Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 18

Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 Tal í forystu á millisvæðamótinu Mohkvu, 13. septerober. AF. MIKHAIL Tal tók í g*r, sunnudag, forystuna á millisvKðamótinu i Moskvu eftir að hann hafði gert jafntefli við landa sinn, Garri Kasparov, í fimmtu umferð. Tal hefur nú fjóra vinninga og á h*la honum kemur Kasparov með 3,5. 14 skákmenn frá 10 þjóðum keppa á mótinu. Tass-fréttastofan sovéska segir að áhorfendur hafi bókstaflega verið „heillaðir" af skák þeirra Tals og Kasparovs en í henni hafði sá síðarnefndi hvítt og beitti mjög hvössu afbrigði í slavneskri vörn með peðsfórn. Að lokum hafði Kasparov aðeins eitt peð á móti manni en mjög efnilega stöðu. Hann lenti þó í tímahraki og þáði jafnteflið þegar Tal bauð það. Alexander Belyavski sigraði landa sinn, Yefim Geller, sem féll á tíma í 33. leik. Ulf Andersson frá Svíþjóð og Gyula Sax frá Ungverjalandi gerðu jafntefli. Jafnt varð einnig með Christian- sen, Bandaríkjunum, og Murey, ísrael, John van der Wiel, Hol- landi, og Florin Gheorghiu, Rúm- eníu, og Garcia, Kúbu, og Quinter- os, Argentínu. Tveir efstu menn á millisvæða- mótinu í Moskvu munu taka þátt í áskorendakeppninni, sem mun skera úr um hvor teflir við Karpov um heimsmeistaratitilinn 1984. Þeir, sem þegar hafa áunnið sér rétt til keppni, eru Korchnoi, Hubner, Portisch, Ribli, Torre og Smyslov. LykiHinn að langlífi: Grænmetisát og hugarró Peking, 13. Heptember. AP. í MANNTALINU, sem tekið var í Kína á dögunum, kom í Ijós, að í Hubei-héraði eru 86 manns komnir yfir tírætt, að því er Xinhua- fréttastofan segir. Flest er fólkið miklar grænmetisætur, gengur mikið og stekkur sjaldan upp á nef sér. Meðal öldunganna í Hubei hugarró sinni á hverju sem eru 17 karlmenn en 69 konur. Elsti karlmaðurinn er 116 ára en elsta konan 121. 77 búa til sveita, 9 í borgum en allir nærast þeir einkum á græn- meti, ganga mikið og halda gengur. I manntalinu, sem tekið var 1954 voru 45 manns komnir yfir 100 ára aldurinn í Hubei og hefur þeim því fjölg- að um 41. Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur verið á ferð í Kína að undanlornu og var þessi mynd tekin af honum ásamt Deng Xiao-ping i Alþýðuhöllinni í Peking sl. miðvikudag. Þar ræddu þeir um samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna og hrósaði Deng Nixon mjög fyrir framlag hans í þeim efnum. ap. Deng treystir tökin í Kína l'eking, 13. neptember. AP. DENG Xiao-ping, mestur valdamaður í Kina nú um stundir, var í dag kosinn formaður nýrrar ráðgjafanefndar flokksins og Chen Yun, mikill bandamaður hans, var endurkjörinn formaður aganefndarinnar, að því er segir i frétt frá Xinhua-fréttastofunni. Tólfta þingi kínverska kommúnistaflokksins lauk sl. laugardag. Nýkjörin miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins kaus í gær, sunnudag, nýja fram- kvæmdanefnd en hún er valda- mesta stofnunin í Kína og fer meö stjórnina á milli funda mið- stjórnarinnar. Deng er einn af sex, sem skipa innra ráð fram- kvæmdanefndarinnar, og auk þess er hann formaður hinnar valdamiklu hernaðarnefndar. Athygli vakti, að Hua Guo-feng, eftirmaður Maó heitins sem formaður flokksins, náði ekki kjöri í framkvæmdanefndina en hann á þó enn sæti í miðstjórn- inni. Hua hefur verið gagnrýndur mjög af Deng og stuðnings- mönnum hans fyrir „vinstn- villu" og fyrir að hafa fylgt stefnu Maós í blindni og dóm- greindarleysi. Áður héngu uppi myndir af Maó og Hua um allt Kína og stuðningsmenn Hua komu þeirri sögu á kreik, að Maó hefði sagt við hann skömmu fyrir andlátið: „Ef þú ert við stjórnvölinn, get ég verið róleg- ur.