Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 Launadeild fjármálaráðuneytisins; Ferdagreiðslur og km-gjald hækkar Mjad Mbl. iálhu. Haröur árekatur varð á Bíldshöföa skömmu eftir klukkan hálftvö í gær. Vörubifreið var ekiö frá Steypustöðinni inn á Bíldshöföa. Þar var fyrir kyrrstæöur strætisvagn. Toyota-bifreiö var ekið eftir Bíldshöfða. Ökumaöur vörubifreiðarinnar varö ekki fólksbifreiðarinnar var og skipti engum togum aö vörubifreiöin lenti á hlið Toyotunnar, sem kastaðist á strætisvagninn. Ökumaður Toyotunnar, sem er kona, var flutt í slysadeild. Toyotan er mikið skemmd. Nýr flokkur verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Skírteini skulu skráð á nafn og þau eru framtalsskyld. Sam- kvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt kemur þó ekki til skattlagningar á vaxta- og verð- bótatekjur af skírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Við ákvörðun á eignaskatti ber að telja spariskírteini til eignar. Séu þær eignir ekki tengdar at- vinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna er heimilt að draga þær aftur frá að því marki sem er umfram skuldir. Spariskírteinin i 2. flokki eru gefin út í fjórum verðgildum: 500, 1.000, 5.000 og 10.000 krón- um. Sérprentaðir útboðsskilmál- ar fást hjá söluaðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. 12 fiskiskip selja nú afla sinn erlendis í hverri viku Ferðakostnaðargreiðslur og kíló- metragjald til opinberra starfs- manna hækkuðu frá 1. september sl. Fara upphæðir greiðslna hér á eftir samkvæmt upplýsingum frá launa- máladeild fjármálaráðuneytisins: Almennt kílómetragjald er nú 4,40 kr. fyrir fyrstu 10 þúsund km., 3,90 fyrir 10—20 þáund km og 3,50 fyrir kílómetra ekna umfram 20 Fáskrúösfjörður: Oánægja með að fá ekki sinfóníu- tónleika KáskrúAsnrái, 8. scptember. MKNN HÉK eystra glöddust er þær fréttir bárust að Sinfóníuhljómsveit ís- lands væri væntanleg i hljómleikaferð ásamt hinum þekkta óperusöngvara Kristjáni Jóhannssyni frá Akureyri og fleira af góðu fólki. Gleðin dvínaði þó hjá mörgum, er í Ijós kom að aðeins átti að heim- sækja Egilsstaði, Neskaupstað, Eskifjörð, Seyðisfjörð og Höfn í Hornafirði, en sleppa stöðum á borð við Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog. — Margt fólk verður því að fara óhemju langa leið til að heyra hljómsveitina leika, eða missa af tónleikunum ella. — Er þó mjög gott hús til tónleika- halds af þessu tagi hér á Fáskrúðs- firði svo dæmi sé tekið. Er það von okkar hér að dag- skránni verði breytt með tilliti til þess er áður greinir, en megn óán- ægja ríkir hér með hvernig að Aust- fjarðaheimsókninni er staðið. — Albert. Fræðsluráð mælti með Sigurjóni Fjeldsted FRÆDSUJRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær að mæla með Sigurjóni Fjeldsted skólastjóra í stöðu fræðslustjórans í Reykjavík. Tvær tillögur komu fram; um Sig- urjón Fjeldsted, sem fékk 4 atkvæði, og um Áslaugu Brynjólfsdóttur, en hún hlaut 3 atkvæði. Sigurjón fékk atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í ráðinu, en Áslaug fékk atkvæði Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Menntamálaráðherra veitir stöðu fræðslustjóra í Reykjavík. BRANDUR Jónsson fyrrverandi skólastjóri við Heyrnleysingjaskól- ann í Reykjavik andaðist aðfaranótt sunnudagsins sl. í Landakotsspítala. Brandur fæddist 21. nóvember 1911 í Kollafjarðarnesi, Strandasýslu, sonur hjónanna Jóns prests Brandssonar og konu hans Guðnýjar Magnúsdóttur. Hann var því 70 ára að aldri, er hann lézt. Brandur varð stúdent frá MR 1936. Prófi í forspjallsvísindum frá HÍ lauk hann 1937, kennara- prófi 1937. Hann stundaði síðan framhaldsnám í Þýzkalandi, Danmörku og Bandaríkjunum og sérmenntaði sig í talkennslu og fræðum tengdum kennslu heyrn- ardaufra. Brandur varð skóla- stjóri málleysingjaskólans í Reykjavík árið 1944 og vann mikið brautryðjendastarf á því sviði. Þá liggja eftir hann fjölmörg rit varðandi málefni heyrnardaufra. þús. Sérstakt kílómetragjald er 5 kr. á fyrstu 10 þús. km, frá 10 til 20 þúsund 4,50 kr. og 4,00 kr. um- fram 20 þús. km. Torfærugjald er 6,50 fyrir fyrstu 10 þús. km, 5,80 kr. á 10 til 20 þús. km og 5,10 kr. á kílómetra ekna umfram 20 þús. Ferðakostnaðargreiðslur á ferðalögum innanlands eru nú: Gisting og fæði innanlands í einn sólarhring 730 kr., gisting ein- göngu 370 kr., faeði í einn dag, minnst 10 klukkustundarferðalag, 360 kr. og fæði í hálfan dag, minnst 6 klukkustundir 180 kr. Ferðakostnaður erlendis miðast við New York-borg annars vegar og aðra staði í heiminum hins