Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 20

Morgunblaðið - 14.09.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Mikilvæg Bandaríkjaför Fréttirnar af mikilvægri ferð frú Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, til Bandaríkjanna segja okkur sem heima sitjum, að þar gangi allt að óskum. Fyrir tæpri viku var forsetinn í senn gestur Ronald Reagans, Banda- ríkjaforseta, og naut þess heiðurs að setja fyrir hönd Norðurlandanna allra menningarkynninguna umfangs- miklu, Scandinavia Today. Það er full ástæða til að nota orðið „mikilvæg“ um þessa för frú Vigdísar Finnbogadótt- ur. Vinátta og tengsl Bandaríkjanna og íslands eru báð- um þjóðunum mikilvæg. Fundur þeirra frú Vigdísar og Ronald Reagans í Hvíta húsinu var jafn táknræn stað- festing á þessu mikilvægi og þegar forseti íslands brosti framan í fréttamann ABC-sjónvarpsstöðvarinnar banda- rísku, tók í handlegg Reagans, hallaði höfðinu upp að honum og sagði að samband þjóðanna væri gott. Hitt er ekki síður mikilvægt, að frú Vigdís Finnboga- dóttir skyldi hafa verið til þess valin að setja Scandinav- ian Today fyrir hönd allra Norðurlandaþjóðanna. Þar með var henni og íslensku þjóðinni sýndur mikill heiður. Islendingar þurfa ekki að hafa ferðast oft til útlanda eða dvalist þar lengi til að komast að raun um, að hugmyndir erlendra þjóða um ísland og raunar Norðurlöndin öll eru oft á tíðum brenglaðar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Með því að frú Vigdís var valin til að koma fram fyrir hönd allra Norðurlandanna og setja Scandinavian Today fékkst kjörið tækifæri til að minna á sérstöðu og sam- stöðu Norðurlandaþjóðanna, eins og forseti íslands gerði með réttum hætti í ræðu sinni við hina hátíðlegu athöfn. Þá komst frú Vigdís Finnbogadóttir meðal annars svo að orði: „Um leið og skilningi hefur verið komið á þjóða í millum myndast vinátta. Þannig byggjast brýr á milli þjóða. Þá læra mennirnir að skilja hverjir aðra — hve langt sem kann að vera á milli hér á hnettinum. Slík vinátta hlýtur að stuðla að heimsfriði." Með sérstökum samningi hafa Bandaríkjamenn og ís- lendingar tekið höndum saman um að tryggja frið í okkar heimshluta, bandaríski markaðurinn er hinn mikilvæg- asti fyrir íslenskar afurðir en um samstarfið við Banda- ríkin hefur verið deilt harðast í íslenskum stjórnmálum frá því við urðum sjálfstætt ríki. Þessar deilur eru ekki eins harðar og áður og breið samstaða ríkir meðal ís- lensku þjóðarinnar um gildi vináttunnar og samstarfsins við Bandaríkin. Bandaríkjaför forseta íslands er mikil- væg staðfesting á þessu. Hvorki raunsæi né óskhyggja Raunsæi leiddi til þess, að Anker Jörgensen ákvað að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í Dan- mörku. Anker Jörgensen sá fram á það, að hann gæti ekki náð málum fram á þingi. Hann brást við vandanum með þeim hætti sem honum bar miðað við eðlilegan skilning á þingræðisreglunni. Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýskalands, starfar samkvæmt stjórnarskrá sem samin var til að forða Þjóðverjum frá stjórnskipulegri upplausn Weimar-lýðveldisins, sem þó var talið byggt á bestu stjórnarskrá veraldar. Vestur-þýska stjórnarandstaðan getur því aðeins flutt tillögu um vantraust á kanslara, að fyrir liggi traustsyfirlýsing meirihluta þingmanna um nýjan kanslara. Á grundvelli þessa ákvæðis neitar Hel- mut Schmidt að segja af sér, þótt flestir telji það óskhyggju hjá honum að stjórn hans lifi veturinn. Af raunsæi virti Anker Jörgensen þingræðisregluna og sagði af sér, í krafti stjórnskipunarlaga situr Helmut Schmidt vegna óskhyggju. Hvorki raunsæi né óskhyggja geta ráðið hjá ríkisstjórn íslands og því síður virðing fyrir þingræðinu. 