“ Nú hefur þessum myndum verið varpað út í ystu myrkur og fordæmdar sem persónudýrkun. Að nafninu til hefur Deng vik- ið til hliðar fyrir sér yngri mönnum en erlendir fréttamenn í Kína segja, að í raun sé það hann sem um stýristaumana haldi. Mistök mannlegs eða tækni- legs eðlis ollu dauða 39 PfAeffikon, Sviss, 13. september. AP. SVISSNESK yfirvöld sögdu í dag, að verið væri að reyna að ákvarða hvort mistök mannlegs eða Ueknilegs eðlis lægju að baki árekstrinum á milli langferðabifreiðar og járnbrautarlestar við Pfaeffikon á sunnudag þar sem 39 manns létu lífið. Voru sum líkanna svo illa leikin, að í dag hafði enn ekki tekist að bera kennsl á þau. Bar slökkviliðs- mönnum, sem kvaddir voru á vett- vang, saman um að margir farþeg- anna hlytu að hafa brunnið lifandi inni í flakinu. Þetta er versta járnbrautarslys í Sviss á þessari öld. Ekki er iengra síðan en í júlí að sex manns létust í árekstri tveggja járnbrautarlesta vestur af Zurich. Einhverra hluta vegna var hlið á veginum sem liggur yfir teinana, sem á að lokast sjálkrafa nokkru áð- ur en lest ber að garði, ekki lokað. Langferðabifreiðin ók því yfir tein- ana og svo að segja á sama augna- bliki lenti lestin í hlið hennar á 70 km hraða. Langferðabifreiðin hreinlega skarst í sundur og eldur kom sam- stundis upp í henni. Logarnir læstu sig ennfremur í stjórnklefa járn- brautarlestarinnar. Allir farþegar bifreiðarinnar, að tveimur undan- skildum, létu lífið. Voru þarna á ferð meðlimir þýsks íþróttafélags ásamt eiginkonum sínum. Kosningabaráttan snýst um launþegasjóðina Stokkhólmi, 13. Meptember, frá Guófinnu Kagnar.sdóttur fréttariUra Mbl. I,aunþe|>a.sjóóir. Launþegasjóðir og aftur launþegasjóðir. Kftir sex daga gongur sænska þjóðin að kjörborðinu og kýs sér stjórn. Og það sem allt virðist velta á eru launþegasjóðirnir. Borgaraflokkarnir beina skeytum sínum mark- visst að jafnaðarmönnum og tillögum þeirra um launþegasjóði. „Hvert leiða launþegasjóðirnir annað en til sósíalisma," spyrja þeir. „Hagsmunasamtökin ná völdum í Svíþjóð ef launþegasjóðirnir komast á. Og jafnaðarmenn verja sig og lofa að ræða málin við alla aðila áður en til framkvæmda komi. En launþegasjóðir," segja þeir, „skulu koma til framkvæmda. Öðruvísi verður sænskur efnahagur ekki réttur við“. En þótt launþegasjóðirnir hafi verið aðalmál kosningabarátt- unnar til þessa, og verið ræddir í mörg undanfarin ár, virðist þekking manna á þeim mjög takmörkuð. Það kom í ljós í könnun sem sænska blaðið Dag- ens Nyheter lét gera nýlega. Meira en helmingur þeirra sem spurðir voru vissu ekkí um hvað tillaga jafnaðarmanna um laun- þegasjóði fjallar. Það eru ekki bara stjórnmála- mennirnir sem eru á kafi í kosn- ingabaráttu. Atvinnurekend- asambandið hefur undanfarna mánuði farið mikla herferð gegn sjóðunum og fengið til liðs við sig margt þekkt fólk, m.a. Abba- -sönghópinn og umboðsmann þeirra, Stikkan Anderson. Abba-sönghópurinn á mörg fyrirtæki og Stikkan Anderson hefur sjálfur reiknað út að ef launþegasjóðir væru komnir á, hefði Abba og fyrirtæki þeirra orðið að greiða 17 milljónir sænskra króna í launþegasjóði. í gær birtist einnig í sænska