veg- ar. í New York eru þeir 123 sdr. á sólarhring en annars staðar 107 sdr. Við þjálfunar- og eftirlits- störf eru þeir 75 sdr. á sólarhring í New York, en 65 sdr. annars staðar. r Seðlabanki Islands: Á MORGUN, miðvikudag, hefst sala á nýrri útgáfu verðtryggðra spariskírteina ríkissjóós í 2. flokki 1982. Útgáfan er byggð á heimild í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár, andvirði þeirra verður samkvæmt upplýsingum frá Scðlabanka ís- lands varið til opinberra fram- kvæmda samkvæmt lánsfjáráætl- un ríkisstjórnarinnar, en heimild ríkissjóðs til sölunnar nemur allt að 150 millj. kr. í ár. Kjör skírtein- anna eru hin sömu og í 1. flokki 1982. Þau skulu skráð á nafn og eru framtalsskyld. Grunnvísitala flokksins verður lánskjaravísitala októbermánaðar. Nokkrar breytingar voru gerð- ar við útgáfu skírteina í 1. fl. 1982 og gilda þær einnig um 2. flokk. Mikilvægastar eru eftir- farandi samkvæmt fréttatil- kynningu frá Seðlabanka ís- lands: Vextir voru hækkaðir í 3,5% á ári. Binditími styttist úr 5 árum í 3 ár og verða þau inn- leysanleg eftir 1. október 1985. Söluverð þeirra breytist daglega. Eftirlifandi eiginkona Brands er Rósa Einarsdóttir. Þau eignuð- ust þrjár dætur. ENN er talsvert um það að fiski- skip selji afla sinn erlendis, enda eru afskipti viðskiptaráðuneytisins af ferskHsksölum ekki farin að hafa áhrif enn. Samkvæmt ákvörun viðskiptar^óuneytisins skal sótt sérstaklega til þess um söluleyfi fyrir hvern bát fyrir sig, sem óskar sölu frá og með 16. þessa mánaðar. Síðastliðna viku seldu alls 12 skip afla í Bretlandi og Þýzkalandi og það sem eftir er þessarar viku eru bókaðar 12 Hver sá rauðan bíl aka á? LÖGREGLAN í Kópavogi auglýsir eftir vitnum aó harðri aftanákeyrslu aðfaranótt sunnudagsins síðasta. Líklega er þar um stóra rauða bif- reið að ræða, sem ætti eftir öllum ummerkjum að dæma að vera mik- ið skemmd. Rétt fyrir miðnætti aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um að ek- ið hefði verið aftan á kyrrstæða bifreið á neðra planinu við Fann- borg í miðbæ Kópavogs. Bifreiðin sem ekið var á er ljósbrún Sun- beam 1250 með skráningarnúm- erinu Y-4953. Við ákeyrsluna kastaðist bifreiðin upp á gang- stétt og má sjá greinileg merki á henni að rauð bifreið var á ferð- inni, líklega af stærri gerð. Þeir sem geta gefið lögreglunni einhverjar upplýsingar um ákeyrslu þessa eru beðnir að hafa samband við hana. ferskfisksölur í þessum löndum. Síðastliðinn mánudag seldi Hrafn Sveinbjarnarson GK 62,3 lestir í Hull. Heildarverð var 759.200 og meðalverð 12,00 krón- ur. Sama dag seldi Gissur ÁR 77,2 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 892.600 og meðalverð 11,56 krón- ur. Á þriðjudag seldi Glófaxi VE 48,6 lestir í Bremerhaven, Heild- arverð var 508.500 og meðalverð 10,46 krónur. Ingólfur GK seldi sama dag 77,3 lestir í Grimsby. Heildarverð 825.700 og meðalverð 10,68. Þá seldi Rauðinúpur ÞH 144.5 lestir í Hull. Heildarverð var 1.814.300 og meðalverð 12,55. Á miðvikudag seldi Jón Finnsson RE 53,2 lestir í Grimsby. Heildar- verð var 770.500 og meðalverð 14,48. Þá seldi Kap II 77 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 807.800 og meðalverð 10,49. Á fimmtudag seldi Erlingur GK 115,8 lestir. Heildarverð var 1.447.600 og meðalverð 12,51. Þá seldi Ársæll Sigurðsson HF 109,3 lestir í Hull. Heildarverð var 1.267.100 og meðalverð 11,59. í gær seldi Helga Jóh. VE 42,9 lest- ir í Hull. Heildarverð var 622.500 og meðalverð 14,51 króna. Þá seldi Vöttur SU 56,8 lestir í Grimsby. Heildarverð var 809.600 og meðal- verð 14,24 krónur og Viðey RE seldi sama dag í Bremerhaven 165,5 lestir. Heildarverð var 1.645.700 og meðalverð 9,94 krón- ur. í þessari viku eru alls bókaðar 12 sölur í Bretlandi og Þýzka- landi. Haukur Sigurðsson bóndi og hreppstjóri Arnarstöóum látinn Scykkishólmi, 13. september. í dag lést á sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi Haukur Sigurðsson bóndi og hreppstjóri að Arnarstöðum í Helga- fellssveit. Haukur var fæddur 22. desember 1897 og því 84 ára að aldri er hann lést. Haukur bjó að Arnarstöðum all- an sinn búskap. Hann var lengi í hreppsnefnd og oddviti þeirra Helgfellinga, svo og sýslunefndar- maður. Fjölda annarra trúnaðar- starfa gegndi hann, var lengst af í fulitrúaráði og kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins og tók virkan þátt í stjórnmálabaráttunni. Haukur lætur eftir sig eiginkonu, Petrínu Halldórsdóttur. — Árni. Brandur Jónsson fyrrv. skólastjóri látinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.