55 þúsund manns voru samankomin á Metrodome-íþróttaleikvanginum við opnun Scandinavia Today í Minneapolis í Minr Norðurlöndunum. í baksýn til hægri sést 7.000 manna kór sem söng við athöfnina. Dagur Norðurlandabú New York 13. september. Frá Önnu Kjarnadóttur, fréttaritara Mbl. „ÉG VARÐ steinhissa þegar ég heyrði að í systraborgunum Minneapolis og St. Paul búa fleiri af þýskum uppruna en frá Norðurlöndunum," sagði banda- rísk kona, Florens Warner, sem tók þátt í opnunarhátíðarhöldun- um á Scandinavia Today í Minneapolis í Minnesota, „sjálf er ég hálfsænsk og svo stemmd yfir þessu öllu saman að ég keypti meira að segja aukamiða á Metrodome-íþróttaleikvanginn til að geta tekið hvern sem var með mér á hátíðina." Og það var engin smá hátið, um 55 þúsund manns voru saman komnir á íþróttaleikvanginum, yfir 7 þús- und manna kór söng, George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, var viðstaddur og flutti ræðu, auk þess forseti Islands, Henrik Danaprins, Norski krón- prinsinn, Bertil Svíaprins og utanríkisráðherra Finna. Ríkis- stjóri Minnesota talaði og sendi- herrar, ræðismenn, þingmenn Minnesota og borgarstjórar systraborganna voru viðstaddir. Karlakórinn Fóstbræður söng, flokkur úr Konunglega ballet- flokknum danska dansaði, Norð- mennirnir Lillebjörn Nielsen og Steinar Opsdal komu fram, Tap- iola-barnakórinn söng og Sven Bertil Taube skemmti. Þjóð- söngvar Norðurlandanna og Bandaríkjanna voru leiknir, þjóðdansar stignir og í lokin söng heimsins stærsti kór, allir viðstaddir hátíðina, American the Beautiful. Norðurlandabúar áttu þennan dag í Minnesota og ef fólk af þýskum ættum er fleira en þeirra menn í systraborgun- um þá létu þeir svo sannarlega lítið fyrir sér fara. Fulltrúar Norðurlandanna gengu til sæta sinna úti á leik- vanginum við trumbuslátt og fánar þjóðanna blöktu. Fagn- aðarlætin voru mest þegar Bush varaforseti gekk út á leikvanginn og sýndi það að þótt áheyrendur væru hreyknir af norrænu blóði í æðum sínum þá voru þeir fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Bush vitnaði í sænska skáldið Carl August Sandueg og frásögn hans af ferð foreldra hans til Banda- ríkjanna, slæmum aðstæðum og erfiðleikum en dugnaði. Bush sagði að árið 1900 hefði verið ljóst að Vi2hluti íslendinga hefði flutt til Ameríku. Hann nefndi Charles Augustus Lindbergh, Hubert H. Humphrey og Edwin Aldrin, allir menn af norrænum ættum sem Minnesota-búar eru mjög hreyknir af. Hann talaði um ríkulegan menningararf Norðurlanda og sagði Bandaríkin njóta hans og þau ættu að minn- ast skyldu sinnar gagnvart Norð- urlandaþjóðunum. Bush sagði í lok ræðu sinnar að Bandaríkja- menn ættu að læra af styrkleika Norðurlandabúa og þori og færa þá fórn sem þarf til að styðja varnarkerfið. „Ekki til að heyja stríð heldur til að tryggja frið- inn,“ sagði varaforseti. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, talaði um mikilvægi bæði sálar og líkama og óskaði Minneapolis-búum til hamingju með Hubert H. Humphrey- íþróttaleikvanginn. Hann var opnaður 3. apríl 1982 og Scand- inavia Today-hátíðin var fyrsta hátíðin sem haldin var á vellin- um, ótengd íþróttum. Þak vallar- ins er úr trefja-gleri og haldið uppi með loftþrýstingi. Alls eru sæti fyrir 62 þúsund áhorfendur. Fögnuðu áheyrendur jákvæðum orðum Vigdísar forseta í garð byggingarinnar og kona ein sagði að stjórnendur vallarins hlytu að fá ræðuna til kynningar fyrir völlinn. Vigdís forseti sagði í kaffi- samsæti íslenska kvennaklúbbs- ins Heklu á sunnudag, að henni John Derus, formaður sýslunefndar, flytur ræftu vift hyllingu íslenska fánans í Minneapolis í Minnesota. Vigdís forseti, Quie ríkisstjóri og fleiri gestir voru viðstaddir. Valdimar Björnsson, fyrrverandi fjármilaráöherra I meft 5 íslenskum sýningarstúlkum í móttöku sendi anna íslensku, sem þau héldu í nafni íslenskra viðsl Minneapolis. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.