kvöldblaðinu Expressen opið bréf frá Kurt Nigolin, formanni atvinnurekendasambandsins, og Per Gyllenhammar, fram- kvæmdastjóra Volvo-verksmiðj- anna, og Hans Werghen, framkvæmdastjóra m.a. Electrolux-fyrirtækisins. í bréf- inu segir m.a.: Ekkert getur aft- urkallað andúð okkar á launþegasjóðunum. Við munum aldrei láta okkur nægja að semja um tæknilega framkvæmd á til- lögu, sem ógnar lýðræðinu og einstaklingsfrelsinu. Formaður jafnaðarmanna, Olof Palme, lof- aði í dag að svara iðnjöfrunum þremur einhvern næstu daga. í stuttu máli er tillaga jafnað- armanna um launþegasjóðina eftirfarandi: Öll fyrirtæki sem rekin eru með ákveðnum gróða láta hluta af gróðanum í sjóði, svokallaða launþegasjóði. Þang- að á einnig að renna hluti af kauphækkunum iaunþega. Peninga sjóðanna á síðan að nota til að kaupa hlutabréf í gróðavænlegum fyrirtækjum og efla þannig iðnaðinn. Launþegasjóðirnir eiga að vera samciginleg eign fyrirtækja og launþega. Þeir eiga að vera dreifðir um allt land, og sem flestir eiga að geta haft áhrif á hvernig peningunum er varið. í tillögu Verkalýðssambands- ins, LO, er enn fastar kveðið að auknu áhrifavaldi launþeganna, og þar er gert ráð fyrir að hags- munasamtökin hafi umsjón með sjóðunum. Þar eru einnig áætl- anir um hvenær hagsmunasam- tökin verði búin að ná valdi á sænskum iðnaði. Þrír í svelti í Belfast Belfant, 13. neptember. AP. ÞRÍR hryðjuverkamenn úr írska lýð- veldishernum (IRA) hófu í dag hung- urverkfall í Crumlin Road-fangels- inu í Belfast til að mótmæla hand- töku sinni og varðhaldi, sem þeir segja án stoðar í lögum. Búist var við að 31 hryðjuverka- maður til viðbótar í fangelsinu tæki þátt í mótmælasveltinu. Hungurverkfallið er hið fyrsta frá því í október, en þá lauk hung- urverkföllum í Maze-fangelsinu, sem samtals stóðu í sjö mánuði og drógu 10 hryðjuverkamenn IRA til dauða. Þremenningarnir, sem nú fasta, eru Tommy Parr og Bobby Tohill frá Belfast og Con Tinney frá Strabane við írsku landamærin. Veður víða um heim Akureyri Amaterdam Aþena Barcelona Berlín Brussel Chicago Dytiinni Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló Paris Perth Rio de Janeiro Reykjavik Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vinarborg bórshöfn 5 skúrir 20 skýjaó 30 heiöskírt 29 þokumóöa 23 heióskírt 25 heióskírt 27 skýjaó 19 heióskírt 28 heióskirt 27 heiöskírt 25 heiðskfrt 15 skýjað 26 rigning 29 heióskirt 24 heióskírt 33 heióskírt 19 heióskírt 32 heiöskírt 23 heiöskírt 24 skýjaó 31 heióskírt 25 lóttskýjaó 26 skýjaó 31 skýjaó 14 skýjaó 35 heióskfrt 30 heióskírt 15 heiðskirt 27 skýjaó 19 heióskfrt 33 heióskírt 7 úrk. í gr. 30 heióskirt 26 heióskfrt 17 heióskirt 19 heióskfrt 30 heióskírt 29 heiðskírt 16 skýjaö 22 heióskirt 9 alskýjaö 22 farast /■ A/ • X • i farviðri í Japan Tókýó, 13. júní. AP. FÁRVIÐRI gekk yfir eyna Honshu, stærstu eyju Japans, i dag, með þeim afleiðingum að 22 fórust af völdum vatnavaxta eða skriðufalla. Auk þess var tíu saknað og 86 nutu aðhlynn- ingar í sjúkrahúsi. Fárviðri hefur gengið yfir Japan tvisvar áður það sem af er ári, og hafa rúmlega 100 manns týnt lífi í veðurhamnum. Þá fórust rúmlega 300 í flóðum og skriðuföllum við Nagasaki í júlí. Um 17 þúsund manns urðu að hafast við í járnbrautarlestum í nótt vegna óveðursins. Stöðvuðust lestirnar þar sem brautarteinar fóru víða undir aurskriður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.