð á Kjarvalsstöðum fyrsta sýningin á verkum hans hérlendis. Thorvaldsen, sem uppi var á árunum 1770 til 1844, var af íslensku faðerni, þótt aldrei kæmi hann til íslands. — Þessa mynd tók Emilía Björnsdóttir af einu verka hans í gær, Byron lávarði, þar sem hann iá vel innpakkaður í kassa á Kjarvalsstöðum og beið þess að fá stall við hæfi í sýningarsölunum. — Sjá nánar á miðopnu blaðsins í dag. Siglósíld: Fékk milljón króna lán hjá ríkissjóði Framlciðsla á gaffalbitum hefst um miðjan september FJÁRHAGSVANDRÆÐI Siglósíldar á Siglufirði hafa verið leyst um tíma, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Pálma Vilhjálmssyni framkvæmdastjóra Siglósíldar i gær, en ríkissjóður útvegaði Siglósíld einnar milljónar króna lán til rekstrar fyrirtækisins. Pálmi sagði í samtali við Morg- unblaðið, að framleiðsla í verk- smiðjimni hæfist í þar næstu viku, en í næstu viku verður farið að stansa dósir. Siglósíld hefði fengið bráðabirgða fyrirgreiðslu frá rík- issjóði og taldi Pálmi að hún myndi duga til að halda verk- smiðjunni gangandi fram yfir ára- mót. Um 70 manns fá vinnu við framleiðslu á gaffalbitunum, en Pálmi sagði að verið gæti að erfitt yrði að fá fólk til starfa eftir þá löngu rekstrarstöðvun sem verið hefði. Hins vegar væri ekki fyrir- sjáanleg atvinna við gaffalbita nema í tvo mánuði. Þá sagði hann að 28 manns fengju vinnu við rækjuframleiðsluna. Pálmi sagði að fyrst yrði farið í að framleiða gaffalbita og síðan yrði farið í rækjuvinnslu í lok september, en Sigló-síld á nú um 200 tonn af óunninni rækju sem keypt var á sínum tíma og geymd hefur verið í frystigeymslum. Hann taldi að nú væri góður markaður fyrir niðursoðna rækju, en vísaði á Sölustofnun lagmetis varðandi söluhorfur á gaffalbit- um. Pálmi sagði að rækjan færi á Evrópumarkað og gæti fyrirtækið selt þangað alla sína framleiðslu og meira til, ef því væri að skipta. „Við lítum björtum augum á framtíðina eins og er og sérstak- lega ef hægt er að koma rækju- vinnslunni af stað, þá er það af hinu góða. Maður verður að reyna að vera bjartsýnn, það þýðir ekk- ert annað," sagði Pálmi Vil- hjálmsson. Jafntefli MorRunblaðið/Kristján fsland og Holland skildu jöfn, 1—1, í landsleik í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Leikurinn var liður í undanriðlakeppni Evrópukeppni landsliða. ísland náði forystunni í leiknum og má sjá aðdrag- andan að markinu á myndinni hér að ofan. Arnór Guðjohnsen hefur leikið á þrjá hollenska leikmenn, en hann sendi knöttinn síðan til Atla Eðvaldssonar sem skoraði. a.. . , .. Sja nanar a bls. 46. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur: Minni á að samning- ar eru lausir 1. sept. „EF LITIÐ er til siðustu áramóta liggur það Ijóst fyrir, að fiskverð hafði þá dregizt aftur úr miðað við almennar launahækkanir i landinu um 15%. Með þessari fiskverðsákvörðun fiskkaupenda og oddamanns er munurinn enn aukinn og virðist þá vera um 30%. í þessu dærai er þá hvorki tekið tillit til aflaminnkunar né verðminni aflasamsetningar. Þessu raótmæla sjómenn harðlega og hvað verður i framhaldi af þessu af þeirra hálfu er ekki hægt að segja á þessari stundu, en ég vil minna á að kjarasamningar fiskimanna eru lausir frá og með 1. september," sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og varaformaður Sjómannasambands íslands, er Morgunblaðið innti hann álits á 16% fiskverðshækkuninni. Hvers vegna hefur fiskverð þró- azt i þessa átt að þínu mati? „Það er vegna þess, að þegar vel hefur árað og aflazt, hafa ráðherr- ar sagt, að fiskverðsþróunin þyrfti ekki að fylgja hækkun launa í Kjaraskerðingarnar 1. september og 1. desember Um 2.700—3.400 krónur á hvern vinnandi mann LAIJN landsmanna verða skert í námunda við 10% 1. desember nk., i samræmi við bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir, en í krónum talið er þetta á bilinu 190—240 milljónir króna, en heildarlaun í landinu eru talin vera á bilinu 1.900—2.400 milljónir króna. Skerðingin á hvert einasta mannsbarn í landinu er því á bil- inu 