Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 14.09.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 15 annan finnum við upp skrýtlur hver um annan i anda hinnar sí- gildu sögu: „Það voru einu sinni Norðmaður, Dani og Svíi ..." — elskulegar sögur sem móðga ekki neinn en geta endurspeglað sér- kenni okkar, lagt áherslu á það að ekki erum við öll eins. Það er góðs viti þegar hægt er að segja slíkar skrýtlur án þess að særa neinn. Það er vísbending um vaxandi norrænt samstarf, um norræna samhygð, sem svo mætti kalla og skorti svo átakanlega fyrir þúsund árum. Norðurlanda- þjóðirnar eru aftur orðnar ein fjölskylda. Vitanlega erum við ekki alltaf á sama máli — hver er sú fjölskylda sem svo er háttað um? Það er ým- islegt ólíkt með okkur í fleiri en einni merkingu orðsins. Þann mun má rekja til landafræðinnar ekki síður en til annarra þátta. Þrjú ríkjanna eru í NATO, tvö fylgja hlutleysisstefnu. Þetta kemur samt ekki í veg fyrir að utanríkisráðherrar okkar eigi náið samstarf í mörgum málum. Við höfum ekki komið upp nor- rænu efnahagsbandalagi eins og margir hugsjónamenn höfðu von- að. Við höfum ekki stofnað form- legt bandalag með sambands- stjórn, einskonar bandaríki Skandinavíu. En við eigum mörg réttindi sameiginleg — réttinn til að starfa í löndum hvers annars, réttinn til að fara yfir landamæri án vegabréfs, jafnvel rétt til að kjósa í bæjar- og sveitarstjórnir eftir fárra ára dvöl utan heima- lands. Allt er þetta árangur af samstarfi á öllum sviðum, allt frá samráðsfundum þingmanna í Norðurlandaráði til menningar- tengsla á öllum sviðum lista. Þetta endurspeglar nokkuð það sem ég tel að við öll getum verið stolt af: nýjan skilning, nýtt afl, það sem kallað hefur verið nor- rænn andi, sem nýtur almennrar viðurkenningar og virðingar. Við höfum fundið okkuí-til handa frið og einingu og vitum hvað þau orð geta þýtt. Norrænn höggmyndasmiður, Ásmundur Sveinsson, hefur gjört fundahamar þann sem forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna notar til að halda umræðum í réttum skorðum. Haus hamars- ins sýnir víking sem er að biðja fyrir friði. Þetta er boðskapur okkar tíma til allra þjóða, alls mannkyns, frá afkomendum afar vígfúsra manna. Norðurlöndin hafa verið flestum þjóðum fúsari til að bjóða sig fram til þjónustu fyrir Sameinuðu þjóðirnar, ekki til að heyja stríð heldur til að reyna að koma í veg fyrir styrjald- ir, og framlag þeirra til þróunar og samstarfs við ríki, sem verr eru sett, hefur verið með ágætum. Það er trú mín, að allt hafi þetta með vissum hætti sprottið af fjöl- skyldukenndinni, þeirri samstöðu sem norræn ríki hafa treyst með sér. Og hún hefur verið afar þýð- ingarmikil fyrir hina norrænu innflytjendur þessi sterka nauð- syn, þessi þunga ábyrgð, þessi skylda að byggja upp þá tegund samfélags, það þjóðfélag, þar sem fjölskyldutréð gæti blómgast. Og það er dásamleg ánægja að sjá þessa samstöðukennd að öflugu verki enn í dag, og hér í tvíbura- borgunum, að hafa spurnir af þeim rnikla tíma og því mikla átaki sem menn úr öllum hópum þjóðfélagsins leggja fram til að trygída að samfélag þeirra, fjöl- skylda samborgara á öllum aldri, standi með blóma andlega og menningarlega ekki síður en á öðrum sviðum. Sameiginlegur áhugi á þeirri menningararfleifð sem við eigum hlutdeild í hefur stefnt okkur saman hingað í dag. Síst þarf ég að segja einmitt ykkur af hinu mikla menningarframlagi nor- rænna þjóða til heimsins á öllum sviðum lista, jafnt í bókmenntum og tónlist sem og á sviði leiklistar, málaralistar, höggmyndalistar og kvikmyndagerðar — eða jafnvel á sviði hannyrða og þjóðlagasöngs. Heimskunn nöfn renna Ijúflega af tungunni, frá Ibsen og Strindberg til Grétu Garbo, Ingrid Bergman og Liv Ullman, frá Laxness og Heinesen til Sibeliusar og Griegs, frá Kirkegaard og Hans Christian Andersen til Edvard Munchs og Ingmar Bergmans. Þessir karlar og