Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 5

Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 5 Sýning á verkum Ólafar Pálsdóttur myndhöggv- ara í London opnuð í dag FRÚ Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari og sendiherrafrú í Lundúnum opnar í dag sýningu á höggmynd- um sínum; alls 36 verkum. Sýning- in er í vinnustofu hennar í sendi- herrabústaðnum í London, og stendur hún í eina viku. Sýningin er nokkurs konar yfirlitssýning á verkum Ólafar, og eru höggmynd- irnar unnar allt frá námsárum hennar til dagsins í dag. Frú Ólöf sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, er blaðamað- ur hringdi til London, að lengi hefði verið á döfinni að halda þessa sýningu, en ýmsar ástæður hefðu þó orðið þess valdandi að ekki hefur af því orðið fyrr en nú. Tvívegis höfðu henni boðist mjög góðir sýningarsalir, en hún varð að afþakka þá í báðum tilvikum, vegna anna hennar og manns hennar, Sigurðar Bjarnasonar sendiherra, við opinber störf. Nú eru þau Sigurður að flytjastheim til Islands, og sagði Ótöf að mjög erfitt hefði verið að vinna að upp- setningu sýningarinnar samhliða önnum við búferlaflutningana, kveðjusamsæti og opinber störf. Hún hefði að athuguðu máli ákveðið að halda sýninguna í vinnustofunni, þó þar væri að vísu þröngt, og erfitt hefði verið að koma mörgum verkanna upp stiga og inn í salinn. Þá væri einnig af eðlilegum ástæðum mikið rask í bústaðnum vegna yfirstandandi flutninga, en þetta hefði verið besti kosturinn. Verkin á sýningunni eru mjög misstór, og þau eru afar fjöl- breytileg að gerð, og unnin í marg- skonar efni, svo sem brons, gifs og fleiri tegundir. Sýningin hefur þegar vakið athygli i Lundúnum, fyrir opnunina, og stórblaðið The Times birti til dæmis þriggja dálka mynd af listamanninum við eitt verkanna á sýningunni nú fyrir helgi. — Sýningin er sem fyrr segir haldin í vinnustofu frú Ólafar í sendiherrabústaðnum, 101 Park Street, London Wl, og stendur nú í eina viku. Fjölmenni við opnun sýningar Errós SÝNING i verkum Errós, Guðmundar Guðmundssonar, var opnuð í Norræna húsinu i laugardaginn, að viðstöddu fjölmenni. Hér takast þeir í hendur i sýningunni, Davíð Oddsson borgarstjóri i Reykjavík, og listamaðurinn, Erró. Þetta er sölusýning, og seldust fjölmörg verkanna þegar við opnunina, en þetta er fyrsta sýning Errós hér heima í mörg ir, ef undan er skilin yfirlitssýning á verkum hans á Listahitíð fyrir nokkrum irum. Septem-hópurinn sýnir á Kjarvalsstöðum FJÖLMENNT var á opnun sýningar Septem-hópsins á Kjarvalsstöðum um helgina, en sýningin þar verður opin í tvær vikur. Septem-hópurinn sýndi fyrst saman 1947, og hefur hluti hópsins haldið sýn- ingar af og til fram á þennan dag, en þessi sýning er tíunda sýningin á jafnmörgum árum í röð, og þegar er ákveðin sýn- ing að ári. Þetta er sölusýning, og eru flest verkin unnin á þessu ári og árinu 1981. Plasteinangrun ARMAPLAST Glerull — Steinull Armula 16 sími 38640 Þ. ÞORGRlMSSON & CO ! -- ■■■■■ ■■■■■?. Sinfóníuhljómsveit íslands Sala og endurnýjun áskriftarskírteina fyrra misseris þessa starfsárs hefst í dag þriðju- daginn 14. sept. á skrifstofu hljómsveitar- innar, Hverfisgötu 50, 4. hæð, sími 22310 (athugið nýtt heimilisfang). Áskrifendur hafa forkaupsrétt á skírtein- um sínum til og með 24. þessa mánaðar. Sinfóníuhljómsveit íslands. TSíáamatka^utinn sQiaitisqötu 12-18 Nýr bíll VWGolfCL 1982 Drapplitur, ekinn 2.600 km. Verð 152 þús. Skipti möguleg á ódýr- ari. Citroen GS 1979 Gulbeis, ekinn 30 þús. Endurrið- varinn, útvarp, segulband. Fal- legur einkabíll. Verð 88 þús. Plymoth Volare station 1979 Brúnn, ekinn 50 þús. 8 cyl, sjálfsk., aflstýri, útvarp, segul- band, snjó- og sumardekk. Bíll í sérflokki. Verð 145 þús. Chervolet Citation 1980 Blár, 5 dyra, ekinn 9 þús. km 4 cyl, beinsk., aflstýri, útvarp, seg- ulband, snjó- og sumardekk. Verð 170 þús. Skipti, greiðslu- skilmálar. BMW 323 I 1981 Beis, ekinn 13 þús. Sóllúga, litað gler, rallý stólar o.fl. Verð 225 þús. Einnig: BMW 320 1981 Grár, ekinn 30 þús. Útvarp, seg- ulband, sportfelgur. Verðtilboð. Nýr bíll Subaru 1800 4x4 1982 Rauður, ekinn 5 þús. km. Verð 185 bús. Range Rover 1972 Gulur, ekinn 37 þús. Velútlítandi bíll. Verð 110 þús. Mazda 626 1980 Brúnsanseraður 5 gíra. Verð 105 þús. Fallegur bíll. Blazer 1976 Grænn og hvítur, ekinn 33 þús míl. 6 cyl vél, 4ra gira kassi (beinsk.). Útvarp, segulband. Fallegur bíll. Verð 160 þús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.