825 krónur til 1.050 krónur, en ef hins vegar aðeins eru tekin stöðugildi í landinu, en þau eru talin vera liðlega 100.000, þá er skerðingin á bilinu 1.900 krónur til 2.400 krónur á hvern starf- andi mann. Um þessi mánaðamót voru laun svo skert um 2,9%, eða 55,1—69,6 milljónir króna, sam- kvæmt lögum og samningum, sem þýðir það, að sé miðað við alla landsmenn, þá var skerðing- in á bilinu 240—300 krónur á hvert einasta mannsbarn. Ef hins vegar aðeins er miðað við stöðugildi, þá er skerðingin um þessi mánaðamót á bilinu 550—700 krónur á hvern vinn- andi mann. Ef heildarlaunaskerðingin um mánaðamótin er skoðuð var hún 4.29%, þ.e. umrædd 2,9% og síð- an 1,39% vegna búvörufrádrátt- ar, hækkunar á áfengi og vegna viðskiptakjararýrnunar. I krónum talið er þessi heild- arskerðing nú um mánaðamótin því liðlega 81,5 milljónir króna til tæplega 103 milljónir króna. Skerðingin á hvert einasta mannsbarn er því á bilinu 350—450 krónur, en sé aðeins miðað við stöðugildi, þá er skerð- ingin á bilinu 815—1.030 krónur á hvern vinnandi mann. Séu heildarkjaraskerðingin nú um mánaðarmótin og væntanleg 10% skerðing 1. desember nk. skoðaðar saman, kemur í ljós, að laun á hvert einasta mannsbarn eru skert um tæplega 1.200 krón- ur til 1.500 krónur. Ef dæmið er hins vegar skoðað miðað við stöðugildi í landinu, þá er skerð- ingin í krónum talið á bilinu lið- lega 2.700 krónur til liðlega 3.400 krónur á hvern starfandi mann. landi vegna aflaaukningar. Vegna þess bjóst maður við því, að sömu formerki yrðu notuð þegar afla- minnkun yrði, það er að segja að þá hækkaði fiskverð heldur meira en laun fólks í landi. Það hefur ekki gerzt og sá mismunur á fisk- verði, sem sjómönnum er greitt og á því, sem hefði átt að vera, hefur ekki verið notaður til að byggja upp verðjöfnunarsjóð. Þá er eitt mál, sem sjómönnum sárnar verulega. Það er búið að stilla þeim upp eiginlega gegn ákveðnum hópi þess fólks, sem vinnur við skipaiðnað og nýsmíði. Það eru líklega tvö ár síðan sjó- menn fóru að vara við þeirri þróun, sem var gegndarlaus inn- flutningur gamalla og nýrra skipa. Þessum aðvörunum okkar hefur í engu verið sinnt og innflutningur jafnvel frekar verið aukinn eftir einhverjum hundakúnsta reglum, sem enginn skilur. Þess vegna er nú komið svo að minna er til skiptanna á miðunum heldur en hefði verið, ef á okkar mál hefði verið hlýtt. Síðan snúa ráðmenn þessu við með efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og segja: Engin ný fiskiskip, hvorki smíðuð né inn- flutt! og segja að þetta sé að ósk sjómannasamtakanna. Þarna er um svo fáránleg vinnubrögð að ræða, að maður er alveg dolfallinn yfir þessu. Þarna er verið að stilla sjómönnum gegn þeim, sem hafa sitt lifibrauð af nýbyggingu skipa hér á landi. Staðreynd málsins er sú, að við höfum meðal annars mótmælt innflutningi eldgamalla skipa, sem ekki eru í neinum takt við tíman og nóg eru slysin á sjó, svo við séum ekki að kalla aukn- ingu þeirra yfir okkur með inn- flutningi úreltra og gamalla skipa. Auðvitað vilja sjómenn eðlilega endurnýjun fiskiskipaflotans, en ekki stækkun hans með kaupum á gömlum skipum," sagði Guðmund- ur. Starfsmenn BÚR skora á Guðmund J. að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögun- um á Alþingi MORGUNBLAÐINU hefur borizt undirskriftalisti 50 starfsmanna í saltfisk- og skreiðarverkun, á lager og verkstæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þar sem skorað er á Guðmund J. Guðmundsson, alþingismann og formann Dagsbrúnar, „að greiða at- kvæði á Alþingi gegn bráða- birgðalögum þeim, sem ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen hefur beitt sér fyrir á þessu sumri og innihalda ákvæði um skerðingu umsaminna verð- bóta á laun okkar á yfirstand- andi samningstímabili," eins og segir í texta áskorunarinn- ar. Samkvæmt upplýsingum að- standenda undirskriftasöfnun- arinnar hefur listinn yfir þá 50, sem undirrituðu áskorun- ina, verið afhentur skrifstofu Dagsbrúnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.