konur sem Norðurlöndin hafa gefið heiminum og við erum með rétti stolt af. í norrænni goðafræði var jörð- inni haldið saman af heimstré miklu sem Yggdrasill hét. Þetta tré tengdi himin við jörð. Þetta var hið ævaforna fjölskyldutré, ekki aðeins Skandinavíu heldur alls heimsins. Þetta var Skandinavía fyrri tíma. í Skandinavíu nútímans sjá- um við ávexti fjölskyldutrés okkar daga. Við sjáum hvernig mann- anna munur í fjölskyldunni hefur skapað ríkulega margbreytni í menningartjáningu, sem er með sínum keim hjá hverju okkar. Við erum komin hingað til Ameríku til að bjóða ykkur, frændum okkar, sem eigið forfeður sem lögðu af trúmennsku rækt við menningu sína, til að taka þátt í þessari há- tíð, þessari sýningu, lesa menning- arblóm af fjölskyldutré okkar tíma. Megi það vaxa og blómgast, megi það veita ykkur ánægju og börnum ykkar og barnabðrnum. Ég lýsi sýninguna Scandinavia Today í Minnesota opna. Þakka ykkur áheyrnina. Verk 15 íslenzkra hönnuða sýnd í New York Á mánudaginn var opnuð í Cooper Hewitt-safninu í New York norræn listiðnaðarsýning undir nafninu Scandinavian Mod- ern 1880—1980. Sýningu þessari er ætlað að gefa yfirlit yfir þróun listiðnaðar og hönnunar á Norður- löndum frá 1880, en um það leyti hófu Norðurlandaþjóðirnar markvissa starfsemi til að efia og bæta hönnun iðnaðarframleiðslu sinnar. Cooper Hewitt-safnið er iðn- hönnunarsafn Smithsonian- -stofnunarinnar. íslensku listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, eru leir- listamennirnir Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal (lést 1963), Gestur Þorgrímsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Jónína Guðna- dóttir og Steinunn Marteins- dóttir, veflistamennirnir Júlí- ana Sveinsdóttir (lést 1966), Ás- gerður Búadóttir, Sigríður Jó- hannsdóttir og Leifur Breiðfjörð og Þorbjörg Þórðardóttir, gullsmiðirnir Jens Guðjónsson og Guðbrandur Jezorski og hús- gagnaarkitektarnir Sveinn Kjarval (lést 1981), Gunnar Magnússon og Pétur Lúthers- son. Unnið hefur verið að undir- búningi þessarar sýningar und- anfarin tvö ár og hefur undir- búningsstarfið verið í höndum nefndar, sem skipuð var að til- hlutan iðnaðarráðuneytisins. Nefndin naut fyrirgreiðslu Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins og Iðnþróunarsjóðs, en tengilið- ur nefndarinnar við norræna undirbúningsnefnd og Cooper Hewitt-safnið var Stefán Snæ- björnsson innanhússarkitekt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1959, að íslenskur listiðnaður er kynntur á norrænni sýningu sem tekur til allra greina list- iðnaðar undir merkinu Scandinavian Design. Forseti íslands var viðstaddur opnun sýningarinnar í Cooper Hewitt. VIDEO-EXTRA ’82 Verð 25.980.- Útb. 6.000.- — Rest á 6 mán. VERSLtO I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÖMTÆKt SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 Hann Siggi mœtir í alla vélritunartíma með vinkonu sínafrá Skrífstofu vélum! Hann átti i töluverðum vand- ræðum með valið, hann Siggi, þrátt fyrir allt. Hann átti nefni- lega kost á frábæru úrvali, eins og þeir segja í auglýsingunum. Þeir hjá Skrifstofuvélum h.f. buðu honum hvorki meira né minna en 5 gerðir af rennileg- um skólaritvélum - allt frá hin- um gífurlega vinsælu ABC rit- vélum upp í bráðfallega Mess- age rafmagnsritvél. Siggi valdi ABC. Ást við fyrstu sýn! Hann féll fyrir laglegu let- urborði, léttum áslætti, fallegri hönnun, skýru letri og góðu verði. Þær kosta aðeins kr. 2,340,00 þær ódýrustu. Þau Siggi hafa ekki skilið síð- an. Þó verður það að segjast eins og er, að það hefur hvarfl- að að honum Sigga að næla sér í aðra, eina rafknúna, til að hafa sem heimilishjálp. En þá aðeins til viðbótar við ABC. Hann er nefnilega dálítið „fjoll- aður" hann Siggi! SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. 7/ ____ Hverfisgötu 33 Sim, 20560

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.